Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELfAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Engar,,ódýrar" lausnir
Þjóðhagsstofnun fékk öllu hagstæðari útkomu úr síð-
ustu þjóðhagsspá sinni, spánni sem ekki mátti birta,
heldur en stofnunin haföi áður fengið fyrir árið 1992.
Engu að síður verður ástandið býsna svart, gangi það
eftir, sem stofnunin segir. Framleiðslan verður 3-3,5
prósentum minni en á síðasta ári. Þjóðartekjur dragast
saman um 4-5 prósent. Nýjustu spár benda til þess, að
hér á landi muni hátt á fjórða þúsund manns ganga
atvinnulausir á árinu að jafnaði. Atvinnuleysi hefur
verið geysimikið í janúar og febrúar.
Fari sem horfir mun lítið rætast úr atvinnumálum,
þegar líður á árið. Fall þjóðartekna okkar gæti þó orðið
minna en horfir, til dæmis má gera ráð fyrir mikilli
lækkun ohuverðs, sem yrði mikil búbót fyrir okkur.
Uppsveifla verður væntanlega í nálægum löndum, og
gæti verð á útflutningi okkar því haldizt betur en sum-
ir sérfræðingar hafa tahð. En samdrátturinn hjá okkur
og atvinnuleysi leiða til þess, að ýmsir þeir, sem gagn-
rýna niðurskurðinn hjá hinu opinbera, spyrja sem svo:
Væri ekki réttara, að ríkið frestaði niðurskurði, nú þeg-
ar hann eykur á samdrátt og atvinnuleysi?
Niðurskurðurinn hjá hinu opinbera bitnar hart á
mörgum og veldur því án efa, að lægðin verður dýpri
en eha. Margar ríkisstjómir mundu við þær aðstæður
faha frá ráðagerðum um niðurskurð. En við höfum ekki
efni á að bíða, illu heihi. Landsfeðumir hafa haldið
þannig á málum undanfarin ár, að við erum sem þjóð
komin í þrot.
Við megum th dæmis ekki við því að taka lán erlend-
is tU að halda þjóðarbúinu gangandi og mæta samdrætt-
inum í ár. Skuldastaða þjóðarinnar er þannig, að hætt
er við, að við töpum trausti. Hrein skuldastaða þjóðar-
búsins nam síðasta áratug yfirleitt 45-50 prósentum af
framleiðslunni í landinu. Þetta em erlend lán að frá-
dreginni gjaldeyriseign þjóðarinnar. Hæst fór hlutfaUið
árið 1985 í tæplega 53 prósent. HlutfaUið fór lækkandi
í uppsveiflunni 1986-87 en hefur aftur hækkað undanfar-
in þrjú ár. Samkvæmt greinargerð með fjárlagafrum-
varpi fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir, að skulda-
staðan versni töluvert, og hlutfalhð fari upp í tæplega
52 prósent að minnsta kosti.
Samkvæmt síðustu þjóðhagsspá, eða „drögum að
þjóðhagsspá“, stefnir enn í, að viðskiptahaUinn við út-
lönd verði 15-16 miUjarðar í ár eða 4-4,5 prósent af fram-
leiðslunni, þegar gjöld vegna Fokkervéla Flugleiða em
meðtalin. Viðskiptahallinn verður því lítið minni en var
í fyrra. Ríkissjóður verður áfram rekinn með miklum
halla.
Þessar tölur sýna, að ekkert svigrúm er til þess að
halda uppi atvinnu með frekari haUarekstri, hversu
æskUegt sem það yrði út frá öðrum sjónarmiðum. Við
verðum að komast úr vandanum án þess.
Sumir vija auka þorskveiðikvótann fyrir þetta veiði-
tímabU tU þess að auka tekjur þjóðarbúsins. Það yrði
ekki gæfuleg stefna. Lítil þorskveiði í vetur gæti þvert
á móti verið hættumerki. Við gætum nú þegar hafa
gengið of hart að stofninum.
EðUlegt er, að síðustu tölur um atvinnuleysi hafi
valdið skelfingu. Menn vUja ekki, að slíkt böl hendi ís-
lenzku þjóðina. Við höfum ekki kynnzt slíku atvinnu-
leysi síðan 1968-69. Leiðin út úr vandanum er hins veg-
ar ekki auðveld, og sýnt, að hafna verður „ódýrum“
lausnum.
Haukur Helgason
Gleðst nú
Hannes
Hólmsteinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
er einn helsti hugmyndafræðingur
þeirra sem vilja aíhenda fiskimiðin
útgerðarmönnum til ævarandi
eignar. Að lögum eru þó fiskimiðin
sameign allrar þjóðarinnar. Ein
helstu rök Hannesar gegn því að
ríkisvaldið - fyrir hönd eigendanna
- geri tilkall tíl arðs af fiskimiðun-
um eru þau aö fé sé mun betur
komið í höndum auðmanna en al-
mennings. FuIItrúi hans sé hvort
eð er ekki annað en fámenn klíka
63 manna, sem hafi hreiðrað um
sig á Alþingi. Þannig spyr Hannes
Hólmsteinn í Morgunblaðinu 10.
des. sl.: „Viljum við, að þeir 10-20
milljarðar kr. á ári sem hugsanlega
myndast við hagræðingu í sjávar-
útvegi, komi til viðbótar við þá
90-100 milljaröa kr. sem stjóm-
málamenn hafa nú þegar árlega til
ráöstöfunar, eða að þeir skiptist á
nokkur þúsund útgerðaraðila?"
