Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
Viðskipti_________________________________________________________________________dv
Útibúanet banka á íslandi er mjög dýrt:
Bankar og sparisjóðir með
178 afgreiðslur um landið
- samsvarar einum afgreiðslustað á flórtán hundruð íbúa
Bankar og sparisjóðir eru með
hvorki meira né minna 178 af-
greiðslustaði víðs vegar um landið.
Það svarar til þess að einn afgreiðslu-
staður sé á fjórtán hundruð íbúa.
Flestir afgreiðslustaðirnir eru á höf-
uðborgarsvæðinu en þar er mjög
þéttriðið net útibúa.
í umfjöllun DV síðustu daga um
háan rekstrarkostnað íslenskra
banka og sparisjóða í hlutfalli af
stærð þeirra sagði Jóhannes Nordai
seðlabankastjóri að ein meginástæð-
an væri mjög dýrt útibúanet þeirra.
Jóhannes nefndi einnig að íslensk-
ir bankar og sparisjóðir veittu mjög
öfluga og góöa greiðslumiðlunar-
þjónustu á tiltölulega lágu verði mið-
að við það sem tíðkaðist erlendis.
67 afgreiðslustaðir banka
á höfuðborgarsvæðinu
í könnun DV um fjölda afgreiðslu-
staða kemur vel í ljós hversu gífur-
legur íjöldi útibúa er á höfuðborgar-
svæðinu. Þeir eru alls 67 talsins.
Stærsti banki landsins, Lands-
bankinn, er ekki meö flesta af-
greiðslustaði á höfuðborgarsvæðinu
heldur íslandsbanki. Raunar vekur
það athygh hvað íslandsbanki er með
marga afgreiðslustaði á höfuðborg-
arsvæðinu og má ætla að eitt helsta
markmið bankans í spamaði sé að
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
fækka afgreiðslustöðum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Skipting afgreiðslustaða eftir ein-
stökum stofnunum er annars þessi:
Landsbanki 19
íslandsbanki 24
Búnaðarbanki 12
Sparisjóðir 12
Margir afgreiðslustaðir Lands-
banka og Islandsbanka á höfuðborg-
arsvæðinu má rekja til sameiningar
banka á undanförnum ámm. ís-
landsbanki varð til úr Útvegsbanka,
Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og
Alþýðubanka. Eftir sameininguna
hefur bankinn hins vegar ekki sýnt
nægilega snerpu í að fækka af-
greiðslustöðum.
Sama má segja um Landsbankann
sem sameinaður var Samvinnubank-
anum. Fyrir vikið er Landsbankinn
með tiltölulega mörg útibú í Reykja-
vík.
Stutt milli banka
Sláandi er til dæmis að Landsbank-
inn er með afgreiðslustað við Banka-
stræti, nokkur hundmð metra frá
afgreiðslunni í aðalbankanum. Örfá-
um metrum ofar, að Laugavegi 7, er
bankinn einnig með stórt útibú. Þá
er bankinn með útibú við Höfða-
bakka og annað við Bíldshöfða sem
er afar skammt frá.
íslandsbanki er með útibú við
Lækjargötu og annað við Banka-
stræti. Þá er bankinn með afgreiðslu-
stað nokkur hundruð metrum ofar,
við Laugaveg 31, og annan uppi við
Hlemm, Laugavegi 105. í Hekluhús-
inu, Laugavegi 172, er bankinn einn-
ig með afgreiðslu.
Hann er einnig með afgreiðslustaði
skammt hver frá öðrum við Grensás-
veg, Háaleitisbraut, í Kringlunni og
við Suðurlandsbraut.
Athyglisvert er hvað sparisjóðimir
Á íslandi eru 178 afgreiðslustaðir banka og sparisjóða. Útibúanetið er þétt víða úti á landi.
íslandsbanki og sparisjóðimir lækka vexti:
Vaxtalækkun í dag
- LandsbankinnogBúnaðarbankinnhreyfaekkivexti
íslandsbanki og sparisjóðimir
lækka nafnvexti á útlánum í dag um
allt áð 1 prósent. íslandsbanki og
lækkar einnig vexti af verðtryggðum
*riánum, úr 10,25 í 10 prósent á algeng-
asta flokknum, og er það í fyrsta
skipti í langan tíma sem innláns-
stofnun hreyfir við vöxtum af verð-
tryggðum lánum.
Eftír vaxtalækkunina í dag era is-
landsbanki, sparisjóðirnir og Búnað-
arbanki meö sömu vexti á óverð-
tryggðum almennum skuldabréfum.
Þeir em núna 13,25 prósent á algeng-
asta lánaflokkinum, svonefndum B-
flokki. Fyrir var Búnaðarbankinn
einn lægstur.
