Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Page 4
4 FIMMTUDÁGUR 12. MARS 1992. Fréttir Gunnar Bjamason ráðunautur um Galloway-nautin í Hrísey: Dæmigerð vitleysa og della staðnaðra kerf iskarla „Það er margt prumpið sem bún- aðarforystan hefur gert. Ræktunin á Galloway-kyninu í Hrísey er þó mesta prumpið. Það ætti að reka þessi naut upp á hæsta tind Norður- lands og láta þau vera þar til minn- ingar um þá vitleysu sem hrærð hef- ur verið í íslenskan landbúnað á undanfómum áratugum," segir Gunnar Bjamason ráðunautur. Gunnar hefur undanfama áratugi gagnrýnt bændur og búnaðarforyst- una harðlega fyrir að hafa ekki vahð betri holdanautakyn en Galloway til kynbóta á íslenskum nautgripum. Hann segir það hafa veriö pólitíska ákvörðun framsóknarmanna að hefja ræktun í Hrísey. Þar hafi veriö um að ræða kosningaloforð Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra þegar hann var í framboði nyröra. „Hann þurfti að gleðja kjósendur í Hrísey og lofaði þeim einangranar- stöð. Á sama tíma höfðum við dýra- læknastofnun á Keldum sem vel hefði getað séð um að sæða nokkrar kýr. Það var hins vegar mat fram- sóknarmanna að það myndu fá at- kvæði vinnast með innflutningi á sæði til Reykjavíkur; því skyldi rækt- unin eiga sér stað í Hrísey. Þangað var síðan ráðið Uð frainsóknar- manna með aUs konar tida tíl að passa þessi dýr. Þetta hefur kostað ríkið ófáar milljónir." Að sögn Gunnars benti hann bún- aðarforystunni á sínum tíma á að GaUoway væri úrelt, gamalt kyn frá Noröur-Skotlandi sem enginn notaði lengur. Kynið væri það versta sem til væri i nautakjötsframleiðslu. Mun heppUegra væri að taka einhver önn- ur holdanautakyn, svo sem Aberde- en Angus eða Charolais, og nota þau til aö framleiða hálfblendinga. Þau gefi af sér meira kjöt en Galloway og séu tU muna bragðbetri. „Öll þessi della með Galloway er dæmigerð um vitlausa ákvörðun staðnaðra kerfiskarla. Þessir menn era ekki í fílabeinstumi heldur inni- lokaðir í andlegri þúfu. Ef menn hefðu hug á aö bæta framleiðsluna og gera hana ódýrari myndu menn einfaldlega flytja inn sæði og útdeUa þvi frá Keldum og sleppa þessari ein- angrun. Það cr minni hætta á að sjúkdómar berist til landsms með sæði heldur en með búfræðingum sem sækj a sýningar ytra. “ -kaa Ræktun á Galloway-kyninu í Hrísey verður hætt næsta sumar: Flutt inn sæði úr öðrum kynjum? „Ég sé það sem æskilegan kost að íslenskir bændur eigi þess kost í framtíðinni að fá sæði úr nýjum kypjum holdanauta. Það eru flest kyn hagkvæmari til framleiðslu en GaUoway. Verði innflutningur heim- Uaöur í sumar mætti gera ráð fyrir að vaxtageta íslenskra holdanauta aukist um minnst 10 til 20 prósent. Þetta myndi hafa í för með sér vera- lega aukna hagkvæmni í framleiðsl- unni,“ segir Jón Viðar Jónmunds- son, formaður nautgriparæktar- nefndar Búnaðarfélagsins. Að sögn Jóns var það mjög um- deUd ákvörðun þegar ákveðið var að hefja ræktim á Galloway-nautum í Hrísey á áttunda áratugnum. Lög þessa efnis vora samþykkt á Alþingi 1971 og heimUuðu þau einungis rækt- un á þessari tílteknu