Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Spumingin Lesendur Ertu sátt(ur) við úr- slitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins? Þorsteinn Kriiger nemi: Ég fylgdist ekkert með keppninni. Karl Hjálmar Jónsson verkamaður: Já, já. Þetta var almennilegasta lagið sem vann. Sæmundur Gíslason sjómaður: Já, ég tel að besta lagið hafi sigrað. Það á örugglega eftir að gera það gott í Svíþjóð. Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir: Já, ég er mjög sátt við úrslitin. „Já eða nei“ verður mjög ofarlega í úr- slitakeppninni í vor. Edda Þorsteinsdóttir, 13 ára: Já, þetta var besta lagið sem vann. Þorsteinn Vilmundarson verkstjóri: Já, ég er mjög sáttur. Mér fannst „Já eða nei“ langbesta lagið. Ásakanir um löngu liðin illvirki: Látum ekki blekkj- ast, fáfróðir Eðvarð Hinriksson. „Veröur sjálfur að hafa frumkvæði að hreinsun mann- orðs síns,“ segir m.a. í bréfinu. Þorsteinn Einarsson skrifar: Eitt alvarlegasta en um leið áhuga- verðasta mál sem fjallað hefur verið um hér á landi lengi eru ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar um að hér á landi búi einstaklingur sem áður fyrr hafi framið alvarlega stríðsglæpi í Eystrasaltsríkinu Eist- landi. - Ég segi „áhugaverðasta mál“ vegna þess að hvemig sem á er litið vekur það áhuga manna hér á landi. Við höfum ekki lifað í nálægð stríðs- aðgerða að neinu ráði þótt landið hafi verið hersetið vinveittum þjóð- um á tímum seinni heimsstyrjaldar- innar. Þess vegna er mál þetta ein- mitt áhugavert og menn skiptast á skoðunum um hvort hér geti verið rétt með farið yfirleitt. Menn hafa mismunandi skoðanir á því hvort yfirleitt eigi að taka svona mál upp að nýju. Ásakanir um löngu liðinn atburð, jafnvel þótt um illvirki hafi verið að ræða. Sumir segja sem svo: „Hér er um rúmlega áttræðan mann að ræða. Það er of seint að hefja réttarhöld nú.“ Getur verið rétt en getur líka verið rangt. Spumingin stendur um það hvort ekki eigi þá að refsa fyrir glæpi ef maður verður nógu gamall áður en upp kemst. Ekki er tahö óeðlilegt að refsa ung- um bömum fyrir misgjörðir þeirra, eftir eðli og ástæðum, óháð dómstól- um. Foreldrum er í sjálfsvald sett hve refsingin er hörð. Barsmíðar á böm- um, t.d. flengingar, em líklegast af- lagöar hér á landi. Þær em þó enn við lýði í langflestum löndum, meira að segja í löndum sem við köllum vestræn menningarlönd. Agi á ung- um bömum þar er miklu meiri en hér tíðkast. Refsingar fyrir glæpi eru líka harðari annars staðar. Nú er það svo að til þess að fá úr því skorið hvort umræddur maður er sekur af þeim áburði sem á hann er borinn er auðveldast aö hann fari sjálfviljugur til Eistlands til að hreinsa nafn sitt. Á meðan hann dvelur hér án þess að taka einhverja afstöðu nær hann ekki að hreinsa nafn sitt. Ásakanimar em það þung- ar og þannig fram settar að þær verð- ur aö rannsaka með réttarhöldum og vitnaleiðslum. Framburður stuðningsmanna eru líka mikils- verður stuðningur fyrir manninn. Við skulum þó ekki láta blekkjast, fáfróöir íslendingar, af öllu því sem gerðist á stríðsámnum í flestum löndum Evrópu. Ríkissaksóknari eöa dómsmála- ráöuneyti hér munu aldrei hafa dug til að taka af skarið og hreinsa maim- orð Eðvalds Hinrikssonar meö því að kreíjast réttarhalda. Því verður hann sjálfur með aðstoð fjölskyldu sinnar að hafa frumkvæði að hreins- un mannorðs síns. það má engan tíma missa í þeim efnum. Að öðrum kosti er staða hans óviöunandi og minningin um hann sömuleiðis. Sá- rast væri að gamall maður hyrfi héð- an án þess að hið sanna komi í ljós. Vonandi sakleysi. Hafðu þakkir fyrir góðan dóm, Árni G.