Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. Fréttir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Háir vextir og hráef nis- verð er að drepa okkur - heildarskuIdirsjávarútvegsinsnemaumlOOmiUjörðmnkróna „Ég var nú ekki bjartsýnn á ástandið áður en sjávarútvegsráð- herra birti þessar tölur. Upplýsingar hans verða til þess að gera mann enn svartsýnni á framhaldið en maður var. Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki viljað hugsa til þess að afurðir okkar eigi eftir að lækka mikið. En jafnvel þótt afuröaverð standi í stað, með þennan samdrátt í veiöum og með þessa háu vexti og hið háa há- efnisverð, sé ég ekki til sólar í þessu hjá okkur. Lækki hráefnisverð eins og margir spá þá erum við endanlega komnir í þrot seinni hluta þessa árs,“ sagði Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka flskvinnslu- stöðva, í samtali við DV um þær ugg- vænlegu horfur í sjávarútvegi sem sjávarútvegsráðherra kunngerði á Alþingi. Amar sagði að þær tölur sem ráð- herra birti um 8 prósent tap hjá fisk- vinnslunni væru mjög nærri því sem fiskvinnslumenn hafa sjálfir sagt að væri, heldur hærri þó. Aftur á móti hefur hallað meira undan fæti hjá sjávarútveginum í heild en búist var við. Þær niðurstöðutölur sagði Amar að væru mjög dökkar. Það sem verra væri er að framhaldið á þessu ári væri ekki glæsilegt. „Það er talið að heildarskuldir í sjávarútvegi um síðustu áramót hafi numið rúmum 100 milljörðum króna. Þar af er fiskvinnslan með um 30 prósent en útgerðin um 60 prósent," sagði Amar. Hann sagði að margt hjálpaðist að við að skapa þessa erfiöleika. Sjávar- útvegurinn hefur lengi verið skuld- settur. Síðan kemur aflasamdráttur- inn sem eykur á vandann. Hið háa vaxtahlutfall eykur svo enn á vand- ann. Fyrir vinnsluna hafi hráefnis- verðið farið úr öllum böndum. Aftur á móti sagði Arnar að aflasamdrátt- urinn væri það atriði sem þyngst vægi í erfiðleikum útgerðarinnar. Hann var spurður hvort hann sæi einhver ráð? „Það er auðvitað ýmislegt til ráða. Við höfum oft sagt að númer eitt væri að ná niður vöxtunum. Það myndi hjálpa mikið þótt það leysi ekki allan vanda. Ef á að halda þessu gangandi hjá okkur verður verðbólg- an hér að vera nokkuð undir því sem er annars staöar. Aðilar vinnumark- aðarins hafa verið samstiga að feta þá leið. Það hefur reynst okkur í sjáv- arútvegi mjög erfitt. Raungengi hef- ur hækkað á síðustu tveimur árum um 8 prósent. Það þýðir aö verðbólga hér á landi hefur verið 8 prósent hvort árið 1990 og 1991, en 4 prósent í viðskiptalöndum okkar. Við höfum tekið þátt í því að ná verðbólgunni hér niður fyrir það sem gerist annars staðar og ná þannig fram lækkun á raungengi. En raungengið er orðið svo hátt að þótt okkur tækist að ná því niður á heilu ári um 2 prósent, vegur það lítið upp í þau 8 prósent sem það er komið fram yfir. - Er þá gengisfelling eina leiðin til bjargar eins og ástandið er nú? „Gengisfelling er neyðarúrræði. Við viljum reyna til þrautar að ljúka málum á vinnumarkaði og ná niður kostnaði. Hitt er annað að tíminn vinnur á móti okkur vegna þess hve vextir eru háir enda þótt verðbólgan sé lág í augnabhkinu. Það er stað- reynd að hér þyrfti að eiga sér stað 31114 prósent raunvaxtalækkun. Það myndi hjálpa mikið til,“ sagði Amar. Hann sagði að hvert vaxtapróáent í fiskvinnslunni væri um 250 milljón- ir króna. Það þýddi að 3 til 4 prósent vaxtalækkun myndi laga stöðuna um einn milljarð á ári. Þá benti Arnar á að 1 prósents tap í fiskvinnslunni væri 400 milljónir króna. Það þýðir að miðað við 8 prósenta tap eins og nú er nemur hann 3,2 milljörðum króna. -S.dór DV-mynd Lúðvíg Togarinn halaklipptur eftir óhappið. Togarinn Tálknfirðingur: Lenti með trollið í f laki Bahia Blanca i Lúðvíg Thorberg, DV, TáJknaflrði: Togarinn Tálknfirðingur hélt til veiða fimmtudaginn 6. febrúar en daginn áður var landað úr honum 75 tonnum af blönduðum afla. Tveimur dögum síðar var hann aftur kominn í heimahöfn með 12 tonn og hafði þá orðið fyrir óþyrmilegri „halakhppingu". Skipið var að veiðum sunnarlega á Vestfjarðamiðum í haugasjó þegar trolhð festist með þeim afleiðingum að báðir togvírarnir shtnuöu og hvíla nú veiðarfærin, sennilega um fjög- urra milljóna króna verðmæti, á hafsbotni. Tahð er fullvíst að trolhð sé fast í flaki þýska flutningaskipsins Bahia Blanca sem rakst á hafísjaka út af Látrabjargi 