Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. 15 Tekjutenging Ivfeyris Um síöustu mánaðamót kom til framkvæmda breyting á lögum um elli- og örorkulífeyrisgreiöslur frá Tryggingastofnun og var greitt út samkvæmt þeim 3. febrúar sl. en 3. dagur mánaöar er útborgunar- dagur stofnunarinnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa breyt- ingu. Þó virðast menn ekki vera búnir að átta sig fyllilega á öllum þáttum hennar og ætla ég því að skýra breytinguna nánar. Ellilífeyrir háður tekjum Grunnlífeyrir einstakhngs er kr. 12.123 á mánuði. Hann var óháður tekjum en er það ekki lengur. Skattskyldar tekjur, aðrar en líf- eyrissjóðstekjur og tryggingabæt- ur, skeröa grunniífeyri ef þær eru hærri en 65.847 kr. á mánuði hjá einstaklingi. 25% af þeim tekjum, sem umfram eru, skerða ellilífeyr- inn þannig að lífeyririnn fellur nið- ur, ef þessar tekjur eru 114.330 kr. á mánuði eða hærri. Sé um hjón að ræða er ellilífeyrir hvors hjóna 90% af fullum grunn- lífeyri einstaklings og nemur í dag 10.911 kr. á mánuði. Þetta gildir ef bæði eru komin á ellilífeyri. Sé aðeins annað hjóna með elhlífeyri greiðist grunnlifeyrir einstakhngs, þ.e. 12.123 kr. á mánuði. Lífeyririnn skerðist við eigin tekjur einstakl- ings eða eigin tekjur hvors hjóna en ekki sameiginlegar tekjur þeirra. Ellihfeyrir hvors hjóna fell- ur niður ef tekjurnar ná 109.491 kr. á mánuði vegna þess að grunnlíf- eyrir þeirra er lægri en einstakl- ings. Við breytinguna misstu 1150 ein- staklingar almennan lífeyri og 1400 fengu skertan lífeyri af þeim 22.350 sem fengu elhlífeyri greiddan áður. Ellilífeyrir sjómanna Hafi maður stundað sjómennsku í 25 ár og verið lögskráður á skip gert út af íslenskum aðilum getur Kjallarmn Asta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar'ríkisins Tekjutrygging ellilífeyris- þega óbreytt Óskert tekjutrygging elhlífeyris- þega einstakhngs og hvors hjóna er óbreytt, 22.305 kr. á mánuði. Tekjutrygging skerðist um 45% tekna, sem eru umfram ákveðið frítekjumark, sem er 16.280 kr. gagnvart atvinnu- og leigutekjum og 23.650 kr. gagnvart tekjum úr lífeyrissjóöi hjá einstakhngi. Tekj- ur maka eða sambýhngs hafa áhrif á upphæö tekjutryggingar. Frí- tekjumark hjóna og sambýhsfólks er 22.792 kr. gagnvart atvinnu- og leigutekjum og 33.110 kr. gagnvart tekjum úr lífeyrissjóði. Reglur varðandi tekjutrygging- una eru óbreyttar frá því sem var fyrir áðurnefnda lagabreytingu. Hækkar ekki við frestun Ekki er lengur unnt að ávinna sér „Sé um hjón að ræða er ellilífeyrir hvors hjóna 90% af fullum grunnlífeyri einstaklings og nemur í dag 10.911 kr. á mánuði. Þetta gildir ef bæði eru kom- in á ellilífeyri.