Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. Fréttir Mikson ætti að fara til Tallin og hreinsa naf n sitt - segir Einar Sanden sagnfræðingur sem ritaði ævisögu Eðvalds Hinrikssonar „Ég myndi ráöleggja Mikson aö fara til Tallin og hreinsa nafn sitt. Þaö væri hægt að láta fara fram nýj- ar yfirheyrslur í máli hans þar. Mér finnast þessar ásakanir á hendur honum nú fáránlegar," segir Einar Sanden sagnfræöingur en hann rit- aöi ævisögu Eövalds Hinrikssonar sem kom út á íslandi fyrir tveimur árum. Nú vinnur Sanden að enskri útgáfu ævisögunnar og er þess vænst að hún komi út innan skamms. Hann segist hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneytiö í Eistlandi svo og dómsmálaráöuneytið þar í landi. Þar hafi verið farið í gegnum öll þau gögn sem hafi fundist um mál Miksons og í þeim finnist ekki nokkrar sannanir um að hann hafi nokkum tímann drepið fólk. „Eftir að Eistland fékk sjálfstæði voru öll skjalasöfn KGB þar í landi opnuð og nú er hægt að rannsaka öll þau gögn sem finnast um Mikson þar,“ segir Sanden. Hann segist hafa vitað af tilvist Miskons nær allt sitt líf en persónu- leg kynni þeirra hafi hafist fyrir um 20 árum. Eg hef enga vitneskju um þær ásakanir sem honum eru nú bomar á brýn. Til að mynda þær að hann hafi myrt Alexander Rubin. „Þetta eru alveg ný sannindi fyrir mig að Mikson skuli vera bendlaður við að beija Alexander Rubin til dauða í Talhn. Ég vissi af tilvist Rub- ins að hann væri gyðingur sem bjó í Tallin en ég hafði engar aðrar upp- lýsingar um hann. KGB hafði kært Mikson fyrir margs konar glæpi, meðal annars fyrir aö vinna með Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld- inni en Rússar hafa aldrei sakaö hann um að hafa drepiö þennan mann. Því er þessi angi af málinu fufikomlega nýr mér. Ég hef enga hugmynd um hvaðan Wiesentahl-stofnunin hefur þær upplýsingar sem hún leggur fram um afbrot Miksons eða hvaða heimildir liggja þar að baki. Það verður að draga fram í dagsljósið. En til þess að geta lagt fram sannanir gegn hon- um hljóta þeir að hafa einhver vitni, annars er ekki hægt að sanna þessa glæpi á hann,“ segir Sanden. Hann segir að þessir atburðir hafi átt að eiga sér stað á meðan á her- námi Þjóðveija í Eistlandi stóð. Á þeim tíma hafi Eistlendingar ekkert haft um sín málefni að segja því land- inu hafi verið stjómað af Þjóðveij- um, þeir hafi því gefið allar tilskipan- ir og borið ábyrgð á þeim; án skipana þeirra hafi ekkert verið gert. „Þetta mál kemur mér undarlega fyrir sjónir. Ég skil ekki hvers vegna það kemur upp á þessari stundu. Það hljóta að liggja einhveijar pólitískar ástæður þama að baki,“ segir Sand- en. Hann segir að Mikson sé virtur af mörgu fólki í Eistlandi „Hann er hjartahlýr maður og ég þekki margt fólk sem ber honum vel söguna. Hann á ekkert slæmt til. Enda ætti íslendingum að vera kunnugt um það hvem mann Mik- son hefur að geyma því hann hefur búið á íslandi síðan 1946. Ég er að vinna aö enskri útgáfu að ævisögu-hans sem á bráðlega að koma út. Það sem hefur nú gerst verður hins vegar til aö tefja það verk eitthvað. Eg mun bíða og sjá hvað rannsóknir á skjalasöfnun KGB leiða í ljós en þar er að finna mikið af staðreyndum sem hafa verið duld- ar bæði sagnfræðingum og öörum,“ segir