Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. 11 Utlönd Allt er nú gert til að koma i veg fyrir að svokölluðum rottuhundum eða pit bull terriers fjölgi á Bretlandseyjum eftir síendurteknar árásir þeirra á börn. Hundarnir eru geltir og brennimerktir. Simamynd Reuter Gelda hundana og brennimerkja Bretar ætla að fylgja lögum um takmarkanir á fjölda rottuhunda eft- ir af vaxandi hörku efdr að þeir hafa valdið ungum börnum óbætanlegu likamstjóni með árásum sínum. Hundar af þessari tegund eru mjög vinsæhr en einnig grimmir og hafa á undanfömum árum oft ráðist á fólk. Nú ber eigendum hundanna skyldi til að láta gelda þá og einnig verður að merkja þá sérstaklega. Þetta er gert til aö koma í veg fyrir að rottu- hundum fjölgi meira en orðið er. Þá liggur bann við að flytja þá inn til Bretlands. Nú síðast varð þriggja ára gömul skosk stúlka að nafni Charlene Nel- son fyrir barðinu á tveimur rottu- hundum. Þeir bitu hana í andlitið og mátti Utlu muna aö hún léti lífið. Læknum í Glasgow tókst að gera að sárum stúlkunnar en þeir segja að hún beri merki árásar hundanna allt sitt líf. í kjölfar þessarar árásar var ákveð- ið að ganga ríkt eftir að lögunum gegn rottuhundunum yrði fylgt eftir. Ekki verður þó eigendum hundanna fyrirskipaö að láta lóga þeim fyrst um sinn en ráðist þeir á fleira fólk er eins líklegt að bannað verði að eiga þá. Reuter 6 MANNA KAFFISTELL kr. 240, BURI KORFUR 3 STÆRÐIR KR VINGLOS 12 STK. I PAKKA KR 1.140,- ALPHA EKTA LEÐURHÆGINDASTOLL SMIÐJUVEGI 6 KÓPAVOGI ^ 44544 OG AUSTURVEGI 22 SELFOSSI 22221 Óskarstilnefningar: Aðdáendur Streisandæfir Aðdáendur leikkonunnar og leik- stjórans Barböra Streisand eru æfir vegna þess að hún var ekki tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir bestu leik- stjóm þótt mynd hennar, The Prince of Tides, fengi sjö tilnefningar. Þeir segja að leikstjórinn hljóti að vera góður ef myndin er svona góð að öðm leyti. Ein tilnefningin er fyrir bestu myndina. Á það er bent að kona hefur aldrei unniö til óskarsverðlauna fyrir leik- stjóm og þykir þetta benda til íhald- semi fólksins sem kýs myndir til tii- nefningar. Gagnrýni af þessu tagi hefur oft komiö fram áður. Annars hlaut kvikmyndin Bugsy flestar tilnefningar eða tíu alls. Einn- ig er Disneymyndin Beauty and the Beast í röð fremstu mynda, sem og mynd Olivers Stone um morðið á John F. Kennedy. Óskarsverölaunin verða afhent með mikilli viðhöfn þann 30. mars í Hollywood eins og venja er. Km «m> jwHr iiilk twlh f Já nú geta krakkarnir hoppað eins og þeir vilja því áklæðið þolir alla ærslabelgi STÓRA sem smáa. Ekkert mál að þrífa. GOÐ GREIÐSLUKJOR ■sr [gn BÍLDSHÖFÐA 20 -112 HEYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511 Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.