Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992. 15 Það skiptir máli hverjir stjórna „... nú er svo komið að atvinnulífið er að greiða allt upp í 18% raun- vexti,“ segir greinarhöfundur m.a. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er ríkisstjóm stöðn- unar og afturhalds. Hún hefur með aðgerðum sínum sagt atvinnulífinu og fólkinu í landinu stríð á hendur. Hún hefur sagt upp þeirri þjóðar- sátt sem verið hefur um velferðar- kerfið. Ríkisstjórnin reynir að lama haráttuþrek launþegasam- takanna með hótunum um upp- sagnir og sviptingu launa. Hún hefur með bölmóði, kreppu- og samdráttartali lamað frmnkvæði einstakiinganna, kjark þeirra og trú á sjálfa sig. Skattaálögurnar réttlættar með erfiðleikum Ríkisstjórninni hefur með þessari hábilju orðið ágengt með að draga kjarkinn úr þjóðinni og telja fólki trú um að aldrei fyrr hafi þjóðin þurft að standa frammi fyrir öðrum eins erfiðleikum. Öll þau óheilla- verk, sem ríkisstjómin er og hefur verið að vinna að, eru réttlætt með þessum erfiðleikum. 1000 millj. kr. lyíjaskattur á sjúkl- inga er réttlættur með þessum erf- iðleikum, 700 millj. kr. skattur á þá sem þurfa að sækja læknisþjón- ustu sérfræðinga er réttlættur með þessum erfiðleikum, 370 millj. kr. skattur á þá sem þurfa að sækja þjónustu heilsugæslulækna er rétt- lættur með þessum erfiðleikum, 260 millj. kr. skattur á elh- og örorkulífeyrisþega er réttlættur með þessum erfiðleikum. En hvcrjir era nú þessir stórkost- legu erfiðleikar sem ríkisstjórnin hefur tahð þjóðinni trú um að við sé að fást? Skyldi það nú vera svo að þjóðin hafi aldrei fyrr staðið frammi fyrir öðra eins? Og æfii nokkur ríkisstjóm fyrr né síðar Kjallanim Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík hafi þurft að takast á við aðra eins erfiðleika? Ólíku saman að jafna Ekki þarf að fara lengra aftur en til ársins 1983 til að finna aðstæður í þjóðfélaginu sem era erfiðari en nú. Um mitt ár 1983 tók við stjóm- artaumunum ríkisstjóm undir for- ystu Framsóknarflokksins. Þá var verðbólga 140% en nú er hún 5%. Það er ekki ríkisstjóm Davíðs Oddssonar sem komið hefur verð- bólgunni niður í 5% og skapað þannig lífvænleg skilyrði í þjóðfé- laginu. Það var fyrir samstarf fyrri ríkis- stjómar og aðila vinnumarkaðar- ins að þau skilyrði voru sköpuð. Um mitt ár 1983 blasti við fjölda- atvinnuleysi og stöðvun margra fyrirtækja. Þá var gripið til rót- tækra aimennrá aðgerða í efna- hags- og atvinnumálum til að tryggja atvinnu og treysta rekstr- argrundvöh fyrirtækjanna. En nú segir ríkisstjórnin, okkur kemur atvinnuhfið ekki við. Árið 1983 var þorskveiðin í kring- um 290 þús. tonn. Þorskaflinn á árinu 1992 mun verða á bihnu 280-300 þús. tonn. Árið 1983 var engin loðna veidd, ekki eitt tonn, en á þessu ári má veiða 700 þús. tonn af loðnu. Árið 1983 var sáraht- h rækjuveiði. Á þessu ári mun verða meira veitt af rækju en nokk- ur fyrri ár. Árið 1983 var afurða- verð á erlendum mörkuðum mjög lágt. I dag búum við við eitthvert hæsta afurðaverð í dolluram sem við höfum nokkru sinni fyrr búið við. Þannig mætti lengi halda þess- um samanburði áfram. Það er ekki samanburðurinn sem máh skiptir heldur það hvemig ríkisstjórnir með mismunandi stjómarstefnu bregðast við utanaðkomandi erfið- leikum og hvernig ríkisstjórnir takast á við þá. Skattur, skattur, skattur Árið 1983 lagði ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar höfuð- áherslu á að tryggja að útflutnings- framleiðslan í landinu stöðvaðist ekki. Gripið var th almennra að- gerða í efnahagsmálum sem tryggðu rekstrargrandvöh at- vinnulifsins. Tekjur vora auknar og dregið úr kostnaði. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar fer hins vegar aht öðravísi að. Hún grípur til sér- tækra aögerða með því að leggja á lyfjaskatt, sjúklingaskatt, skatt á námsmenn, skatt á elli- og örorku- lífeyrisþega, skatt á sjómenn, lækkar laun kennara og þannig mætti lengi telja. Þannig hefur rík- isstjórninni tekist að magna þá erf- iðleika sem við blasa. Með aðgerðum sínum hefur ríkis- stjómin aukið á kreppuna með harkalegum niðurskurði á ýmsum sviðum opinberra útgjalda sem mun leiða th samdráttar í þjóðfé- laginu og atvinnuleysis. Þannig að nú stefnir í meira atvinnuleysi hér á landi en við höfum jafnvel nokkra sinni fyrr-séð. Vísbending- ar um þetta eru þegar komnar fram því í janúar sl. mældist meira at- vinnuleysi hér en mælst hefur sl. 20 ár. Ríkisstjómin hafði á vordögum framkvæði að því að hækka vext- ina í landinu, þannig að bankarnir fylgdu á eftir og nú er svo komið að atvinnulífið er að greiða allt upp í 18% raunvexti. Það sjá alhr að slíkt stenst engin atvinnustarfsemi þegar th lengri tíma er litið. Vanda- máhn sem að steðja eru því heima- tilbúin og bera merki rangrar stjórnarstefnu sem lýsir sér í okur- vöxtum á samdráttartímum og skattlagningu á þá sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í þjóðfélag- inu. Þessari stjómarstefnu hafnar Framsóknarflokkurinn. Hann vhl lága vexti á samdráttartímum th að hvetja th fjárfestinga í arðbær- um framkvæmdum og th að tryggja atvinnu og kaupmátt. Hann hafnar skattlagningu á ehi- og örorkulíf- eyrisþega, námsmenn og sjúkhnga. Hann vih skattleggja þá sem pen- ingana eiga. Þaö er því mikih mun- ur á stjórnarstefnu núverandi rík- isstjómar undir forustu Sjálfstæð- isflokksins og þeirra ríkisstjóma sem Framsóknarflokkurinn hefur veitt forsæti á undanfomum áram. Mismunurinn á þessum tveimur stjórnarstefnum sýnir fólkinu í landinu, svo ekki verður um vihst, að það skiptir máh hveijir stjórna. Finnur Ingólfsson „Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjóm- in aukið á kreppuna með harkalegum niðurskurði á ýmsum sviðum opinberra útgjalda sem mun leiða til samdráttar 1 þjóðfélaginu og atvinnuleysis “ I landátt við Jökulgrunn Hús Sjómannadagsráðs i Laugarásnum. - „Fólkið, sem þráði að njóta góðu áranna í friði, öryggi og fallegu og góðu umhverfi, fékk hér góðan valkost.“ Þegar menn eru ungir hræðast þeir ekki neitt! Láta skeika að sköp- uðu. - Era kaldir karlar og til í aht! Með þroska og reynslu vex var- kámi flestra. Um miðjan aldur hugsa menn áður en þeir fram- kvæma. Þegar vinnudegi lífs- hlaupsins lýkur hugsa menn sig tvisvar um og sumir oftar. Það er á þessu æviskeiði sem flestir huga að öryggi. Að eiga í hús að venda. Fólk dregur saman seghn, minnkar við sig húsnæðið og vhl hafa vaðið fyrir neðan sig. Einstaka verður þrúgaður af kvíða. Þrátt fyrir samdrátt í efnahag landsmanna nú um stundir eru þó ýmis teikn á lofti um betri tíð - jafnt fyrir yngri og eldri. Reyndar má segja að á sl. 70 árum hafi orðið gjörbylting á lífskjörum lands- manna. Tökum fyrst ungdóminn. Margir sem nú era að verða „lög- ghtir“, þ.e. fá