Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Mál Miksons
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur ríkisborg-
ari er sakaður um stríðsglæpi. Ásakanir Wiesenthal-
stofnunarinnar gegn Eðvald Mikson Hinrikssyni hafa
að vonum vakið mikla athygli og umtal og raunar óhug.
Það má heita með ólíkindum að enn sé verið að elta
uppi fólk fyrir fimmtíu ára gamlar meintar syndir.
Auðvitað getur aldrei fyrnst yfir þá glæpi sem framdir
voru á stríðsárunum og litla samúð eiga þeir skilda sem
að þeim stóðu. En í tilviki Miksons er verið að ásaka
hann um verknaði, sem áður hafa verið dregnir fram í
dagsljósið, án þess að sök hafi verið sönnuð. Það er
ekki eins og hér sé um ný gögn að ræða eða atburði sem
uppgötvast hafa nýlega. Það er ekki um það að ræða
að Mikson hafi verið í felum né heldur að Wiesenthal-
stofnunin hafi ekki haft tækifæri til þess að heimta rétt-
arhöld og refsingu á þeim langa tíma sem liðinn er.
Eðvald Mikson Hinriksson er þekktur maður á ís-
landi og hefur verið lengi. Allt frá því að hann gekk á
land sem landflótta skipbrotsmaður í Vestmannaeyjum
hefur hann verið ábyrgur og heiðarlegur þjóðfélags-
þegn. Starfað hér og búið hér, alið upp sína fjölskyldu
og synir hans tveir eru landsþekktir íþróttamenn og
allt hefur þetta fólk getið sér gott orð fyrir þegnskap
og hollustu. Sjálfur situr Mikson í hárri elli og má nú
þola nýja atlögu að mannorði sínu.
Það er þetta sem slær óhug á íslendinga. Fjölskylda
þessa manns er fjölskylda í samfélagi lítillar þjóðar, þar
sem stríðsglæpir eru framandi og þar sem samkenndin
er rík. Fólk á bágt með að taka trúanlegar ásakanir af
því tagi sem nú eru settar fram og fólk telur vafasamt
að réttlætinu sé framfylgt með réttarhöldum og mann-
orðssviptingu eftir fimmtíu flekklaus ár. Hver er tilgang-
urinn, hver er ávinningurinn?
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Wiesenthal-stofn-
unin hefur látið frá sér fara, byggjast ásakanimar nær
eingöngu á gögnum frá KGB og Sovétmönnum. Það
hefur aldrei leikið neinn vafi á andúð Miksons á komm-
únistum og Sovétríkjunum, sem á rætur sínar að rekja
til valdatöku þeirra í ættlandi Miksons. Með hhðsjón
af þeim staðreyndum eru upplýsingar KGB harla lítils
virði, enda hefur sú lögreglu- og leyniþjónusta verið
þekkt fyrir allt annað en heiðarleika og hefur margt
meira á sinni samvisku en gyðingaofsóknir í Eistlandi.
Á það má minna að Mikson hefur tvívegis áður verið
borinn þessum sömu sökum, án þess að sekt hans hafi
verið leidd í ljós. Hversu oft á að höggva í sama knérunn?
Wiesenthal-stofnunin verður að leggja fram haldbær-
ari rök og gera meira en vísa til einhverra ónafn-
greindra vitna svo mark verði tekið á henni. ísraels-
menn hafa orð á sér fyrir ósvífni og óvægni og ekki
batnar það orðspor eftir þær ósmekklegu og óviðeigandi
aðferðir sem nú eru notaðar til að koma ásökunum á
framfæri við forsætisráðherra íslands sem er gestur í
þeirra landi. Raunar ber allt þetta mál með sér að til-
gangur ísraelsmanna hafi verið sá að vekja upp samúð
með málstað sínum og minna umheiminn á útrýmingar-
herferðina gegn gyðingunum á stríðsárunum. Þeir hafa
hins vegar valið sér óheppileg vopn ef þeir hafa ekki
annað í höndunum en gamlar KGB-skýrslur.
