Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
13
Friðarferð til ísraels?
„Á meðan Davíð Ben Gurion og eftirmenn hans í israelska verkamanna-
flokknum stjórnuðu var samúð heimsins með þeim mikil,“ segir Bjarni
m.a. í grein sinni.
Forsætisráðherra Islands er í
opinberri heimsókn í ísrael. Það er
gott að hann heimsækir önnur lönd
til að treysta bönd vináttu við þjóð-
ir og ríkisstjómir sem okkur er
hlýtt til. Okkur hefur lengst af ver-
ið hlýtt til ísraela en síðustu árin
hefur samúð okkar og fleiri þjóða
með þeim minnkað vegna stefnu
og framkomu núverandi ríkis-
stjómar þeirra. Margir íslendingar
sem aðrir óttast afleiðingar þessar-
ar stefnu.
israelsk óbilgirni
og yfirgangur
Nú erum við flest hætt að óttast
styrjöld á milli Bandaríkjamanna
og Rússa og okkur finnst heimur-
inn friðvænlegri en hann hefur
verið svo lengi sem við munum.
Samt eru enn til pólitískar púðurt-
unnur og sú hættulegasta er við
Miðjarðarhafið austanvert.
Bandaríkjamönnum tókst með
ærinni fyrirhöfn að draga ísraela
að samningaborði þar sem arabar,
og þar á meðal Palestínumenn, sitja
andspænis þeim. En á meðan menn
tala saman á fundum, með smá-
uppákomum inni á milli, halda
ísraelar áfram að storka Palestínu-
mönnum og öðrum aröbum með
því að meina Palestínumönnum
grundvallarmannréttindi í eigin
landi og með því að auka sífellt
landnám á herteknu svæðunum.
Valdhafar í ísrael nú eru hægri-
sinnaðir öfgamenn, studdir af bók-
stafstrúargyðingum. Talið er að á
árunum áður en Ísraelsríki var
stofnað hafi Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, verið einn af aðalfor-
ingjum Stern-flokksins sem var
þekktasca hryðjuverkasveit gyð-
inga. Talið er að Stern-menn hafi á
sínum tíma myrt Folke Bemadotte
KjaUarinn
Bjarni Einarsson
aðstoðarforstjóri
Byggðastofnunar
þegar hann vann að sáttum í milli
Palestínumanna og gyðinga á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. - Stem
var fyrirmynd palestínskra skær-
uliða.
Þrátt fyrir aUt binda menn mikl-
ar vonir við samningafundi araba
og ísraela enda em Bandaríkja-
menn nú loks famir að taka Sham-
ir og hans menn fóstum tökum því
jafnvel bandarískum gyðingum,
þeim hófsamari, blöskrar nú at-
hæfi ísraelsmanna. Ekki er vafi á
að ef samningar nást ekki verður
styrjaldahættan mikil í Austur-
löndum nær og sú styrjöld yrði
enginn bamaleikur.
Hvert er erindið?
í þessari viðkvæmu stöðu mála
er ákveðið að forsætisráðherra ís-
lands fari og heimsæki annan
deiluaðilann, þann sem flestir em
sammála um að sé nú orðið óbil-
gjamari aðili deilunnar. Ef hann
hefur farið í þessa ferð til þess að
tala um fyrir Shamir, til þess að
leggja löð okkar á vogarskálina
með Bandaríkjamönnum til að
ísraelar sjái að sér, er ferðin vel
farin.
Ef þessi ferð er farin sem vinar-
heimsókn er hún diplómatísk mis-
tök. Þá er pólitískur leiðtogi íslands
að leggjast á sveif með öðrum deilu-
aðilanum fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Þar með verða íslendingar
flokkaðir í fremstu röð vina núver-
andi valdhafa ísraels hvaða afleið-
ingar sem það hefur.
Breytt afstaða til ísraels
íslendingar vom fyrstir þjóða til
að lýsa stuðningi við myndun ísra-
elsríkis og þjóðin stóð að baki
þeirrar yfirlýsingar. Fólk vildi eiga
hlut í að bæta gyðingum meðferð
nasista á þeim. Einnig dáðumst við
flest að snilld ísraelsmanna í bar-
áttu þeirra við arabíska ofureflið.
Á meðan Davíð Ben Gurion og
eftirmenn hans í ísraelska verka-
mannaflokknum stjórnuðu var
samúð heimsins með þeim mikil.
En eftir valdatöku hægrimanna og
vegna hörkunnar í stefnu þeirra
og aðgerðum fór samúðin að
minnka og hún hefur minnkað ört
síðan Shamir tók við stjórnartaum-
unum.
Síðan hafa ísralesmenn rekið
stefnu sem helst er sambærileg við
nasisma sem ekki getur leitt til
annars en vopnaðs uppgjörs verði
fram haldið sem hingað til. Nú,
þegar fólk eygir vonina um batn-
andi heim friðar og réttætis er það
stefna þeirra sem veldur okkur öll-
um mestri hættu.
Hver er stefna íslands?
Þjóðin á að fá að vita hver stefna
íslands er nú gagnvart deilum ísra-
ela og araba. Saga afskipta okkar
af þessum málum er þannig aö lóð
okkar getur verið talsvert þungt.
Við getum ekki stutt núverandi
stefnu ísraelsku stjórnarinnar. Því
er nú spurt: Er það erindi forsætis-
ráðherra að styðja viðleitni Bush
forseta og vinna að stefnubreyt-
ingu ísraela og að friði þama
eystra? - Sé svo árna ég honum
allra heilla í ferð hans.
Bjarni Einarsson
„Okkur hefur lengst af verið hlýtt til
Israela en síðustu árin hefur samúð
okkar og fleiri þjóða með þeim minnk-
að vegna stefnu og framkomu núver-
andi ríkisstjórnar þeirra.“
Hasttulegir spaugarar
„Hvers vegna fórnarlamb rannsóknarvalds?“ Sportklúbburinn við Borg-
artún í Reykjavik brennur.
