Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992. 5 i>v Viðtalid Fréttir Hagvagnar hf. hefla akstur fyrir Almenningsvagna hf í sumar: Kaupa 22 slrætisvagna - borga 195 milljónir fyrir 15 nýja Renault-vagna og 25 milljómr fyrir Kópavogsflotann komastá 1 gSnguskíði Nafn: Friðrik Sigurðsson. Starf: Nýráðinn forstjóri Kísiliðjunnar Aldur: 34 ára. Friörik Sigurðsson sjávarlif- fraeðingur heíur verið ráðinn for- stjóri Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit og var hann vahnn th starfs- ins úr hópi margra tuga umsækj- enda. Friðrik tekur við starfinu af Róbert Agnarssyni sem hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Mos- fellsbæ. Friðrik er fæddur á Akureyri og segist ýmist telja sig Akur- eyring eöa Reykvíking, eftir þvi hvað henti betur hverju sinni! „Ég varö stúdent frá Ménntaskól- anum við Hamrahlíð árið 1978. Þaö sama ár, um haustið, hóf ég nám í líffræði viö Háskóla íslands og var þar eitt ár áður en ég flutti til Bergen í Noregi. Þar byrjaöi ég nám í liffræði og bjó í tvö ár i Bergen áður en ég flutti til Þránd- heims en þar lauk ég próft i sjáv- arlíffræði árið 1986. Ég var framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva frá því í desember 1986 fram í júní 1990. Þá flutti ég mig um set og fór að reka þrotabú íslandslax og gerði það fram i fe- brúar á siðasta ári. Síðan þá hef ég starfað hjá Isnó hf. sem fram- kvæmdastjóri.“ Leggst vel i mig „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu nýja starfi hjá Kis- ihðjunni. Ég hef mikla trú á þessu fyrirtæki. Kisihðjan er afar traust fyrirtæki og sem líffræð- ingur er ég mjög fylgjandi allri skynsamlegri nýtingu á nátttúru- auðlindumlandsins, hverju nafni sem þær nefnast. Ég tel að rekst- ur Kísihðjunnar sé af hinu góða fyrir þetta vistkerfl sem er þama i Mývatni.“ - Þetta er óneitanlega nokkuð ólíkt því sem þú hefur verið að fást viö sem sjávarlíffræðingur. „ Jú, að mörgu leyti er það ólikt. Samt sem áður tel ég að sú menntun og reynsla sem ég hef aflað mér geti nýst mér í hinu nýja starfi.” Fer á gönguskíði - Hvað gerir þú þegar tómstundir gefast fVá vinnu? „Ég held að vinnan verði að teljast mitt aðaláhugamál en ég reyni að sinna fjölskyidunni eins og nokkur kostur er. Á vetuma reyni ég að komast á gönguskíði en ég lærði það á árirnum i Nor- egi að fara á skíði. Einnig hef ég gaman af aö hlusta á góða tónlist og þá fyrst og fremst að því að hlusta á góðan jass. Ég hef ekki fengist neitt við það að spila sjálfur á hljóðfæri og ætii það megi ekki segja að tónlistariðkun min eínskorðist við búkslátt. Manni hættir til að slá taktinn þegar maður hlustar á góðan jass. Taktur er oft góöur í jassinum og þvi getur veriö erf- itt að hemja fingurna,*1 sagöi Friðrik. Friðrik er kvæntur Margréti Eydal, félagsráögjafa frá Akur- eyri, Þau eiga tvö böm, Hrefnu, sem er 8 ára, og Sindra Má, sem er 3 ára, og fjölgunar er von í íjöl- skyldunni þegar kemur fram á sumarið. -gk Hagvagnar hf. hafa gert samninga um kaup á 22 strætisvögnum sem hefja akstur fyrir Almenningsvagna hf. síðla í sumar. Sjö vagnar Strætis- vagna Kópavogs hafa verið keyptir fyrir 25 milljónir króna og fimmtán nýir vagnar af Renault-gerð og kost- ar hver vagn 13 mihjónir króna. Ákvörðun um ht á þeim verður tekin í vikunni en hugmyndir em uppi um að hann verði sá sami og á Strætis- vögnum Reykjavíkur. Nýju vagnarn- ir koma til landsins í sumar frá Lyon í Frakklandi. Hagvagnar hf. er rekstrarfélag Hagvirkis-Kletts sem bauð 216 millj- ónir króna í strætisvagnaakstur í fimm af sex sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, sem eiga Almenningsvagna hf. Fyrirtækið Ahrahanda hf. bauð 38 mihjónir í akstur fyrir Mosfellsbæ- inga og hóf hann 1. mars á sömu leið- um og voru eknar áður. Rekstarfé- lagið nefnist Meiriháttar og hefur keypt þrjá vagna Mosfellsleiðar. Allt leiðakerfi í sveitarfélögunum verður samræmt þegar Hagvagnar hefja akstur og er stefnt að því að það verði í ágúst. Sama tíðni ferða veröur og hjá SVR, þijár ferðir á klukkustund. Einnig verður miðað við SVR í far- gjaldamálum og stefnt að sama miða- verði fyrir aha farþega. Almenningsvagnar innheimta far- gjöldin og reikna með um 50% halla á rekstrinum. Hann taka þau á sig í hlutfalh við íbúafjölda og aksturs- vegalengdir. Kópavogur á rúm 37% í fyrirtækinu, Hafnarfjörður tæp 34%, Garðabær 16,3%, Mosfehsbær tæp 10% og Bessastaðahreppur og Kjalameshreppur 1-2%. -VD NEIEKKIAL Nú getur þú komið til okkar í Japis með gömlu slitnu hljómplötuna, úrsérgengna myndbandstækið og plötuspilarann, og við tökum þessar vörur sem greiðslu upp í nýjar vörur þ.e. plötu upp í geisladisk, myndbandstæki upp í nýtt myndbandstæki og plötuspilara upp í geislaspilara. Ástand hlutanna og tegund skiptir engu máli. 03*. Þú getur valið úr þúsundum titla af geisladiskum Yfir 30 gerðir geislaspilara m í takt v/3 nujan JAPIS tJftíO BRAUTARHOLTI / KRINGLUNNI /**^625200 ATH. RF.CI.AN FR: EINN A MÖTI EINUM T.O. EIN HLJÖMPLATA Á MÖTI EINUM CEISLADISK, 2 HLJÖMPLÖTUR A MÖTI 2 DISKUM O.SFR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.