Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Side 15
Héðinn Gilsson skorar í landsleik gegn Norðmönnum fyrir tveimur árum.
íslendingar mæta Norðmönnum í B-keppninni og þá verður Héðinn fjarri
góðu gamni.
Héðinn
úrleik
- leikur ekki 1 B-keppninni
„Það er nokkuð ljóst að Héðinn
Gilsson er út úr myndinni og mun
ekki leika með íslenska landsliðinu
í B-keppninni í Austurríki," sagði
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, í samtali við
DV í gær. Héðinn er samningsbund-
inn hjá félagi sínu, Dusseldorf, eins
og fram kom í DV í síðustu viku.
Þetta er áfall fyrir íslenska lands-
liðið þvi tvísýnt hefur verið um að
Júlíus Jónasson komist í B-keppnina
en forráðamenn Bidasoa hafa neitað
aö gefa hann lausan. Það er því erf-
itt hlutskipti sem bíður Þorbergs en
samkvæmt öruggiun heimildum DV
styttist nú óðum í það að Alfreð
Gíslason gefi kost á sér. Undanfarið
hefur verið gífurlegur þrýstingur á
hann að gefa kost á sér og ekki
minnkar hann eftir nýjustu fréttim-
anaf Héðni og slæmri stöðu mála hjá
Julíusi.
Samkvæmt heimildum DV mun
Sigurður Bjamason nú vera öruggur
með stöðu hægrihandarskyttu í
landshðinu og þá losnar staða miðju-
manns en Sigurður hefur fyrst og
fremst verið inn í myndinni hjá
landshðsþjálfumnum sem leik-
stjómandi.
Jakobí hópnum
Jakob Sigurðsson verður í landsUðs-
hópnum fyrir B-keppnina en hann
hefur sem kunnugt er átt við lang-
varandi meiðsU að stríöa. „Jakob
verður í hópnum og það verður síðan
að koma í ljós hvort hann stenst próf-
ið,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson í
gær. Þorbergur reiknar með að til-
kynna 16 manna landsUðshóp sinn
sem fer til Austurríkis í næstu viku
en nú er mánuður þar til B-keppnin
hefst.
Þorbergurí vanda
með markverðina
Það er nokkuð ljóst hvaða leikmenn
skipa 16 manna landsUðshópinn ef
frá era taldar þrjár markvarðastöð-
ur. Samkvæmt heimUdum DV er
Þorbergur í miklum vanda hvað
markverðina varðar. Markvarsla
hefur verið áberandi veikasti hiekk-
urinn í annars liflegum handknatt-
leik hér á landi í vetur. Guðmundur
Hrafnkelsson, Val, hefur átt dapurt
keppnistímabil í vetur en á mótí kem-
ur mikU reynsla hans. Samkvæmt
heimUdum DV verður Guðmundur í
hópnum. Bergsveinn Bergsveinsson
er einn besti markvörðurinn í 1. deUd-
inni í dag og hefur verið einn jafnb-
estí markvörður deUdarinnar í vetur.
Varla er hægt að ganga framhjá hon-
um við val landsUðsins og má hann
teljast öraggur með sæti í Uðinu.
Sigmar Þröstur Óskarsson er einnig
inni í myndinni. Þá er þriðja sætíð
eftir og samkvæmt heimUdum DV
verður Einar Þorvarðarson í hópn-
um. Hann er okkar reyndasti mark-
vörður og þegar í sUkan slag sem B-
keppni er komiö er leikreynslan gíf-
urlegamikUvæg. -SK
Niðurröðun leikja hjá Islendingum í undankeppni HM:
Grikkland verður
fyrsti mótherjinn
í gær var leikjum í 5. riðU undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar í
knattspymu raðað niður en í þess-
um riðli leika sem kunnugt er ís-
lendingar. Niðurröðunin fór ffam í
Búdapest í Ungverjalandi og vora
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
og Ásgeir EUasson, landsUðsþjálf-
ari, fuUtrúar íslands á fundinum.
