Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 40
52 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Fréttir_____________________ð Jón L. vann Sirov Um helgina voru tefldar þrjár umferðir á APPLE-skákmótinu: 5. umferð: Plaskett-Kotronias 1-0 Sírov - Þröstur 1-0 Conquest-Jón L. 1-0 Renet-Helgi 1-0 Karl - Hannes 'A- 'A Jóhann - Margeir 'A- 'A 6. umferð: Kotronias - Renet 'A- 'A Þröstur - Plaskett 0-1 Conquest - Sírov 0-1 Helgi-Karl 0-1 Hannes - J óhann 'A- 'A Jón L.-Margeir 1-0 7. umferð: Karl-Kotronias 0-1 Renet - Þröstur 'A- 'A Plaskett - Conquest 0-1 Sírov-Jón L. 0-1 Jóhann-Helgi 1-0 Margeir - Hannes 0-1 Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með 7. umferðinni í gærkvöldi og urðu vitni að mögnuðum sigri Jóns L. Árnasonar á stigahæsta kepp- andanum, Alexei Sírov. Sá sigur kom svo sannarlega þægilega á óvart eftir fremur magra uppskeru íslendinganna í fyrri helmingi mótsins. Sírov tefldi sama afbrigði og gegn Helga í 3. umferð og Jón var vel undirbúinn, náði snemma að jafna taflið og tókst að verjast öllum atlögum Lettans sem m.a. fórnaði manni til þess að skapa sér færi. Umferðin byijaði þó ekki vel fyrir landann: Karl virtist hafa í fullu tré við Kotronias þegar hann var skyndilega sleginn skákblindu og lék af sér manni. Við þetta komst Grikkinn í efsta sætið en Jóhann náði að komast upp að hhð hans með sigri á Helga Ólafssyni. Þeir Jóhann og Kotronias hafa nú vinn- ingsforskot á næstu menn og eiga einmitt að tefla saman í næstu umferð. E.t.v. ræður sú skák úrslit- um um sigurinn á mótinu. Árangur Hannesar Hlífars er athyglisverð- ur. Hann hefur teflt af miklu ör- yggi og á möguleika á stórmeist- araáfanga eftir sigur á Margeiri í 7. umferð en til þess þarf hann að fá 3 vinninga úr fjórum síðustu skákunum. Óhætt er að segja að barist er af mikilh hörku í mótinu en taflmennskan vill verða ærið köflótt og svo virðist sem æfmga- leysi hái sumum heimamanna. Flestir gestanna tefla af mikilli grimmd og eru lítt gefnir fyrir jafn- tefli. Þar eru Englendingarnir tveir, Plaskett og Conquest, í farar- broddi en hvorugur þeirra hefur samið um skiptan hlut það sem af er mótinu. Staðan þegar fjórum umferðum er ólokið er sú að Kotronias og Jóhann eru efstir með 5 vinninga, Sírov, Plaskett, Conquest og Hann- es hafa 4, Jón L. og Renet 3,5, Helgi, Margeir og Karl 2,5 og Þröstur rek- ur lestina með 1,5 vinninga. Keppendur eiga frí í dag og safna kröftum fyrir endasprettinn en 8. umferð verður tefld á morgun, þriðjudag, í Skákheimilinu Faxa- feni 12. Þá tefla, sem áður segir, þeir Kotronias og Jóhann, auk þess Helgi og Margeir, Jón L. og Hann- es, Sírov og Plaskett, Conquest og Renet og Þröstur og Karl. Taflið hefst kl. 17. -ÁÖK Andlát Sigríður Guðlaugsdóttir, Hásteins- vegi 7, Vestmannaeyjum, andaðist 5. mars í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Guðleif Magnúsdóttir frá Kálfholti lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 6. mars. Eiríkur Þorleifsson rafvirki, Gnoðar- vogi 26, Reykjavík, lést í Vífilsstaða- spítala 6. mars. Jóhann Óskar Guðjónsson, Ægis- götu 43, Vogum, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 5. mars. Valgeir Hörður Guðmundsson frá Akureyri, Hafnarbraut23, Kópavogi, lést fóstudaginn 6. mars. KNATTSPYRNA Firmakeppni Skallagríms verður haldin í íþrótta- miðstöðinni Borgarnesi dagana 20.-22. mars nk. Upplýsingar og þátttökutilkynningar í símum 93-71450 Sigurgeir, 93-71015 Guðmundur og 93-71668 Jóhanna. Vertu ár í Bandaríkjunum sem þú munt muna alla ævi. Komdu í hóp þeirra hundraða 18-25 ára einstaklinga með reynslu af ummönun barna sem taka þátt í spenn- andi prógrammi: Au Pair in America. Þú færð 100 dollara hverja viku í vasapeninga, heilsutryggingu, frjálst flug, vegabréfsáritun og margt annað. Til að fá frekari upplýsingar og Au Pair in America bækl- ing, hringdu í 91-78666 (fax 626273) eða skrifaðu til Au Pair In America, Pósthólf 8263,128 Reykjavík. auj mí S®MC\ Ár erlendis Minningar ævilangt. Jarðarfarir Útfor Guðríðar Egilsdóttur frá Hhði á Vatnsleysuströnd fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. mars kl. 13.30. Elínborg Þuríður Þórðardóttir, Suð- urgötu 78, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósepsspítala 29. febrúar. Jarðarfór- in hefur farið fram í kyrrþey. Gerður Magnúsdóttir kennari, Bú- staðavegi 67, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.30. Minningarathöfn um Stefaníu Stef- ánsdóttur frá Flugustöðum, sem lést á Hrafnistu 2. mars, fer fram frá Fossvogskapehu þriðjudaginn 10. mars kl. 17. Jarðsett verður frá Hofi í Álftafirði laugardaginn 14. mars kl. 14. Þórður Jónsson fyrrverandi hóndi, Byggðarholti, Lóni, andaðist á ehi- og hjúkrunarheimihnu Skjólgarði, Höfn, Homafirði, föstudaginn 6. mars. Krístinn Gunnarsson lést í Land- spítalanum 1. