Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 16
12 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur Síðastliðin tvö ár hefur hver verslun- in á fætur annarri tekið upp tölvu- tengt verslunarkerfi er byggist á strikamerkingum. í stað verðmiða eru vörumar með áprentaðar strika- merkingar sem tákna ákveðið númer sem úthlutað er af alþjóðlegum sam- tökunum EAN. Sérstakur skanni á afgreiðsluborð- inu les svo strikin og tölvan gefur upp nafn vöru og verð. Um leið er varan dregin frá í birgðabókhaldi. Með þessu er öll afgreiðsla mun fljót- ari og viðskiptavinir þurfa ekki að bíða eins lengi við kassann. Einnig eru verðmerkingar óþarfar en vöru- ^verðið er skráð á hilluna þar sem varan er. Þetta leiðir til lægri launa- kostnaðar í verslunum þar sem færra starfsfólk þarf við verðmerk- ingar og afgreiðslu. Fyrir utan hrað- ari afgreiðslu fylgir þessu aukin þjónusta við viðskiptavininn sem nú fær kvittun sem sýnir nafn vöru og verð. Einnig er til staðar í nokkrum verslunum ávísanaprentari sem flýt- ir afgreiðslu enn frekar. Óskar Hauksson er framkvæmda- stjóri EAN á íslandi og fræddi hann DV um EAN: EAN stendur fyrir European Article Numbering, al- Svona munu hillumerkingar i verslunum líta út í framtíðinni. Tölvan sendir verð vörunnar þráðlaust í tækið sem getur sýnt bæði verð og einingaverð. Hagkaup bæði vararafstöð og raf- hlöður er gætu haldið tölvukerfinu gangandi. Mikligarður með IBM Fyrir rúmu ári setti Mikligarður upp IBM-verslunarkerfi frá Sameind hf. Kerfið samanstendur af IBM- kössum sem tengdir eru inn á IBM AS/400 með ethemet-tengingum og Novell-neti. Sölukerfið er frá Hug- búnaði hf. en vörumóttökukerfið er ÓpusAllt. I samtah við Þórð Sigurðsson, verslunarstjóra Miklagarðs við Sund, kom fram að hann væri nú ánægður með kerfið eftir að ýmsir byrjunarörðugleikar væra úr sög- unni. Sagði hann hagræðinguna fél- ast í hraðari afgreiðslu og öruggari verðmerkingum og taldi að vegna þessa hefði hann að jafnaði getað fækkað kössum um þijá. Hann taldi að með tilkomu strika- merkinga í verslunum mætti fækka starfsfólki um 10%. Mikligarður hef- ur þó ekki sagt neinum upp vegna þessa. Hjá Sameind fengust þær fréttir að nú væri unnið að beintengingum við Verslunarkerfi: Reynslan af strika- merkingum í verslunum Tölvuvædd verslunarkerfi, byggð á strikamerkingum þjóðleg samtök sem sjá m.a. um að íthluta fyrirtækjum númeram til að íota við strikamerkingar á vöram. Samtökin úthluta fyrirtækjum núm- eri þar sem fyrstu 3 stafirnir vísa í landið og næstu 4 vísa í framleiðand- ann. Landsnúmer íslands er 569. Síð- an nota fyrirtækin þetta númer á framleiðsluvörur sínar en bæta við 5 stafa númeri til að auðkenna vör- una. Með þessum hætti er tryggt að engar tvær vörur hafi sama einkenn- isnúmerið. \,r Til að forvitnast um hvernig reynslan af strikamerkingum hefur verið var haft samband við verslun- arstjóra þriggja stærstu matvöra- verslana höfuðborgarsvæðisins, Bónus, Hagkaup og Miklagarð, en þær hafa allar mismunandi búnað. Állir nefndu þeir að ýmis vandamál hefðu komið upp í byijun, sem nú væri búið að leysa, og tjáðu' okkur að nú væra þeir mjög ánægðir með verslunarkerfið. Einnig sögðu þeir að bæði starfsfólk og viðskiptavinir væra mjög ánægðir með breyting- una. Einu mistökin, sem upp gætu komið, væra ef verðmerking í hillu stangaðist á við verð í kassa en þeir sögðust leggja sig fram við að sú staða kæmi ekki upp. Bónus með ICL Bónus varð fyrst matvöraverslana til að taka upp verslunarkerfi er byggist á strikamerkingum og var verslunarkerfið frá breska fyrirtæk- inu ICL fyrir valinu, en umboðsaðili þess er A. Karlsson hf. Kerfi Bónuss samanstendur af Microsoft Lan Manager, þar sem móðurtölvan er ICL DRS 95, sem er 33 Mhz 486 EISA- tölva, staðsett í Skútuvogi. í hverri búð er ein PC-útstöð. Á móðurtölv- unni er verslunarhugbúnaðurinn StoreMaster, Bústjóri og ritvinnslu- kerfi. í kössunum eru verðupplýs- ingar geymdar í CMOS-vinnslu- minni, sem tryggir hraða vinnslu, en rafhlaða gætir þess að upplýsingarn- ar týnist ekki þó að slökkt sé á köss- unum. Þegar verð vöru er breytt eru verðbreytingamar settar inn á móð- urtölvuna í Skútuvogi. Nýja verðið er alltaf sett inn fyrir hádegi og er svo sent í gegnum X.400 gagnahólf Pósts og síma