Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992.
5
Verð frá kr. 68.900 stgr. með náttborðum og dýnum.
Dæmi um lánakjör: Visa og Euro raðgreiðslur í 12 mánuði,
kr. 6.877 á mánuði.
Munalán: útborgun kr. 18.475-eftirstöðvará 20 mánuðum,
kr. 3.352 á mánuði.
'V' <X Jt
’/zœ&a/
Grensásvegi 3 0 sími 681144
Svend Aage Malmberg haffræðingur:
Spáir feikna lax-
veiði næsta sumar
Tl LBOÐ
Fréttir
„Spáin mín í fyrra stóöst, þaö varð
ekki góð laxveiði. En næsta sumar
veröur feikigóð laxveiði," sagði
Svend Aage Malmberg, haffræðing-
ur hjá Hafrannsóknastofnun, við DV.
Veiðimönnum leikur forvitni á að
vita hvemig laxveiðin verður í sum-
ar. Þessa dagana eru þeir að kaupa
veiðileyfl fyrir tugi milljóna. Líklega
kaupa íslenskir veiðimenn veiðileyfi
fyrir um 300 milljónir í sumar.
Konan sem slasaðist þegar jeppi valt niður að flöru í Hvalfirði:
Ég sá hengif lugið en
svo ultum við niður
Raynor
Verksmiðju-
hurðir
2ja og 3ja
tommu þykkar
„Ég á von á að eins og tveggja ára
laxinn skili sér vel. Þessa spá byggj-
um við á ástandi sjávar síðustu sum-
ur, það hefur verið mjög gott. Við
erum að fara í ferð kringum landið
í vikunni til að kanna ástand sjávar.
Veiöimenn eiga von á því aö fá góða
veiði þetta sumarið," sagði Svend.
-G.Bender
• Veiðimenn eiga von á góðri lax-
veiði næsta sumar, segir Svend
Aage Malmberg haffræðingur. En á
myndinni er Brynjólfur Bjarnason
við Laxfoss i Laxá í Kjós með 12
punúa lax. DV-mynd Gylfi
- þakklátust bróður mínum sem hélt á mér þangað til hjálp barst
•Innbakað lakk
Tvöfalt gler
Galvaniseruð
stálklæðning
með sléttri
eða hamraðri
málningaráferð
Læsing og
tvöföld þétting
27/8" þykk
plasteinangrun
Handfang
og þrep
Vinyl þéttilisti I
álfestingu
Verkver
Skúlagötu 61a, 3. hæð
Sími 621244 Fax 629560
Opiö milli
kl. 16.00 og 18.00
„Ég hitti krakkana í söluskála í
Hvalfirði og fór upp í bílinn þar. Þeg-
ar við komum að Hvammsvík fórum
við fram úr bíl sem var kyrr á vegin-
um. Sami bíll fór síðan fram úr okk-
ur en hægði svo ferðina. Þá varð
bróðir minn að fara fram úr, annars
hefðum við farið aftan á hann. Við
það rakst framendinn í hinn bílinn.
Við snerumst heilan hring en stöðv-
uðumst í einhverjar sekúndur við
hengiflugið á vegbrúninni. Ég horfði
niður en svo ultum við af stað að fjör-
unni. Mér var sagt að bíllinn hefði
farið 28 metra niður að fjörunni. Ég
sagði „passið þið ykkur“ við systur
mína og frænku, 13 og 16 ára, og
henti mér á þær og hélt í sætið,“ sagöi
Ragna Bjömsdóttir, konan sem slas-
aðist þegar Lapplander-jeppi valt
Ragna er hress miðað við aðstæð-
ur, en hún var útskrifuð af Borgar-
spitalanum fyrir helgi.
niður að fjöru við Hvítanesbrekku
við Hvammsvík fyrir rúmri viku.
Ragna útskrifaðist af Borgarspítal-
anum fyrir helgina. Hún brotnaði á
beini við gagnaugað, hlaut talsverð-
an skurð á hnakka, tognaði í baki
og kenndi mikilla eymsla í mjöðm
og öxlum auk annarra minni áverka.
Ragna er talin munu ná sér að fullu
og mikil mildi að hún og þrennt ann-
að sem var í bílnum skyldu ekki
stórslasast. Bílstjórinn slapp nánast
ómeiddur. Hann var í öryggisbelti.
Stúlkurnar tvær slösuðust lítið.
„Ég man eftir að við vorum að velta
niður. Ég veit að ég hentist út með
fæturna á undan og lenti á grjóti fyr-
ir utan. Rúðumar fóm úr bílnum í
heilu lagi. Bílhnn fór áfram en ég sá
hann ekki. Bróðir minn kom svo upp
og tók mig. Hann hélt á mér í kjölt-
unni þangað til sjúkraliðiö kom.
Stelpurnar meiddust lítillega en
þær voru það hressar að þær gátu
gengið upp á veg og fengu að fara inn
í bíl til Siglfirðings sem var þama.
Við erum honum mjög þakklát og
fleirum sem komu að hjáipa okkur.
Manneskjan, sem var á bflnum sem
við fórum fram úr, fór hins vegar í
burtu en hún skildi símanúmerið sitt
eftir hjá stelpum sem voru þama.
Mér finnst aðdáunarvert hvemig
bróðir minn brást við öllu og á hon-
um mikið að þakka. Hann á hrós
skilið. Það var kalt þama á meðan
við biðum en hann breiddi yfir mig
teppi og sængur,“ sagði Ragna. Hún
er búsett á Blönduósi.
-ÓTT
Lapplander-jeppinn lentur eftir að hafa oltið tæplega 30 metra niöur að
fjöru í Hvalfirði. Talið er að hann hafi farið þrjár og háifa veltu.
RAUTT UOS
þjcfövi
RAUTT UÓS/
ux
iFEROAR
Kýr drapst úr svæs-
inni matareitrun
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Nýlega veiktist kýr á Köldukinn í
Austur-Húnavatnssýslu af bótólisma
sem er alvarlegasta matareitnm sem
þekkt er. Engin lækning er til við þess-
um sjúkdómi svo að kúnni var lógað.
Ekki er vitaö til að kýr hafi áður veikst
af þessum sjúkdómi hér á landi en
hross hafa drepist' úr sjúkdóminum.
Að sögn Sigurður H. Péturssonar
héraðsdýralæknis lifir bakterían,
sem veldur veikinni, eingöngu þar
sem súrefni kemst ekki að. Taldi
hann því líkur benda til þess að dauð
mús eða fugl hafi verið í rúllubagga-
heyinu sem kúnni í Köldukinn var
gefið. Veiki þessi smitast ekki milli
dýra en skepnur verða að eta eitrið
til þess að veikjast.