Á. skrífar: Ég var með fyrstu 'mönnum til að kaupa bók Sveins Einarssonar um íslenska leiklist. Ástæðan var sú að í mínum huga var ýmsu ósvarað um upphaf leikritunar sem gott væri að fá svar við. Ekki síst vakti Gleðispil Ragnars Kjartanssonar margar spumingar því svo hraksmánarlega voru sögulegar staðreyndir með- höndlaðar í leikritinu. Nú, ástæðan til bókarkaupanna var aö fá að vita hið sanna um Sig- urð Pétursson. Því miður svaraði bókin engum spumingum um það sem ég vildi vita því hún var endem- is kjaftæði og hneisa, bæði höftmdi og útgefanda. Siguröur Pétursson er talinn upphafsmaður leikritunar. Það var ekki fyrr en á síðu 200, að mig minnir, aö minnst er á Sigurð. Beið ég nú spenntur eftir að fjallað væri um bókina af ritdómurum. Sveinn kom sjálfur fram á ritvöllinn og var óánægður og sárreiður meö að vera ekki tilnefndur til bók- menntaverðlauna. Svo kom dómur Jóhanns Hjálmarssonar í Morgun- blaðinu. En hvaö var nú á seyði? Var ég orðinn vitlaus? spurði ég sjálfan mig. Las ég ekki bókina - eða hafði Jóhann Hjálmarsson ekki lesið hana? Alla vega höfðum við ekki les- ið sömu bók. Em Jóhann og Sveinn í „hrósbandalagi"? Er Jóhann með handrit að sjónvarpsleikriti? Þá birtist dómur Áma, míns bless- aða, Blandons, „Fjas og hnýsni", í DV mánudaginn 17.2. Hvílíkur léttir fyrir mig að lesa dóm eftir maim sem augljóslega hafði lesið sömu bók og ég hélt mig hafa lesið! Hafðu þakkir fyrir góðan dóm, Ámi! Haltu áfram á þessari braut. Þú er fulltrúi al- mennrar, heilbrigðrar skynsemi, ekki fræði- og menntamannakerfis sem les bækur hver yfir hjá öðram án þess aö segja nokkra sinni sann- leikann. Útgáfa þessarar bókar sýnir að það var rétt að leggja Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs niður. Kannski verður sú ákvörðun til þess aö fleiri rit koma ekki út í þessum „ritbálki" sem Sveinn hótar svo ákaft í formála sín- um. Þökkum stuðning íslendinga Frá fjölskyldu í Vilnu: Okkur langar til að tjá þakkir okk- ar til íslendinga og íslensku ríkis- stjómarinnar, sem fyrst allra frjálsra ríkja viðurkenndi ríkisstjóm lýð- veldisins Litháen og kom á fullu og eðlilegu stjómmálasambandi við ríki okkar. Við viljum einnig þakka íslensku þjóðinni fyrir að styðja okkur í erf- iðri baráttu fyrir sjálfstæði okkar. Utanríkisráðherra ykkar, Jón Bald- vin Hannibalsson, heimsótti Litháen Mynd sem fylgdi bréfinu sýnir nýbyggt hverfi i Vilnu, höfuðborg Litháen. wr>» r Hringiö í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 - eða skrifið Nafn og símanr. veróur að fylsla bréfum fyrir nokkra og við erum mjög ánægð með þá heimsókn og vonum að samband ríkja okkar haldist. Við erum íjölskylda á miðjum aldri, kennari og verkfræðingur í