„Eins og vænta mátti var erfitt
að koma þessu saman. AUar þjóð-
irnar vUdu ná sínu fram en ég held
að alUr aðUar hafi mæst á miðri
leið. Það var vandkvæðum bundið
að ákveða leikdaginn gegn Grikkj-
um. Við vUdum leika við þá síðast
en á endanum var ákveðið að það
yrði fyrsti leikurinn í riðUnum,"
sagði Ásgeir Elíasson, landsUðs-
þjálfari, í samtaU við DV frá Búda-
pest í gær.
Eins og máUn Uta út í dag er óvíst
hvar leikurinn við Sambandsríkin
verður og eins hvaða Uöi þau tefla
fram. Fulltrúi þeirra á fundinum í
gær átti þó von á því að leikurinn
yrði í Moskvu. Hann áttí Uka eins
von á þvi að þeir myndu tefla fram
Uði Rússlands.
Júgóslavar lögðu á það þunga
áherslu að leika fyrstu þijá leikina
á útívöllum og tóku fundarmenn
tilUt tíi þeirra óska vegna ástands-
ins í Júgóslavíu.
íslenska landsUðið í knattspymu
leikur fimm leiki í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar á þessu
ári og fimm á því næsta. Tveir
fyrstu leikimir fara fram strax í
vor, báðir á útívelU. ísland sækir
Grikkland heim 13. mai og Ung-
verjaland 3. júní.
Leikdagar íslands í keppninni
era sem hér segir:
1992:
13.5. Grikkland-ísland
3.6. Ungverjaland - ísland
2.9. Ísland-Júgóslavía
7.10. ísland - Grikkland
14.10. Samveldið - ísland
1993:
20.5. Lúxemborg-ísland
2.6. ísland - Samveldið
16.6. ísland - Ungveijaland
22.8. Júgóslavía-Ísland
8.9. ísland - Lúxemborg
í þessarri niðurröðun hefur tekist
betur til en oft áður. Fjórir leikj-
anna fara fram að sumarlagi, þrír
í júni og einn í ágúst, enginn fyrr
en 13. maí og enginn síðar en 14.
október.
-VS/JKS
B-keppnin 1 handbolta:
leik Bidasoa flýtt í bikamum
Ekkert hefur skýrst í málum
Júlíusar Jónassonar hvað varðar
þátttöku hans með landsliðinu i
B-keppninni í handknattleik. IHF
sendi spænska handboltasamband-
inu skeyti þess efnis að þaö léti
Bidasoa standa við geröan samning
en engin viöbrögö hafa komið frá
^ forráöamönnum Bidasoa.
~ Eins og fram hefur komiö hefur
Bidasoa neitað Júlíusi um að leika
með í B-keppninni fyrr en þátttöku
Júlfus Jónasson lelkur stórt hlut- félagins lýkur í bikarkeppninni og
verk I ísienska landsliðinu. þáhefurþaömeinaðJúliusiaötaka
þátt í undirbúningi landsliðsins
fyrir keppnina.
Bikarkeppnin á Spáni átti upp-
haflega aö hefjast 19. mars eða
sama dag og íslendingar leika sinn
fyrsta leik í B-keppninni. Nú hefur
veriö ákveðið að bikarkeppnin
heflist deginum fyrr eða þann 18.
Bidasoa á að leika gegn Teka. Liðið
sem tapar er úr leik svo líkumar
era þó nokkar að Július verði með
í fyrsta leik enda er lið Teka geysi-
öflugt um þessar raundir.
-GH
Peysa „Magic“ hengd upp
- segist hlakka mikið til að leika á ólympíuleikunum
Besti körfuknattleiksmaður sög-
unnar, Erwin „Magic“ Johnson, hef-
ur líklega leikið sinn síðasta leik í
NBA-deildinni. Eins og kom fram í
DV í gær hefur peysa Johnsons,
númer 32, verið hengd upp í Fooram-
höllinni en það er mesti heiður sem
körfuknattleiksmanni hlotnast í
NBA-deildinni að fá búning sinn
hengdan upp í höllum félaganna.
Áður en peysa Johnsons var hafin á
loft héngu fjórar slíkar fyrir í ijáfri
Fooramhallarmnar. Það era peysur
Wilt Chamberlains, númer 13, Elgin
Baylors, númer 22, Ábdul-Jabbars,
númer 33 og Jerry West, númer 44.