“ hann átt rétt á ellilífeyri þegar hann verður 60 ára. Það er háð því að tekjur hans fari ekki yfir þau viðmiðunarmörk sem skerða hann að fuhu. Ellilífeyrir sjómanna veitir sama rétt og almennur lífeyrir og sömu skeröingarreglur gilda um hann. Eftir breytingarnar um síðustu mánaðamót missti helmingur sjó- manna elhlífeyrisgreiöslur sínar frá Tryggingastofnun alveg. Helm- ingur þeirra sem fékk greiðslur nú fékk skertan lífeyri svo aðeins fjórðungur- sjómanna hélt fullum ellilífeyri. „Frítekjumark hjóna og sambýlisfólks er 22.792 kr. gagnvart atvinnu- og leigutekjum og 33.110 kr. gagnvart tekjum úr lifeyrissjóði." hækkun ellilífeyris með því að fresta töku hans eins og áður var. Þeir sem hafa áunnið sér rétt th hækkunar fram til 1. febrúar 1992 halda þeirri hækkun sem áunnist hefur. Hún skerðist ekki þó svo að lífeyrir skerðist. Þeir sem hafa áunnið sér rétt geta sótt um ellilífeyri tvö ár aftur í tím- ann en þá miðast greiðslur við upp- hæðina sem safnast hafði þá. Þetta gildir einnig um þá sem e.t.v. eiga ekki rétt á elhlífeyri í dag vegna skerðingarákvæðanna. Þeir fá síð- an hækkunina greidda mánaðar- lega þó svo að þeir fái ekki ellilíf- eyrinn. Tekjutrygging öryrkja hækkar Örorku- og endurhæfingarlífeyr- ir einstaklings er 12.123 kr. á mán- uði. Hann skerðist á sama hátt og grunnlífeyrir elhlífeyrisþega en skerðing örorkulífeyris hefst ef skattskyldar tekjur fara yfir 67.236 kr. á mánuöi hjá einstakhngi en hann fehur niður ef nettótekjumar em 115.728 kr. eða hærri. Skerðing- in er ahtaf miðuð viö eigin tekjur öryrkjans, tekjur maka breyta þar engu. Af þeim 5.100 öryrkjum, sem fengu örorkulífeyri greiddan í jan- úar, féll hann niður hjá 40 manns og skertist hjá 135 manns. Örorkulífeyrir hjóna, sem bæði em öryrkjar, er 10.911 kr. á mán- uði. Skattskyldar tekjur, aðrar en greiðslur úr lífeyrissjóði og bætur almannatrygginga, skerða örorku- lífeyri fari þær yfir 67.236 kr. á mánuði en lífeyririnn fehur niður ef nettótekjur eru 110.880 kr. á mánuði eða hærri því grunnlífeyrir hjóna hvors um sig er lægri en hjá einstaklingi. Það ber að vekja athygli á því að örorkulífeyrir vegna slysaörorku fellur ekki undir skerðingarregl- umar þannig aö hann skerðist ekki. Tekjutrygging örorkulífeyris- þega hækkar úr 22.305 kr. á mán- uöi í 22.930 kr. Tekjur sem skerða tekjutrygginguna og reglur um skerðingu eru þær sömu og ghda um tekjutryggingu ellhífeyrisþega. Hver er ellilífeyrisþegi? Ýmis hlunnindi og greiðslur úr sjúkratryggingum eru tengdar því hvort viðkomandi er ehihfeyris- þegi eöa ekki. Má þar nefna t.d. hlutdeild í tannlæknakostnaði og lægri greiðslur fyrir læknisþjón- ustu og hehsugæslu. Sú spurning hefur vaknað í kjölfar þessara nýju laga hvort unnt sé að skhgreina þann sem er 67 ára eða eldri sem ehihfeyrisþega ef hann er með þaö háar tekjur að hann fær engan elli- lífeyri. Hehbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur staðfest aö það líti svo á að sá sem náð hefur 67 ára aldri sé ehilífeyrisþegi (60 ára ef um sjómann er að ræða að upp- fyhtum ákveðnum skhyrðum), óháð bótagreiðslum frá Trygginga- stofnun ríkisins. Ásta R. Jóhannesdóttir Um eggjakast Um daginn köstuðu einhverjir unglingar eggjum í menntamála- ráðherra. Ekki ætla ég að mæla því bót; í mínum huga er það nokkuð skýrt að það á ekki að kasta eggium í fólk. En svona er nú lífið samt undar- legt: Fólk kastar eggjum í annað fólk. Kannski er þetta uppbót fyrir þá staðreynd, að þjóðin hefur um langt árabil ekki vanist vopna- burði. Við getum þá verið þakklát fyrir