Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 22
22 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992, Meiming_____________________________________ Gamanleikhúsið sýnir Grænjaxla: Sjáum mikið af okkur sjálf um í persónunum segja Magnús Geir Þórðarson og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir Fyrir stuttu haföi Gamanleikhúsið aðra frumsýningu sína á leikriti Pét- urs Gunnarssonar, Grænjöxlum. Síðastliðið sumar voru þrjár sýning- ar á leikritinu í íslensku óperunni, en nú eru sýningar hafnar á Litla sviði Borgarleikhússins og verður sýningafjöldi takmarkaður, ein- göngu vegna þess að Gamanleikhús- ið er skipað ungum krökkum sem allir eru í skóla og senn hður að próf- um. Gamanleikhúsið er einstakt meðal þekktra leikhópa hér á landi. Þau voru aðeins börn að aldri þegar þau stofnuðu leikhúsið og hófu að sýna opinberlega og hefur sami hópurinn verið kjarni leikhússins en í Gaman- leikhúsinu í dag eru 60 krakkar sem allir eru undir tvítugu. Grænjaxlar eru áttunda verkefni þeirra og til að kynnast starfi þeirra og af hveiju þau völdu Grænjaxla fengum við tvö úr hópnum, Magnús Geir Þórðarson og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, í stutt spjall: - Voruð þið ekki ung að árum þeg- ar þið stofnuðuð Gamanleikhúsiö. „Við vorum á aldrinum 9-12 ára þegar við stofnuðum Gamanleikhús- ið. Það voru ekki margir þá sem höfðu trú á okkur og algengustu svörin sem við fengum þegar við vorum að fara fram á styrk var að ef leikritið yrði sett upp þá kæmi til mála að styrkja okkur en ekki fyrr. Fyrsta verkefnið var Töfralúðurinn, 1985, sem við sýndum í sal á Hótel Loftleiðum. Við sýndum Töfralúður- inn aðeins tvisvar en fengum samt um áttatíu manns á hvora sýningu. Síðast sýndum við svo Línu langsokk og ávallt fyrir fullu húsi.“ Leiklistarhátíðir sóttar - Er ekki mikil áhætta sem fylgir því að setja upp leikrit? „Til aö byrja með áttum við ekki krónu, en sýningar hafa yfirleitt gengið ágætlega þannig að peningar hafa verið lagðir í sjóð. Við byrjuðum smátt en umfangið hefur orðið meira og meira með hverri sýningu og áhættan um leiö meiri, en hingað til hafa áætlanir gengið upp.“ - Þið hafið ferðast til útlanda með leikritin? „Þrisvar sinnum höfum við farið á leikhstarhátíðir. Fyrst var það 1986 og síðan 1988 og síðastliðið sumar. í þessum ferðum höfum sótt fimm leiklistarhátíðir og sótt leikhst- amámskeið í leiðinni." - Af hverju setjið þið upp Græn- jaxla? „Við vorum ákveðin í að fara með leikrit til útlanda síðastliðið sumar og urðum þvi að hafa leikritiö fá- mennt. Við byijuðum með lista yfir mikinn fjölda leikrita og vorum að fara yfir hann í eina tvo mánuði. Úr þessum fjölda vöra síðan valin leik- rit og þeim skipt á milli rneðhma hópsins til aflestrar. Þegar við'svo komum saman var listinn enn grisjaður og farið var að lesa saman. Út úr þessari yfirferð kom síðan Grænjaxjar sem hentaði okkur mjög vel að ölíu leyti. Grænjaxlar er leikrit um ungt fólk. Við fylgjumst með þeim Kára, Grétu, Láru og Dóra frá leikskóla og upp að rúmlega tvítugu. í leikritinu er tekið á ýmsum skemmtilegum at- burðum bama- og ungUngsáranna og flaUað um þá á opinskáan og lif- andi hátt. í leikritinu er skemmtUeg tónUst sem samin var af Spilverki þjóðanna. Það kóm í Ijós þegar við fóram að huga að tónlistinni að að- eins fáein lög hafa verið hljóðrituö í Gamanleikhúsinu eru 60 félagar en í Grænjöxlum eru aðeins sex, þau eru: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Hólm- fríöur Lýdia Ellertsdóttir, Ragnar Kjartansson, Magnús Þór Torfason, Magnús Geir Þórðarson og Auður Sverris- dóttir. DV-mynd Hanna með Spilverkinu og er þau að finna á Sturlu, en önnur hafá varla heyrst síðan 1977 þegar leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Grænjaxlar hefur þó nokkur verið sýnt í skólum og úti á landi, en þá hefur ávallt orðið að sleppa stórum hluta tónhstarinnar nema í einni uppsetningu á Akureyri fyrir fáeinum áram. Þar voru öll lög- in meö. Við leituðum að upptökum af lögunum en engin fannst, ekki einu sinni í Þjóðleikhúsinu þar sem leikritið var frumsýnt. Við höfðum því samband við tónlistarmennina sem léku lögin á Akureyri og þeir fóra með okkur í stúdíó og léku lögin inn á band eftir minni.