Meðan annað hefur ekki gerst eða komið fram er
auðvitað fráleitt að efna til galdrabrennu yfir íslenskum
ríkisborgara sem okkur ber skylda til að standa með.
Hann á það inni hjá okkur.
Ellert B. Schram
í rangri
Davíðsborg
Davíð Oddsson hefur ekki valiö
góðan tíma til að gerast opinber
fulltrúi íslensku þjóðarinnar í boði
Jitsaks Shamír, Ariels Sharon og
Jitsaks Leví í ísrael nútímans. ís-
lendingar hafa allt frá stofmrn ísra-
elsríkis með samþykkt Sameinuðu
þjóðanna 1948, þar sem atkvæði
Islands var það meirihlutaatkvæði
sem gerði stofnun ísraels mögu-
lega, verið hliðhollir ísrael. En
ísrael þess tíma var samfélag
flóttamanna, fólks sem hafði oröið
að lifa ótnilegar og í rauninni
óhugsandi útrýmingarherferð og
átti samtímis í baráttu fyrir lífi sínu
gegn fjandsamlegum nágrönnum
sem gerðu allt hvað þeir gátu til
að útrýma sjálfri tilveru ríkisins.
Á þessum arfi samúðar hefur
ísrael lifað hingað til. Meðan svo
var og meöan aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna gerðu sér grein fyrir
ábyrgð sinni á sköpimarverki sínu
var aldrei um það aö efast hvorum
megin samúð íslendinga svo og
annarra vestrænna ríkja lá þegar
ísrael átti í erfiöleikum. - Vestur-
lönd, bæði af slæmri samvisku
sumra og raunverulegri velvild
annarra, stóðu öll sem eitt með
ísrael.
Breyttir tímar
En nú eru aðrir tímar. ísrael hef-
ur fyrirgert að miklu leyti þeirri
samstöðu sem landið átti með Vest-
urlöndum, ísrael er orðið árásar-
ríki sem stefnir tilveru nágranna
sinna í tvísýnu. Þetta er ekki aðeins
svo í huga manna og ímyndaðri eða
raunverulegri andúð á gyðingum,
þetta er svona í hemaðarlegu og
póhtísku tilliti sem öUum ætti að
vera ljóst.
ísrael er ekki lengur lítið ríki í
vamarstöðu heldur hemaðarlegt
stórveldi sem nýtir nærri sextíu af
hundraði þjóðarframleiðslu sinnar
beint og óbeint til hernaðar. Þvert
á móti hefur náð þar undirtökun-
um hemaöarleg útþenslustefna
sem byggir á trúarlegum forsend-
um sem ekki er hægt að ætlast tíl
að aUar aðrar þjóðir, aUra síst ná-
grannar þeirra, geti sýnt samúð,
hvað þá samþykki.
Ástæðumar em margar. Fyrst
ber að nefna hemaðarhyggju ísra-
els sem hefur magnast við margít-
rekaða sigra yfir nágrönnum sín-
um, sigra sem vestrænn stuðning-
ur hefur gert mögulega. En um-
fram aUt er ástæðan breytt sam-
setning íbúanna. Þeir gyðingar sem
settust að í israel fyrir og um 1945
vora Evrópumenn, svokaUaðir as-
kenasi, aðaUega ættaðir frá Aust-
ur-Evrópu.
Síðan hefur tekið við ný kynslóð
innfæddra ísraelsmanna, bæði
þeirra sem kallaðir em sabra, og
em þá fæddir eftir stofnun ríkis-
ins, og hinna sem kaUast sephard-
im og era ættaðir frá öðrum ríkjum
Noröur-Afríku, Afríku ásamt
Arabalöndum, svo sem Jemen og
írak. Þeirra rætur Uggja tU Ma-
rokko og Spánar.
