Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
DV
Sekt eöa sakleysi Eðvalds Hinrikssonar:
Yfirlýsing utanríkisráðu-
neytis Eistlands f urðuleg
- segir Efraim Zuroff, formaður Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem
„Mér fmnst yfirlýsingin frá eist-
neska utanríkisráðuneytinu mjög
furðuleg, raunar finnst mér hún
mjög grunsamleg í ljósi þeirra sann-
ana sem eru til gegn Mikson og ákær-
unnar á hendur honum,“ segir Efra-
im Zuroff, formaður Simon Wiesent-
hal-stofnunarinnar í Jerúsalem. í
gær birti Morgunblaðið yfirlýsingu
frá eistneska utanríkisráðuneytinu
og þar kemur fram að Eðvald Hin-
riksson sé ekki sekur um neina glæpi
í Eistlandi, síst af öllu gegn gyðing-
um.
Zuroff segir það undariegt að utan-
ríkisráðuneytið, sem hefur ekki ná-
kvæma vitneskju um þau gögn sem
stofnunin hafi undir höndunum, geti
gefið slíka yfirlýsingu.
„Við getum sannað að hann er
stríðsglæpamaður en sannanirnar
gegn honum verða bráðlega lagðar
fram. Það verður þó ekki gert í gegn-
um fjölmiðla heldur verða íslenskum
yfirvöldum afhent þau gögn sem við
höfum í höndunum."
Zuroff segir að Wiesenthal-stofn-
unin vilji aö Mikson verði dreginn
fyrir rétt. Hins vegar skiptir það
stofnunina ekki máli hvort það verð-
ur gert á íslandi, í ísrael eða Eist-
landi.
Hann var að því spurður hvaða
vitni Simon Wiesenthal ætti við þeg-
ar hann segði að það væri gyðingur,
búsettur í ísrael, sem gæti borið vitni
gegn Mikson.
Zuroff segist ekki vita við hvern
Wiesenthai eigi en hann geti verið
að vísa á eistneskan gyðing sem hafi
bent þeim á grein í eistnesku blaði
þar sem komi fram að Mikson sé á
lífi og búi á íslandi, það hafi verið
seint á síðasta ári.
„Þetta er einhver misskilningur
því það var ég sem safnaði sönnunar-
gögnunum gegn Mikson. Þessi mað-
ur, sem ég er að tala um, er gyðingur
og hann var ekki í Eistlandi á
hernámstímanum. Ef hann hefði
verið í Eistlandi á þessum tíma væri
hann ekki á lífi nú. Það er því mín
skoðun að þetta sé einhver misskilnf-
ingur."
-J.Mar
Eðvald Hinriksson, öðru nafni Mikson, var hress og kátur á heimili sinu í gær eftir að honum hafði borist yfirlýs-
ing utanrikisráðuneytis Eistlands. DV-mynd GJU
Ég er búinn að vinna fyrstu lotu, segir Eövald Hinriksson:
Veit að mál mín verða
rannsökuð í Eistlandi
- gyðingar geta ekki gert sig að heimslögreglu
,Ég er mjög ánægður því ég er bú-
inn að vinna fyrstu lotu. Samtök gyð-
inga gera hins vegar allt sem í þeiira
valdi stendur til að skíta mig út,“
sagði Eðvald Hinriksson eftir að hon-
um hafði borist í hendur yfirlýsing frá
utanríkisráðuneyti Eistlands um að
hann væri ekki sakaður um neina
glæpi þar í landi á stríðsárunum.
„Eg veit að mín mál verða skoðuð
til hlítar í Eistlandi. Þá mun sakleysi
mitt koma í ljós. Ég er sannfærður
um að það veröur ekkert dómsmál í
Eistlandi. En ég vil að mín mál verði
skoðuð þar. Það er lögfræðilegur
réttur minn sem fyrrverandi borgari
í Eistlandi að ég fái mál mín rannsök-
uö þar.“
- Veistu hver þessi gyðingur er sem
Simon Wiesenthal segir að geti borið
vitni gegn þér?
„Þeir þora ekki að segja hver þessi
gyðingur er sem þeir eru að vísa til
aö geti borið vitni gegn mér en ég
veit hver hann er. Hann býr í Ven-
esúela og er milljónamæringur. Ég
hef sagt frá því opinberlega hvemig
hann vann fyrir KGB í Eistlandi. Nú
vill hann hefna sín. Ég gæti meira
að segja sýnt þér mynd af þessum
manni. Ég sá þetta allt fyrir og þetta
kemur mér ekkert á óvart nú frekar
en áður. Ég spáði þessu strax 1950
að þeir myndu reyna að sverta mig
sem þeir gætu. Ég er hins vegar
hvergi hræddur enda er ég saklaus,“
segir Eðvald sem éinnig er öft kallað-
ur Mikson.
„Gyðingar geta ekki gert sig að
heimslögreglu og heimtað að fá mig
framseldan til ísraels. Eg er Eistlend-
ingur og ég get fengið mín mál tekin
upp fyrir dómi í Eistlandi ef ég vil.
