Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Page 25
ÆIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. 25 Meiming Megas mestallur Megas. Aldarfióröungstextagerö i einni bók. Langt mun síðan birst hefur jafnstórt ljóða- safn eftir núlifandi höfund, nálægt 200 kvæði á 350 bls., enda spannar safnið nær aldar- fjóröungsstarf virks söngvara. Textarnir eru þar að auki flestir langir. Yfirleitt skipast þeir saman eins og þeir voru á plötum Megas- ar en þó er hér fyrsti kafli eldri, frá 1968-71, einnig millikaflar með ljóðum sem ég held að ekki hafi birst á plötu. Áður en þær komu til birti Megas ljóð í illa fjölrituðum heftum, þau eru löngu ófáanleg. Ekki er hér allt birt Bókmermtir Örn Ólafsson sem þar var, sem betur fer er höfundur gagn- rýnni en svo á verk sitt. Allt virðast þetta vera söngvar. Því ríkja hefðbundnir bragar- hættir af ýmsmn toga, reglubundin hrynj- andi, rím og stuðlar. Flestir textarnir eru kunnuglegir aðdáend- um Megasar sem hafa margheyrt þá á plöt- um, nánast lært þá utanað marga. Samt er mikill fengur í þessari bók því hér fæst loks- ins heildaryfirht. Ögrun Kvæði Megasar greinast í fáeina megin- strauma. Alla tíð ber mest á ádeilu en hún er sérstæð. Þegar aðrir gítarleikarar sungu ræður og ritgerðir þá var Megas umfram allt með háð og útúrsnúninga. Einnig í stíl, markvissar skopstælingar hafa jafnan verið hans sérkenni. Þess vegna hefur hann lifað af meðan hinir hafa flestir falhð í gleymsku og dá. Megas var frá fyrstu tíö gegnsósa af íslenskum menningararfi, hafði mikinn orð- aforða og beitti honum markvisst, notaöi sér hrynjandi og rím til að draga fáránleikann fram, einkar fundvís á allt falskt og upp- skrúfað í téöum arfi. Þvi heillaði hann t.d. róttæka menntamenn umsvifalaust og svo æ stærri hópa. í stíl við þetta neikvæöi var yfir- leitt stríður söngur. Hér fer mikið fyrir menningararfi skóla- kerfisins. íslendingasögurnar, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson og Jón Sig- urðsson eru t.d. sínálægir, einnig Nýja testa- mentið. En allt er tengt einhverju lágkúru- legu úr samtíma höfundar, einkanlega fyrir neðan mitti. Það er ekki síst í sambandi við Jesú: En á laugardögum þegar Kristur klæmist vita konur á bamsfeörum sínum pottþétt skil og Silli og Valdi þeir segjast hafa legið sæla Maríu áður en guð kom til en guð býr í garðslöngunni amma æ geymdu handa mér meyjarblómið amma. Meðal þess sem lesendum eða hlustendum er ögrað með er sóðalegt klám, sem töluvert ber á, einkum í elstu textunum. „Þú ert eitt- hvað óþriflegt með gati/og ekkert meir“, „þú ert eitthvað ógeðslegt með gati/og ekkert meir“. Langt kvæði hefst svona: Heldrimaður á Hrauninu háttaði sig hjá kúnum en hann skeit sig allan út í mykju svo hann útvegaði sér gúmmsvuntu með gati Ekki er minna viðhaft þegar textarnir grípa inn í stjórnmálabaráttu samtímans. Raunar byggi ég það aðeins á minningu um aðstæður við flutning, þá er vafasamt að telja það ein- kenni textans; Geir minn geir með vörtu grátbólginn klæddur svörtu kveð ég þitt lúsuga lókal læði á brott minum lók al- vöruþrunginn og þunnur það þrífast sist nokkur gimnur mér á sjúku sinni en seg mér: hvað líður hringvöðvabólgunni i leghálsopinu á langömmu þinni? Það var víst þetta sem Jón Múh kallaði „gróteskan hrylhng" og furðaði að róttækl- ingar hömpuðu slíku. Og víst er að þetta er engu líkt í íslenskri ljóðagerð. En meginein- kenni kvæðanna, háðsk stílrof, minna þó m.a. á kvæði Halldórs Laxness, t.d. í „Silfur Egils“ þar sem rifjuð er upp frásögn úr Egils sögu Skallagrímssonar: Og Egill svarar: Þú sérð það við Lögberg og svo steig hann uppá bakið á köflóttum hesti en á alþingi sátu þeir SiUi og Valdi þeir sögðu frá klækjum sínum og rifu í sig nesti SurreaUsmi kemur