Nýlega útlistuðu leikarar spaug-
stofu ríkissjónvarpsins vendilega
hvemig einn eigandi klúbbsins
kveikti í húsi sínu eða svo mátti
skilja á annars vel gerðum leik-
þætti.
Logarnir léku um rjáfur og
glugga hússins við Borgartún en
spaugstofumaður í líki frétta-
manns átti viðtal við brennuvarg í
anddyri hússins. Taldi hann vá-
tryggingarféð kvað ákafast þegar
sprengidrunur kváðu við og juku
tjón eigandans, ef vátryggingin þá
dugir til að bæta það. Eða hvað?
Hverju voru spaugstofumenn að
lýsa? Glæfralegum framapotara
einkaframtaksins sem nýlega var
búinn að hækka tryggingar sínar.
Er þetta sú ímynd sem stærsti
fjölmiðill landsins vill gefa þeim
sem þora að leggja út í fyrirtækja-
rekstur?
Dómur fyrirfram
Voru spaugarar að leggjast á sveif
með lævísum orðrómi og kveða
upp fyrirfram dómsúrskiu-ð yfir
manni sem situr í gæsluvarðhaldi,
fanga sem ekki getur tjáð sig? Það
verður að athugast að rannsóknar-
lögreglan hafði áður beðið um
gæsluvarðhald yfir hinum grunaða
sem síðan er staðfest af Hæstarétti.
Hvemig sem mál þróast hlýtur það
að vera krafa í lýðræðisríki að rík-
isfjölmiölar ráðist ekki á grunaða
menn með óviðeigandi hætti beint
eða óbeint til að styrkja aðgerðir
annarra embættismanna.
Þvert á móti eiga ríkisíjölmiðlar
að styrkja lýðræðið og vera gagn-
rýnir á ákvarðanir dómsvaldsins
vilji þeir ekki teljast vilhallir.
Gæsluvarðhald
Er það nauðsynlegt fyrir réttar-
Kjállariim
Sigurður Antonsson
framkvæmdastjóri
öryggið í landinu að yfirvöld hafi
vald til að beita gæsluvarðhalds-
vist? Mörg lönd hafa bannað gæslu-
varðhald nema viðkomandi séu
hættulegir umhverfi sínu. Oftast
er talið nægilegt að grunaðir séu
til tals við rannsókn brotamála,
fari ekki út fyrir lögsagnannn-
dæmið, og svo framvegis.
Maður sem situr í varðhaldi get-
ur á engan hátt varist óréttmætum
ásökunum fréttamanna eða grín-
ara hvað þá komið sjónarmiðum
sínum á framfæri. Lögmenn þeirra
eru og misjafnlega störfum hlaðnir,
allflestir þó önnum kafnir við að
hafa nógu mörg mál í gangi sér til
lífsviðurværis. Alltof oft eru þó lög-
menn háðir sínu kerfi og því lítt
gagnrýnir á aðgerðir dómstóla.
Fórnarlamb
Hvers vegna fórnarlamb rann-
sóknarvalds? Fyrir rúmum áratug
urðu aðrir forráðamenn Klúbbsins
við Borgartún að sitja saklausir svo
vikum skipti í gæsluvarðhaldi. í
Guðmundar- og Geirfinnsmáli,
einu furðulegasta sakamáli sem
komið hefur upp á íslandi. Ekki
nóg með það heldur urðu margir
grunaðir en alsaklausir að sæta
gæsluvarðhaldsvist svo mánuðum
skipti.
Sakadómur beitti einangrun,
harðræði og ómanneskjulegum að-
ferðum til að spinna þráð eftir eigin
höfði og fá menn til að játa og und-
irrita.
Spaugstofumenn eru vel látnir af
sjónvarpsfólki. Einkum við að lífga
upp á gráan hversdagsleikann og
til að gera grín að stjómmálum sem
ekki mega verða leiðinleg. Leikara-
skapur á þó sín takmörk og verður
ískyggilegur ef hann nær að renna
stoðum undir óréttláta dóma.
Að hækka brunatrygginguna
Menn í áhætturekstri þurfa oft
að hækka eða lækka brunatrygg-
ingar sínar. Rekstur fyrirtækja er
breytilegur. En hvenær skyldu
forráðamenn fyrirtækja komast
undan grun um að hafa hækkað
tryggingu sína í vafasömum til-
gangi? Ef bruni verður innan 2
mánaða, árs eða eftir tvö ár? At-
vinnurekstrarmenn hljóta að
íhuga þetta þegar dómur rann-
sóknarvalds og ríkisíjölmiðla er
jafnbeinskeyttur og raun ber vitni
um.
Skyldu menn fresta nauðsynleg-
um brunatryggingum? Gæti það og
ekki orðiö ámælissök? Ríkisstarfs-
menn þurfa ekki að hafa þessar
áhyggjur. Stóri bróðir sér um sína
og allt er í fóstum skorðum. Yfir-
leitt eru stofnanir komnar til að
vera og lítið um breytingar á trygg-
ingarupphæðum.
Hitt er þó umhugsunarverðara
hversu meðfærileg blöð og sjón-
varp eru í frásögnum af meintum
sakamálum. Fréttatilkynningar
eru teknar hráar og gagnrýnis-
laust. Brugið er leikfléttum og
spaugarar leika undir. Útkoman
einn hrærigrautur, Geirfinnsmál.
Sigurður Antonsson
,,Er þetta sú ímynd sem stærsti fjölmið
ill landsins vill gefa þeim sem þora að
leggja út í fyrirtækjarekstur?“