Peysu Johnsons var komið fyrir
við hliö hinna fjögurra í leikhléi á
leik Lakers og Boston í fyrrinótt.
Kveðjustundin var ógleymanleg
þeim sem sáu og vinur Johnsons,
Tap gegn Frökkum á HM í badminton
Karlalandshð Islands tapaði fyrir
Frakklandi, 2-3, í fyrstu umferð
Thomas-bikarkeppninnar í badmin-
ton sem hófst í Frakklandi í gær.
Úrshtin era nokkurt áfall fyrir ís-
lenska liðið sem var sigurstranglegt
í sínum riöh mótsins.
Broddi Kristjánsson vann Panel í
fyrsta leik, 15-6 og 18-14.
Þorsteinn Páll Hængsson tapaði
fyrir Renault, 8-15 og 3-15.
Jón P. ZimseA tapaði fyrir Massirs,
1-15 Og 11-15.
Broddi og Ámi Þór Hallgrímsson
unnu Panel og Renault, 15-8 og 15-13.
Þorsteinn og Jón töpuðu fyrir Je-
anJean og Massirs, 8-15, 15-10 og
8-15. -VS
Larry Bird, leikmaður Boston, lét sig
ekki muna um að fljúga yfir þver
Bandaríkin til að geta verið viðstadd-
ur athöfnina. Tárin streymdu niður
kinnar Johnsons og allir í íþrótta-
hölhnni risu úr sætum og hylltu
þennan mesta körfuboltasnilling
sem uppi hefur verið. Margir þekktir
leikmenn og framámenn í NBA-
dehdinni voru viðstaddir athöfnina.
Þar má nefna Kareem Abdul-Jabbar,
James Worthy, Larry Bird, Jerry
West, sem nú er framkvæmdastjóri
Lakers, og David Stem frá NBA.
Æfir 3 tíma á dag
og hefur engu gleymt
Johnson æfir enn af fuhum krafti, 3
tíma á degi hveijum og hann sýndi
það í Stjömuleik NBA á dögunum
aö hann hefur engu gleymt. Hann
tilkynnti 7. nóvember á síðasta ári
að hann yrði að hætta að leika með
Lakers vegna þess að komið hefði í
ljós að hann bæri HTV-veiruna.
En er hann hættur að leika í NBA-
deildinni? Margir hafa viljaö túlka
athöfnina í fyrrinótt sem lokapunkt
hjá Johnson varðandi NBA. Sjálfur
segir hann: „Ég hlakka mjög mikið
til þess að leika á ólympíuleikunum
í Barcelona í sumar. Og ef mér snýst
hugur varöandi NBA-dehdina þá
vona ég að enginn reiðist þvi að þurfa
að hífa peysuna mína upp í loft Foor-
umhaUarinnar á ný.“ Það er því enn
möguleiki á að Johnson klæðist bún-
ingi Los Angeles Lakers í úrshta-
keppni NBA-deUdarinnar í vor og
víst er að margir myndu gleðjast
endurkomu hans. Hins vegar er ljóst,
að því miður er þessi snillingur ekki
lengur fuUgUdur leikmaður í deUd-
inni og verður það aldrei aftur.
Johnson þakkaði Larry Bird sérstak-
lega fyrir að vera viðstaddur athöfn-
ina í Foorum í fyrrinótt en hann er
bakveikur og því ekki það besta í
slíku ástandi að fljúga í margar
klukkustundir. Johnson sagöi að
ekkert hefði jafnast á við að leika
gegn Boston og Bird. Og við Bird
sagði hann: „Án þín hefði ég aldrei
náð á toppinn og ég met það mik-
Us.“ Við áhorfendur í FoorumhöU-
inni sagði Johnson: „í mínum huga
erað þið meira en áhorfendur, þið
erað vinir mínir. Ég hef eignast
marga vini úr stuðningsmannahópi
Lakers. Ég þakka ykkur fyrir stuön-
inginn í gegnum árin og fyrir að hafa
stutt mig svo dyggUega í 12 ár.“ -SK