Sanden. -J.Mar Taka í varðhald - ásakamráhendurMikson „Ég var handtekinn út á vegi og fluttur ásamt 10 öðmm til Vinnu. Þar vorum við settir í tóman skúr, sem stóð viö veginn til Tartu. Alls var þar safnaö saman um 50 manns. Á sunnudagsmorgni komu nokkrir menn „omakaitse," flestir dmkknir. Tveir þeirra, Mikson og Otsa, fóm að spyija fyrir hvað við hefðum ver- ið handteknir. Mikson benti á strák nokkum: Hvers vegna var komið með þig hingað, sonur sæll? Ég var grunaður um að vera ung- kommúnisti, svaraði pilturinn. Mikson gekk tvö skref aftur á bak, dró upp skammbyssu og skaut drenginn," þessi tilvitnun er úr laus- legri þýðingu er Ámi Bergmann vann á einum kafla úr bók Ants Sa- ar, Grímunum svift af og birtist í Þjóðviljanum þann 14. mars 1961. Blaðið greinir frá þvi að sakargift- imar á hendur Mikson og skýrt er frá í bókinni, hafi komið fram við undirbúning stríðglæparéttarhalda sem fóru fram í Tallin í Eistlandi á svipuðum tíma. Greint er frá nöfnum nokkurra meintra fómarlamba Miksons og því að hann hafi verið sæmdur Amar- krossinum fyrir unnin störf. „í september 1941 var Mikson skip- aður aðstoðarlögreglumaður yfir- manns upplýsingadeildar póhtísku lögreglunnar í Tallin-Harju prefekt- úmnni. Mikson gerðist nú mjög at- hafnasamur og málum sem lauk með orðunum „dauðadómi hefur verið fullnægt“ fjölgaði að mun. Gott dæmi um athafnasemi hans er mál N. 831. Þar má finna skýrslu lögregluþjóns- ins Herberts Kivila: Ég fór að hand- taka gyðinginn Simon Rubinstein, sem býr á Kaupmeghe 11 a. Það kom í ljós að Rubinstein er 85 ára gamall, lamaður og getur ekki gengið." Og strax á eftir kemur gagnorð tilskipun Miksons: „Taka í varðhald. Sama dag var Simon Rubinstein skotinn. Þannig dóu hundruð manna án dóms og laga - og Mikson ber ábyrgð á dauöa þeirra. Fljótlega kom fram annar eðlisþáttur Miksons: hann vildi auðga sjálfan sig hvað sem það kostaði. Þegar hann og hans menn komu til að handtaka einhvem, spurðu þeir fyrst af öllu um peninga og önnur verðmæti.“ Þessar tvær tilvitnanir em úr grein Þjóðviljans og gefa hugmynd hvaða voðaverk Eðvald Hinriksson var sakaður um að hafa framið á stríðs- áranum. Wiesenthal-stofnunin mun maðal annars byggja ásakanir sínar á hendur Eðvald á bókinni sem Árni þýddi kafla sinn úr. -J.Mar Ríkissaksóknara að ákveða hvort mál Eðvalds verði tekið upp - segir Davíö Þór Björgvinsson, dósent í lögfræöi „Wiesenthal-stofnunin getur ekki krafist þess að Eðvald Hinriksson verði dreginn fyrir rétt hér á landi. Þaö er ríkissaksóknara að ákveða slíkt. Hún getur heldur ekki krafist þess aö maöurinn veröi dreginn fyrir rétt í ísrael,“ segir Davíð Þór Björg- vinsson, dósent í lögfræði. Wiesenthal-stofnunin vill að Eð- vald Hinriksson veröi dreginn fyrir dóm hér á landi eða í ísrael. Segist stofnunin hafa sannanir gegn Mik- son, meðal þeirra sé bókin Grímu- lausir morðingjar eftir Saar og auk þess sé gyðingur, sem býr í Israel, tilbúinn að bera vitni í máli hans en hann kveðst hafa verið vitni að meintum voðaverkum Eðvalds. Stjórnvöld þar í landi hafa hins vegar ekki sett fram neinar kröfur um að hann verði dreginn fyrir dóm- stóla vegna meintra stríðsglæpa á tímum síðari heimsstyijaldarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að þetta séu mjög