Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992.
9
Fimm ára sonur breskrar konu,
sem kunn varð fyrir áróður fyrir
fiæöingum 1 vatni, drukknaði á
dögunum. Carmela B’Hahn varð
fræg víöa um heim þegar hún ól
son sinn í lítilli plastsundlaug og
ikjölfar þeirrar fæðingar ákváðu
margar aðrar mæður að fylgja
fordæmi Carmelu.
Sonurin týndist og fannst ekki
fyrr en eftir þriggja tima leit. Sýnt
þykir að hann hafi falliö í á
skammt frá heimili þeirra mæðg-
ina. „Hann kom i þennan heim í
vatni og fór aftur i vatni," sagði
Carmela við lát sonar sins.
KonaAshdowns
æfSaðiaðskilja
viðhann
Jane Ashdown, eiginkona
breska stjórnmálamannsins
Paddy Ashdown, segir að hún
hafi alvarlega ihugað að skilja við
mann sinn þegar hún komst að
þvi að hann hólt við einkaritar-
ann.
Hún segir að eftir nokkra um-
hugsun hafi hún séð að skilnaður
væri ekki rétta lausnin og því
hafi hún ákveðiö að búa áfram
með Paddy. Hann varð mjög um-
talaður fyrr á árinu þegar blöð
skýrðu frá ffamhjáhaldi hans.
Þrátt fyrir ámæh margra stórjók
Paddy vinsældir sínar meðal al-
mennings.
Kók kemur upp
rísaverksmiðju í
Póllandi
Kókframleiðendur í Bandaríkj-
unum hafa ákveðið að koma upp
risagosdrykkjaverksmiðju í Pól-
landi. í fyrstu atrennu verður
reist stórt verksmiðjuhús og hef-
ur 56 þúsund fermetra lóð verið
keypt undir það.
Atælað er að byggja alls þrjár
átöppunarverksmiðjur fyrir kók
í Póllandi og nemur fjárfestingin
mörgum milljörðum zlotýa.
Stjórnvöld í Póllandí leggja mikla
áherslu á að fá erlend fyrirtæki
til að fjárfesta í landinu.
Tók leigubfl
fráDanmörku
tilSviss
LeigubOstjóri í Slagelse í Dan-
mörku datt í lukkupottinn þegar
kona á sextugsaldri snaraðist inn
i bíl hans og bað hann að aka sér
til Sviss. Leigubílstjórinn vildi
fyrirframgreiðslu og fékk hana -
um 100 þúsund íslenkrar krónur.
Við svo búið var haldið til Sviss
og þegar komið var á leiðarenda
vantaði aðeins fáein þúsund upp
á að fyrirframgreíðslan dygði.
Konan reiddi það sem eftir var
af hendi og leigubílstjórinn hélt
ánægður heim.
Kínverjarætla
aðeignastmörg
börnááríapans
Það er útbreidd trú í Kina að
hagstætt só að eignast börn á ári
apans. Það gekk einmitt í garð í
byrjun febrúar og nú óttast yfir-
völd að áætlanir þeirra um aö
draga úr fólksfjölgun bregðist
í fyrra var ár geitarinnar. Það
þykir ekki gott barnaár og margir
foreldrar ákváöu aö bíða ársins i
ár með að eígnast börn. Á siðasta
ári fekkaði bamsfæðingum í
Kína og þökkuðu stjórnvöld það
áróðri sínum. Aörir segja að Kín-
vetjar hafi hvort eð er ekki viljað
eignast böm.
Útlönd
Eystrasaltsráðið:
Uffe vill ekki
haf a ísland með
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, vísar á bug
vangaveltum manna um að fyrirhug-
uð stofnun Eystrasaltsráðs muni
gera Norðurlandaráð óþarft. Stofn-
fundur ráðsins verður haldinn í
Kaupmannahöfn á morgun og á
fóstudag og hann sækja utanríkis-
ráðherrar tíu landa sem liggja að
Eystrasalti. Á sama tíma útilokar
utanríkisráðherrann að íslendingar
geti orðið þátttakendur í hinu nýja
ráði.
„Það væri mjög rangt og ósann-
gjamt að hta svo á að Eystrasaltsráð-
inu sé beint gegn einhveiju öðru,“
sagði Ellemann-Jensen á fundi með
fréttamönnum í gær.
