Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur p • Þróirn M. býður nú nýjar útgáfur Birki undir Unix. Þar með öðlast notendur hugbúnaðarins enn íjöl- breyttari möguleika hvað varðar val á vélbúnaöi en veriö heí'ur. Nýverið hefur Þróun markaðssett hughúnað til birgðastýringar: Birki birgðastjóri er tvískipt kerfi, ann- ars vegar söluspárhluti, sem nota má sér, og hins vegar pantanatil- löguhluti sem byggist á söluspán- um. Birki birgðastjóri útbýr sölu- spár, byggðar á söluspá Winters, sem gerir ráð fyrir að eftirspum sé línuleg að grunni til en tekur jafnframt tillit til árstíðabundinna sveiflna. Pantanatillaga er síöan gerð út frá formúlu Wilsons um Iiagkvæmasta jxintunarmagn, sem og útreikmngi á nauösynlegum ör- yggisbirgðum. Ný útgáfa af Birki tolla- og verðútreikningskerfi hef- ur veriö sett á markaðinn en í henni er hægt að velja um sendingu á pappírslausri tollskýrslu til við- bótar heföbundnum aðgerðum og er EDI-þýðandinn frá DEC notaöur. í kerfinu eru sendar ýmsar uppiýs- ingar um vörusendinguna í heild, t,d. farmskrárnúmer, sendingar- númer, heildarnettóþyngd oil. Auk þess eru sendar uppiýsingar um hverja vöru í sendingunni, t.d. tollnúmer, vöruheiti, magn og verö. Til verður pappírslaust skjal sem sent er með gagnahólfaþjón- ustu Pósts og síma til tollstjóra. ...er leiðendi jyrírtæki á sviöi Rettengibúnaöar Skagfjörð Tölvudeild hefur tekið að sér sölu og þjónustu á búnaði frá Ethernet Token Ring FDDI 1 U I 'J JJ U S ] J, JJ Kristján Ó. Skagfjörð hf., Hólmaslóð 4, sími 24120 Notkun tölvu til umbrots blaða og tímarita færist stöðugt I vöxt. Hér má sjá opnu úr tímaritinu Heilsuvernd á skjá og á prenti. DV-mynd GVA PageMaker eða Quar kXPres s? - hver er munurinn á þessum tveimur umbrotsforritum? Notkun tölva til umbrots og gerðar alls kyns skjala, þar sem má finna bæði myndir og texta í ýmsum stærð- um og gerðum, hefur aukist til muna undanfarin ár. Þetta á að hluta til rætur sínar að rekja til verðþróunar á tölvubúnaði og útgáfu nýrra um- brotsforrita. Nú eru tölvur, sem ráða betur við verkið, þ.e. vinna betur með texta og myndir, orðnar á við- ráðanlegu verði. Verðlækkun geisla- prentara hefur einnig stuðlað að þessari þróun. Fjöldinn allur af umbrotsforritum hefur komið fram að undanfómu. PageMaker og QuarkXPress era oft- ast nefnd í þessu sambandi en einnig eru til á markaðnum DesignStudio, Microsoft Publisher, FrameMaker, Ventura Pubhsher, Pubhsh It! Easy, First Publisher, Personal Press og ReadySetGo. Forritin eru misjafn- lega úr garði gerð og hefur hvert þeirra sína veiku og sterku hlið. Þaö fer svo eftir þörfum hvers og eins hvaða forrit hentar best. Smn þess- ara forrita eru fábrotin og ódýr, önn- ur fullkomnari og því dýrari. Forrit, sem hentar vel viö bókagerö, getur verið hinn mesti gallagripur þegar á að fara að nota þaö við gerð frétta- bréfa, bæklinga eða auglýsinga. PageMaker er bæði til á Macintosh og PC og er að mestu leyti eins fyrir þessar tölvutegundir. Unnið er að PC-útgáfu QuarkXPress. Mikill slag- ur er nú á milli PageMaker og QuarkXPress um hvort þeirra muni taka forustuna á