Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Blaðsíða 12
12
Spumingin
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992.
Verslarðu oft hérna?
(Spurt í Kringlunni)
Bragi Hlíðberg: Nei, tiltölulega sjald-
an.
Jón Magnússon sjómaður: Nei, sára-
sjaldan, enda er ég utanbæjarmaður.
Lilja Benediktsdóttir verslunarmað-
ur: Nei, ég geri það ekki.
Gunnar Ingimarsson nemi: Nei, ég
geri það reyndar ekki.
Jóhanna Guðmundsdóttir matráðs-
kona: Svona þó nokkuð oft.
Þorlákur Arnórsson, starfsm. MS:
Já, í hverri viku. Það er þægilegt aö
versla héma og ávallt nóg af bíla-
stæðum.
Lesendur
Áhersluatriði í gjaldeyrissköpun:
Eru möguleik-
arnir óteljandi?
fyrirtækja. - Frá höfuðborg Belgiu, Brussel.
Magnús Ólafsson skrifar:
Sífellt em menn að ræða nýja og
nýja möguleika á gjaldeyrisskapandi
atvinnuvegum okkar íslendinga.
Fyrir utan ýmsa fasta þætti sem við
þekkjum úr sjávarútvegi og fisk-
vinnslu eða sölu á ferskum sjávaraf-
urðum hafa verið framkvæmdir út-
reikningar á sölu rafmagns með sæ-
streng til Evrópu, og gælt er við
möguleika á eftirsóttu fríhafnar-
svæöi við Keflavíkurflugvöll. Einnig
nýtingu alls þess jarðvarma sem hér
er til staðar, og eflaust er hægt að
virkja og nýta í þágu iðnaðar eða
annarrar starfsemi.
- Galhnn við þessar bollaleggingar
er bara sá að þetta em og veröa því
miður aldrei annað en bollaleggingar
á meðan viðhorf mikils hluta þjóðar-
innar er það að ekki megi hefja sam-
starf við útlendinga á þeim grund-
velli að þeir kunni að græöa eitthvað
á samskiptum við okkur.
í flestum þeim löndum Evrópu,
a.m.k. þar sem erlend fyrirtæki
starfa, eru þau eignaraðili að fullu
eöa að verulegum hluta á þeim fyrir-
tækjum sem um er að ræða. Erlendir
bankar í Lúxemborg, og tryggingar-
fyrirtæki, samsetningar- og fram-
leiðslufyrirtæki í Sviss eru í eigu
útlendinga. Sömuleiðis útgerðarfyr-
irtækja fraktskipa í Hollandi, hótel-
keöjufyrirtæki á Ítalíu, Spáni og í
fíeiri löndum. - Einu skilyrðin sem
sett eru, og þau*eru óhagganleg, er
að innlent vinnuafl starfi við fyrir-
tækin að mestu leyti. Fyrirtækin em
að öðru leyti oftast skattfijáls í land-
inu, en greiða umsamið aðstöðugjald.
Hvaða sérstöðu höfum við íslend-
ingar sem gerir okkur svo gildandi
umfram önnur vestræn ríki Evrópu
að við veljum fremur fjársvelti og
atvinnuleysi vegna einhvers gervi-
þjóðarstolts? Þjóðarstoltið fer fyrir
lítið þegar við stöndum frammi fyrir
þeim staðreyndum að við eigum í
raun enga möguleika á að fjölga
gjaldeyrisskapandi verkefnum. Og
sú staðreynd blasir nú einmitt viö.
Allt tal stjómmálamanna hér um að
við eigum svo og svo mikla mögu-
leika ónýtta er marklaust. - Það
verður með einhverjum hætti að
stöðva þetta óráðshjal stjórnmála-
manna. Ef við snúum ekki við blað-
inu nú þegar og bjóðum ölium þeim
erlendu aðilum sem viija hasla sér
völl hér með atvinnuskapandi fram-
kvæmdir aðstöðu, missum við fljót-
lega af þeim tækifærum. Og þar með
fólk á besta aldri er bíður eftir at-
vinnutækifærum fyrir sig og sína.
