Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992. Menrdng________________ Frönsk tónlist Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Jacques Mercier, frá Frakklandi. Einleikari á píanó var Marita Viitasalo frá Finnlandi. Flutt voru verk eftir frönsk tónskáld, þá Darius Milhaud, Claude Debussy og Hector Berlioz. „Suite provencale" eftir Milhaud sækir efnivið sinn að sumu leyti í forna tónhst frá Provence héraði í Suður-Frakklandi. Verkið er þannig blanda af fornu og nýju, sem ekki rennur fullkomlega saman til að verða eitthvaö nýtt, heldur varðveitast einkenni hinna óskyldu stíltegunda. Útkoman verður nokkuð sundur- laus en skrautleg tóniist og minnir á skjótt hross eða skjöldótta kú. Flutningur hljómsveitarinnar á verkinu var nokkuð sundurlaus á köílum og laus í hljóðfalli, þótt inn á milii brygði fyrir þokkalegum leik. Það var skemmtilegt að hlýða á „Fantasíu" Dehussys fyrir píanó og hljómsveit hafandi það í huga að þetta er verk sem tónskáldið sjálft hafnaði á sínum tíma og taldi ekki sér samboðið. Nú er verkið fallega og vel unnið og hljómsveitarbúningurinn hefur ýmislegt sem einkennir síðari og frægari verk Debussys. Verkið hefur hins vegar ekki það sjálfstæði og frumlega styrk sem hin betri verk Debussys hafa. Það er of venjulegt og líkt því sem margir aðrir gátu gert. Flutningurinn á „Fantasíunni" var töluvert betri en á verki Milhauds. Það var þó fyrst í „Symphonie Fant- astique" sem hljómsveitin komst í ham. Þar var margt mjög vel gert, þar á meðal „Gálgagangan" og „Norna- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson gleðin“. Hljómsveitarstjórinn þekkti þetta verk greini- lega mjög vel og stjórnaði af tilþrifum. Það er svolítið skrýtið til þess að hugsa aö verkið er samið um 1830 svo ferskt sem það ennþá hljómar. Svo frægt tónverk sem „Symphonie fantastique" er getur það ekki talist fullkomið. Miklu nær er að segja að það hafi áhrifa- mikla kafla með lakara efni inn á milli. Hins vegar eru góðu kaflarnir nægilega fyrirferðarmiklir til þess að gera það jafnan að ánægjulegri reynslu að hlýða á verkið. Andlát Jóhann Jónsson frá Seglbúðum lést í Heiðarbæ, Kirkjubæjarklaustri, 19. febrúar. Pálmi Pálsson bóndi, Hjálmsstöðum, Laugardal, lést á heimih sínu 19. febrúar. Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, Norður- brún 24, Reykjavík, lést í Landspítal- anum 18. febrúar sl. Ágúst Jónsson, fyrrum bifreiðar- stjóri ÁTVR, lést á Hrafnistu sunnu- daginn 9. febrúar. Jarðarforin hefur farið fram. Jarðarfarir Þórður Helgi Hannesson, Háagerði 11, er lést í Landspítalanum 16. febrú- Bergur Guönason: Athugasemd vegnafréttar umRocco Bergur Guðnason lögfræðingur hefur beðið um að eftirfarandi at- hugasemd væri komið á framfæri: „Ég kannast við samtal mitt við blaðamann DV, sem um er getið í frétt blaðsins fyrr í vikunni. Sem lög- maður Donalds Roccos taldi ég mig ekki geta upplýst um flekkað mann- orð hans. Eg taldi mig með því vera að bijóta siðareglur lögmanna. Hitt er cmnað mál, að um leið og þetta mál upplýstist stóð ekki á mér að viðurkenna það. Ég taldi mig ekki vera ósannindamann er ég átti viðtal við blaðamann DV. Ég hélt þessu ein- faldlega leyndu vegna skjólstæðings míns.