Meðal þessara sabra og sephard-
im-gyðinga, sem einnig eru aðal-
stuðningsmenn Likud, sem er
bandalag átta flokka, em þeir sem
nú heimta að aUt hið foma ríki
Jerets ísrael, sem nær meðal ann-
ars yfir hluta Jórdaníu, Sýrlands,
Líbanons og Egyptalands, verði
innUmað í núverandi ríki og ríki
þeirrar BibUu sem þeir (en engan
veginn aUir) trúa á.
Inn í þetta fer Davíð Oddsson
núna, einmitt þegar ísraelsmenn
hafa farið að heija á nýjasta aðal-
óvininn. Sá óvinur er shía-múslím-
ar sem ísraelsmenn gerðu að óvin-
um sínum óbætanlega með innrás-
inni í Líbanon 1982. Þangað til
KjaHarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
höfðu shía-múslímar látið það yfir
sig ganga sem borgarastríðið í Lí-
banon hafði í for með sér en eftir
1982 (sem varð reyndar hemaöar-
legur sigur en póUtískur ósigur
israels) fóm shutar að láta tíl sín
taka. Þeir em nú hatrömmustu
óvinir ísraels og þeir eiga ekki sæti
í núverandi friðarviðræðum.
íslensk stefna
Hvað vUl Davíð Oddsson inn í
þetta ástand fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar? Mig grunar aö hann
hefði þurft betri ráðgjöf. Um leið
og hann birtisti sést hvíhka hörku
ísraelsmenn reka gagnvart þeim
sem þeir telja vini sína, með meira
og minna órökstuddum ásökunum
um stríðsglæpi á hendur þekktum
íslenskum borgara af eistneskum
ættum. Hvað á Davíð að gera í
Jerúsalem annað en að Uta málið
alvarlegum augum? Ef til vUl hefði
hann átt að móðgast og snúa heim.
En þetta er skyndimynd af utanrík-
isstefnu ísraels: „Setjum aUa sem
gagnrýna okkur í varnarstöðu.“
Að mínu áUti á ísland ekki að
koma nálægt þeirri stefnu sem
ísrael rekur núna. Það er ekki leng-
ur nauðsynlegt aö lýsa stanslaust
yfir samúð. Með þeirri stefnu sem
nú er rekin hefur aUri samúð verið
fyrirgert.
Hizbolla o.fl.
Með morðinu á leiðtoga hizboUa
í Suður-Líbanon hafa ísraelsmenn
sýnt Ut. Þetta fólk hefur gert þeim
sáralítið tíl skaða. Árásargimin
kemur úr þeirra eigin átt, væntan-
lega einna helst frá Sharon. En
þetta hefur Uka aðra þýðingu. ísra-
elsmenn eru með þessum hætti að
hafna samningum.
Þeir eiga ekki auðvelt með þaö
gagnvart Palestínumönnum sem
njóta nú óbeins stuðnings víöa um
heim. Þeir eru að ná sér í nýja
óvini, halda áfram óverjandi stríðs-
ástandi og spUla friðarhorfum. Þeir
sjálfir gerðu shnta í Suður-Líbanon
að mestu hatursmönnum sínum,
enn hatrammari en PLO-mönnum,
og þaö er þeirra framkomu sjálfra
í Líbanon að kenna.
Nú vilja þeir réttlæta sjálfa sig
með verki sem verður ekki taUð
annað en hryðjuverk. Og Davíð
Oddsson, forsætisráðherra vor,
dregst inn í þessa atburði, áreiðan-
lega ekki íslandi til framdráttar,
þaðan af síður ísrael.
Gunnar Eyþórsson
Davíð Oddsson forsætisráðherra í ísrael. „Ef til vill hefði hann átt að
móðgast og snúa heim.“
„Það er ekki lengur nauðsynlegt að
lýsa stanslaust yíir samúð. Með þeirri
stefnu sem nú er rekin hefur allri sam-
úð verið fyrirgert.“