Vilnu, sem langar til að komast í samband við fjölskyldur eða ein- staklinga, karla og konur frá íslandi. Áhugamál okkar era m.a. ferðalög og frímerkjasöfnun. Við gætum hugsað okkur aö skiptast á gagn- kvæmum heimsóknum í framtíðinni. Getum skrifað á ensku. Heimilisfang okkar er: Algis Gierda, Poste Restande 2000 Vilnius Lithuania Nýlega birtist á sjónvarps- skjánum ft-amkvæmdastjóri ÍJÚ og staðhæfði að annaðhvort yrði að koma til gengisfelling eða launalækkun svo að útgerðin í landinu mætti halda vellL Mér skildist helst aö hvort tveggja væri þó æskilegast. - Þama kast- ar LíU sannarlega grímunni. Þeir hjá LÍÚ hafa alltaf staðhæft aö gengisfelling hjálpaði ekki en nú er öldin önnur á þeim bæ. LÍÚ vill fá sína gengisfellingu, og það strax. En hvers vegna er staðan í sjáv- arútvegi þá ekki betri en hún er? Kann þaö e.tv. að vera vegna þess að þeir sem þar halda um stjómvölinn era lélegir stjóm- endur? Það eru til útgerðarfyrir- tæki i landinu sem er vel stjóm- að. Látum þá líka vera í forsvari fyrir LÍÚ. Tíu þúsund krónalækkun Kristmundur hringdi: í útvarpi var fyrír nokkra aug- lýst mikil verðlækkun á karl- mannafatnaöi, td. Van Gils merki og fieirum. Staöhæft var að um 10.000 króna afslátt væri, að ræöa! Ég og vinnufélagar min- ir litu hver á annan og hugðum gott til glóöarinnar. Jú, þetta var rétt, lækkunin var tíu þúsund krónur. En hvernig í ósköpunum er skyndilega hægt að lækka verð á karlmannafótum um heil tiu þús- und? Hver var þá upphaflega álagningin? En svona era nú verslunarhættir hér. Er nokkur furöa þótt margir farí utan til að gera innkaup til jólanna? Álagn- ing í smásölu og heíldsölu hér er orðin ófyrirleitin. Heimsreisureða skóiagjöld Ó.P. skrifar: „Nú er nóg komið“ var fyrir- sögn á grein í DV 7. febr. sl. rit- aðri af formanni Stúdentaráðs. Hún (formaðurinn) spyr hvort „þetta sé það sem þjóðin vilT, þ.e. aö Háskóhnn standi ekki undir nafni og veröi undirmáls- skóli vegna niöurskurðarins. {greininni kemur fram að stúd- entar hafni öllum hugmyndum um skólagjöld sem ekki eru þó nema 17.000 kr. Ekki hafa skatt- borgarar á móti því aö styðja við efhilega og félitla stúdenta. En þegar hinir sömu stúdentar, sem ekki hafa efhi á að borga litlar 17 þúsund krónur í skólagjöld, fera svo eftir útskrift í heimsreis- ur sera kosta hundraö þúsunda þá segjura við „Nú er nóg kom- iö“. - Hvar er siðgæöið? Háiekjuskattur Uirnur skrifar: Ég er þess fullviss að mikiö fé mætti fá inn í ríkissjóö meö þvi að innheimta sérstakan hátekju- skatt Tekjur þær sem heyrst hef- ur að miöa ætti við, þ.e. kr. 125 þúsund á einstakling og 250 þús- und á hjón, eru alit of lágar. Miö- að veröur viö hátekjur sem þýðir að ofar verður að fara, t.d. 200 þúsund hjá einstaklingi og svo sem 350-400 þúsund hjá hjónum. Þarfórsamkeppn- Tryggvi Jóhannsson skrifar: Boðað frelsi í olíusölu stóð ekki lengi. Ráðherra viðskiptamála hefur nú lagt fram frumvarp um , jöfnun á flutningskostnaöi olíu- vara“ sem skikkar öll oliufélögin til aö hafa sama verð á bensíni um allt land. - Þetta var nú allt frelsið. Og þar með er samkeppn- in einnig úr sögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.