Ég á boð til Eistlands næsta sumar
og synir mínir vilja koma með mér
þangað.
Ég er afskaplega glaður vegna þess
hve vel hefur verið skrifað um mig
í Eistlandi. Þar var skrifað um okkur
feðgana síðasthðið sumar og sagt frá
því að báðir synir mínir hefðu verið
í íslenska landsliðinu og báðir fyrir-
liðar þess. Mér þótti afskaplega vænt
um þetta.
Eins og málin standa núna get ég
ekkert gert annaö en beðið. Ég er
orðinn gamall maður og er þreyttur
núna. Ég vildi helst af öllu hvíla mig
á öllu þessu sem gengið hefur á síö-
ustu dagana. -J.Mar
Davlð Oddsson ræddi við Douglas Hurd í gær:
Aukið frumkvæði
Evrópu i vamar-
°9 öryggismálum
„Ég átti 45 mínútna fund með Dou-
glas Hurd utanríkisráðherra. Við
ræddum Evrópumálin. Um Evrópu-
bandalagið og evrópskt efnahags-
svæði og stöðuna eftir að ákveðið var
að vísa samningsdrögunum til Evr-
ópudómstólsins. Við ræddum einnig
um Vestur-Evrópubandalagið og
ályktun sem gerð var á sínum tíma
af Evrópubandalagsþjóðunum í Ma-
astrich. Það er að segja þessum níu
sem eru í Vestur-Evrópubandalaginu
þess efnis að lönd í NATO sem ekki
eru í Evrópubandalaginu gætu gerst
aukaaðilar að þessu bandalagi,"
sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, en hann kom til Lundúna um
klukkan 15 að staðartíma í gær.
„Ég vildi vita hvað í þessu fælist.
Jafnframt lýsti ég þeirri skoðun
minni að framtíðaruppbygging í
vamar- og öryggismálum tengdist
mjög vel starfinu í NATO þótt Evr-
ópa myndi hafa aukið frumkvæði í
þeim efnum. Við Hurd vorum alveg
sammála um það.“
Davíð kveðst einnig hafa átt fund
með Maud, einum af ráðherrunum í
breska fjármálaráðuneytinu.
„Við Maude ræddum um einka-
væðingu almennt. Hvemig standa
ætti að henni og hvað bæri að var-
ast. Það er ágætt að heyra hvað aðr-
ir hafa gert og í hvaða erfiðleikum
þeir hafa lent svo maður sé ekki að
apa eftir öðrum og lenda í sömu
vandræðum og þeir hafa gert.“
Davíð snæddi kvöldverð í gær-
kvöldi í boði breska utanríkisráðu-
neytisins. Klukkan 17 í dag er fyrir-
hugaður fundur hans og Margretar
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra Bretlands.
-J.Mar
Feröintilísraels:
Styð Jón Baldvin
- segirforsætisráðherra
„Þetta kom mér á óvart. Það er
ákvörðun Jóns Baldvins Hannib-
alssonar að fara ekki til ísraels og
ég styð hann í því,“ segir Davíð
Oddsson forsætisráðherra.
Utanríkisráðherra hefur afþakk-
að boð stjómvalda í ísrael um opin-
bera heimsókn þangað. En heim-
sókn utanríkisráðherra var fyrir-
hugð þangað í vor.
„Eg vissi að vísu ekki að þessi
ferð hans stæði fyrir dymm. Það
em tvö ár síðan þetta boð kom. Jón
Baldvin hafði ætlað að fara þangað
í janúar 1990 og síðan aftur síðastl-
iðið vor. Þetta er hans ákvörðun
og ekkert óeðlilegt við 'hana enda
er nýbúin að vera ferð á vegum
íslensku ríkisstjómarinnar til Isra-
els.“ -J.Mar
Mál Eðvalds Hinrikssonar:
Vekur litla at-
hygli í
„Kunningjar mínir og vinir hér í
ísrael hafa ekki talað um heimsókn
Daviðs Oddssonar hingað til lands.
Það er svo alvanalegt að það komi
þjóðhöfðingjar í opinberar heim-
sóknir hingað og þessi vakti enga
sérstaka athygli umfram aðrar," seg-
ir Björgúlfur Gunnarsson flugum-
ferðarsljóri sem býr í ísrael.
„Ég veit lítið um mál Eðvalds Hin-
rikssonar. Það var lítils háttar
ísrael
minnst á hann í Jerasódem Post í
fyrradag. Málið virtist hins vegar
hafa vakið litla athygh í ísrael eftir
því er ég veit best,“ segir Björgúlfur.
Hann segist hafa verið í boði sem
íslenski konsúllinri hélt forsætisráð-
herra á þriðjudagskvöldið og þar
hefði hann hitt nokkra íslendinga og
þetta mál hefði ekki borið á góma
meðal þeirra.
-J.Mar