Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. 25 Iþróttir Sigurganga Frakka rofin - Englendingar sigruðu Frakka 1 gær, 2-0 Englendingar bundu enda á langa sigurgöngu Frakka á Wembley-leik- vanginum í London í gærkvöldi. Englendingar sigruöu í leiknum, 2-0, en þetta er fyrsti ósigur franska liðs- ins undir stjórn Michel Platini í 20 leikjum. Aian Shearer, sem lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Englendinga, kom heimamönnum yfir einni mínútu fyrir leikhlé. Gary Lineker kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og innsiglaði sigur Englendinga á 72. mínútu. Þetta var 47. mark Lineker og vant- ar hann aöeins tvö mörk til viðbótar til að slá met Bobby Charlton. Áhorf- endur á Wembley voru tæplega 60 þúsund. Skotar unnu íra Skotland sigraði N-írland í vináttu- landsleik á Hampden Park í Glasgow, 1-0, og skoraði Ally McCoist, leik- maður Glasgow Rangers, eina mark leiksins á 11. mínútu. Áhorfendur á leiknum voru tæplega 14 þúsund. Jafnt á Spáni Spánveijar og Samveldið skildu jöfn, 1-1, í Valencia. Kiriakov kom Sam- veldinu yfir á 73. mínútu en Femando Hiemo jafnaði fyrir Spánveria ijórum minútumfyrirleikslok. -JKS 5ju, fagnar hér sigri ásamt Diann Roffe, til vinstri, og Anita Wachter sem fengu Símamynd/Reuter iLakers lippersíNBAínótt Indiana - Sacramento...129-115 NJ Nerts - Detroit.....106-102 Orlando - Chicago.......99-112 Charlotte - Denver.....106-104 Golden State -Boston...117-112 SA Spurs -Minnesota....113-103 Utah Jazz -Dallas........118-96 LA Clippers - LA Lakers.125-94 -SK kar- andi 5-11. 5uð- ison, ason iddu kor- lórs- sson sson -HR Stórsvig kvenna 1. Pemilla Wiberg, Sví...2:12,74 2. Diann Roffe, Bandar...2:13,71 2. Anita Wachter, Aust....2:13,71 4. Ulrike Maier, Aust.....2:13,77 5. Julie Parisien, Band...2:14,10 31. Ásta Halldórsdóttir...2:30,03 69 hófu keppni en aðeins 46 luku báðum ferðum löglega. 15 km skíðaskotf. kvenna 1. Antje Misersky, Þýsk...51:47,2 2. Svetl. Pecherskaia, SSR ....51:58,5 3. Myriam Bedard, Kanada ..52:15,0 4. Veronique Claudel, Frakk 52:21,2 5. Nadezda Alexieva, Búlg ....52:30,2 Listhlaup kv. á skautum Fyrri hluti - skylduæfingar: 1. Kristi Yamaguchi, Ban.....0,5 2. Nancy Kerrigan, Ban........1,0 3. SyryaBonaly, Frakkl........1,5 4. Midori Ito, Jap............2,0 5. Letitia Hubert, Frakkl.....2,5 Ishokkí Fallkeppni: Sviss - Pólland....... 8 liða úrslit: Samveldiö - Finnland..... Svíþjóö - Tékkóslóvakía.. .......7-2 ...6-1 ...1-3 í bikarmim Tvö 2. deildar hð mætast í 1. umferð bikarkeppni KSÍ í vor en að öðm leyti mæta liðin úr 2. deild félögum úr neðri deildum. Það em IR og Víðir sem eigast við í stórleik umferðarinnar. Einn leikur fer fram í undan- keppni, Reynir og Víkveiji mæt- ast í Sandgerði. Þessi félög mæt- ast síðan í 1. umferðinni í lok maí: ÍR-Víðir _ Víkingur Ó.-BÍ Þróttur R. - Snæfell Haukar-Keflavík Fjölnir-Fylkir Reynir S./Víkveij - Selfoss Afturelding - Njarðvík Ármann - Árvakur Grindavík-Ægir HK - Skallagrímur Grótta-Leiknir, R. Hvatberar - Stjarnan Tindastóll-Hvöt SM - UMF Langnesinga Dalvík-Magni Huginn - Einheiji Leiknir, F. -Þróttur, N. Sindri-Höttur Kormákur, Leiftur, Völsungur, Neisti H„ KS og Valur, Reyðar- firði, fara beint í 2. umferð. -VS Stuart Pearce, til vinstri, og Didier Deschamps i harðri baráttu á Wembley- leikvanginum í gær. Pearce og félagar höfðu betur og sigruðu, 2-0. Símamynd/Reuter - leikmaður 21. umferðar Guðmundur Hrafnkelsson er leikmaður 21. umferðara á íslandsmótinu í handknattleík sem lauk í gærkvöldi. Guðmundur kom mikið við sögu í leik Valsmanna og Hauka á Hlföarenda. Hann varðl vftakast eftir að felktiminn var fjaraður út og tryggði þar með Valsmönnum mikilvægan sigur og liðið þvi áfram f baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Guðmundur varði alls 13 skot í leiknum auk vftakastsins sem breytti öllu. Góður árangur fatlaðra Fimm Islandsmet voru sett í flokki þroskaheftra á íslandsmóti íþrótta- sambands fatlaðra í frjálsum íþrótt- um innanhúss um helgina. Stefán Thorarensen, Akri, hljóp 50 metra á 6,9 sekúndum, Kristófer Ástvalds- son, Viljanum, stökk 2,56 metra í langstökki án atrennu, Bára B. Erl- ingsdóttir, Ösp, stökk 4,01 metra í langstökki með atrennu og hljóp 200 metra á 37,84 sekúndum og íris Gunnarsdóttir, Snerpu, kastaði kúlu 8,23 metra. Bára B. Erhngsdóttir varö fimm- faldur