bréf frá Trygginga- stofnun ríkisins, bjuggu í bemsku við heldur kröpp kjör. Kannski ekki sult en einhæft líf. Nú er öldin sem betur fer önnur hjá flestum börnum. Eldra fólk hefir nú í mörg hús að venda þegar það vih búa sig undir þann tíma sem sumir kaha „besta æviskeiðið", njóta þess að lifa lífinu lifandi en án þess að hafa miklar áhyggjur af morgundeginum. Vih búa svo í haginn að unnt sé að sækja aðstoð ef eitthvað bjátar á. Njóta þess aö hafa lagt sitt af mörk- KjáUarinn Sveinn Sæmundsson fyrrv. blaðafulltrúi um og skhað yngri kynslóð góðu búi. Þetta er bæði eðhlegt og sjálf- sagt. Margir era sem betur fer efna- hagslega sjálfstæðir þegar þessu æviskeiði er náð. Vitaskuld - ann- ars væri th hths barist. Stundum er sagt að fjölskylda þurfi þrenns konar íbúð á ferh sín- um. í fyrstu htið hreiður fyrir ungu hjónin og fyrsta barnið. Þegar bömunum fjölgar þarf að stækka húsnæði fjölskyldunnar, og á svo- köhuðum manndómsárum for- eldra, meðan börnin vaxa úr grasi, er það í hámarki. Svo fara bömin að heiman eitt af öðra - og á endan- um sitja foreldrarnir eftir í aht of stóru húsnæði. Það er á þessum tímamótum sem margir vhja kom- ast í minni íbúð, í minna hús. Góður valkostur Það var einmitt þessi vitneskja sem hratt af stað byggingu einbýl- ishúsanna við Hrafnistumar í Reykjavík og Hafnarfirði. Fólkið, sem þráði að njóta góðu áranna í friði, öryggi og fahegu og góðu umhverfi, fékk hér góðan valkost. Tökum sem dæmi húsin sem Sjó- mannadagsráð lét byggja á fram- kvæmdalandi sínu í Laugarásnum. Húsin, sem standa viö Jökulgrunn, era á einni hæð en gólfilöturinn mismunandi. Annars vegar stærri húsin sem era 92 fermetrar að gólf- fleti og hins vegar þau minni sem era 85 fermetrar. í stærri húsunum era auk eldhúss, svefnherbergis og stofu, rúmgott herbergi, þvottahús og geymsla. Aukaherbergið er ekki í minni húsunum en í þeim era eldhús og stofa án mihiveggjar, sem virðist auka húsrýmið veru- lega. Við öh húsin er 26 fermetra bíl- skúr með fjarstýrðri hurð og góðu geymslurými. Innangengt í bhskúr úr vaskahúsi. Notalegt umhverfi Enn er ótahð sem íbúar húsanna telja kannske mikhvægast: Það er bein tenging viö öryggiskerfi Hrafnistu. Þar er vakt ahan sólar- hringinn og öh húsin era tengd því kerfi. Kallkerfið er af fullkomnustu gerö, gert er ráð fyrir að í nánast öhum tilfellum geti íbúar einbýhs- húsanna kahað á hjálp gerist þess þörf. Þess má geta að enda þótt vakt- fólkiö í Hrafnistu væri á eftirhts- ferð um húsið næst auðveldlega samband við það um sérstakt kah- kerfi. Aht er umhverfi húsanna við Jökulgrunn að fuhu frágengið og mjög th fyrirmyndar. Enda þótt íbúar þessara ofan- greindu húsa séu í eigjn húsnæði njóta þeir á margan hátt nábýhsins við Hrafnistu í Reykjavík. Þeir eiga gegn sanngjarnri þóknun völ á margs konar þjónustu frá eldhúsi og þvottahúsi dvalarheimhisins og hafa aðgang að félags- og tóm- stundastarfi sem þar fer fram. Hér er aðeins fátt eitt tahð af þeim kostum sem íbúar húsanna við Jökulgrunn tjáðu greinarhöfundi. Eitt er víst: Þama hður fólki vel og það finnur öryggið sem þessi aldurshópur telur svo mikhvægt. Sveinn Sæmundsson „Eldra fólk hefur nú í mörg hús að venda þegar það vill búa sig undir þann tíma sem sumir kalla „besta æviskeið- ið“, njóta þess að lifa hfinu hfandi..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.