Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Gestgja fasprengja
Ekki kemur til greina, aö Eövald Hinriksson veröi
framseldur til ísraels til aö sæta þar ákæru fyrir stríðs-
glæpi. ísrael er hryðjuverkaríki, sem þverbrýtur al-
þjóðalög á hveijum degi. Þar býr herraþjóð, sem um-
gengst fólk á hemumdum svæöum eins og hunda.
Davíð Oddsson forsætisráðherra var eindregið varað-
ur við að fara í opinbera heimsókn til ofbeldisríkis á
borð við ísrael, enda hafa gestgjafarnir launað honum
greiðann. Þeir komu honum í opna skjöldu með því að
sprengja í andlit hans kærubéf um stríðsglæpi.
Einnig að öðm leyti hafa stjórnvöld ísraels haft for-
sætisráðherra okkar að fífli. Þeir leiddu hann til borgar-
stjóra Betlehems, svo að forsætisráðherra gæti talið sér
trú um, að hann heföi heyrt báðar hliðar Palestínudeil-
unnar. Er ferðin til ísraels orðin hin mesta sneypuför.
Heföbundið er, að fomstumenn Sjálfstæðisflokksins
líti með sérstakri velþóknun til ísraels. Það er arfur frá
þeim tíma, er sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um stuðlaði að stofnun Ísraelsríkis. En þá var þjóðfélag
ísraels ekki enn farið að rotna af eigin ofbeldi.
Á hinn bóginn hafa leiðtogar Sjálfstæðisflokksins allt-
af stutt Eðvald Hinriksson. Morgunblaðið hélt uppi lang-
vinnu andófi gegn ásökunum Þjóðviljans. Helzti lið-
þjálfi Davíðs á Alþingi var til skamms tíma enn að rita
langhunda gegn Ama Bergmann Þjóðviljaritstjóra.
Með því að draga forsætisráðherra til ísraels og af-
henda honum kæmbréfið í sviðsljósi alþjóðamála hafa
ráðamenn ísraels tryggt, að íslenzkir embættismenn
geta ekki stungið bréfinu undir stól. ísland verður að
grafa upp mál, sem menn héldu, að væri úr sögunni.
Þótt Israel sé ekki fínn pappír, er ekki hægt að segja
hið sama um Wiesenthal-stofnunina, sem hefur leitað
uppi stríðsglæpamenn úr síðari heimsstyrjöldinni. Þótt
gerð hafi verið mistök í þeirri stofnun, hefur hún í stór-
um dráttum orð á sér fyrir áreiðanlegar upplýsingar.
ísraelsfaramir Davíð Oddsson forsætisráðherra og
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra verða nú að opna
að nýju mál, sem klýfur Sjálfstæðisflokkinn í stuðningi
hans við Ísraelsríki annars vegar og Eðvald Hinriksson
hins vegar. Þetta er vond staða, sem ekki verður flúin.
ísland var til skamms tíma friðsælt ríki á hjara ver-
aldar. Nú verður friðurinn rofinn með endurvöktum
fréttum af fjarlægum atburðum frá villimennsku síðari
heimsstyrjaldar. Við heföum viljað vera áfram í friði,
en getum það ekki, af því að skyldan kallar á annað.
Okkar stjómvöld geta ekki stungið óþægilegum mál-
um undir stól eins og gert var í Argentínu og víðar í
Suður-Ameríku, þar sem leitað hefur verið stríðsglæpa-
manna. Óhjákvæmilegt er, að ákæran á hendur Eðvald
Hinrikssyni fái rækilega réttarfarslega meðferð.
Það felur í sér, að starfsmenn og vitni Wiesenthal-
stofnunarinnar verða að fá tækifæri til að koma fyrir
íslenzkan dómstól og bera fram gögn og rök fyrir máh
sínu. Það felur í sér, að íslenzka dómskerfið verður að
taka að sér að reyna að komast til botns í málinu.
Sennilega er málið ekki fymt að íslenzkum lögum,
Jtví að það varðar lífstíðarfangelsi. Að öðrum kosti
munu ísraelsmenn leggja aukna áherzlu á framsal, því
að slíkir glæpir era öragglega ekki fýmdir þar í landi.