til hinna verslananna. Áður en verslanimar era opnaðar á hádegi er nýja verðið fært inn. Bónus hefur það markmið að bjóða ódýra vöru með því að halda kostn- aði niðri. Því er starfsfólki og birgð- um haldið í lágmarki, m.a. með því að panta inn vörur fyrir næsta dag að kvöldi. Það kom fram í samtali við Þórð Þórisson, verslunarstjóra Bónuss í Faxafeni, að verslun eins og Bónus hefði ekki verið hægt að setja á laggirnar nema með verslun- arkerfi er byggist á strikamerking- um. Ef gamla leiðin hefði verið farin þyrfti helmingi fleira starfsfólk. Bæði felst mikil vinna í því að verð- merkja og svo taldi Þórður að ef allt- af þyrfti að slá verð inn á kassa væri einn afgreiddur á meðan nú væri hægt að afgreiða 3-4. Þegar verslun- inni er lokað að kvöldi eru prentaðar út upplýsingar um birgðir, sölu og framlegð dagsins. Út frá þeim tölum er pantað fyrir næsta dag. Þórður nefndi einnig aö nú þyrfti verslunin ekki að stimpla og skrifa aftan á ávís- anir því þegar tekið væri við ávísun- um frá viðskiptavinum framseldi kassinn ávísunina fyrir hönd Bón- uss. Hjá A. Karlssyni hf. fengust þær upplýsingar að nú væri með ICL- verslunarkerfinu einnig hægt að hafa viðskiptamenn skráða í kass- ana. Þannig væri ritfangaverslunin Penninn nú komin með verslunar- kerfi er hefur 20.000 vörunúmer og 5000 viðskiptamenn á skrá. Hagkaup með NCR Hagkaup er með búnaö frá EJS. Á aðalskrifstofu Hagkaups er NCR 3450 sem er með 486 örgjörva. Á tölvunni er UNIX, Oracle-gagnagrannskerfi, bókhaldskerfið Magni, en einnig er notað sérhæft upplýsingakerfi fyrir verslanir er kallast Retailer I. í hverri verslun er einnig PC-tölva sem sér um að stýra upplýsingaflæði til og frá afgreiðslukössum. Torfi Matthíasson, verslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni, sagði að vissu- lega væri mikill flýtir að þessum nýja afgreiðslumáta en þar sem fólk hefði ekki alltaf við að setja í poka myndaðist oft flöskuháls. Hann sagði að vegna þessa mætti gera ráð fyrir fækkun starfsfólks en vildi þó ekkert segja um hve mikil hún væri. Það kom fram í samtali við Torfa að mikilvægt væri að hafa allan öryggisbúnað í lagi og þvi hefði kreditkortafyrirtækin svo ekki þyrfti að hafa pósa við hvern kassa. (Pósi er litla tækið sem kreditkortunum er rennt í gegnum.) Sameind hefur einnig sérhæft sig í kassakerfi fyrir veitingahús með þar til gerðum for- ritum frá Hugbúnaði hf. Verslanirutan Reykjavíkur Úti á landi er einnig verið að setja upp verslunarkerfi, er byggjast á strikamerkingum, í stórum stíl. Tíu kaupfélög sameinuðust um að kaupa búnað frá NCR.en stærsta kaupfélag landsins, KEA, valdi hins vegar ICL- búnað. Hvaó geristnæst? Nú er verið að setja upp í 10-11 búðarborð frá ICL þar sem skanninn í borðinu er jafnframt vigt og þarf því ekki að verðmerkja grænmetið úr grænmetisborðinu heldur er verð- ið reiknað beint við kassann. Þetta sparar það starfsfólk er áður var í verðmerkingu grænmetis. Má búast við því að afgreiðsluborð með vigt verði tekin upp á fleiri stöðum en KEA valdi einmitt slík búðarborð. Það nýjasta í þessu eru svo þráð- lausar hillumerkingar þar sem talnaskífa er á hillunni við hveija vörutegund. Á skífunni má lesa nafn vöra og verð. Þegar breyta þarf verði vöra er það gert þannig að nýja verðið er skráð í tölvuna sem svo sendir geisla þráð- laust á hillumerkinguna. Þannig þarf ekki að prenta út miða og ekki ætti það að koma fyrir að verðmerking á hillu og verð þegar á kassann er kom- ið passi ekki saman. í Japan er svo verið að þróa tækni sem mun gera afgreiðsluna enn fljót- ari en hún er þannig að vagni með vöram er rennt í gegnum hlið sem nemur hvaða vörur eru í vagninum og svo er verðið reiknað út. -ig KYNNINGARVIKA WINDOWS Notendaumhverfi framtíbarinnar | EJS sýnir spennandi nýjungar og fjölmarga möguleika Windows á sérstakri Windows viku 11. -15. nóvember frá 9 - 18 daglega. Mebal annars kynnt samvinna risanna tveggja, WordPerfect og Windows: Mest notaöa ritvinnslukerfi í heimi og vinsælasta nötendaumhverfiö. Stöðugar kynningar á Windows forritum alla daga. Ennfremur sérstök kynningardagskrá fjórum sinnum á dag. Líttu inn á Windows viku hjá EJS. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933 0^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.