Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Side 9
FIMMTUDAGUR’ 12. MARS 1992. 9 Utlönd George Bush hefur náð góðri stöðu fyrir flokksþing repúblikana: Clinton hársbreidd frá sigri á Tsongas - hagstæð úrslit í forkosningum 17. mars gætu tryggt sigur Clintons Bill Clinton er nú hársbreidd frá að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaefni þeirra í kosningun- um í haust. í Bandaríkjunum er nú farið að tala um baráttu hans og Bush um forsetaembættið. Hann er með afgerandi forystu eft- ir góða sigra í forkosningum og for- vali á þriðjudaginn og á næstkom- andi þriðjudag á hann möguleika á að færast enn nær sigrinum. Þá verða forkosningar í Illinois og Mic- higan. Bæði ríkin eru nærri heima- ríki Clintons og reynslan hefur sýnt að þar á hann mest fylgi. Clinton nýtur þess að helstu keppi- nautar hans skipta með sér fylginu. Paul Tsongas virðist vart eiga von um fylgi fyrir utan Norð-Austurríkin en hér eftir beinist athyglin einkum að Mið- og Vesturríkjunum. Þar er Jerry Brown sterkari og framganga hans gæti orðið til að útiloka Tsongas endanlega. Clinton á enn eftir að afla sér fylg- is fjölda kjörmanna á landsfund demókrata. Hann þarf 2145 fulltrúa til sigurs. Þátt fyrir að svo lítið vanti upp á sigur gæti hann þurft stuðning óháðra fulltrúa á lokasprettinum. Stuöningur þeirra er þá vís ef aðrir frambjóðendur eru langt frá sigri. Meðal repúblikana er spennan úr sögunni. Árangur Bush á þriðjudag- inn þýðir að hann hefur þegar tryggt sér meira en helming þess sem þarf þannig að barátta Pats Buchanan þjónar úr þessu þeim tilgangi einum að valda forsetanum vandræðum. Margir stuðningsmenn Buchanans telja því rétt fyrir hann að draga sig í hlé, enda hafi þegar tekist að láta Bush vita eftirminnilega af óánægj- unni í flokknum. Buchanan ætlar þó að halda áfram Repúblikanar Óháðir 6 Buchanan 46 Bill Clinton og Hillary kona hans láta nú sem sigur sé í höfn og að hann fái tækifæri til að skora á George Bush í komandi forsetakosningum. Þau hjón gætu þvi orðið næst til að setjast að í Hvíta húsinu en flestir eru samt þeirrar skoðunar að Bush eigi auðveldan leik gegn Clinton. Simamynd Reuter en framboð hans vekur hér eftir ekki sömu athygli og áður. Bush getur því andað rólega og einbeitt sér að land- stjórninni í stað framboðsmálanna. Reuter Demókratar Andstæðingar stríðsátakanna i Júgóslaviu ætla að halda áfram mótmælum sínum í Belgrad í dag, þríðja daginn í röð, til að knýja Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, til að segja af sér. „Segðu af þér, segðu af þér,“ sungu þúsundir námsmanna í borginni í gær. Nokkrir þeirra ákváðu að halda mótmælunum áfram um nóttina, þrátt fyrir aö hitastigið væri undir frostmarki. „Það er dálítið frost en mér er alveg sama,“ sagði Dragan Radivojevic, 21 árs laganemi við háskólann i Belgrad. Hann var búinn að lýúfra sig undir teppi á bedda, aðra nóttina í röð, á einni aðalgötu Belgrad. Allt að fimm þúsund námsmenn og stuðningsmenn þeirra tóku þátt í mótmæiunum i gær, dönsuðu við rokktónlist, sungu serbneska þjóð- ernissöngva og hlustuðu á ræður þar sem átta mánaða stríðið við Króatíu var fordæmt Ræðumenn kenndu Milosevic, fyrrum kommúnista og forseta stærsta Iýðveldis Júgóslavíu, um átökin sem hafá kostaö meira en sex þúsund mannslíf. Rcuter Góðlp hlustendurl / d ti a : Kl. 14:00 Svæðisútvarp í umsjón Erlu Friðgeirsdóttur. Stórreykjavíkursvæðið; Rvík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsb.og Seltjarnarnes. / k v ii I tl: Kl. 22:00 Tveir eins. Ólafur Stephenssen og Ólafur Þórðarsson sjá um þáttinn. Létt sveifla og gestir í kvöldkaffi. 90.9 93.7 103.2 Höfuðborgarsvceðið Suðurnes Vesturland Sauðárkrókur Suðurland Skagafjörður Akureyri I f y r r u in d I i i) : Kl. 10:00 Við vinnuna með Guðmundi Benediktssyni. Uppáhaldslögin, Afmæliskveðjur, veður, færð, óskalögin, flug o.fl. Opin lína í síma 626060. FM9O9TFM1032 AÐALSTÖÐIN SÍMAR 62 15 20 og 62 12 13 BEIN ÚTSENDING 62 60 60 LÁGMÚLA 7-SÍMI 814077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.