Togstreita af því tagi mundi verða okkur til ama.
Gegn ráðum góðra manna álpaðist forsætisráðherra
til ísraels og lét sprengja mál þetta í andlit sér. En
kannski höfum við samt gott af að láta raska ró okkar.
Jónas Kristjánsson
....Reykjanesbrautin, eina samgönguæö okkar, er dauðagildra ... “, segir m.a. í grein Odds.
Suöumes - Reykjanesbraut - Verktaka:
Islenskir aðalverk-
takar og tillaga sjáv-
arútvegsráðherra
Mikil umræða hefur verið um
starfsemi ÍAV frá því Sameinaðir
verktakar ákváðu að greiða sér út
hluta af uppsöfnuðum hagnaði fyr-
irtækisins. Meðal annars sagðist
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra vera því fylgjandi að fyr-
irtækið verði leyst upp hið fyrsta
og eignarhluti ríkisins verði notað-
ur til að bæta bága stöðu ríkissjóðs
á þessu ári.
Þessi makalausa tillaga ráðherr-
ans gefur ágætt tilefni til að vekja
athygli á því hvað stærðir geta ver-
ið afstæðar. Vissulega er hagnaður
ÍAV firnamikill, en hann hefur
myndast á áratugum. Skyldi allur
þessi feiknalegi áratuga gróði hafa
nægt til að greiða halla ríkissjóös
á einu ári, því ári sem nýhðið er?
Hvern á að hengja?
Rætt hefur verið imi að ef þá sem
ákvörðun tóku fyrir áratugum um
fyrirkomulag verktöku fyrir Varn-
arhðið hefði órað fyrir að jafn mik-
ih hagnaður mundi safnast á jafn
fáar hendur, hefðu þeir staðið
öðruvísi að málum. Þetta er mjög
líklega rétt, en hvers vegna þessi
hamagangur nú? Hafa menn verið
sofandi í áratugi? Hvers vegna hef-
ur ekki verið gripið fyrr í taumana
ef svo rík ástæða var tíl?
Sameinaðir verktakar voru ékki
að greiða sér út hagnað í fyrsta sinn
nú. Af hverju var ekki fyrir löngu
búið að skjóta úrskurði um skatt-
leysi slíkra greiðslna th dómstóla
ef áhtið er að hann sé rangur?
Hvem á að hengja og fyrir hvað? Á
aö hengja mennina fyrir að styðjast
við úrskurði skattyfirvalda við
skattframtöl sín?
Það er vægast sagt hlálegt og í
hæsta lagi aumkunarvert þegar
landsfeðumir aht í einu taka aö
gráta tárum hins hneykslaða yfir
hinu svívirðilega óréttlæti.
Nei, lesendur góðir, hengjum
ekki bakara fyrir smiö. Vissulega
er það óréttlæti þegar mikhl gróði
myndast í skjóh einokunar eða aö-
stöðu, en það er því miöur ekkert
einsdæmi á þessu volaöa landi, og
það er heldur ekkert einsdæmi að
shkt viðgangist árum saman án
þess að hirt sé um leiðréttingu. Th
dæmis hefur verið bent á einkafyr-
irtækið sem tók við af hinu hataða
Bifreiðaefdrhti ríkisins og fetar nú
ömggum skrefum í fótspor þess.
Kannski em þessi fyrirtæki bæði
dæmi rnn ákvarðanir sem leitt hafa
th óréttlætis, en þær ákvarðanir
vom teknar og ef menn era sam-
mála um að þær hafi verið rangar
á að breyta þeim en ekki ráðast á
þá sem nýttu sér þær th að hagn-
ast með fullkomlega lögmætum
KjaHarinn
Oddur Einarsson
framkvæmdastjóri Atvinnuþró-
unarfélags Suðurnesja
hætti. Hvað á t.d. að gera ef sæ-
greifarnir reynast eiga ahan fisk-
veiðikvóta landsmanna? Vih sjáv-
arútvegsráðherra kannski reyna
að stoppa i fjárlagagöt með þeim.