Losum okkur við verkalýðsf élögin
Pétur Jónsson skrifar:
Nokkuð hefur borið á því í skrifum
manna að skylduaðild að verkalýðs-
félögum þurfi að endurskoða og jafn-
vel eigi að leggja hana af. Ég er þeirr-
ar skoðunar að jafnvel verkalýðsfé-
lög hér á landi séu ekki til hagsbóta
fyrir hinn almenna launþega. Þau
eru miklu fremur til hagsbóta fyrir
atvinnurekendur, sem styðjast að
verulegu leyti við að forystumenn
verkalýðsfélaga, þar með taldir
starfsmannafélaga opinberra starfs-
manna, sjái svo um að ekki verði
gengið lengra en „góðu hófi“ gegnir
í því að gera „góöa“ samninga fyrir
sina umbjóðendur.
Hvað varðar skylduaðild að verka-
lýðsfélögum þá kemur að því hér á
landi eins og víöa annars staðar aö
hinn almenni launþegi þarf ekki að
skrá sig í verkalýðsfélag til að fá
vinnu við sitt hæfi. Það verður
reynslan og hæfnin sem gildir á
vinnumarkaði hér sem annars stað-
ar. Eða halda menn að hér á landi
verði viðhaldiö sérstöku fyrirkomu-
lagi um verkalýðsfélög þegar og ef
við náum samningi við EES eða þá
við inngöngu í EB? Og önnur hvor
tengslin verða staðreynd innan
skamms tíma, hjá því verður ekki
komist.
Hver hefur orðið árangur verka-
lýðsbaráttunnar hér í kjaramálum?
Hafa verkalýðsfélögin ekki barist
fyrir styttri vinnuviku til að auka
frítíma almennings? Hver er árang-
urinn þar? Vinnuvikan lengst og
kaupmátturinn jafnframt minnkað.
Hvernig þrýsta verkalýðsfélögin á
efndir stjórnmálamanna um minnk-
andi skattagreiðslur? T.d. afnám
tekjuskatts, sem var á stefnuskrá
stærsta stjómmálaflokksins í land-
inu? Á það minnast ekki forsvars-
menn verkalýösfélaga fremur en
snöm í hengds manns húsi.
I núverandi kjarasamningum er
ekki sett á oddinn að fá fleiri skatt-
þrep eða lengra orlof. Það er klifað á
launahækkunum og vaxtídækkun-
um, en hvorugt gagnar launafólki.
Vaxtalækkun kemur ekki hiinum al-
menna launamanni til góða. Þrátt
fyrir lága verðbólgu í u.þ.b. eitt heilt
ár, er engin breyting á verðbótaþætti
á vexti eða afborgunum lána, og höf-
uðstólhnn hækkar sífellt með hverri
afborgun. - Myndi vaxtalækkun
breyta einhverju? Auðvitað ekki.
Það yrði hins vegar til bóta aö
leggja niður verkalýðsfélög og fyrir-
tækin gerðu samninga við sína
starfsmenn. Lífeyrissjóðir yröu sér-
eign launþeganna og við starfslok í
viðkomandi fyrirtæki fengi starfs-
maður sinn lífeyrissjóð til frjálsrar
ávöxtunar. Núverandi fyrirkomulag
á vinnumarkaði hér er úrelt og
þarfnast verulegs uppskuröar.
Fyrst þarf að jaf na kaupmáttinn
„... skammstöfunin ASÍ stendur ekki lengur undir nafninu Alþýðusamband
„íslands“,“ segir bréfritari m.a.
Magnús Guðmundsson, Patreksfirði,
skrifar:
Alþýðusamband íslands þenur nú
heilasellurnar til hins ýtrasta til að
ná fram kjarasamningum. - En fyrir
hveija?
Eins og allir vita búa hér á landi
um 260 þúsund manns og býr helm-
ingur eyjarskeggja á suðvesturhorni
landsins en hinn helmingurinn er
landsbyggðarfólk. Nú er svo komiö
að kaupmáttur landsbyggðarfólksins
og íbúanna á suðvesturhorni eyjunn-
ar er orðinn svo óraunhæfur að
skammstöfunin ASÍ stendur ekki
lengur undir nafninu Alþýðusam-
band „íslands"! Sambandið getur
DV áskilur sér rétt
til að stytta aósend
lesendabréf.
ekki lengur samið fyrir alla lands-
menn á sama grundvelli þegar kaup-
máttur landsbyggðarfólksins er orö-
inn 20 til 30% minni en íbúanna á
suðvesturhorni landsins.
