Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. 27 Tölvur Fyrirlesarar og kennarar eru farnir að mæta með tölvu undir hendinni í stað glæra og skýringarmynda. Fyrirlestrar með aðstoð tölvu í október sl. markaðssetti Apple Inc. nýjar Macintoshtölvur; fis- tölvuna FowerBook, Classic II oy Quadra. Nýjaríistölvur: Macintosh PowerBook Nú geta notendur Macintosh kippt tölvunni með sér hvert á land sem er því nú er komin ný lina af fistölvum sem heitir Mac- intosh PowerBook. PowerBook-töIvurnar eru ekki fyrirferðarmiklir ferðafélagar en þær eru álika stórar og Ensk- íslenska orðabókin. Sú stærsta er einungis 3 kg að þyngd, 5,7 sm há, 28,6 sm breið og 23,6 sm djúp. Lyklaborðið er einungis 2% mjórra og 5% styttra en á Mac Classic og hafa hnappamir gúmmíáfei’ð. Á borðinu er hreyf- anleg kúla sem þjónar sama til- gangi og músin. Skjárinn er 9 eða 10 tommur (Mac Classic hefur 9 tommu skjá) og hefur 640x400 punkta upplausn. Allar hafa þær innbyggðan harðan disk, 20-40 megabæta, en diskettudrifið er innlægt á Powerbook 140 og 170 en er útlægt á 100, þ.e. drifið er í sérstöku tæki sem er tengt tölv- unni. Macintosh PowerBook getur unnið meö öll stöðluð Macintosh- forrit, og nýtir sér að fullu Sy stem 7.01. Vegna þess að skjárinn er lengur að vinna hefur Power- Book 80% af vinnsluhraða sam- bærilegra Mac einmennings- tölva, þ.e. Mac-tölva með sama örgjörva. PowerBook býður upp á ágæta tengimöguleika, hefur tvö RS422 tengi fyrir net, prentara eða mót- ald og eitt HDI30 SCSI-tengi. Einnig hefur hún bæði hljóðinn- og úttak. Mögulegt er að tengja hefðbundið Mac-Iyklaborö við PowerBook en það sama gildir ekki um skjái. PowerBook er með rafhlööu sem má hlaða á 3 tímum. Pow- erBook getur nýtt sér hvort sem er 220 volt eða 110 volt og því er miög auövelt að skella henni, ásarat Ensk-íslensku orðabók- inni, í skjalatöskuna þegar halda ; skal til Bandaríkjanna. Þijár tegundir af PowerBook eru fáanlegar: Macintosh PowerBook 100,140 og 170 og þrátt fyrir svipaö Útiit eru þær misöflugar. Macintosh ClassicII Macintosh Classic II hefur sama útlit og Classic, en cr allt að helmingi liraðvirkari vegna þess aö örgjörvinn er 16 MHz 68030, og hefur Classic II því sömu aíkastagetu og LC. Classic II er ætlað að leysa af hólmi Mac SE/30 sem hefur sama örgjörva. Classic 11 kemur meö 40 til 80 megabæta harðdisk og 2 eða 4 megabæti í vinnsluminni sem er stækkan- legt i 10. MacintoshQuadra 700 og 900 Áöur en Macintosh Quadra kom á markaðinn hét öflugasta Macintosh tölvan Ilfx. En hún fellur í skuggann fyrir Quadra sem hefur 25 MHz 68040 örgjörva en hamt er allt aö tvisvar sinnum hraðvirkari en örgjörvi nfx. Quadra kemur með 4 megabæti i vimisluminni en þaö er stækkan- legt í 20. Harðdiskur er annaö- hvort 80 eða 160 megabæta. Iiana má tengja við alla Apple skjái en einnig við ýmsar aðrar skjáteg- undir, þar á meðal VGA. Fyrirlesarar eru farnir aö mæta með tölvu undir hendinni og nota hana til að varpa skýringarmyndum og -texta á vegg á sama hátt og þeir notuðu áöur litskyggnur og glærur. Þannig má lífga upp á fyrirlesturinn og tryggja að efnið komist betur til skila. Með aðstoð þar til gerðra forrita eru nýsigögnin (samheiti yfir glærur, litskyggnur og skýringarmyndir) hönnuð og unnin á tölvuna. Áð því loknu er hvort sem er hægt að láta útbúa hefðbundnar litskyggnur og glærur eða nota tölvuna á sjálfum fyrirlestrinum. Ef ákveðið er að nota tölvuna á fyrirlestrinum byrjar fyr- irlesari á því að raða efninu upp í þá röð sem hann óskar og svo notar hann músina til að fara á milli skýr- ingarmynda. Myndin birtist á skján- um en er einnig varpað á vegg með annaðhvort hjálp tækis, sem lagt er á myndvarpa, eða tækis sem varpar skjámyndinni beint á vegg. Hvemigerþetta hægt? HyperCard Með ýmsum forritum má gera þetta. Til dæmis hentar HyperCard, sem fylgir öllum Macintoshtölvum, ágætlega til þessa brúks ef svarthvítt efni er nægjanlegt. Á mörgum fyrir- lestrum nægir að nota texta og ein- faldar skýringarmyndir og þaö er auðvelt að gera með HyperCard. HyperCard