einnig fyrir, einkum framan af. Þá er kvæði kannski nokkurn veginn samhangandi texti en svo koma inn- skot sem verður ekki með nokkru móti kom- ið í samhengi við hitt: Konur fyrri alda impra á sannindum og ylja um hjartarætur í gegnum símann 5678 mannvinum og svarta górillan hefur ákveðið tímann Ég man ýmsar bollaleggingar manna um þýðingu tölunnar og svörtu górfilunnar en hvort tveggja hefur fyrst og fremst það hlut- verk aö vera út í hött. Til hvers þá? Um það mætti velta vöngum en hér er vart rúm til þess. Nefna mætti að svona texti ögrar les- endum ekki síður en klám, guðlast og skop- stælingar á menningarverðmætum. Hann gengur fram af skilningi lesenda, örvar ímyndunarafl þeirra, virðist vísa til víðari heildar en hversdagshugsun nær til. Hér fer svo mikið fyrir skopstælingum að segja má að textarnir fari mjótt einstigi á mörkum væmni og kUsja. Og einstaka sinn- um fara þeir inn á það sviö. Það er einkum í nýlegum ástarljóðum tíl pUta. Nú telja flest- ir jákvætt að vera opinn og einlægur og ekki skal ég vefengja það. Enn jákvæðara er að þetta svið skuU loksins vera að þokast úr bannhelginni inn í íslenskar bókmenntir. En e.t.v. skortir höfund einfaldlega þá þjálfun í hinu jákvæða sem hann hefur í kaldhæöni og Ulkvittni. Að vísu mætti nefna sem rök á móti þessu t.d. „Orfeus og Evridís", fallegt ástarkvæði sem kom á plötu fyrir fimmtán árum. En þar ríkir fyrst og fremst tregi, söknuður. Kvæðin um Manga Toll eru enn eldri og þar er ekki kaldhæðni en einnig þau eru fyrst og fremst þrungin samúð með sigr- uðum. Hreinn fógnuður lætur Megasi ekki eins vel, t.d. í „FUahirðirinn frá Súrin" (bls. 282): Og hvílíkt regindjúp þaö var og ótrúlerr+ ‘—n opnaöist mér í augunum svörtu svo fullt af framamii lihðu þegar ég leit til þín heiUaður oghöndin mi" á á leik í hárinu þínu svo biksvörtu og stríöu ég var bara að leita að ævintýrum einn enn s<»n kemur og ier við vorum eins og fiðrildi í nóttinni .»u dinunu en hörundið þitt brúna það var mýkra en ailt sem var miúkt og mig hafði aldrei órað fyrir neinu svo grimuiu o.s.frv. Hér tekur Megas það alvarlega sem hann er vanur að hæðast að, þó er þetta síst dýpra. Bókin er prýdd mörgum ljósmyndum af höfundi, frá tónleikum hans og hljómplötum í gegnum árin, einnig sérkennilegum og vönduðum teikningum eftir hann. Feikngóð- ur fengur í þessari bók. Megas: Textar. AB 1991, 353 bls. Þúsund mílna ferð hefst í einu skref i Sárt brennur jörðin undir fótum. Fjarskinn er blár. Heimþráin kallar úr ókunnri átt. Þrotlaus er leiðin til landsins, sem ekki finnst. Sárt brennur jörðin undir fótum. Ljóðið Fjarskinn er blár, eftir Þóru Jóns- dóttur, er að finna í fyrstu ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, sem kom út árið 1973. Þaö er ekki óalgengt að rekast á ljóö í svipuðum anda og þetta í bókum Þóru þar sem mann- eskjan ráfar um í leit að samastað í tilver- unni, stað sem hún getur unað sér sátt við sjálfa sig og aðra. í fyrstu bókinni er tjald- stæðið enn ófundið í lokin og í Leiðinni heim (1975) rekumst við á húsnæðislausa konu sem stendur fyrir utan og horfir löngungar- augum á upplýsta gluggana í borgin'ni (bls. 33). Konan finnur sig hvergi og þótt hún reyni að njörva sig niður á ákveðnum bletti er sáhn rokin af stað fyrr en varir: Gott þeim er una í garði blóma rétta gróðri hönd og heyra ei í brjósti sér hróp hinna bláu fjalla svo hendur fallast og sálarróin flýgur burt á fuglsvæng. (Aö una í garði úr Horft í birtuna (bls. 21)) Það mætti túlka leit ljóðmælanda sem leit að viðsættanlegri ímynd konunnar í veröld Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir þar sem flestar bjargir eru bannaðar en það er einnig hægt að túlka þennan óróa meö tilliti til rótleysis í nýjum heimi og þörf mannsins til