Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Holdanautin afskrifuð Nú er komið að lokum Galloway-martraðarinnar, sem hefur kostað skattborgara landsins meira en hundrað milljónir króna. Landgræðslustjóri hefur tekið af skar- ið, neitar að ala meira af slíkum nautgripum í Gunnars- holti og vill losna við þetta vandræðakyn úr ræktun. Gunnar Bjarnason ráðunautur hafði rétt fyrir sér í þessu eins og ýmsu öðru, þegar hann mælti gegn því, að þetta lélega nautakyn yrði flutt til landsins og sett upp rándýr einangrunarstöð í Hrísey. Landbúnaðar- kerfið hlustaði ekki á þessa gagnrýni frekar en aðra. Komið hefur í ljós, að Galloway-gripir eru skapþung- ir og jafnvel illskeyttir í fjósi. Það veldur íslenzkum bændum nokkrum erfiðleikum og er meginástæða þess, að landgræðslustjóri og nautgripanefnd Búnaðarþings vilja nú falla frá hinum langvinnu mistökum. Landbúnaðarkerfið hefur minni áhyggjur af hinu, sem er alvarlegra, að Galloway-kjötið er mun lakara en kjötið af gamla íslenzka nautakyninu. Landbúnaðar- kerfið hefur löngum ætlazt til, að neytendur snæði það, sem að þeim er rétt, án þess að vera með múður. Oft hefur verið bent á, að holdanautakjötið væri bæði seigt og vont. í umsögnum DV um veitingahús hefur fólk verið varað við að panta nautakjöt, nema á þeim veitingastöðum, sem eingöngu bjóða feitt og ann- ars flokks kjöt af hinu hefðbundna íslenzka nautakyni. Það er annað dæmi um ruglið í landbúnaðarkerfmu, að ólseigir sultarskrokkar eru settir í fyrsta verðflokk, en feitir skrokkar með meyru kjöti eru settir í annan verðflokk. Svona haga menn sér, þegar þeir eru orðnir alveg sambandslausir við þarfir markaðarins. Galloway-holdanautin voru aldrei miðuð við þarfir markaðarins. Ef hugað hefði verið um neytendur, hefði verið valið betra nautakyn, svo sem Angus, sem hefur rutt Galloway úr Bretlandi eða hið franska Charolais, sem margir telja bragðbesta nautakjöt í heimi. Ef nú verður reynt að flytja nýtt nautakyn til lands- ins, er óþarfi að nota til þess rándýra einangrunarstöð í Hrísey, sem kostar í rekstri sjö milljónir króna árlega. Flytja má til landsins frjóvguð egg og hefja ræktunina í tilraunastöðinni á Keldum, þar sem aðstaða er góð. ímyndaðar öryggiskröfur voru notaðar til að kaupa atkvæði á Norðurlandi eystra, þegar ákveðið var að reisa einangrunarstöð í Hrísey. Koma þurfti upp húsa- kynnum og búnaði, sem þegar var til á Keldum, og ráða starfsfólk, sem ekki hefði þurft að ráða á Keldum. Nokkrar verstu hliðar núverandi landbúnaðarkerfis komu fram í holdanautamálinu. Vahð var úrelt kyn, sem útlendir bændur vildu ekki nota, mun lakara en það, sem til var fyrir hér á landi. Valið var kyn, sem valfrjáls- ir neytendur í öðrum löndum höfðu áður hafnað. Þetta er miðstýrt kerfi, þar sem markaðslögmál eru að engu höfð. Nokkrir valdamiklir og ábyrgðarlausir karlar ákveða, hvaða nautakjöt íslendingar eigi að borða og að styðja skuh í leiðinni byggð í Hrísey. Þeir ákveða í fílabeinsturni að kasta fé skattgreiðenda á glæ. Þessir karlar í Bændahöhinni ákváðu, að nautgripir, sem eru vanir kulda og vosbúð á afskekktum og einangr- uðum heiðum í Skotlandi, hlytu að henta íslenzkum bændum, sem þó hafa gripi sína yfirleitt í sæmilega hlýjum fjósum. Á þessum grunni var búin til martröð. Eftir meira en hundrað mihjón króna tjón þjóðarinn- ar hefur svo komið í ljós, að enginn vih hafa neitt af holdanautunum að segja, hvorki neytendur né bændur. Jónas Kristjánsson „Nunnurnar eru ekki handstýrð verkfæri