Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992. 7 Fréttir Ný skýrsla um slæma stöðu sjávamtvegsfyrirtækja: Er f iskvinnslan að kalla á gengisfellingu? Skýrsla sú um stöðu sjávarútvegs- fyrirtækja, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra las upp á Al- þingi síðastliðinn þriðjudag, dró upp dökka mynd af ástandinu. Hún er samin af nefnd til undirbúnings end- urskoðunar á fiskveiðistefnunni en miklar deilur urðu um tilnefningar í þessa nefnd á síðasta sumri. Mála- miðlun tókst með þeim hætti að for- menn nefndarinnar eru tveir, Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, og Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. I skýrslunni kemur fram að fimm af hverjum átta fyrirtækjum í sjávarút- vegi séu á gjaldþrotabraut. Kallað á gengisfellingu? Verkalýðshreyfingin heldur því fram að fiskvinnslan sé að að kalla á gengisfellingu. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, hefur sagt það í samtah við DV að gengið verði fellt innan tíðar um íjög- ur til fimm prósent. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi, sagði í samtali við DV að það væri ekki rétt. Ráðherrar hafna „Við höfum farið yfir stöðuna mjög vel. Okkar niðurstaða er sú að þessi erfiða staða í sjávarútvegi muni ekk- ert breytast við gengisfellingu miðáð við núverandi aðstæður," sagði Magnús. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði í samtali við DV að fiskvinnslan vildi reyna til þrautar að ljúkp samning- um á vinnumarkaðnum og ná niður kostnaði. Gengisfelling ein og sér væri gagnslítil. „Hitt er annað mál að tíminn vinn- ur gegn okkur vegna þess hve vextir eru háir, enda þótt verðbólgan sé lág í augnablikinu. Hitt er staðreynd að hér þyrfti að eiga sér stað þriggja til fjögurra prósenta raunvaxtalækk- un,“ sagði Arnar í samtah við DV. Ráðherramir Friðrik Sophusson og Jón Sigurðsson sögðu í samtah við DV að ríkisstjórnin vhdi halda sig við fastgengisstefnu. Friðrik sagði að gengisfehing ein og sér myndi engu breyta fyrir sjávarútveg- inn. Hann hafnar gengisfellingu. Jón Sigurösson sagði að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að fella ekki gengið. Auðvitað myndu þeir aldrei viðurkenna að gengisfelling væri í nánd, jafnvel þótt búið væri að ákveða hana. Það gera ráðherrar aldrei. Útgerðin stendur ekki illa Þaö er vitað að fiskvinnslan stend- ur mun verr en útgerðin, ef hvor greinin er reiknuð út fyrir sig. Hins vegar tvinnast erfiðleikarnir saman - verkalýðshreyfingin heldur því fram að svo sé Margir segja að frystihús í landi sé orðið úrelt fyrirbæri. Hagnaðurinn liggi i sjófrystingu og isfisksölu. svona miklu hærri hér á landi en annars staöar," segir Magnús. Umframafkastageta Hann segir að stærsta vandamál fiskvinnslufyrirtækjanna nú sé um- framafkastageta. Frystihúsin hafi búið sig undir að taka á móti 350 til 370 þúsund lestum af þorski árlega en nú sé afhnn kominn niður í 270 þúsund lestir. Hann segir spár fiski- fræðinga benda th þess að íslensk fiskvinnslufyrirtæki verði að búa sig undir 250 th 270 þúsund tonna þorsk- afla næstu fimm til sex árin nema kraftaverk komi th. „Þess vegna snýst vandinn nú ekki bara um skuldastöðu fyrirtækjanna. Við verðum að aðlaga okkur þeim staðreyndum sem við okkur blasa að veiða ekki nema 250 til 270 þúsund lestir af þorski á ári,“ segir Magnús Gunnarsson. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson í því að fiskvinnslufyrirtækin eiga 80 prósent af fiskiskipunum. Afkoma útgerðarinnar sem slíkrar hefur batnað stórkostlega á allra síðustu árum vegna þess hve hráefnisverð hefur verið hátt á fiskmörkuðum bæði heima og erlendis. Á allra síð- ustu mánuðum hefur svo olíukostn- aður lækkað umtalsvert. Það sem hins vegar veldur útgerðinni nokkr- um erfiðleikum er aflasamdráttur- inn. Kvótinn var skorinn niður fyrir þetta kvótaár og loðnuveiðarnar hafa brugðist að mestu, þar th ef th vill í ár. Það er ekki útséð um það enn. Á móti kemur að stórgróði er af rekstri frystitogara. Þar virðast möguleikamir vera mestir th góðrar afkomu. Þeir sem selja afla sinn á erlendum mörkuðum hfa einnig við gott gengi. Frystiskip og sala á ísfiski virðist vera það sem upp úr stendur í íslenskum sjávarútvegi. Frystihúsin úrelt? Margir halda því fram að þetta segi okkur að frystihúsin hér á landi séu orðin úrelt fyrirbæri. Þau geti ekki og muni ekki bera sig hvað sem gert verður. Þess vegna beri okkur að leggja alla áherslu á frystiskip og sölu á ísfiski th útlanda. Sú stað- reynd blasir að minnsta kosti við að mikhl hagnaður er af ísfisksölu og frystitogurunum ár eftir ár á sama tíma og fimm af hverjum átta fisk- vinnslufyrirtækjum í landi eru að verða gjaldþrota. Undanfarin ár hef- ur aht verið gert th að bjarga þessum fyrirtækjum. Aukin lán og skuld- breytingar hafa ekkert haft að segja. Aht sígur í sama farið jafnóðum. Margt þarf að laga Verkalýðshreyfingin hafnar þvi að dregið veröi úr rekstri frystihús- anna. Hún vhl nú láta draga úr sölu á ísfiski úr landi th að auka atvinnu í fiskvinnslufyrirtækjum landsins. Forvígismenn hennar spyija hvaða starf eigi að finna handa þeim þús- undum manna um aht land sem hafa atvinnu af fiskvinnslu ef fiskurinn er seldur úr landi eða unninn úti á sjó. Þessari spumingu þarf að svara. Magnús Gunnarsson segir að frystihúsin séu ekki úrelt fyrirbæri. Hins vegar leysi hvorki gengisfelling né skuldbreyting vanda þeirra til frambúðar. Hann segir frystihúsin nú í auknum mæh að sérhæfa sig. Hann hafnar því að frysting í landi sé að verða úrelt. „Hins vegar er margt í starfsað- stöðu frystihúsanna sem þarf að end- urskoða. í þeim efnum þarf að ná samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Fiskvinnslufyrirtæki hafa verið að sameinast og þurfa því að þjappa fjárfestingunni saman og nýta frysti- húsin betur en gert hefur verið. Þar kemur inn í spurningin um vakta- vinnu, eins og er á frystitogurunum úti á sjó,“ sagði Magnús. Ójafn leikur Hann bendir einnig á aö sam- keppnisstaða íslenskra fiskvinnslu- fyrirtækja og th að mynda breskra sé afar slæm. Jafnvel þótt mönnum þyki laun ekki há hér á landi er launakostnaður á hvert unnið kíló af fiski miklu hærri hér en í Bret- landi. Laun þar eru lægri en hér, segir Magnús og segir það tengjast þeim venheika sem við okkur blasir að það er miklu ódýrara að lifa þar en hér. Hann segir að óvíöa sé jafn- dýrt að lifa og á íslandi. „Mér finnst tími th kominn að menn fari að spyija að því hvers vegna framfærslukostnaður sé Drengurinn hjá f ósturf oreldrum Samkvæmt upplýsingum DV var drengurinn, sem tekinn var frá móður sinni af heimhi í Sandgerði þann 5. febrúar, fluttur norður í land á þriðjudag. Þar verðui- hon- um komið fyrir hjá fósturforeld- rum. Eftir að móöir hans var handtek- in i Sandgerði og hann leiódur I burtu af fulltrúum bamaverndar- nefnda og lögreglu var drengurinn færður á vistheimhi í Breiðholti. Áður en hann fór þangað inn þurfti aö tala hann th í langan tíma. Drengurinn, sem er 11 ára, dvaldist síðan á vistheimilinu í tæpar tvær vikur, þangað tíl hann var sendur norður á þriðjudag. Móðirin, sem býr í Reýkjavík, og drengurinn hafa ekki fengið að tala saman frá því þau voru skiiin að i Sandgerði. Móðirin hefur kært málsmeöferð yfirvalda tíl umboðsmanns Alþing- is. -ÓTT Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Lækjargata 6, þingl. eig. Áslaug Cass- ata, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Bjöm Jónsson hdl. Skhdinganes 18, þingl. eig. Þómnn Halldórsdóttir, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Bankastræti 14, hluti, þingl. eig. Sveiim Zoéga, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Hró- bjartur Jónatansson hrl. Sólvallagata 27,3. hæð t.h., þingl. eig. Baldvin Baldvinsson, mánud. 