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram. Stefán Pétursson frá Bót, til heimflis á Dalbraut 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 15. Margrét Jakobsdóttir, Garðaflöt 37, Garðabæ, verður jarösungin frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudag- inn 11. mars kl. 13.30. Sigrún Þorláksdóttir, Dalbraut 27, síðast tíl heimhis á hjúkranarheimU- inu Skjóh við Kleppsveg, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Sigurjón Jónsson, Álftamýri 33, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 15. Oddný Þ. Björnsdóttir, Stóragerði 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 9. mars, kl. 13.30. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Guðbjöm Guðbjömsson ópemsöngvari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari halda tónleika þriðjudaginn 10. mars í Norraena húsinu. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni em verk eftir ýmsa höfunda, m.a. Grieg, Peterson-Berger, Mendelssohn, Haydn ogíslensk tónskáld. Fyrirlestrar Rannsóknarstofnun Kennara- háskóla íslands Skilningur 3-8 ára bama á íslenska fóð- umafnakerfmu og hugtökum um fjöl- skylduvensl. Dr. Hrafnhildur Ragnars- dóttir, prófessor í uppeldissálarfræði við KHI, heldur fyrirlestur í Kennaraháskól- anum við Stakkahlíð (stofu B-301) þriðju- daginn 10. mars kl. 17. Fyrirlesturinn Myndgáta Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Sammála byggir Hrafnhildur á doktorsritgerð í sálarfræði sem hún varði við háskólann í Aix-en-Provence í Frakklandi nýlega. Fyrirlestur þessi er hluti af fyrirlestraröð sem flutt verður á vormisseri á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands. Myndir af hellum og fossum í Gerðubergi Anna Guðjónsdóttir sýnir í Gerðubergi myndir af hellum og fossum, hjara ver- aldar og frá Hamborg: dullarfullan anda, sjálfsmynd af Martin Kmtzfeldt, fransk- ar leikkonur, sigur í sjómanni við þekkt- an listaprófessor, leiösögn um Hamborg eftir leyndardómsfullum leiðum og margt fleira. Sýningin stendur frá 10. mars til 7. apríl. Sýningaropnun 9. mars kl. 20. Opiö mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, fóstudaga og laugardaga kl. 13-16. Spilakvöld SÍBS og Samtaka gegn astma og ofnæmi SÍBS deildimar í Hafnarfirði og Reykja- vík og Samtök gegn astma og ofnæmi spila félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð. Félagar em hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti en allir em velkommr á spilakvöldin. Kaffi- veitingar í hléi. Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Simi680680 38 iRon * •50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í síð- buxum. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Aukasýning: Föstud. 13. mars. Allra siðasta sýnlng. ÁSTÓRA SVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggtá sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI Flmmtud. 12. mars. Hvit kort gilda. Uppselt. Laugard. 14. mars. Brún kort gilda. Uppselt. Sunnud. 15. mars. Uppselt. Flmmtud. 19. mars. Fáein sæti laus. Föstud. 20. mars. Uppselt. Laugard. 21.mars. Fáein sætl laus. Fimmtud. 26. mars. Fáein sætl laus. AUKASÝNING Föstud. 27. mars. Laugard. 28. mars. Fáeln sætl laus. Fimmtud. 2. april. Laugard. 4. apríl. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen. Miðvikud. 11. mars. Föstud. 13. mars. Gamanleikhúsið sýnir í Borgarleikhúsinu eftir Pétur Gunnarsson og Spilverk þjóðanna. 5. sýning, fimmtud. 12. mars. Fáein sæti laus. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð kr. 800. Miðasaia opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. Leikhúslinan 99-1015. Greiöslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.