íslandsmeistari í flokki þroskaheftra. Indriði Hauksson, Vilj- anum, vann 4 greinar, Stefán Thor- arensen og Hafdís Steinarsdóttir, Suðra, unnu 3 greinar og Kristófer Ástvaldsson, Anna Ragnarsdóttir, Eik, Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, Jón E. Guðvarðarson, Ösp, Gunnar Þ. Gunnarsson, Suðra, og Iris Gunn- arsdóttir, Snerpu, unnu eina grein hvert. . Halldórog Elma unnu þrefalt Hahdór Guðbergsson og Elma Finn- bogadóttir, bæði úr ÍFR, unnu allar greinamar í flokki bhndra og sjón- skertra. Hahdór vann þrefalt í karla- flokki og Elma þrefalt í kvennaflokki. í flokki hreyfihamlaðra vann Geir Sverrisson, Ármanni, tvær greinar pg þau Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, Amar Klemensson, Viljanum, Sóley Axelsdóttir, ÍFR, og Helga Bergmann, ÍFR, unnu eina grein hvort. Þátttakendur vom 66 úr 9 félögum og athygli vakti aukin þátttaka og góður árangur keppenda af lands- byggðinni. -VS íslenska karlalandshöið í bad- minton er komiö í undanúrslit í Thomas-bikarkeppninni í badmin- ton eftir stórsigur á Mexíkönum, 5 6, i gærkvöldi. í fyrrakvöld lék hðið gegn Port- úgölum og vannst sá leikur, 4-1. Broddi Kristjánsson vann and- stæðing sinn i einliðaleik, 15-7 og 15-7. í tvíhðaleik unnu þeir Broddi og Ámi Þór Hahgrimsson, 15-2 og 15-4 og þeir Jón og Óh Ziemsen unnu andstæðinga sína í tvfliða- leik, 15-4 og 15-3. Tapleikimir voru hjá Þorstehii Páh Hængssyni og Arna Þór Hallgrímssyni. Kvennaliðið tekur þátt í Uber- keppmnni en ekki hefur gengið eins vel hjá þeim. í gær töpuðu stelpumar fyrir Ungverjum, 1-4, og 1 fyn-akvöld urðu þær að láta í minni pokann fyrir Mexíkönum meö sama mun. -GH Compagnoni ekki meira með í vetur Deborah Compagnoni frá Ítalíu, ólympíumeistarinn í risastór- svigi kvenna, slasaöist á hné þeg- ar hún féh í stórsvigskeppninni í gær. Hún þarf að gangast undir uppskurð og verður líklega frá í sex mánuði. Compagnoni missti af ólympíuleikunum 1988 og heimsmeistaramótinu 1991 vegna hnjámeiðsla. Hún var talin sigur- strangleg í svigkeppninni sem fram fer í dag. Krafist strangari skilyrða fyrir þátttöku Forráðamenn alþjóða bobbsleöa- sambandsins vilja að skilyrði fyr- ir þátttöku á ólympíuleikunum verði hert til muna og aðeins þeir fái að taka þátt í bobbsleðakeppn- inni þar sem nái áður tilskildum árangri á alþjóðlegum mótum. Þeir opinberuðu þessa skoðun sína eftir að keppendur frá Mex- íkó og Jamaíka veltu sleðum sín- um í æfingaferðum í brautinni í Albertvihe í gær og Mexíkani var fluttur á sjúkrahús með brákaða öxl. „Þessir menn skemma ímynd íþróttarinnar," var haft eftir ein- um forráðamannanna í Albert- vhle í gær. Samaranch fylgjandi ströngum lágmörkum Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, er einnig fylgjandi hertum reglum í öllum greinum og sagt er að hann hafl verið sleginn yflr þeim sér- stæða atburði í stórsvigi karla þegar Raymond Kayrouz frá Lí- banon fór fram úr E1 Hassan Mahta frá Marokkó í brautinni. Samaranch hefur lýst því yfir að keppendur þurfi að ná ákveðnum alþjóðlegum lágmörkum til að fá að keppa á sumarólympíuleikun- um í Atlanta 1996. „Það verður settur kvóti á hverja íþróttagrein. Við viljum ekki að einhverjir komi fimm hringjum á eftir öðr- um í mark. Það er hðin tíð.“ Katarina Witt gagn- rýnir Suryu Bonaly Surya Bonaly, franski Evrópu- meistarinn í listhlaupi kvenna á skautum sem kom til íslands fyrr í vetur, fékk harkalega gagnrýni í gær frá Katarinu Witt, austur- þýsku skautadrottningunni, sem vann ólympíugull 1984 og 1988, en er nú sjónvarpsfréttamaður í Albertvihe. Bonaly tók heljar- stökk aftur fyrir sig á lokaæfingu í gær og lenti rétt hjá helsta keppinauti sínum, Midori Ito frá Japan. Witt ásakaði Bonaly fyrir óíþróttamannslega framkomu og sýndarmennsku, ekki síst vegna þess að þetta stökk má hún ekki nota í keppni. Stjórnarmaður í alþjóða skautasambandinu tók undir gagnrýnina með Witt. Norðmenn stefna á áttunda gullið Norðmenn gera sér vonir um að vinna sín áttundu gullverðlaun á ólympíuleikunum í dag þegar keppt verður í 10 km skauta- hlaupi. Þar eru tveir Norðmenn taldir sigurstranglegir, Johann- Olav Koss og Geir Karlstad, sem báðir hafa þegar unnið ein guh- verðlaun hvor. Skæðustu keppi- nautar þeirra verða væntanlega Hollendingarnir Bart Veldkamp og Robert Vunderink.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.