“ Athugasemd blaðamanns: Frétt DV stendur eftir sem áöur. Lögmaður Donalds Roccos fuUviss- aði blaðamann um að skjólstæðingur hans væri með hreinan skjöld í um- ræddu samtali. Síðar hefur annað komið á daginn. Vegna viðtals við menntamálaráð- herra í DV í gær óskar hann að taka fram eftirfarandi: í fyrirsögn og texta er notað orðið frídagar. Það er ekki rétta orðiö, enda kemur ráðuneytinu ekki við, hvernig kennarar nota frídaga sína. Hér átti að standa orðið „starfsdag- ar“ sem varið er til annarra starfa kennara í grunnskóla en kennslu. Þá eru það nemendur sem eiga frí. Á tveimur stöðum í viðtahnu við- hafði ég orðalag sem þarfnast skýr- ingar, annars vegar að kennarar ar, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju mánudaginn 24. febrúar. Marta Kjartansdóttir, Setbergi, Stokkseyri, sem lést 13. febrúar, verður jarðsungin frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Anton Ingibjartsson, ísafirði, sem andaðist laugardaginn 15. febrúar, verður jarösunginn frá ísafjarð- arkapellu laugardaginn 22. febrúar kl. 10.30. Ingimar Rafn Guðnason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Vörðu- brún 2, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14. Anna Emilsdóttir frá Innri-Njarðvík verður jarðsunginn frá Innri-Njarð- víkurkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Þorvaldur Guðmundsson vélvirkja- meistari, Seljalandsvegi 26, ísafirði, verður jarösunginn frá ísafjarð- arkapellu laugardaginn 22. febrúar kl. 14. Þorvaldur Sigurðsson, Eyrarvegi 9, Selfossi, sem lést 11. febrúar sl., verð- ur jarðsettur frá Selfosskirkju laug- ardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Gestur Jóhannesson, dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis á Reynivöllum 2, Akureyri, sem and- aðist fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Tilkynnmgar Tónlistarskóli Borgar- fjarðar með opið hús A morgun, laugardaginn 22. febrúar, er Dagur tónlistarskólanna. Af þvl tilefni mun Tónlistarskóli Borgarfjarðar hafa opið hús í Hótel Borgamesi frá kl. 14-17. Nemendur munu leika og syngja fyrir gesti. Allir velkomnir. Stéttarfélag verkfræðinga í tilefni af 80 ára afmæli Verkfræðingafé- lags íslands, VFÍ, hyggst Stéttarfélag verkfræðinga, SV, gangast fyrir ráð- stefnu um atvinnumál verkfræðinga. Ráðstefnan verður sett laugardaginn 22. febrúar kl. 14. Fundarstaður verður Þing- salur A á Hótel Sögu. Ráðstefnugjald verður ekkert og öllum frjáls þátttaka. hefðu „komist upp með að nýta ekki hinn lögboðna tíma til kennslu" og hins vegar að huga þyrfti að öllum þeim frídögum „(þ.e. starfsdögum)" sem þeir hefðu komið sér upp.“ Vegna þessa vil ég taka fram að' kennarar eiga hér ekki aUa sök, held- ur er hér að hluta um stjómunarleg- ar vanrækslusyndir að ræða sem ráðuneytið getur að nokkru tekið á sig. Á þeim málum verður tekið. Ólafur G. Einarsson Forsýning Lions- klúbbsins Eir Lionsklúbburinn Eir gengst fyrir hinni árlegu kvikmyndasýningu. Að þessu sinni veröur sýnd gamanmyndin „Stepp- ing out“ meö leikurunum Liza Minnelli, Shelley Winters og Julie Walters. Sýning- in verður í Háskólabíói laugardaginn 22. febrúar kl. 17. Formaöur klúbbsins, Stella María Vilbergs, opnar sýninguna og áður en sýningin hefst ílytur hin efni- lega söngkona Ingibjörg Marteinsdóttir nokkur lög við undirleik Guðna Þ. Guð- mundssonar. Málstofa í hjúkrunarfræði Guðrún Marteinsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og dósent, flytur fyrirlesturinn: Áhugahvöt og heilbrigðishegðun. í erindi Guðrúnar verður lögð áhersla á það hvemig hjúkrunarfræðin nálgast við- fangsefni sitt út frá heildrænum skilningi á manninum og heObrigði hans. Að lok- um segir Guðrún í stuttu máli frá rann- sóknum sínum á sjálflægri hvatningu sem grundavallarþætti í heilbrigðishegð- un. Málstofan verður haldin mánudaginn 24. febrúar 1992 kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Árshátíð Bolvíkingafélagsins verður í Glæsibæ nk. laugardag 22. febrú- ar og hefst kl. 19.30. Myndin Að klífa hjallann - ný leið í leikskólastarfi verður frumsýnd laugardaginn 22. febrú- ar nk. kl. 15-17 síðdegis í Holiday Inn. Myndin, sem er 27 mínútna löng, fjallar um starfsemi hafnfirsks leikskóla sem i daglegu tali nefnist