Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
9
réttindamissi
Leiðtogi helstu glæpasamtaka í
Japan segir að mannréttindi séu
brotin á sínum mönnum með
nýjum lögum sem ætlað er að
koma í veg fyrir skipulagða
glæpastarfsemi. Með lögunum er
lögreglunni heimilt að rannsaka
starfsemi viöurkenndra glæpa-
manna án þess að áöur hafi gefist
sérstakt tilefni.
í Japan starfa samtök glæpa-
manna víða fyrir opnura tjöldum
og leiðtogar þeirra láta óspart til
sín heyra ef þeir telja rétt á sér
brotinn. Samtök þessara manna
hafa ítök í stjórnmálum landsins
og atvinnustarfsemi.
Bob Hawke
hætturþátltöku
ístjórnmáluivi
Bob Hawke, fyrrum forsætis-
ráðherra Ástralíu, hefur sagt af
sér þingmennsku og segist hætt-
ur afsMptum af stjórnmálum.
Hann hefur ráðið sig í starf hjá
sjónvarpsstöö og veröur þar með
fasta viðtalsþætti Þá hefur hann
selt útgáfuréttinn að ævisögu
sinni og veröur fyrirlesari við
háskóla.
Hawke hrakást úr embætti for-
sætisráðherra eftir hann varö
undir í valdabaráttu í ástralska
verkamannaflokknum. Hawke
hafði áður leitt flokk sinn fjórum
sinnum til sigurs í almennum
kosningum. Hann er 62 ára gam-
all og segist hafa annað þarfara
við tíroann að gera en sitja á
þingi.
Sovétmennlóku
bandarískan
flugmannaf lifð
Tveir bandarískir öldunga-
deildarþingmenn segjast hafa
fengið um það vitneskju í Moskvu
að sovésMr hermenn hafi skotiö
niður bandaríska þotu í Víetnam-
striðinu og teMð flugmanninn af
líf á eftir til að ekM kæmist upp
að þeir berðust í Víetnam.
Þingmennimir höfðu þetta eftir
syni manns sem var í Víetnam
og sfjómaði þar Ioftvamaeld-
flaugum. Bandarísk þingnefnd
hefur undanfarið unniö að rann-
sókn á afdrifum rúmlega tvö þús-
und bandarískra hermanna sem
enn er saknaö eftir að Víetnam-
striðinu lauk.
Sonyrekið meó
vaxandi halla
Japanska stórfyrirtæMð Sony
var reMð með tapi síðari hluta
síðasta árs og er enn aö tapa á
rekstrinum. Að sögn veröa senn
liönir fyrstu tólf mánuðimir í
sögu fyrirtæMsins þegar ekkert
lát hefur verið á tapinu. Háu
gegni jensins er kennt um en fyr-
irtæMð flytur út megnið af ffam-
leiðslu sinni.
TókuSOOkíló
af maríjúana
Breska tollgæslan hefur lagt
hald á um 600 kíló af marfjúana.
Reynt var að smygla eitrinu inn
í landið frá Hollandi. Verðmæti
smyglsins er talið vera um hálfur
annar milljaröur íslenskra
króna.
Hollenskur vörubflstióri var
handtekinn vegna málsins ásamt
tveimur Bretum. Smyglurunum
tókst að koma farminum á land
eför ferjuflutning yfir Ermar-
sundiö en þeir vom síðan teknir
skömmu áður en komið var til
Lundúna.
Reuter
Útlönd
Cicciolina sett i
bann hjá Bretum
Stjórn samgöngumála í Lundún-
um hefur látið taka niður veggspjald
af ítölsku nektardrottningunni Cicci-
olinu. Spaldinu var komið fyrir á
brautarstöðvum í borginni og sýndi
hana í rúminu ásamt listamanninum
Jeff Koons, eiginmanni sínum.
Ráðamenn sögðu að myndin væri
að vísu ekM tiltakarflega gróf en
gæti samt sært siðgæðisvitund
þeirra sem ættu leið um borgina. Þau
hjón hafa verið með sýningar í Lund-
únum síðustu daga en ekM fengiö
þær undirtektir sem þau vildu.