tegund. Fyrstu kálfamir fæddust 1977 og hafa naut- gripir stöðvarinnar einkum verið notaðir til hálfblendingsræktunar á íslensku landnámskúnni. Rökin voru tilfinningaleg Að sögn Brynjólfs Sandholts, yfir- dýralæknis í landbúnaðaráöuneyt- í einangrunarstöðínni i Hrisey. Helgi Sigfússon tekst á við eina Galloway-kúna. inu, verður ræktun á Galloway- kyninu hætt í Hrísey næstkomandi sumar. Þá opnist möguleikar á að hefja ræktun á nýju kyni. Hann seg- ir að það hafi fyrst og fremst verið tUfinningaleg rök fyrir því aö GaUoway-stofninn hafi verið valinn á sínum tíma. Sýnt sé hins vegar að önnur kyn séu betur tU kjötfram- leiðslu faUin. Að sögn Jóns Viðars kemur eink- um til greina að flytja inn gripi af annars vegar breskum stofni og hins vegar miö-evrópskum. Verði inn- flutningur heimUaður af landbún- aöaráöuneytinu komi einkum til greina aö flytja eitt breskt kyn, annað hvort Herford eða Aberdeen Angus, og eitt mið-evrópskt kyn. Hvað varð- ar mið-evrópska stofninn segir Jón flest kynin of stór tU að íslenska landnámskúin geti borið slík af- kvæmi. Franska kynið Limmosine komi einna helst tU greina. Aðspurður segir Brynjólfur að framleiðsla á nýju kyni holdanauta geti hafist eftir um þrjú ár eftir að innflutningur verði heimilaður. Samkvæmt því geta íslenskir neyt- endur vænst þess að fá þessar afurð- ir í búðir laust fyrir aldamót. Mistök Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri hefur langa reynslu af GaUoway-nautgripum, enda hafa þeir verið ræktaðir á Gunnarsholti aUt frá 1948. Sá stofn á ættir að rekja tU kálfs af Galloway-kyni sem kom tU landsins 1933 en hefur verið kyn- bættur með sæði frá Hrísey á und- anfómum árum. Að sögn Sveins era það mistök að rækta þetta kyn og hann vUl hætta ræktuninni. Segir þessi naut óhag- kvæm, hægvaxta og skapiU. í þessu sambandi má geta þess að á undanf- örnum árum hefur sæði úr Gallowa- y-nautum einungis verið notað til sæðinga í um 10 prósent tUvika. -kaa í dag mælir Dagfari Það er ekki oft sem Alþýðublaðið hefur tíðindi að færa. I blaöinu í gær gat þó að Uta einhveija athygl- isverðustu yfirlýslngu sem gefin hefur verið á Alþingi síðan það var endurreist. „Ég neita því að ég sé bUaöur," hefur blaðið eftir Ólafi Þ. Þórðar- syni framsóknarþingmanni þá hann brá sér 1 pontu þingsins, aldr- ei þessu vant. Auðvitaö setur mann hfjóðan við sUka fuUyrðingu þing- mannsins. Fer jafnvel aö rifja upp Stóra bombuna þegar Jónas frá Hriflu var taUnn Klepptækur, án þess þó að líkja þeim Olafi og Jón- asi saman að öðru leyti. En við nánari lestur fréttar Alþýðublaðs- ins af óbUun Ólafs Þ. og eftir að hafa rýnt í fréttir annarra dagblaða skýröist máUð. Þingmaöurinn staðhæfði að hann hefði ekki greitt atkvæði með tveimur tíllögum en hið tölvustýrða atkvæðakerfi Al- þingis fullyrti að hann hefði greitt atkvæði á móti. Salóme þingforseti lýsti því yfir að kerfið væri marg- prófað og hundrað prósent öraggt. ÓU mistök við atkvæðagreiðslur væra því mannleg mistök. Þetta var ástæða þess að Ólafur Þ. sá sig knúinn tU að neita því að hann væri