Hjalh. Ýmsar nýjung- ar í starfsemi leikskólans hafa vakið at- hygli en þar er unnið eftir markvissri uppeldisstefnu sem m.a. miðar að jafn- rétti kynjanna. Höfundur stefnunnar er Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri sem hefur þróað hana áfram ásamt starfsfólki sínu á leikskólanum um tveggja og hálfs árs skeið. Jafnframt verður viö þetta tækifæri kynnt bók um Hjallastefnuna, eins og hún er kölluð. Bókin heitir Æfingin skapar meistarann og er eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur. Forlagið Mál og menning gefur út. Húnvetningafélagið Félagsvist verður á laugardaginn kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Þjóðminjasafn íslands Laugardaginn 22. febrúar kl. 14 mun Elsa E. Guðjónsson, deildarstjóri textíl- og búningadeUdar Þjóðminjasafnsins, fylgja gestum safnsins um fastar sýningar þess. Fimirfætur Dansæfing verður í TemplarahöUinni v/Eiríksgötu sunnudaginn 23. febrúar kl. 21. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 54366. „Ástaijátning" í bíósal MÍR Kvikmyndin „Ástarjátning" (Objasnj- enie v Ijúbví), sem gerð var í Sovétríkjun- um á árinu 1977, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 23. fe- brúar kl. 16. Leikstjóri er Uja Averbakh, en meðal leikenda er hinn kunni leikari KiriU Lavrov. Myndin er með rússnesku taU en skýringartextar á ensku. Aðgang- ur er ókeypis og öUum heimUl. Áætlim kvikmyndasýningar MÍR í mars og apríl liggur frammi á sunnudagsýningunni. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Langholtskirkju sunnu- daginn 23. febrúar nk. og hefjast þeir kl. 17. Hljómsveit TórUistarskólans leikur undir sfjóm Kjartans Óskarssonar og er einsöngvari Hlín Pétursdóttir sópran- söngkona. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Menntamálaráðherra: Athugasemd Laugardagskaffi Kvennalistans verður að venju haldið að Laugavegi 17, annarri hæð, kl. 10.30. Að þessu sinni mun HUdur Jónsdóttir, starfskona nor- ræna jafnlaunaverkefnisins, kynna hvað þetta verkefni felur í sér og hvaða leiðir eru helst færar til þess að jafna hið kyn- bundna misrétti sem viða viðgengst á vinnumarkaðmum. Það eru allir vel- Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 1^01 #50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í Síð- buxum og Ruglið! Á STÓRA SVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI Frumsýning fimmtud. 27. febr. 2. sýnlng laugard. 29. febr. Grákort gllda. 3. sýnlng sunnud. 1. mars. Rauðkortgllda. 4. sýnlng flmmtud. 5. mars. Blákortgllda. 5. sýnlng föstud. 6. mars. Gulkortgllda. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson í kvöld. Uppselt. AUKASÝNING Sunnud. 23. febr. RUGLIÐ Johann Nestroy Laugard. 22. febr. Síðasta sýnlng. Karþasis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER ettir Hinrik Ibsen. Frumsýning sunnud. 23. febr. kl. 20.00. Föstud. 28. febr. Miðvikud.4. mars. Mióasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Sími680680. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. TJÚTT&TREGI Söngleikur eftir Valgeir Skagfjörð íkvöldkl. 20.30. Laugard. 22. febr.kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 23. febr. kl. 20.30. Föstud. 28. febr. kl. 20.30. Laugard. 29. febr. kl. 20.30. örfá sætl laus. Sunnud. 1. mars kl. 20.30. Ath.l Næstsiðasta sýnlngarhelgi. Mlðasala er i Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýnlngardaga fram að sýn- ingu. Grelðslukortaþjónusta. Simi í mlðasölu: (96) 24073. komnir, aögangur er ókeypis og kaffiveit- ingar fást á staðnum. Tapað-fimdið Páfagaukur tapaðist frá Laugavegi 63 um kl. 15 í gær, 19. febrú- ar. Hann er lítill, ljósblár og hvítur. Fund- arlaun. Sími 19362.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.