Hann sagði að ástæðan fyrir því
að ráðstefnan væri haldin á sama
tíma og þing Norðurlandaráðs í Hels-
inki væri sú að þetta hefðu verið einu
dagarnir sem utanríkisráðherrarnir
hefðu orðið sammála um.
Af hálfu Norðurlandaráðs hefur sú
ósk verið borin upp að það verði hluti
af Eystrasaltsráðinu en því hafnar
Ellemann-Jensen. Þá hafnaði hann
einnig þátttöku íslands í ráðinu.
„Til að samstarfið hafi einhverja
þýðingu og verði árangursríkt verð-
ur það að vera bundið við ákveðið
svæði og við getum ekki breytt
landafræðinni. ísland Uggur ekki að
Eystrasalti. Við verðum að stoppa
einhvers staðar og það er eining um
það meðal landanna tíu,“ sagði Uffe
Ellemann-Jensen. Ritzau
Uffe Ellemann-Jensen, utanrikisráðherra Danmerkur, þvertekur fyrir það
að ísland sé með í nýju Eystrasaltsráði þar sem landið liggi ekki að Eystr-
salti. Og landafræðinni verði ekki breytt. DV-mynd GVA
Afráðið er að Leonard Martin,
dómari í St John’s á Nýfundna-
landi, verði ekki opinberlega
ákæröur fyrir ósiðlegt athæfi á
almannafæri þótt sannað sé að
hann hafi arkaö mn ganga á hót-
eli klæddur kvennærfötum.
Ðómarinn, sem er um sextugt,
var handtekinn enda kvörtuðu
hótelgestir undan framkomu
hans. Hann er nú hættur störfum
og hefúr lofað því að fara í áfeng-
ísmeðferð gegn því að ákæra á
hendur honum verði felld niður.
Þegar þetta gerðist var skólaliö
í blaki statt á hótelinu og þótti
það ekki bæta mál dómarans og
rýraálitdómskerfisins. Reuter
Kúplingsdiskar
Pressur
Legur
Bjóöum einnig flest
annaö sem viökemur
rekstri bílsins.
SKEIFUNNI 5A.SIMI 91-81 47 88
CarlBiIdt:
Minni
pappír,
meiri
pólitík
Þung orð féllu um samstarf Norð-
urlandanna á 40. þingi Norðurlanda-
ráðs í Helsinki í gær. Það var ekki
síst Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sem var ómyrkur í máh á
sama tíma og hann hélt því fram að
þróunin innan Evrópu gerði Norður-
löndunum það kleift að vera í farar-
broddi.
„En það gerir líka miklar kröfur
til norrænnar samvinnu. Á síöustu
áratugum höfum við horft upp á það
að pappírsflóðið í norrænni sam-
vinnu hefur vaxið á sama tíma og
pólitískur kraftur hennar hefur farið
þverrandi. Því verður að breyta.
Minni pappír, meiri pólitík," sagði
Carl Bildt.
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, Vcu: efnislega sam-
mála Biidt í ræðu sinni.
Eins og við var búist einkenndist
umræðan í gær af kröfu forsætisráð-
herranna fimm um meira vald innan
Norðurlandaráðs og vandamálum í
sambandi við hugsanlega inngöngu
Svíþjóðar, Noregs og Finnlands í
Evrópubandalagið. Poul Schlúter,
forsætisráðherra Danmerkur, lagði
til að löndin þrjú legðu inn umsókn
sina um aðild á sama tíma svó að
hægt yrði að semja um hana sam-
hhða.
Hann sagði að það hefði mikla þýð-
ingu fyrir Norðurlöndin, m.a. vegna
þeirra skilyrða sem hægt yrði aö ná
fram við inngöngu landanna. Hann
sagði að aðild að EB mundi styrkja
samstarf Norðurlandanna þar sem
löndin fjögur gætu stutt hvert annað
viö ákvarðanatöku innan bandalags-
ÚIS. Ritzau
Fyrst og fremst
á farmabraut
Frá verksmiðju til hafna
erlendis.... og heim!
FLUTNINGSMIDWNIN »r
TRYGGVAGÚTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590