er byggt upp eins og spjaldskrá og því er efnið, sem nota skal á fyrirlestrinum, sett á spjöld sem síðan er raðað upp í þá röð sem fyrirlesarinn óskár. Á spjöldin er hægt að setja myndir og texta í ýms- um stærðum og gerðum. Á fyrirlestr- inum er svo flett á miili spjalda sem fylla út í skjáinn. SuperCard er for- rit sem vinnur á hliðstæðan hátt en í því er hægt að nota hti. Aldus Persuasion Persuasion útgáfa 2.0, sem fram- leidd er af Aldus (framleiðandi Page- Maker), er fremst í flokki forrita er hönnuð eru til gerðar nýsigagna og sem hjálpartæki fyrir fyrirlesara. Það er bæði til fyrir Macintosh og Windows. Með Persuasion er hægt að útbúa litríkar glærur og ht- skyggnur, sem samanstanda af myndum og texta, og einnig yfirlit og önnur skjöl sem má dreífa tíi áheyrenda. Með svokölluðum layers er hægt er að hanna þau þannig að ekki birtast öll atriði litskyggnunnar í einu heldur getur stjómandi ráðið hvenær texti og myndir skyggnunn- ar birtast. Til dæmis mætti hugsa sér að láta texta og myndir birtast um leið og fyrirlesarinn kynnir nýjar hugmyndir og þannig mundi smám saman bætast við skjámyndina. Þetta er hliðstætt því þegar fyrirles- arar settu blað yfir glæmna til þess að hylja texta sem þeir höfðu ekki hafið máls á. Ýmsar tæknibrellur era mögulegar þegar skipt er um ht- skyggnur, s.s. að láta eina deyja út á meðan sú næsta birtist rólega á skjánum. Þrátt fyrir alla þessa kosti er tiltölulega auðvelt að læra á Persuasion. Persuasion er til fyrir bæði PC og Macintosh. -ig ÓpusAlltbýður skjalaskipti milli tölva i'slensk forritaþróun hf. kynnti nýlega ÓpusAllt með skjalaskipti rntíli tölva (SMT). Er það fyrsti viðskíptahugbúnaðinn á íslenska markaðnum með innbyggð SMT- (EDIýsamskipti þar sem við- skiptahugbúnaðurinn ÓpusAlIt talar við tölvur ríkistollstjóra og afgreiöir tollskýrslur á vélrænan hátt. Með þessu sparar ÓpusAUt : innflytjendum tíma og fyrirhöfh við ferðir tii tollstjóra. ÓpusAIlt þarf ekki dýran erlendan SMT- húnað því öll SMT-vinnsIa á sér staö innan ÓpusAllt meö inn- byggöum þýðanda fyrir ED- IFACT-skjöl og samskiptakerfi sem m.a. vinnur með X.400 kerfi Pósts og síma. Sem dæmi um kosti innbyggðra SMT-samskipta í ÓpusAIlt-tollkeríinu má nefna aö ef athugasemdir berast frá ríkistollsljóra vegna totískýrslu merkir ÓpusAllt skýrsluna sjálf- krafa með texta athugasemd- anna. Skoða má villutilkynning- ar fyrir hverja línu skýrsluimar í tollkerfinu. Leiðréttingar taka lítinn tíma og ný skýrsla kemst tijótt í vinnslu í tollkerfi SKÝRR. Hugbúnaöurhf. Hugbúnaður hf. hcfur nú á boð- sfólum CorelDraw CD-ROM Cli- jart-safn sem inniheldur 10.000 royndir og CorelDraw CD-ROM Artshow 91 sem inniheldur yfir 1.200 Ustaverk. PC-TOOLS er nú komið út í útgáfu 7,1. Einnig er samskiptaforritið Crosstalk og Remote-2 þar til sölu. Crosstalk fyrir Windows er víða notaö til aðstoðar við EDl-tengingar. Með Amiga 500^ hefur Commodore brotið enn einn múr í þróun heimiIistölva. Amiga500^tó er byggð á hinni sérstaklega vel heppnuðu Amiga 500 sem sló sannarlega í gegn fyrir 4 árum síðan. PJTíS stendur svo fyrir stórvægilegar breytingar og þróun sem hefur átt sér stað síðan þá. Nýtt stýrikerfi, Workbench 2.04 kemur nú með Amiga500^ ' tölvunni og hefur í millitíðinni vaxið og þroskast í fágaða og auðskiljanlega notendaskel sem er hönnuð með aðaláherslu á þarfir notandans. Aukið vinnsluminni (1Mb, stækkanl. í 10Mb) og nýjar aukaörtölvur bjóða nú enn meiri og enn betri möguleika fyrir grafík og hljóð, m.a. hærri upplausn. Sjón er sögu ríkari ! AMI A500^ AMI A framtíðarinnar ! Tölvufróður eða tölvuhræddur... Það er sama hvor lýsingin hæfir notandanum betur. Aðlaðandi og fáguð notendaskel, "multitasking", framúrskarandi grafík, einstakir tóniistarmöguleikar, endalaust úrval vinnu- og leikjaforrita ásamt tengi- möguleikum við hljóm- og myndbandstæki gera AMIGA500^ tölvuna afburða fjölhæfa og besta tölvukostinn inn á heimili þitt ! P PÚR H TÖLVUDEILD JF“ ÁRMÚLA 11 - SÍMI 601500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.