Landsbankinn og Búnaðarbankinn
hreyfa ekki vexti í dag. Landsbank-
inn er með 15,25 prósent vexti á B-
flokki óverötryggðra almennra
skuldabréfa.
Eftír vaxtalækkunina í dag em víx-
ilvextir bankanna þannig að Búnað-
arbankinn er lægstur með 12,5 pró-
sent, íslandsbanki og sparisjóðimir
12,75 prósent og Landsbankinn 14,75
prósent.
-JGH
hafa verið duglegir við að fjölga af-
greiðslustöðum að undanfómu á höf-
uðborgarsvæðinu. Sparisjóður vél-
stjóra hefur á síðustu árum opnað
tvö útibú, við Síðumúlann og í Arbæ.
Sparisjóður Hafnarfiarðar opnaði
nýlega útibú í Garðabænum, þrátt
fyrir að vera með tvo afgreiðslustaöi
í Hafnarfirði. Sparisjóður Reykjavík-
ur og nágrennis var lengi vel aðeins
við Skólavörðustíg. Nú er hann líka
úti á Seltjarnamesi, í Kringlunni,
Breiðholti og Hátúni.
Ekki bara vextirnir
Af fjölda útibúa á höfuðborgar-
svæðinu er ljóst að bankarnir og
sparisjóðimir hafa ekki aðeins keppt
um innlánsvinina með því að bjóða
góð kjör og láta vextina tala, þeir
keppa einnig með því að fjölga útibú-
um sínum.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN overðthyqqð
Sparisjóðsbækur óbundnar 1,25-2 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 1,25-4 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Landsbanki
Sértékkareikningar 1,25-2 Landsbanki
VISITÖLUBUNDNIH HEIKNINQAR
6 mánaða uppsögn 2,75-3 Allir nema Landsb.
1 5-24 mánaða 6,75-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema islb.
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 9 Allir
ÚBUNDNIR SERKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb.
Óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,0 Landsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan timabils)
Vlsitölubundnir reikningar 1.75-3 Landsb., islb.
Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb., islb.
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
óverðtryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 2,75-3,0 islandsbanki
Sterlingspund 8,25-9,0 Sparisjóöirnir
Þýsk mörk 7,5-8,1 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 8,0-8,5 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLANÖVERÐTRYGGÐ
Almennir vixlar (forvextir) 12,5-14,75 Búnaðarbanki
Viðskiptavixlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf B-flokkur 1 3,25-1 5,25 Allir nema Landsb
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 5-1 7 Islb.
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
afurðalAn
islenskar krónur 1 2,5-1 3,0 islb.
SDR 8,25-8,75 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Landsbanki
Sterlingspund 11,7-1 2,75 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 11,3-11,5 Sparisjóðirnir
Húanœðislán 4,9
Ufeyri&sjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf janúar 16,2
Verðtryggð lán janúar 10,0
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala febrúar 31 98 stig
Lánskjaravísitala mars 31 98 stig
Byggingavísitala mars 598 stig
Býggingavísitala mars 187,1 stig
Framfærsluvísitala janúar 1 60,2 stig
Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar
VERÐBRÉEASJÓÐIR HLUTABRÉF
Sölugengl bréfa veróbréfasjóóa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,110 HÆST LÆGST
Einingabréf 2 3,247 Sjóvá-Almennar hf. _ 5,65 L
Einingabréf 3 4,015 Ármannsfell hf. - 2,40 V
Skammtímabréf 2,034 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S
Kjarabréf 5,746 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K
Markbréf 3,088 Hampiöjan 1,50 K 1,84 K,S
Tekjubréf 2,133 Haraldur Böövarsson 2,00 K 3,10 K
Skyndibréf 1,781 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V
Sjóðsbréf 1 2,936 Hlutabréfasjóðurinn _ 1,73 V
Sjóðsbréf 2 1,953 islandsbanki hf. _ 1,73 F
Sjóösbréf 3 2,027 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K
Sjóðsbréf 4 1,733 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K
Sjóðsbréf 5 1,220 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K
Vaxtarbréf 2,0687 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S
Valbréf 1,9391 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V
Islandsbréf 1,286 Olís 2,10 L 2,18 F
Fjórðungsbréf 1,147 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K
Þingbréf 1,282 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90
öndvegisbréf 1,261 Sæplast 6,80 K 7,20 K
Sýslubréf 1,306 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L
Reiðubréf 1,239 Útgerðarfélag Ak. 4.50 K 4,80 L
Launabréf 1,020 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F
Heimsbréf 1,159 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F1.15 F,S
Auðlindarbréf '1,04 K1.09 K.S
islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L
’ Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
K=Kaupþing, V = VlB, L=Landsþréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam-
vinnubanka
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.