Talsmaður jámbrautanna í Lund-
únum sagði aö svo virtist af mynd-
inni sem hún væri tekin rétt eftir að
þau hjón hefðu haft samfarir. Þetta
væri ekM grófasta mynd sem hann
hefði séð en samt óviðeigandi.
Cicciolina hefur nú dregið sig úr
úr stjómmálum á Ítalíu eftir glæstan
feril og fengið stöllu sinni það verk-
efni að halda uppi merkinu. Hún býr
nú í Bandaríkjunum en ferðast víða
um með manni sínum og vekur hvar-
vetna athygh.
Reuter
Cicciolina hefur farið illa fyrir brjóstið á yfirvöldum í Bretlandi vegna djarfra
myndasýninga. Simamynd Reuter
Friöargæslulið SÞ:
Reyntaðskera
kostnaðinn niður
Búist er við að Öryggisráð Samein-
uðu þjóöanna falUst í dag á að senda
fjórtán þúsund manna friðargæsluUö
til Júgóslavíu til tólf mánaða dvalar
til að byrja með, að því er fuUtrúar
í ráðinu sögðu í gær.
Þeir vom þó að reyna að finna leið-
ir til að skera niður kostnaðinn við
aðgerðirnar sem samkvæmt bráða-
birgðamati SÞ verður hátt í fjörutíu
mflljarðar íslenskra króna fyrir
fyrsta árið.
Fulltrúar í Öryggisráðinu áform-
uðu frekari einkafundi í dag til að
undirbúa opinn fund ráðsins síðdeg-
is.
Reiknað er með að fyrsti hluti frið-
argæsluUðsins fari til Júgóslavíu
innan nokkurra daga.
í uppkasti að ályktun Öryggisráðs-
ins sem gekk á milU fiflltrúanna í gær
er gert ráð fyrir að tfllaga Boutros
Boutros-GhaU, framkvæmdastjóra
SÞ, verði samþykkt. Þar em settar
fram reglur fyrir aðgerðirnar sem
hafa hlotið nafnið Vemdarsveitir SÞ.
Heimildarmenn innan Öryggis-
ráðsins sögðu að indverskur hers-
höfðingi mundi stjóma vemdar-
sveitunum en ekM hefur enn veriö
skýrt frá nafni hans. Farið hefur
verið fram á að um þrjátíu lönd leggi
sveitunum til Uðsafla.
Friðargæsluliðinu er ætlað að
skapa olnbogarými fyrir frekari
friðammieitanir svo að hægt verði
að binda enda á átök Serba og Kró-
ata sem blossuðu upp þegar Króatía
lýstiyfírsjálfstæðisínuíjúní. Reuter
SEX-TÆKJA TILBOÐ
Næstu SEX daga bjóðum við ótrúlegt verð á sex eftirtöldum tækjum:
Tilboðsverð: Var áður:
AKAI útvarp m/kassettutæki, 1 • LW, MW, FM, stereo 4.900,“ 7.900,-
O STERN hljómtækjasamstæða Æk% m/geislaspilara og fjarstýringu 28.900,“ 34.900,-
O SAMSUNG 28 lítra örbylgjuofn, W« DIGITAL 22.900,- 26.900,-
Jt SAMSUNG myndbandstæki m/myndleitun, fjarstýringu ofl. 27.900,“ 36.900,-
JC ORION 16" sjónvarp v • m/fjarstýringu og timer 28.900,“ 35.900,-
ÉL ORION 21 11 stereo sjónvarp !#• m/TEXT, OSD ofl. 49.900,“ 59.900,-
Öll verð mlðast við staðgrelðslu
SAMSUNG
AKÁI
GRunoic
ORION
STERN
Tilboðið gildir frá 20. febrúar - 26. febrúar
HLJÓMTÆKJA- OG
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN
fistund
við Fellsmúla • Sími 67 87 00
Hólmgarði, Keflavík • Sími 92 -1 50 05
<
z
z
3 MÁNAÐA ÓKEYPIS ÁSKRIFT
TIL ALLRA BRÚÐHJÓNA SEM GANGA1ÞAÐ HEILAGA
Allt sem þú þarft að gera er að senda þennan seðil til:
DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt „Brúðargjöfin“.
Sími 91-63 27 00. Fax 91-63 27 27.
Sjá næstu síðu
►►