að nálgast og skilgreina upp- runa sinn. Eflaust eru þetta greinar af sama meiði og freistandi að segja sem svo að til þess að ná einhverjum haldbærum tengslum við sjálfan sig sé þarft að hverfa aftur til fort- íðar og hreinsa dáUtið til í huganum. A.m.k. er fýsUegt að grípa til þeirrar alhæfingar þegar skoöuð er nýjasta bók Þóru, Línur í lófa, sem kom út nú fyrir jólin. Þessi bók er ólík fyrri bókunum að því leyti að ljóðin eru lengri, nk. prósi, og lesast sem ein heUd í formi æviminninga úr sveitinni. í fyrsta ljóði bókarinnar, AUt í heimi, bein- ir ljóðmælandi orðum sínum tU barnanna sinna þar sem hann heitir því að efna brot af því loforði sem hann gaf þeim gjarnan 1 æsku, það að segja þéim aUt í heimi ef þau yrðu góð. Nú eru börnimi orðin stór og vita aö slíkt loforð er fráleitt en konan í Ijóðinu býr sig undir að opna heim og lesendum sín- um nýjar dyr og nýjan skUning á lífi sem var, um leið og hún freistar þess að nálgast sjálfa sig frá öðrum hliðum: Nú vil ég segja eitthvað af því sem ég lofaði þá en gerði ekki því annað virtist brýnna Eg legg nú af staö eftir óljósri slóð minnug þess aö þúsund mílna ferð hefst í einu skerfi (bls. 5). Lesanda er boðið inn í hús uppi í sveit og fær áður en langt um Uöur að kynnast lífs- stíl og búskaparháttum þar á bæ. Dregnar eru upp myndir af útliti hússins og nánasta umhverfi og lesandinn fylgist með laufa- brauðsgerð og jólahaldi, dúnhreinsun og skólahaldi svo dæmi séu tekin. Þetta eru sælar minningar, blandnar trega og söknuði og hér má einnig skynja sterka fortíðarþrá, þrá eftir lífi sem þrátt fyrir andstreymi og aUs kyns áhyggjur var fegurra og meira gef- andi en líf dagsins í dag, a.m.k. í minning- unni: Ég bíð meðan minnið leitar sækir föng í klær köngulóarvefs í skot skúms og hjóms kaUar fram á skjáinn lifandi myndir 1 blæ- brigðum regnbogans að ég fái málaö björtum dráttum og djúpum skuggum á gráan vegg hugsana minna aUt Utrófið (bls. 25). Eftir ferð sína í gegnum tímann er ljóðmæ- landi að mörgu leyti ríkari. Konan hefur að einhverju leyti riíjað það upp hvers vegna lífið er eins og það er og hvar rætur þrárinn- ar Uggja. En hún getur ekki alveg sefað óró- ann í sálinni því leitin heldur áfram þrátt fyrir aUt. Hún getur ekki breytt framgangi lífsins og byijað upp á nýtt, hún verður að halda af stað að nýju og kannski er hún fyrst og fremst óánægð með það þegar á aUt er Utið. En hún getur þó alltaf huggað sig við minningarnar og óskað sér, jafnvel þótt ósk- in rætist aldrei: Þú vaknar í morgunskímu Það er hrím á grasinu og haust Þaö fer hrollur um þig Hvernig geturðu kvatt og farið þaðan sem aUt kaUar á þig þar sem þú fyllir upp í sjónhringinn þar sem önn þín verður eftir og þeir sem einir unna þér Þegar heimiU þitt hverfur fyrir leiti breytist harmur þinn í tár En tíminn tekur hann í sína vörslu og felur milh blaöa í bók Þú opnar hana af tilvUjun og finnur fjögurra laufa smára (bls. 93). Nýjasta bók Þóru Jónsdóttur lætur lítið yfir sér í fyrstu en hún vinnur á. Höfundur dregur upp látlausar myndir úr hversdags- lífi bernskunnar en myndimar eru oft gríp- andi og taka sér bólfestu í huga lesandans sem sér sveitina fyrir sér svo og fólkið í sínu daglega amstri. TiUinningar ljóðanna skila sér vel hvort sem verið er að lýsa vonbrigð- um barnsins sem fær ekki tækifæri til að mennta sig sem skyldi eða angist konunnar sem nær ekki alveg að fóta sig í veröld sem er. Þótt mælandi ljóðanna hafi kánnski bara rétt náð í skottið á þeirri sátt og þvi æöm- leysi sem textinn boöar er þetta ferð sem var þess virði að vera farin og lesandinn fylgir glaður með minnugur þess að „þúsund mílna ferö hefst í einu skrefi.“ Linur i lófa. Þóra Jónsdóttir. Fjölvi 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.