Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. 13 Sviðsljós Hátt í 250 manns voru á sýningunni, aðallega fagfólk I bransanum. DV-myndir BG Vorlínan frá L'ORÉAL Bjorn Hirstsgaard klipplr hér eitt módelið samkvæmt nýjustu tísku, stutt i hnakkann en siðara að framan. Nýlega var haldin hárgreiðslusýn- ing á Ómmu lú á vegum snyrtivöru- fyrirtækisins L’OREAL. Þar mættu hátt í 250 manns, aðallega hár- greiðslufólk, til að sjá vorlínuna í ár. Tveir fulltrúar aðalstofunnar í Danmörku, Tja tja tja, komu sérstak- lega til íslands til þess að setja sýn- inguna upp og sáu sjálfir alfarið um kynninguna um kvöldið. Þeir heita Sören Pjedsted og Björn Hirstsgaard og reka sjö mjög þekktar stofur í Danmörku. Tuttugu módel voru þeim til að- stoðar og sýndu nýjungar í khpp- ingu, permanenti, litun, skoh og blæstri. Búið var að forvinna módel- in en lokavinnan fór fram á sviðinu. Umboðsaðih L’ORÉAL á íslandi er Rolf Johansen og Co. hf. og sáu fuh- trúar hans um undirbúning sýning- arinnar með aðstoð hárgreiðslu- og tæknifólks L’ORÉAL. Fluguhnýtingamámskeið: Ein og ein kona lætur sjá sig „Ég hef unnið í veiðihúsinu í Víði- dalsá á sumrin og þar er margt rætt um flugur og fluguveiði enda veiðist oft vel á flugur þar,“ sagði Brynja Eyþórsdóttir í vikunni en hún var mætt á fluguhnýtinganámskeið í veiðihúsinu hjá Bjarna R. Jónssyni. Þær eru ekki margar konurnar sem mæta á slíkt námskeið því flestar fá einkakennslu heima fyrir, en Brynja lét sig hafa það. „Maður verður að skhja þetta veið- ital og það er fyrst og fremst þess vegna sem ég mæti. Það er ekki nóg að vinna í veiðihúsi og skhja ekki neitt þegar rætt er um laxveiði. Það þarf líka að þekkja þær flugur sem laxinn er aö veiðast á. Ég hef farið og horft á veiðimenn renna en ekki veitt sjálf. Æth ég fari ekki næst á kastnámskeið," sagði Brynja og hélt áfram að hnýta silungaflugu. „Við erum með þiggja kvölda nám- skeið. Fyrsta kvöldið eru hnýttar sh- ungaflugur, næsta laxaflugur og hvort tveggja það síðasta. Þetta er Valdimar Jónsson lét ekki trufla sig við hnýtingarnar. annað námskeiðið sem ég held á þessu ári,“ sagði Bjarni R. Jónsson fluguhnýtari í samtali við DV. Það var hnýtt á fullu þegar við hurfum út í náttmyrkrið, það var ahavega ekki veiðiveður en góður tími th að hnýta flugur. -G.Bender Bjami R. Jónsson segir Brynju Eyþórsdóttur til hvernig á aö hnýta silunga- fluguna. DV-myndir G.Bender Meiriháttar verðlækkun á hundruáum titla og 10% afsláttur á öðru efni ✓ 21. - 22. feb. 20. -21. mars 24. - 25. apríl 22. - 23. maí 19. -20. júní 24. - 25. júlí 21. -22. ágúst 18.-19. sept. 23. - 24. okt. 20. - 21. nóv. Laugavegi 96 - Sími: 600934 Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á fasteigninni Aðalstræti 39, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Sigríðar Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Eyraspari- sjóðs, Húsnæðisstofnunar ríkisins og Lögheimtunnar hf. föstudaginn 21. febrúar 1992 kl. 17.30 á eigninni sjálfri. Sýslumaður Barðastrandarsýslu NýrSUZUKI aldrei sprækari. Ný og glæsileg innrétting, nýtt mælaborð, betri hljóðeinangrun auk fjölda annarra breytinga. Allir SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L vélum eru búnir vökvastýri. SUZUKI SWIFT tveggja manna sportbíll með blæju. Pessi bíll á eftir að fá hjörtu margra til að slá örar. 11 Allir SUZUKI bílar eru búnir vélum með beinni bensíninnsprautun og fullkomnum mengunarvarnarbúnaði. Komið og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI. SUZUKI SWIFT kostar frá 726.000 kr. staðgreitt. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 13-16. $ SUZUKI —............. SUZUKI BÍLAfí HF SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100 SUZUKI SWIFT ÁRGERÐ1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.