Hin hliðin á ÍAV
Á máh íslenskra aðalverktaka er
önnur hhð sem utanríkisráðherra
vakti athygli á fyrir nokkra. Fyrir-
tækið hefur nefnhega starfsmenn,
ánægða starfsmenn sem margir
hveijir hafa unnið hjá því í ára-
tugi. Verktaka fyrir varnarhðið
framfaerir beint og óbeint nærri tvö
þúsund fjölskyldur á Suðumesjum.
Sá sem vogar sér að leggja tíl að
slíkt fyrirtæki verði lagt niður meö
einu pennastriki, jafnvel þótt hann
sé ósáttur við fyrirkomulag starf-
seminnar, og neitar beinhnis aö
ræða þá staðreynd að þannig er
brauðiö tekið frá munni svo
margra barna sem raun ber vitni,
á að skammast sín fyrir mannfyrir-
htningu sína.
Hverjir hafa unnið verkin?
Suðumesjamenn hafa ahtof lengi
þurft að þola aðdróttanir vegna
starfa sinna fyrir Vamarhðið. Nú
er stórfeht atvinnuleysi hér eins
og annars staöar á landsbyggðinni
og ársverkum fækkar. Vissulega
var kominn tími th að endurskoða
fyrirkomulag verktöku fyrir Vam-
arliðið, eins og núverandi utanrík-
isráðherra er að gera.
En það má aldrei gleymast hverj-
ir hafa skapað hagnaðinn af verk-
tökunni. Sá hagnaður hefur orðið
th fyrir vinnuframlag Suðumesja-
manna og tími er kominn th að það
sé viðurkennt, en móðursýkislegt
óráðshjal sumra stjómmálamanna
verði ekki til þess að hagsmunir
okkar verði fyrir borð bomir.
Reykjanesbrautin er
dauðagildra
Við Suöumesjamenn búum við
þær aðstæður í samgöngumálum
okkar við höfuðborgarsvæðið að
Reykjanesbrautin, eina samgöngu-
æð okkar, er dauðaghdra jafnvel
þótt yfirvöld samgöngumála í land-
inu segi aö engin þörf sé á að
breikka brautina því hún anni full-
komlega þeirri umferð sem um
hana fer. Þeir sem hér búa líta hins
vegar hver á annan þegar sjúkra-
bílhnn branar gegnum byggðina
áleiðis inh á Reykjanesbraut og ah-
ir hugsa þaö sama: Æth það sé
dauðaslys í þetta sinn, hver skyldi
nú missa ástvin, skyldi það vera ég?
Um fjögur þúsund Suðurnesja-
menn sögðust með undirskrift
sinni á áskorunarskjal th sam-
gönguráöherra hér á dögunum um
að breikka brautina, vera thbúnir
th aö greiða veggjald ef það gæti
orðið th þess að flýta verkinu, en
fyrirkomulagið ér ekki aðalatriðið.
Reykjanesbrautin er dauðaghdra
þótt ahir heimsins staðlar segi að
hún sé í lagi.
Það er því sérstaklega ánægjulegt
að samgönguráðherra útilokar
ekki lengur að mál þetta verði
skoðað. Hann hefur tjáð sig fylgj-
andi því að fjármögnun slíkra
framkvæmda fari fremur fram með
hækkun bensíngjalds en með veg-
gjaldi sem innheimt verði af um-
ferð um brautina, þ.e.a.s. ef á annað
borð verði heimhað að flýta verk-
inu. Með því að ganga th þess verks
að tvöfalda Reykjanesbrautina nú,
vinnst þvi a.m.k. tvennt; þeim
vinnufúsu höndum sem lítil verk-
efni hafa í dag mun fækka, og
krossunum sem Vegagerðin setur
á kortíð sitt í hvert sinn sem slys
verður á Reykjanesbrautinni mun
einnigfækka.
Oddur Einarsson
„Verktaka fyrir Varnarliðið framfærir
beint og óbeint nærri tvö þúsund Qöl-
skyldur á Suðumesjum.“