Macintosh-mark- aönum. Hingað til hefur PageMaker verið útbreiddara en QuarkXPress sækir stöðugt í sig veðriö. Allar staðsetningar mynda og texta eru mun nákvæmari í QuarkXPress en í PageMaker. Hægt er að segja til um staðsetningu með lá- og lóðrétt- um gildum með 0,025 millímetra ná- kvæmni. Breidd og hæð textadálka og mynda er hægt að stilla með sömu nákvæmni. í PageMaker er músin aftur á móti notuð til þess aö draga til myndir og texta við staðsetningu en ekki er hægt aö slá inn nákvæm gildi. Dálkabreidd og stærð mynda er einnig tilgreind með því að toga til og frá með músinni. Þetta mun þó breytast í útgáfu 4.2 sem er vænt- anleg innan skamms. í QuarkXPress er hægt að snúa myndum og texta með nákvæmni upp á 0,001 en í PageMaker er einungis hægt að snúa myndum og texta um 90, 180, eða 270, þ.e. annaðhvort er efnið lárétt eða lóðrétt. í QuarkXpress er hægt WORKS Snilldarlega aubveldur hugbúnabur fyrir Windows, sem sameinar kosti margra annarra B Ritvinnsla | Töflureiknir 11 Gagnagrunnur [§S Viðskiptagrafík, teikniforrit o.fl. Verb abeins 23.621 kr. EINARJ. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933 EJ^ að teikna box og línur í breiddinni frá hárfínni til 504 punkta, eða 17,6 sm. Línur era mest 12 punkta í Pagemaker. Takmarkanir, er varða stærð leturs, eru svipaðar í QuarkX- Press og PageMaker, þ.e. frá 2 upp í 720 punkta (25 sm á hæð) í QuarkX- Press en frá 4 punktum upp í 650 í PageMaker. í Pagemaker er einungis hægt að hafa eitt skjal opið í einu en 7 í QuarkXPress. Blaðsíðufjöldi skjals takmarkast við diskapláss í QuarkXPress en hámarksblaðsíðu- fjöldi í PageMaker er 999. Þó er hægt aö tengja saman skrár þannig að þær prentist út saman og hafi sameigin- legan orðalista og efnisyfirlit svo auðvelt er að útbúa bækur í Page- Maker, jafnvel þó að þær séu lengri en 999 síður. í ljósi ofangreindra upplýsinga, sem eru tvímælalaust QuarkXPress í hag, spyr maður sig hvað þaö er sem hefur gert PageMaker svo vinsælt. PageMaker hefur svokallaðan Story Editor sem er öflugur ritþór og gerir alla ritvinnslu mjög þægilega. QuarkXPress hefur ekki ritþór. PageMaker líkir eftir teikniborði, þar sem blaöiö er í miðju, og svo er hægt draga hluti, þ.e. texta og myndir, út af blaðinu meö músinni og geyma á teikniborðinu. í QuarkXPress þarf að draga ramma fyrir bæði myndir og texta áður en þau eru staðsett. Þetta er óþarfi í PageMaker sem er vissulega kostur. Skjöl, sem eru út- búin í Macintosh-útgáfu PageMaker, er auðvelt að ílytja yfir í PC-útgáf- una. PageMaker hefur enskt orða- safn tii leiöréttingar á stafsetningar- villum. Bæði PageMaker og QuarkXPress eru mjög góð umbrotsforrit og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þótt PageMaker virðist ónákvæmt í sam- anburði við QuarkXPress er Page- Maker samt nægjanlega nákvæmt fyrir flesta notendur umbrotsforrita. Aftur á móti hefur QuarkXPress ná- kvæmni er nýtist þeim er atvinnu hafa af umbroti, s.s. auglýsingastof- um, blaða- og tímaritaútgáfum. Hjá Radíóbúðinni kostar QuarkXPress 82.000 kr. en PageMaker 62.000 kr. -ig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.