Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR’ 12. MARS 1992. 33 KORTHAFAR fá 15%- afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-18.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Alhugtö: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrír kl. 17.00 á föstudag, SMÁAUGLÝSINGAR Styrkari hendur á stjórnartaumana Ford Econoline ’89, 6 cyl., Dodge Ram ’83, 8 cyl., EFi. sjálfskiptur. „Auðvitað hefði Eyjólfur Konráð Jónsson átt að vera forsætisráðherra. Hann gjörþekkir atvinnuvegi þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar." Ég hef alltaf fundið það betur og betur að það vantar mikið í núver- andi forsætisráðherra íslands. Ég fann það best og sárast þegar hann fór í heimsókn til ísrael, í boði frænda sinna þar. Þá var honum afhent bréf frá ráðandi mönnum í ísrael um Eðvald Hinriksson, sem þeir bera á alls konar glæpi. Auðvit- að átti forsætisráðherra að greiða sitt hár og fara strax heim, en ekki að fara að leggja kransa á leiði hinna föllnu ísraelsmanna sem hafa verið drepnir undanfarin ár. Það er rétt hjá Jóni Baldvin Hannibaissyni þegar hann líkti framkomunni við Davíð á þann veg að verið væri að leiða hann í gildru. Þessir ísraelsmenn buðu næ- stæðsta manni okkar til sín og sýndu honum ósvífmn dónaskap. Þetta skildi Davíð ekki, frekar en margt annað. Ég vona bara að hann hlýði ísraelsmönnum ekki í því að afhenda Eðvald Hinriksson sem nú er á níræðisaldri. Ef forsætisráð- herra gerir það þá er veldi hans búið. Þá mun íslenska þjóðin rísa upp. Hún mun fá það áht á honum að hann sé ekkert nema hárið og mikillætið. Þeir eru margir sem segja sem svo að Davíð hefði aldrei átt að verða forsætisráðherra. Hinir sömu segja að hann hefði átt að segja af sér um leið og hann kom heim eftir þessa miklu skammarför sína. Eintómir skóladrengir Þegar Davíð og Jón Baldvin klömbruðu saman núverandi ríkis- stjóm lögðu þeir áherslu á að Dav- íð yrði forsætisráðherra. En hann er bara ekki nógu mikill bógur í starfið. Auðvitað hefði Eyjólfur Konráð Jónsson átt að vera forsæt- isráðherra. Hann gjörþekkir at- vinnuvegi þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar. Það er átakanlegt að heyra í stuttbuxnadrengjunum, sem eru ráðherrar nú, af því að þeir hafa einungis verið í skóla allt sitt hf til þess að þurfa ekki að vinna. Undanskihnn er Ólafur G. Einarsson. Hann fór þó út í að framleiða malbik handa lands- byggðinni á sínum tíma, þótt ekki hefði hann aht hreint í pokahom- inu í þeim efnum. Pálmi Jónsson heföi átt að verða fjármálaráðherra. Þar hafði hann góða reynslu. Eggert Haukdal hefði átt að verða landbúnaðarráðherra eða þá Egill Jónsson sem er vel menntaöur maður í landbúnaði. Verkin á hans heimili bera þekk- ingu hans á landbúnaði gott vitni. Ford Econoline ’91, 4x4. Einn með öllu. Bronco XLT ’83, mikið breyttur. en tel það nauðsynlegt að atvinna sé kennd jafnhliða þeirri miklu menntun sem allir þykjast þurfa að ganga í gegnum. Nú þurfa allir að verða stúdentar og fara síðan út í nám eftir að hafa náð stúdents- prófi. Námslán eiga að vera af skomum skammti. Þeir sem hafa áhuga á námi geta unnið fyrir sér sjálfir eins og gamla fólkið gerði hér áður fyrr. En ríkisstjómin, hvað sem hún heitir, verður að sjá um að landsmenn hafi næga atvinnu. Það þarf að kenna fólkinu að vinna og á að skylda hvem og einn til að kynna sér atvinnulífið í landinu. Það veit enginn hveijir geta álpast á Alþingi íslendinga nú til clags. Sannleikurinn er sá að margir Annars er leitt th þess að vita hve mikið af sjálfstæðisdrengjum kemst inn á Alþingi íslendinga. Flestir þeirra hafa aldrei unnið ærlegt handtak við atvinnuvegi þjóðarinnar. Svo verða þeir stór- lega vandræðaiegir þegar stórmál koma upp á þingi. Þá verða þeir að hlýða öðrum, sér æðri, sem hafa ekkert vit á því hvað er þjóðinni fyrir bestu. Þetta finnst mér, sem eldri konu, átakanlegt ástand á Alþingi okkar íslendinga í dag. Já, það er iha komið fyrir lýðræðinu á Islandi þegar tveir ungir menn, sem hafa ótakmarkað sjálfsáht, halda einir um stjórnartaumana. Þama á ég við þá Jón Baldvin og Davíð sem mynduðu ríkisstjórn úti í Viðey, eins og frægt er orðið. Þá pössuðu þeir að velja ráðherra sem voru alveg ekta súkkulaðidrengir, svo þeir gætu sjálfir ráðið lögum og lofum. Þó verð ég að segja það Alþýðuflokknum th hróss að innan hans er einn ráðherra sem ber af öðram. Það er Jóhanna Sigurðar- dóttir. Þetta vita allir. Hún hefur staðið sig með miklum sóma og ekki látið neina dekurdrengi fara með sig í mikilvægum málum. Námslán að minnka Ég er ekki beint á móti menntun, námsmenn fara í skóla til þess að þurfa ekki að vinna. Þið verðið að taka eftir því, kæru lesendur, - til að þurfa ekki að vinna. Ég þekki marga námsmenn sem fengu vinnu bæði á Eskifirði og Neskaupstað, sérstaklega eftir að náttúruhamf- arirnar voru þar fyrir nokkrum árum. Þá yar mikh vinna, unnið til ehefu á hverju kvöldi og flestar helgar. Ungur maður, sem var í verkfræði, vann þarna lungann úr sumrinu. Þegar hann var búinn að vinna í fimm og hálfa viku þá fór hann að leggja saman launin sín. Þá vora þau orðin það mikh að hann hætti að vinna á stundinni th þess að fá námslán. Maður þekkir of mörg dæmi þessa eðlis í kringum sig og ég er ekkert hissa þótt náms- lánin verði minnkuð. Þau mega minnka mikið til að koma í veg fyrir misnotkun af þessu tagi. Regína Thorarensen BlLDSHÖFDA 8-112 REYKJA VlK Sími 675200 Kjailarinn Regína Thorarensen Toyota LandCruiser turbo dísil ’87. Isuzu Trooper ’89, 6 cyl. Einn með öllu, 4 dyra. BLFJiEIÐASALA ÍSLANDS HF. TRYGGINGASTOFNUN ^±7 RÍKISINS © Deildarstjóri Tryggingastofnun ríkisins auglýsir hér með eftir deildarstjóra fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skulu hafa borist Tryggingastofnun ríkisins fyrir 10. apríl nk. Staðan veitist af heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að fengnum tillögum stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Reykjavík, 10. mars 1992 Tryggingastofnun ríkisins Laugavegi 114 Reykjavík „Annars er leitt til þess aö vita hve mikið af sjálfstæðisdrengjum kemst inn á Alþingi íslendinga. Flestir þeirra hafa aldrei unnið ærlegt handtak við atvinnuvegi þjóðarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.