Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992. 13 pv Menning Robert Ward: Einstakur gítar- hljómur Fear No Evil er fyrsta platan sem Robert Ward sendir frá sér um tuttugu ára skeið. Fara nú eflaust einhverjir að fletta aftur á bak í hugskotinu og reyna að muna eftir einhverjum Ward sem var hátt skrifaður fyrir svo sem tveimur til þremur áratugum. En ólíklegt er að þeir finni neitt. Ef svo ólíklega vill til að einhver muni eftir hljómsveitinni The Ohio Untouchables þá man hann kannski líka að þar lék Robert Ward á gítar. Aðeins meira um þá hljómsveit. Robert Ward hafði vart kvatt spilafélaga sína í henni þegar nafninu var breytt í Ohio Play- ers. Sú hljómsveit sló hressilega í gegn snemma á áttunda ára- tugnum og kom tveimur lögum í fönkstO á topp bandríska vin- sældalistans, Fire og Love Roll- ercoaster. Þegar þar var komið Hljómplötur Ásgeir Tómasson sögu var Robert Ward orðinn hljóðfæraleikari hjá Motown út- gáfunni og farinn að spila undir hjá skærustu stjörnum þeirrar ágætu útgáfu. Það sem vakti athygli þess er þetta ritar á Robert Ward og plöt- unni Fear No Evil er óvenjulegur gítarhljómur og ekki síður dálítið gamaldags handbragð við laga- smíðar og útsetningar. Robert er auðheyrilega flinkur á blússvið- inu enda var sú stefna aðallega á dagskrá hjá honum og Ohio Unto- uchables um 1960 er hljómsveitin hóf störf. Ward er einnig vel kunnugur soultónlistinni og blandar henni við blúsinn þar sem það á við. Hammond Scott plötuútgefandi skýrir frá því í stuttri ritgerð sem fylgir plötunni Fear No Evil hvernig hann leitaði að Robert Ward í tvö ár til að fá hann til að spila inn á svo sem eina plötu fyrir sig. Hammond gat ekki gleymt sérstökum gítarhljóm Wards sem kom með því að nota gamlan Magnatone gítarmagn- ara. Og fleiri mundu snilli gamla gítaristans. Lonnie Mack skrifar með Fear No Evil að enginn ann- ar hafi jafnast á við Robert Ward þar til Jimi Hendrix kom tii sög- unnar. Raunar hafi Ward verið búinn að fullkomna marga Hendrixfrasana áður en Hendrix fór að taka til hendinni svo að heimurinn lagði við hlustimar. Það er verulega gaman að heyra á Robert Ward eftir tuttugu ára þögn og að heyra að hann er með alla tíu fingur í góðu lagi eftir öll þessi ár. Fear No Evil er hóflega gamaldags en þó með nútíma hljómi. Upptakan er að svo tO öllu leyti „lifandi" og Ward lætur sig ekki muna um að spila og syngja í einu. Aðeins í laginu Newborn Music bætir hann gítar ofan á upptökuna. Það er Silvertone sem gefur Fear No Evil út í Evrópu. Sama útgáfa bauð upp á nýja plötu með Buddy Guy á síðasta ári. Það er því full ástæða til að fylgjast með plötunum sem berast frá þessu ágæta plötuforlagi. Endurski í skam ,fSisÍSS§5 Onnur metsolubók eftír THOMAS HARRIS sem einnig samdi Loitluill p30H3 - Mánuðum saman á metsölu- listum austan hafs og vestan - hér kemur HannibaiLecter fyrst við sögu ÍJA M a c u r m Mu i„?J I 1 tVJ RAVgr^ )RI misíökin seni hann hefurIíUnna ; < diT5ö» -<*, ”■ ■ •.Ognvejgandi, Jýsandi g ** f1rk ^es ' T6e Ptefa’fc®83"** Spennusafia... "Besta aíþreyíngarso (C,eveJand) Gu«faöirinnai(om^leríku síðan -StephenKing Aðrar vinsælar Út André Soussan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.