10. janúar 1940 og sökk þar. Áhöfn skipsins kom mjög við sögu þegar Bretar hemámu Island 4 mánuðum síðar. Tálknfirðingur hóf veiðar aftur þann 11. en kom inn vegna óveðurs daginn eftir með 6 tonn. Togarinn fór aftur til veiða 13. febrúar. í dag mælir Dagfarí Nató varar við f relsinu Stjóm Mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins hefur ákveðið að fresta eða jafnvel hætta við að láta íslenska aðalverktaka ljúka ýms- um framkvæiridum á Keflavíkur- flugvelh. Ástæðan er sú að stjóm- armönnum hafa borist fregnir að því að Sameinaðir verktakar hafi borgað eigendunum arð og svo hitt aö thtekinn ráðherra hefur látiö þau orð faha að leysa eigi fyrirtæk- ið upp. Þetta eru vondar fréttir, segir Karl Steinar Guðnason og er ómyrkur í máh út í eigendur Sam- einaðra verktaka og ráðherrann sem leyfði sér að hafa skoðun á íslenskum aöalverktökum. Karl Steinar segir að þetta hafi verið heimskupör hjá Sameinuöum verktökum og aht hafi þetta það í för með sér að milli sex og sjö hundrað manns missi atvinnuna ef ekkert verður úr framkvæmd- um. Já, ljótt er að heyra ef satt reyn- ist. Atlantshafsbandalagiö er farið að snúast gegn okkur. Nató skhur ekki að íslendingar hafa ahtaf lagt mest upp úr því að stunda hermang og græða á vamarliðinu en hafa kært sig kohótta um öryggiö og vamimar. Aðalatriðið að fólkið á Suðumesjum hafi vinnu og nú ætl- ar Nató að halda að sér höndum vegna þess að einhveijir heimsk- ingjar í Sameinuðum verktökum fóru að asnast th að borga gróðann af hermanginu og einhver ráðherra missir þaö út úr sér að leysa eigi fyrirtækið upp. „Ég vona bara að ráöherrann sofi vel,“ segir Karl Steinar. „Samviskan hlýtur að verða slæm ef þessi ógæthegu um- mæh valda atvinnuleysi hjá 700 manns.“ Dagfari hefur ahtaf sagt það og segir það enn: íslenskir ráðherrar eiga ekki að tala upphátt og sér- staklega eiga þeir að varast að tala ógæthega þegar Nató er annars vegar. Þá hættir Nató að standa fyrir framkvæmdum á Vellinum og þá reiðast goðin. Við áttum aldr- ei að borga út gróðann afhermang- inu og fjölmiölar á íslandi detta í þann pytt að segja frá þessum út- borgunum. Það setur allt í baklás hjá Nató, vegna þes að Nató vhl ekki vita að Sameinaðir verktakar geti grætt á hermanginu og Nató vhl ekki að íslendingar tah upphátt um herinn. Það allra versta er þó hitt að ráð- herra í ríkisstjóm íslands detti það í hug að auka eigi frelsi í verktaka- starfsemi á Vellinum. Nató er iha við frelsi. Þaö er Karh Steinari líka og Karl Steinar segjr um frelsið: „Væntanlega verður þetta þannig að þeir sem náð hafa fram frelsi th þess að rótast í lögmáh frumskóg- anna á verktakamarkaði þurfa ekkert á því frelsi að halda, því það verður ekkert hérna th að bjóða í.“ Með öðrum orðum, Karl Steinar vhl ekkert andskotans frelsi. Hann vhl áfram einokun og þögn og hljóðláta atvinnu og þá er Nató ánægt og Suðumesjamenn fá vinnu. Að öðrum kosti er Nató að mæta. Ef frelsiö verður innleitt í verktakabisnessinn á Velhnum og íslendingar fara að rífast um gróð- ann pakkar Nató saman og fer í stríð við íslendinga, því auðvitaö verður stríð á milli íslands og Nató- ríkjanna, ef Nató leyfir sér aö fara héðan og skhja okkur eftir atvinnu- lausa. Friðurinn í heiminum og frelsið á markaðnum er það versta sem fyrir gat komið, því nú stefnir allt í það að Suðurnesjamenn missi vinnuna vegna friöarins og frelsis- ins, svo ekki sé talað um gróðann sem kom í ljós og íslendingar fóru að rífast um. Hvíhk heimska, hvhík skammsýni! í dag ætlar utanríkisráðherra að fjaha um íslenska aðalverktaka á þingi. Nú hggur lífið við að einhver ráðherranna fari ekki að tala af sér aftur. Þeir verða að steinþegja og kyngja því öhu, sem utanríkisráð- herra leggur til, svo Nató blíðkist og skaffi okkar fólki vinnu. Stjóm- arandstaðan verður að skhja þetta og Moggi og DV mega ekki birta stafkrók sem skaðað getur hags- muni íslendinga og Suðumesja- manna. Og ekki orð um gróðann eða afnám einokunarinnar. Það er nógu slæmt að upp komst um gróðann og það er nógu slæmt aö búa við heimska eigendur Sam- einaðra verktaka, þótt ekki sé líka veriö að kippa atviimumöguleik- unum undan Suöumesjamönnum með ótímabæra frelsi. Friðnum getum við sennhega ekki sphlt úr þessu en frelsinu verður aö bægja frá með öhum ráðum. Nató þolir ekki frelsið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.