24. fe- brúar ’92 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Sigurmar Albertsson hrl. Suðurhólar 18, hluti, þingl. eig. Jenný Lind Bragadóttir, mánud. 24. febrúai- ’92 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl. og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Birkihlíð 44, hluti, þingl. eig. Stein- grímur Haraldsson, mánud. 24. febrú- ar ’92 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Hanna Lára Helgadóttir hdl. Blómvallagata 11, hluti, þingl. eig. Ragnhhdur Ólafsdóttir, mánud. 24. febníar ’92 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Ásdís J. Rafhar hdl. Suðurhólar 20, 2. hæð 02-01, þingl. eig. Aðalheiður Bima Gunnarsdóttir. mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.15. Upp- boðsbeiðendur era Tryggingastofiiun ríkisins og Veðdeild Landsbanka Is- lands. Einarsnes 78, hluti, þingl. eig. María Bergmann Maronsdóttir, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 11.45. Upplx»ðsbeiðend- ur eru Ólafur Axelsson hrl. og Veð- dehd Landsbanka íslands. Fiskakvísl 7, 1. hæð t.v., þingl. eig. Bjami Friðfinnsson, mánud. 24. febrú- ar ’92 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru tollstjórinn í Reykjavík og Magnús Norðdahl hdl. Yíðimelur 59. hluti, þingl. eig. Ágúst Ólafsson, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Tiygg- ingastofhun ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGAKFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAUK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grettisgata 3A, hluti, þingl. eig. Sigur- jón Jónsson, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Inn- heimtustdhun sveitarfélaga. Holtasel 24, tal. eig. Guðmundur Sig- urðsson og Helga Geirsd., mánud. 24. febrúar ’92 kl. 11.00. Uppboðsbeiðend- ur eru tollstjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykjavík. Ásgarður 137, þingl. eig. Halla Björk Guðjónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 24. febrúar '92 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Ásgeir Þór Ámason hdl. Hraunbær 22, 3. hæð t.v., þingl. eig. Pétur Kjartansson, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Guð- jón Ármann Jónsson hdl. Kringlan 87, hl. íb. 03-01, þingl. eig. Hallgrímur Magnússon, fer fram á eigninni sjálfii mánud. 24. febrúar '92 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur era Guð- jón Ármann Jónsson hdl., Róbert Áini Hreiðarsson hdl., Búnaðarbanki Is- lands, Ásdís J. Rafhar hdl. og íslands- banki hf. Hvassaleiti 32, kjahari, þingl. eig. Fríða 0. Fulmer, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofhun ríkisins, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ólafur Gú- stafsson hrl. Stórholt 23, efri hæð og rishæð, þingl. eig. Magnús Blöndal Kjartansson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 24. fe- brúai' ’92 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur era íslandsbanki hf. og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Hverfisgata 114, 4. hæð, þingl. eig. Hafsteinn Siguijónsson, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Axelsson hrl. Kötlufell 9, hluti, þingl. eig. Bera Kristjánsdóttir, mánud. 24. febrúar ’92 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Val- garður Sigurðsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTR) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.