bUaður. Atkvæðakerfið Ólaf ur segist óbilaður væri hins vegar gaUað. I DV í gær segist þingmaðurinn þó ekki fuU- yrða hvort slegið gæti saman í þessu kerfi. Þingforseti segi að það sé óhugsandi. En kerfið segi hann hafa verið á móti málum sem hann hafi ekki tekið afstöðu tíl. Ólafur klikkir út með því að hann voni að hann þurfi ekki aftur að standa frammi fyrir því að skilja ekki með nokkra móti hvað gerst hafi í at- kvæðagreiðslu. Það ber brýna nauðsyn á að kom- ast til botns í þessu máli þvi þama stendur fullyrðing gegn fullyrð- ingu. Salóme segir atkvæðakerfið margprófað og gallalaust en Ólafur neitar því að vera bUaður. Ekki er vitað til þess að nokkrar prófanir hafi fariö fram á Ólafi líkt og á kerfinu og kann honum því að reynast erfitt að sanna sitt mál nema hann verði margprófaður líkt og kerfiö. Hins vegar er það ljóst að Ólafur skUur ekki hvað gerist í atkvæðagreiöslum og kerfið skUur ekki heldur hvað Ólafur ger- ir þá hann greiðir ekki atkvæði. Þess vegna er Ólafur á móti málum sem hann greiðir ekki atkvæði og með málum sem hann er á móti. Ef Ólafur er ekki bUaður en skUur ekki hvað gerist í atkvæðagreiðsl- um vaknar sú spuming hvort at- kvæðakerfiö sé á móti Ólafi eða hvort það vilji hafa vit fyrii' honum í einstökum málum. Úr þessu fæst ekki skorið nema fram fari sam- prófun á Ólafi og kerfinu þar sem reynt veröi að komast að því hvar bUunina sé að finna. Þaö má hins vegar segja að Ólafur hafi komið fram nokkram hefndum því að eft- ir að hann gaf yfirlýsinguna kvað þingforseti upp þann Salómedóm að slökkt skyldi á kerfinu en ekki Olafi. Þingforseti skammaði þingmenn fyrir aö greiöa ekki alltaf atkvæði þegar þeir ættu aö greiöa atkvæði. Þeir væra skyldugir samkvæmt lögum að greiða atkvæði þegar at- kvæðagreiðsla færi fram. Forseti útskýröi aö atkvæðagreiðsla færi þannig fram að þingmenn ættu að styðja á einn hinna þriggja hnappa sem sýndu afstöðu þeirra til mála. Ef þeir greiddu atkvæði með ættu þeir að styðja á hnapp merktan já. Væru þeir á móti ættu þeir að ýta á hnapp sem merktur er nei. Þeir þingmenn sem hvorki era með eða á móti skulu ýta á hnapp sem merktur er greiðir ekki atkvæði. En eflaust mætti sumpart kenna um vangá eða ókunnugleika ef við- staddir þingmenn reyndust ekki með málum, ekki á móti og greiddu ekki heldur atkvæði um að þeir vildu ekkert skipta sér af málum sem væra til afgreiöslu. Síðan reyndi Salóme að afhjúpa þá þing- menn sem kunna ekki á takkana með því að bera saman atkvæðatöl- ur og fjölda þingmanna í sal. Kom þá upp mikiö ósamræmi því þing- menn gátu ekki setið kyrrir í sæt- um sínum meðan á atkvæða- greiðslu stóð heldur ráfuðu til og frá í algjöra reiöileysi. Þá var slökkt á atkvæðakerfinu og þing- menn neyddust til að lyfta hendi væru þeir með eða á móti málum. Hinir sátu með hendur í skauti. Óstaðfestar heimildir herma að um helgina fari fram kennsla á takkaýtingar í þinghúsinu. Hins vegar er eftir að svara þeirri spum- ingu hvort bilun sé að finna í kerf- inu eða Ólafi Þ. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.