“ Frumsýndum á heitasta deginum Gamanleikhúsið framsýndi Grænjaxla í fyrrasumar, er það ekki rangur tími fyrir leikhús? „Ástæðan var aö við sáum fram á að það tæki mikinn tíma að æfa leik- ritið og það væri vitavonlaust að framkvæma það með skólanum. Við hófum því æfmgar í maí og lokuðum okkur frá umheiminum og lágum yfir leikritinu aUa daga frá morgni til kvölds og datt enginn dagur úr frá 10. maí þar tU við frumsýndum 4. júU. Leikrit þetta byggir á svo miklu hópsamstarfi að það var með vilja gert að loka okkur frá umheiminum. Við leikum öll margar persónur og til að komast sem næst þeim skrifuð- um við meira segja ævisögu hvers og eins. Þegar við svo frumsýndum 4. júlí var Ukast til heitasti dagur sumarsins. Við fóram síöan fljótlega tíl útlanda og sýndum leikritið í írlandi og Hol- landi og á írlandi skráðum við okkur á leikhstarskóla í tvær vikur. Græn- jöxlum var mjög vel tekiö aUs staöar þar sem við sýndum og þótt enginn skUdi hvaö við sögðum gerðu flestir sér grein fyrir hvað um var að vera og tónlistin hjálpði einnig tíl.“ - Nú er ákveðinn boðskapur í Grænjöxlum sem átti rétt á sér 1977, gengur sá boðskapur enn þann dag í dag? „Leikritið stenst alveg tímans tönn. Við fundum þaö meðan við voram að vinna leikritið hvað það stendur okkur nærri. Við höfum sett upp átta leikrit og í engu þeirra höfum séð jafn mikið af okkur sjálfum og í Graenjöxlum." - Á strax að fara að undirbúa næsta verkefni þegar þessu leikári lýkur hjá ykkur? „Já, já. Við byrjum yfirleitt að skipuleggja næsta verkefni eftir hveija frumsýningu. Við getum ekki sýnt Grænjaxla nema í stuttan tíma, því öU erum við í skóla og prófin nálgast, en eftir að prófum lýkur veröur þráðurinn tekinn upp að nýju og farið að undirbúa næsta verkefni. í dag er Gamanleikhúsið orðið miklu meira fyrirtæki en það var og hingað til hefur Gamanleikhúsið standið undir sér fjárhagslega, en á þaö verður að líta að við höfum aldr- ei þegið nein laun, enda veitir það okkur ómælda ánægju að standa í þessu.“ -HK Þorbjörgsýnir íNýhöfn Hin kunna myndlistarkona Þorbjörg Höskuldsdóttir opnaði málverkasýningu um helgina í Nýhöfn. Þorbjörg sýnir ný mál- verk og vatnslitamyndir. Sýning- in í Nýhöfn er níunda einkasýn- ing Þorbjargar en hún hefur einnig tekíð þátt í fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis og unnið að leikmyndagerð hjá Þjóö- leikhúsinu og Leikbrúðulandi og auk þess myndskreytt bækur. Gerðuberg: Myndiraf hellumogfossum ogfráHamborg Anna Guöjónsdóttir er mynd- listarkona sem býr í Þýskalandi. í dag opnar hún í Gerðubergi fyrstu einkasýnmgu sína hér á landi. Sýnir hún myndir af hell- um og fossum, hjara veraldar og frá Hamborg, dularfullan anda, sjálfsmynd af Martin Krutzfeldt, franskar leikkonur, sigur í sjó- manni við þekktan listaprófessor, leiðsögn um Hamborg eftir leynd- ardómsfullum leiðum og margt fleira. Anna er fædd 1958 og nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981-1983 en frá 1986 hef- ur hún stundað nám við Listahá- skólann í Hamborg. Anna hefur tekið þátt í fjölda sýninga og núna siðast í Kunst, Europa-Island, Kölnischer Kunstverein. Samkeppnium uppsetninguog sýningu á nýju leikriti Áfengisvarnaráð hefur ákveðið að gangast fyrir samkeppni milll grunnskóla landsins um uppsetn- ingu og sýningu á nýju leikriti sem hinn kunni rithöfundur, Ið- unn Steinsdóttir, hefur samið. Var Iðunn sérstaklega fengin til aö semja leikritið sem heitir Föstudagur hjá smáfuglunum og tekur þaö um fjörutíu mínútur í flutningi. Fjallar leikritið um fjöl- skyldu og ýmis mál sem þar koma upp. Keppnin er tvíþætt. í fyrsta lagi verða verðlaun veitt þeim sem að mati dómnefndar skilar bestum árangri á sýningu leik- ritsins. í öðru lagi eru veitt verð- laun fyrir umræður og umíjöllun um leikritið að lokinn sýningu. Vinir Dóra til Austin íTexas Kunnasta blússveit íslendinga, Vinir Dóra, hefur verið valin ein af sjötíu hljómsveitum til aö koma fram á músík- og ráðstefnu- hátíðinni South by South sem haldin er í Austin í Texas í þess- ari og næstu viku. Umsækjendur voru hvorki meira né minna en 9000. Vinir Dóra munu koma fram sem aðalnúmer i þekktum blúsklúbbi ásamt Chicago Beau og Pinetop Perkins en um sama leyti kemur á heimsmarkað geisladiskur sem hljóörítaður var á tónleikum sem Vinir Dóra ásamt Pinetop og Beau héldu í Púlsinum í nóvember sl. Á þess- ari hátíö verða útsendarar frá öllum heistu útgáfufyrirtækjum í Bandaríkjunum og því kjörið tækifæri fyrir Vini Dóra að koma sér á frainfæri. ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.