alvarlegar ásakanir og hann muni láta taka málið upp á ríkis- stjómarfundi þegar hann kemur til landsins. „Þótt embætti ríkissaksóknara heyri undir dómsmálaráðuneytið er ekki þar með sagt að það hafi neitt skipunarvald í þessum málum. Dómsmálaráðherra getur ekki gefið ríkissaksóknara fyrirmæli um af- greiðslu einstakra mála. Það er ríkissaksóknara aö taka ákvörðun um hvort Eövald verði ákæröur. En á hitt ber að líta að málið er mjög sérstakt og það er langt síðan þessi meintu brot vora framin auk þess sem þau vora framin í öðra landi. Það þýðir það að manni finnst mjög ótrúlegt að ríkissaksóknari taki það upp hjá sjálfum sér aö fara að rannsaka málið. Þaö er eölilegt að gera ráð fyrir því að ef það er álit ríkisstjómarinnar að málið beri aö rannsaka nánar að þá eigi hún fram- kvæðið að því og beini ósk þar að lútandi til ríkissaksóknara. Hins vegar þarf að undirstrika þaö að hon- um er ekki skylt að fara eftir slíkum óskum,“segirDaviö. -J.Mar Einar Sanden sagnfræðingur segist hafa verið i sambandi við utanríkisráðu- neytið í Eistlandi svo og dómsmálaráðuneytið þar i landi. Þar hafi verið farið í gegnum öll þau gögn sem hafi fundist um mál Miksons og í þeim finnist ekki nokkrar sannanir um að hann hafi nokkurn tímann drepið fólk. DV-mynd GVA Það má kalla þetta klúður - segir Höröur H. Bjamason prótókollstjóri „Það er ekki hægt að segja aö þetta sé eðlilegt, það má kalla þetta klúð- ur. Reglan er sú í opinberum heim- sóknum að gestinum sé ekki komið í óþægilega aðstöðu. Þaö er óalgengt að það komi upp slík óþægindi í opin- berum heimsóknum," segir Hörður H. Bjamason, prótókollstjóri í for- sætisráðuneytinu. Það hefur vakið mikla athygÚ að Davíð Oddssyni var afhent bréf frá Wiesenthalstqfnun- inni í upphafi ferðar hans til ísraels og án þess að hann hafi verið búinn undir það. „Opinberar heimsóknir á milli ríkja era að vissu marki vináttu- heimsóknir. Undirbúningi þeirra á að vera háttað á þann hátt að það gerist ekki neitt sem getur komið á óvart. Dagskráin á að vera vandlega undirbúin og allt tímasett frá klukkustund til klukkustundar. Það sem við getum einna helst mið- að við er að þegar við fáum til lands- ins opinbera gesti reynum við eftir mætti að gera heimsókn þeirra hing- að til lands sem ánægjulegasta og við reynum að gæta þess að þaö komi ekkert upp á sem getur orðið við- komandi gesti til óþæginda. Það má segja að þetta sé óvenjulegt og sérstaklega þegar nær öll fiölmiðl- un í ísrael beinist að þessu einstaka máli. Þaö hlýtur að sjálfsögðu að vera óþægilegt fyrir forsætisráð- herra." -J.Mar Áskriftargetraun DV: Nýr áskrifandi á nýjan Suzuki í gær var dregið um þriðja bílinn í áskriftargetraun DV. Það var Guð- brandur Sævar Karlsson, Flúðaseli 94, Reykjavík, sem hreppti Suzuki Swift G1 l,0i. Guðbrandur varð áskrifandi að DV í desember síðastliðnum, en hafði áður keypt þaö í lausasölu. Afhendingin fór fram samdægurs í Kringlunni þar sem vinningsbíllinn hefur verið til sýnis undanfarið. Dregið er mánaðarlega allt þetta ár um nýjan bíl í áskriftargetraun DV. Næstur í röðinni er Peugeot 106 XR, en um hann verður dregið 18. mars. Nánar verður sagt frá afhending- unni í DV-bílum á laugardaginn kemur. S.H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.