Við, landsbyggðarfólk, viljum enga
kauphækkun en gerum okkur harð-
ánægð með að kaupmáttur okkar
verði samur eða svipaður og íbúaima
á suðvesturhominu. Ég vil með þess-
um orðum benda forseta Alþýöu-
sambands „íslands" á, og öðrum
launþegasamtökum, að fyrst þarf að
jafna kaupmátt landsmanna áður en
gengið er til samninga. - íbúar á suð-
vesturhorni landins eiga engan rétt
á kjarabótum á meðan svo er háttað
sem ég hefi hér lýst.
Er skattkerf ið til
tyrimiyndar?
Lúðvig Eggertsson skrifar:
Skattkerfi á Vesturlöndum leit-
ast við að láta þá sem breiðust
hafa bökin bera þyngstu byrðina.
Þetta er grundvallaratriði. - Er
henni framfylgt hér á landi? Nei,
hún er þverbrotin. Sama skatt-
prósenta (nál. 40%) er innheimt
af lágum sem háum tekjum. Er-
lendis era fleiri skattþrep.
Auk þess sem skattleysismörk
eru lág hér er skattur innheimtur
af nauðþurftartekjum. Fjár-
magnstekjur eru skattfijálsar.
Sama ranglæti ríkir í virðisauka-
skattinum, 24,5% á allar vörar
og þjónustu jafiit í flestum EB
löndum er hann 15% og 5% á
matvörur. Það var raunar Jón
Baldvin, ekki Friðrik Sophusson,
sem kom á matarskattinum. Frið-
rik ætti þó ekki hælast um og
hrósa skattkerfi okkar. - Raunar
hef ég ekki heyrt meiri öfugmæli.
Áfram Sighvatur!
J.B. skrifar:
Mér fimtst að þeir sem hafa
gagnrýnt Sighvat Björgvinsson
heilbrigðisráðherra aö undanf-
örnu ættu að láta af gagnrýni þvi
nú eru aðgerðir hans farnar að
skila árangri. Apótekarar era t.d.
nú búnir að viðurkenna að ráð-
herra hafi haft rétt fyrir sér varð-
andi spamað í lyfsölu.
Ýmsir heildsalar sem makað
hafa krókinn gegnum heilbrigð-
iskerfið bjóöa nú lægra verð. -
Ég held því aö læknar, apótekar-
ar og heildsalar gerðu best í því
að bíðja Sighvat afsökunar því
bæði neytendur og þeir munu
hagnast á hagræðingunni.
Blikkbeyuæði
landans
Gunnar Guðmundsson skrifar:
Fyrir mér er bill eingöngu tæki
til að komast á milli staöa. Skipt-
ir þá ekki máli hvort ég ferðast í
5 milljón króna Benz eða á Lada
Sport. Ég er alirrn upp við það að
fara vel með verðmæti og nýta
þau eins og kostur er. Við höfum
veríð dijúg við aö flytja inn nýja
og notaða bíla, og erum vel birg
af þeim. - Á sveitabæjum eru
blikkbeljumar oft fleiri en al-
vörubeljur. Og voru þær þó meiri
sveitaprýði. Nú verður landinn
að taka sér tak. Flytja út nokkra
skipsfarma af blikkbeljum og
hreinsa landið í leiðinni. Þá má
senda til austantjaldsríkja, þar er
skortur á farartækjum.
Greiðum hluta
sjúkrahúsfæðis
Þórarinn hringdi:
Ég er sammála Gissuri sem
skrifaði í lesendabréf nýlega um
að sanngjarnt væri að sjúklingar
tækju þátt í að greiða fæði á með-
an á sjúkrahúsdvöl stendur. Það
mætti alla vega reikna það á
kostnaðarverði, líkt og gert er í
opinberum mötuneytum. - Þetta
er síður en svo ósanngjamt og
raunar bráönauðsynlegt.
SpilakassarRKÍ
Björn hringdi:
Ég spiia stundum í spilakössum
Rauða krossins, þegar ég kem inn
í sjoppu í grennd við vinnustaö
minn. Nú eru komnir nýir
tölvuvæddir spilakassar sem ég
er hundóánægöur með. Þarna
rennir maður blint í sjóinn, t.d.
ekki hægt að sjá hvort eða hve
mikið sá síðasti vann.
Einnig er komið nýtt kerfi á
útgreiðslu. Kassinn gefur seðil
sem framvísa á til kaupmanns.
Krakkar sem spila era oft spurðir
hvort þeir vilji ekki taka eitthvað
út á vinninginn og þeir freistast
þá til að kaupa. - Þessa kassa
ætti að taka úr umferö sem fyrst.