Menn taki eftir fyrirhtningunni á
fulltrúalýðræðinu: Annars vegar
lendi arðurinn af fjöreggi þjóðar-
innar hjá fámennum hópi stjóm-
málamanna - ekki þjóðarinnar -
eða hins vegar hjá einkaaðilum.
Og ekki fer á milli mála hvom kost-
inn Hannes kýs, enda segir hann í
grein hér í DV 21. okt. sL: „Kapital-
isminn krefst kapitahsta“. Þjóðin á
að skapa þá með því að afhenda
þeim fiskimiðin.
Örþrifaráð
fámennisklíkunnar
Alþingi samþykkti fjárlög fyrir
áramót og gekk frá fylgifiskum
þess í lagalanghala fyrir skömmu.
Þar hafa stjómmálamenn - sem
Hannes fyrirUtur - gripið til ör-
þrifaráða sakir fjárskorts. Sparað
er í hvívetna, hvort sem er heldur
í mennta- eða heUbrigðiskerfinu.
Hannesi og hans líkum finnst
nefnUega ótækt að rUdð fái úr
meiru að moða. Það fari hvort sem
er svo Ula með féð; reki t.d. fyrir
það skóla og sjúkrahús. Féð eigi að
vera hjá athafnamönnum þar sem
það vaxi og dafni öUum til hags-
bóta.
Einokunarverktakar
Ekki hefur Hannesi enn tekist að
tryggja útgerðarmönnum þjóðar-
KjaUarinn
Þorkell Helgason
situr í nefnd um mótun
sjávarútvegsstefnu
eignina, fiskimiðin. Að auki á það
nokkuð í land að þau verði svo arð-
bær að þaðan sprettí upp þeir
miklu velgjörðarmenn sem Hannes
dreymir um. En forsmekkinn af
sUkri paradís höfum við nú fundið
í eigendum Sameinaðra verktaka.
Þeim var fyrir nokkrum áratug-
um afhentur einkaréttur á annarri
auðlind, ameríska hemum á ís-
landi. Að vísu ræðst sú auðUnd
ekki af gjöfulU náttúru eins og
fiskimiöin, heldur af þeim öflum
sem ráöa gangi heimsmálanna.
Þessi póUtíska auðUnd er því faU-
valtari en fiskimiðin, en arðbær þó.
A.m.k. gat þetta útgerðarfélag ný-
verið dreift hluta ábatans, 900 millj.
kr., til handhafa einokunarréttar-
ins.
Mér er tíl efs aö þjóðin kæri sig
um að teljast eigandi þessarar ó-
náttúrlegu auðlindar, en svo mikið
er víst að þeir sem hafa gert út á
hana greiða treglega afgjald af afl-
anum.
Gleðjast gumar
Ný hlýtur Hannes að gleðjast.
Ekki fór einokunargróðinn í þetta
sinn í sameiginlegan vasa hinna
gerspUltu 63-menninga, heldur til
athafnamanna. Ég bíð eftirvænt-
ingarfuUur eftir því að nú braggist
þjóðarhagur, menntastofnanir
blómstri og aldraðir og fatlaðir fái
spón í askinn sinn.
Velferðin í kreppu
Að slepptu öllu gamni: Þjóðar-
hagiu- er í kreppu. Það skortir
margfalda útborgunina til samein-
uðu einokraranna til að rétta ríkis-
sjóð við og búa sómasamlega að
velferðarkerfi fólksins - ekki fyrir-
tækjanna.
I þessu skyni verður víða að
spara og krefja almenning um ýmis
velferðargjöld, a.m.k. í bráð. En
það getur reynst stjómmálamönn-
um erfitt að afla skUnings á þessum
gjörðum á sama tíma og einokun-
argróði streymir í vasa fárra, hvort
sem það em hermangarar eða út-
gerðarmenn.
Veiðigjald til velferðar
Veiðigjald í sjávarútvegi verður
að koma þó ekki sé nema til að
styrkja velferðarkerfi okkar.
Gjaldið skUar e.t.v. Utlu í bráð en
sé vel um hnútana búið og útgerð-
inni skapaöur sá stjómunarrammi
aö hún auki arð sixm getur útgerð-
in með tímanum skUað þvílíku af-
gjaldi af nýtingarrétti af fiskimið-
unum að óvinir Hannesar, þeir sem
sitja á Alþingi, geti í raun komið
velferðinni á varanlegan gmnn.
Þorkell Helgasor
„ ... getur útgerðin með tímanum skil-
að þvílíku afgjaldi af nýtingarrétti af
fiskimiðunum að óvinir Hannesar, þeir
sem sitja á Alþingi, geti í raun komið
velferðinni á varanlegan grunn.“