það. Kannski stafar þetta hka af þeirri ofgnótt og offramleiðslu sem er á landbúnaðarvörum. Þær eru svo niðurgreiddar að fólk fer ósjálfrátt að sóa þeim. Kannski ætti ríkis- stjómin aö hækka á þeim verðið. Án efa yrði aukin kostnaðarhlut- dehd fólks í eggjum th þess að kostnaðarvitund þess ykist og þaö kastaði þeim síður í annað fólk. Vopnabúr íslendinga Annars langar mig að koma frek- ar inn á þetta með uppbótina fyrir vopnleysjð. Mig minnir að ég hafi lesiö um svona uppbót í sálarfræði þegar ég var að læra th þess að verða kennari. Vegna skorts á al- vöru vopnum, og kannski ofurht- illar minnimáttarkenndar af því, hefur þjóðin gripið th annars konar vopna. Þar ber fyrst að nefna ferskeytl- ima sem sumir hafa beitt áf mikhh hst, sbr. þessa alþekktu vísu Andr- ésar Bjömssonar: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta bamaglingur. En verður seinna í höndum hans KjaUarinn Eiríkur Brynjólfsson rithöfundur hvöss sem byssustingur. Rauö málning hefur einnig verið notuð, th að mynda með þokkaleg- um árangri gegn útlendum her- skipum. Þá hefur borið á svartri tjöm en eitt frumlegasta vopnið er án efa skyr. Það er líka þjóölegt. Það hugðist Atleyjar-Báröur nota gegn Agh Skallagrímssyni forðum daga en snerist í höndum hans og hitti fyrir hann sjálfan. Þá var skyri slett úr fötu við Alþingishúsið fyrir nokkmm árum. Hér er reyndar komin önnur landbúnaðarafurð notuð sem vopn. Þetta sýnir hvað íslendingar em mikhr sveitamenn í sér ennþá, og með rík tengsl viö náttúruna. Það skekkir að vísu þessa niðurstöðu mína að Félag íslenskra náttúru- fræðinga skuh um daginn hafa notað mjög tæknivæddan vopna- búnað, nefnhega faxtæki. En fram- tíöin verður að skera úr um hvort það er prakkarastrik eða tækniþró- un. Uppruni eggjakastsins Eg hef sjálfur orðið svo frægur að fá egg í hausinn. Það var í Reykjavík. Þá var ég í nokkuð langri mótmælagöngu sem var á leið í ameríska sendiráðið í thefni af stríðinu í Víetnam. Það hefur án efa verið afar hægrisinnað egg. Eins muna sjálfsagt margir sem tóku þátt í Keflavíkurgöngum efdr að hafa séð egg svífa yfir höfðum manna og kannski lenda á þeim. Sérlega rammt kvað að þessu hátt- arlagi á leið göngunnar gegnum Garðabæ sem þá hét Garðahrepp- ur. Þá átti ég heima í Garðahreppi, en gekk þar í gegn sem útlendingur í Keflavíkurgöngum. En svona virðast egg fylgja sum- um mönnum, rétt eins og mér aha leið frá Garðabæ th Reykjavíkur. Ástæöur eggjakasts Það er vitaskuld mjög frumstætt að taka sér landbúnaðarafurð í hönd og kasta í fólk sem manni mislíkar við. Það er líka mjög frum- stætt aö halda að unghngar sem kasti eggjum séu aö einhveiju leyti íjarstýrðir af fullorðnu fólki. Ungl- ingar verða eins og annað fólk að bera ábyrgð á gjörðum sínum. En það er mjög viturlegt í þessu sambandi að spyrja sjálfan sig: Hvaö þarf aö ögra manni mikið áður en hann kaupir sér egg og kastar því? Eiríkur Brynjólfsson „An efa yrði aukin kostnaðarhlutdeild fólks í eggjum til þess að kostnaðarvit- und þess ykist og það kastaði þeim síð- ur 1 annað fólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.