Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992. Útlönd__________ Svíakóngur lenti íáreksfri við Karl Gústaf Svlakonungur slapp með skrekkinn þegar hann ók á furutré úti í skógi á Várma- landi á sunnudag. Konungur var að prufukeyra einn af Mitsubishi bílunum sem taka þátt í rallöku- keppni sem þar fer fram. Blaðafulltrúi hirðarinnar sagði aö konung heföi ekki sakað viö áreksturinn og væri hann nú far- inn á ólympíuleikana í Aibert- ville ásamt drottningunni. Karl Gústaf hefur lengi haft áhuga á bílaíþróttum og hann hefur áður fylgst með rallakst- ursmönnum á ferð um snævi- þakta skógana á Vármalandi. { þetta sinn ætlaði hann hins vegar að kynnast því af eigin raun hvemig það er aö vera slíkur ökuþór. Og þá fór sem fór. í Suður-Afríku Heill herskari gráðugra maura lagði undir sig ísskápa á eUiheim- ili í Suður-Afríku og neyddi íbú- ana til að leggja á flótta. Suður-afHska fréttastofan sagði frá þvi að míUjónir á milljónir ofan af pinulitlum svörtum arg- entínskum maurum hefðu nagað aUt sem fyrir var í ísskápunum og lagst á stóla, borð og rúm á elliheimili i Höfðahéraði um helg- ina. Flytja þurfti íbúana 27 á brott. Maurarnir eru óvenju athafna- samir núna vegna mikUla þurrka. Ýmislegt hefur verið reynt tíl að drepa þá, svo sem sölt og barnapúður, en eftirtekjan hefur verið heldur rýr. Hægrisinnaðir öfgamennsigra íkosningum Þjóðfylkingin, tlokkur öfga- sinnaöra hægrimanna í Frakk- landi, sigraði í fyrstu umferð bæjarstjómarkosninganna í Nice á sunnudag. Sósíalistar lentu í fjórða sæti og em úr leik fyrir aðra uxnferöina eftir viku. Frambjóðandi Þjóðfylkingar- innar fékk 37,4 prósent atkvæða en aöeins um þriöjungur atkvæð- isbærra manna í borginní haföí fyrir þvi aö koma á kjörstaö. Þetta vom fyrstu kosníngarnar í Nice ff á þvi fyrrverandi borgar- stjóri, sem er í Úrúgvæ á flótta undan franskri réttvísi, lýsti yfir stuðningi sínum víð Jean-Marie Le Pen og öokk hans. Frönsku íhaldsöokkamir tveir, UDF og RPR, fengu hvor um sig 15,8 prósent og sósíalistar fengu 12,1 prósení. RAeirihluti Dana ámótinánari Þegar tæpir öórir mánuðir eru þar til haldin verður þjóðarat- kvæöagreiðsla um nánarí sam- runa Evrópubandalagsríkjanna er meirihluti Dana andvigur slík- um áformum. Og aðeins fjórði hver stuðningsmaður jafhaðar- manna ætlar að fylgja tilmælum flokksins og greiða atkvæði með samrunanum. Þetta eru niður- stöður skoðanakönnunar sem gerð var fyrir dagblaöið Börsen. Ef kosiö væri nú mundu 35,5% greiða samrunanum atkvæöi sitt en 36,2% em á móti. Fylgi hinna síðamefhdu hefúr aukist um 1,6% frá í janúar. Samkværot skoðanakönnuninni em 27,6% kjósenda enn óákveðin. TT, Reuter og Ritzau Hizbollah hyggur á hefndir fyrir Musawi: ísraelsmenn eru að graf a sína eigin gröf - eldflaugum skotiö á ísrael aðra nóttina í röð Arabískir skæruhðar í Líbanon skutu Katyushaeldflaugum inn í norðurhluta ísraels aðra nóttina í röð en ekki urðu meiðsl á mönnum, að því er heimildarmenn innan ör- yggissveitanna sögðu í morgun. Þeir sögðu að fleiri eldflaugum hefði verið skotið á sjálfskipað örygg- issvæði ísraelsmanna í suðurhluta Líbanons. Margir ísraelskir íbúar við landamærin eyddu nóttinni í neðan- jarðarbyrgjum og styrktum her- bergjum á heimilum sínum. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásun- um á hendur sér en þær fylgja í kjöl- farið á morði ísraelsmanna á Abbas Musawi, leiðtoga Hizbollahhreyfing- arinnar í Líbanon, í þyrluárás á sunnudag. Eiginkona Musawis og sex ára sonur fómst einnig í árás- inni. Heittrúaðir sjítar í Líbanon hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur ísraelsmönnum tfi að hefna fyrir dauða Musawis. „ísraelsmenn eru að grafa sína eig- in gröf,“ sagði sjítaklerkurinn sheik Hassan Nasrallah við tugþúsundir syrgjenda sem tóku á móti kistunni með líki Musawis í höfuðstöðvum hreyfingarinnar í bænum Baalbek í austurhluta Bekaadalsins í Líbanon í gær. Nasrallah sagði að baráttan gegn Ísraelsríki yröi löng og lyki ekki fyrr en það heíði verið þurrkað út. ísraelskar hersveitir og banda- menn þeirra í suður-líbanska hem- um svöruðu eldflaugaárásunum í nótt með sprengjuárásum. Ritskoð- arar ísraelska hersins koma í veg fyrir að fréttamenn skýri frá því hvar eldflaugamar lentu. Stuðningsmenn Abbas Musawi, leiðtoga Hizbollahhreyfingarinnar í Libanon, hefja kistu hans á loft í Beirút. ísra- elsmenn myrtu Musawi, eiginkonu hans og ungan son, i þyrluárás á sunnudag. Simamynd Reuter Stjórnarerindrekar og embættis- menn sögðu að stríðið milli ísraels- manna og Hizbollahhreyfingarinnar mundi færast í aukana á næstu vik- um. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa í Líbanon, sagði að morðið á Musawi væri olía á eld róttækra og mundi leiða af sér aukið ofbeldi. ísraelsmenn sögðu Líbönum í gær að þeir yrðu að koma í veg fyrir árás- ir yfir landamærin og þeir sem ryfu friðinn yrðu að gjalda það dýra verði. Leiðtogar ísraels fognuðu árásinni sem varð Musawi að bana og sögðu hana sigur í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum. „Þetta er hður í stöðugri baráttu okkar gegn hryðjuverkum. Við berj- umst eins og okkur sýnist best hæfa hvetju sinni,“ sagði Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels. Reuter Kjósendur í smáþorpi höf nuðu f orsetanum George Bush Bandaríkjaforseti fékk aðeins níu atkvæði í smáþorp- inu Dixville Notch í New Hampshire en óþekktur andstæðingur sigraði með ellefu atkvæðu. í þorpinu búa aðeins 39 manns. Hefð er fyrir því að þorpsbúar í Dixville Notch fari allra fyrstir á kjörstað þegar forkosningar fara fram hjá bandarísku stjórnmála- flokkunum vegna vald á forsetaefnu þeirra. Þeir í Dixville Notch bmgðust ekki fremar en fyrri daginn og tahð var upp úr kjörkössunum þar skömmu eftir að kjörstaðir vom opn- aðir í morgun. Maðurinn sem þarna bar sigurorð af Bush heitir Andre Marrou og hef- ur ekki komið við sögu í kosninga- baráttunni áður. Fulltrúar demó- krata hlutu ekki náð fyrir augum kjósenda í Dixvill. Bil Chnton fékk þrjú atkvæði og Paul Tsongas tvö. Aðrir fengu færri. Úrslitin í Dixvill vekja jafnan nokkra athygli þótt þau geti ekki tal- ist dæmigerö fyrir afstöðu kjósenda í ríkinu öllu. Ekki veit þó á gott fyrir Bush að hann skuli bíða lægri hlut fyriróþekktummanni. Reuter Fnðargæsluliðið verði jafn lengi og þurfa þykir Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði formlega til í gær að nærri fjórt- án þúsund manna friðargæslulið yrði tafarlaust sent til Júgóslavíu og það yrði þar þangað til Evrópu- bandalagið hefði náð fram samning- um um pólitiska lausn deilunnar. Króatar vilja takmarka dvöl friðar- gæsluliðsins en með yfirlýsingu sinni braut Boutros-Ghali fyrri hefð þar sem óskir þeirra sem hlut eiga að máh em virtar hvað varðar dvöl sveitanna. Framkvæmdastjórinn viðurkenndi að friðargæsluliðinu kynni að vera hætta búin á serbneskum yfirráða- svæðum í Króatíu og hafði uppi efa- semdir um að stjómvöld í Zagreb og uppreisnarmenn Serha í Króatíu yrðu samvinnuþýðir. Milan Babic, leiðtogi Krajinahér- aðs, hefur haft í hótunum við sveitir SÞ en á mánudag skýrði hann frá því að hann mundi ekki skipuleggja vopnaða andspymu. Hann útilokaði þó ekki árásir skæruliða sem neituðu aðleggjaniðurvopn. Reuter Hermenn eru hvarvetna á verði í Belfast enda eru óeírðir par nu dag- legt brauö. Símamynd Reuter ÍRA missti fjóra menn 1 skotbardaga: Hef ndu með morði á sautján ára unglingi Fylgismenn írska lýðveldishers- ins skutu í gærkvöldi sautján ára unghng tfi bana tfi að hefna fyrir fall fjögurra liðsmanna sinna í átökum við sérsveitir breska hers- ins. Mikil ólæti vom í miðborg Bel- fast í gærkveldi. Unglingar óðu um götumar og grýttu allt sem fyrir varð. Unglingurinn, sem féll, vann í myndbandaleigu og kom ekki nærri ólátunum. Spennan eykst nú dag frá degi á Norður-írlandi eftir að hreska stjómin ákvað að mæta hryðju- verkaherferð ÍRA af aukinni hörku. Mikil reiði er meöal fylgis- manna ÍRA eftir bardaga sérsveit- armanna og ÍRA mannanna flög- urra í gær. Átökin hófust þegar skæruliðar ÍRA óku á vörabíl, vopnuðum stórri vélbyssu, að lögreglustöð og hófu skothríð. Þeir lögðu síöan á flótta en sérsveitarmenn sátu fyrir þeim og felldu þá alla. Fyrir árásarmönnum fór 21 árs gamall maður að nafni Kevin Barry O’Donnell. Hann var í haldi lög- reglunnar þar til fyrir fárnn mán- uðum vegna ólöglegs vopnahurðar. ÍRA sagði í yfirlýsingu í gær að mennirnir heíðu alhr verið sjálf- boðaliðar í þjónustu baráttunnar fyrir sameiningu írsku ríkjanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.