í höndum yfirmanna Landakots, heldur sjálfstæðar manneskjur...,“ segir Finnur m.a. í grein sinni. - St. Jósefssystur á fundi með fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra. DV-mynd Brynjar Gauti Systurnar til bjargar Ríkisstjóm Davíös Oddssonar þykist vera aö spara á öllum svið- um. Því miður er þaö nú svo aö flest þau áform, sem ríkisstjórnin er með um sparnað, munu ekki leiða til sparnaðar heldur þvert á móti. Dæmi um það er sameining Borgarspítala og Landakots í eitt sjúkrahús. Verði hún að veruleika, þá munu útgjöld til heilbrigöismála stóraukast í framtíðinni. Málefnaleg andstaða Framsókn- arflokksins við ríkisstjórnina mót- ast af þeim leiðum sem ríkisstjóm- in hefur valið aö fara til spamaðar en ekki því að framsóknarmenn séu ekki markmiðunum um hag- ræðingu og sparnað sammála. Spamaður og hagræðing næst ekki fram með því að kasta höndunum til þess er gera þarf. Það sem nú getur bjargað því að ríkisstjómin valdi stórslysi í sameiningarmál- um sjúkrahúsanna í Reykjavík er að vilji St. Jósefssystra á Landa- koti verði virtur. Vildu öldrunarsjúkrahús Um áramótin 1988-1989 gengu yfirmenn Landakotsspítala, þeir Logi Guðbrandsson og Ólafur Óm Arnarson, á fund þáverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundar Bjamasonar, og ósk- uðu eftir því aö ráðherra beitti sér fyrir því að Landakotsspítali og Borgarspítali yrðu sameinaðir. Til- lögur þeirra gerðu ráð fyrir því aö verkaskipting á milh sjúkrahús- anna yrði þannig að öll bráðaþjón- usta flyttist frá Landakotsspítala yfir á Borgarspítala og Landa- kotsspítali yrði gerður að öldmnar- lækningasjúkrahúsi. Þegar þeir kostir um aukna verkaskiptingu, samstarf eða jafn- vel sameiningu sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík voru skoðaöir grannt, þá kom í ljós að sameining Borgarspítala og Landakotsspítala var versti kosturinn, þar sem hún leiddi til stórkostlega aukinna út- gjalda. Skítt með þjóðarhag Þegar aðrar leíðir en sameining Borgarspítala og Landakotsspítala vom reifaðar, þá voru rök yfir- manna Landakotsspítala gegn shk- um hugmyndum þau að það væri ekki hægt þar sem samningurinn við nunnumar á Landakoti um óbreyttan rekstur spítalans fram til ársins 1996 væri í gildi. Nú þegar þvinga á Borgarspítala og Landa- kotsspítala saman í eitt sjúkrahús í andstöðu við nunnumar og stóran hluta starfsfólks beggja sjúkrahús- anna, þá skiptir einhver samning- ur við einhveijar nunnur ekki máh, hvaö þá áht og orðstír Landa- kotsspítala. Þá skiptir hagur og framtíð hins aimenna starfsmanns, sem þjónað héfur sjúkhngum sjúkrahússins og stofnuninni sjálfri i áratugi, ekki KjaUarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík máh, hvað þá þjóðarhagur. Sárafá- ir menn og þaö í póhtísku skjóh Sjálfstæðisflokksins vom sann- færðir um að þeir gætu sagt nunn- unum fyrir verkum og töldu heil- brigðisráðherra trú um að samein- ing Landakots og Borgarspítala gengi þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. En fyriræúanimar gengu ekki eftir þar sem nunnurnar em ekki handstýrð verkfæri í höndum yfir- manna Landakots heldur sjálf- stæðar manneskjur sem hafa fag- legan metnað fyrir hönd síns gamla spítala og vilja ekki sjá eftir honum í giniö á Borgarspítalanum. Tryggja ber sjálfstæði þeirra... Til að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík þarf að koma á auknu samstarfi og markvissri verka- skiptingu mhh sjúkrahúsanna þriggja. Það er einkum tvennt sem leggur gmnninn að verkaskiptingu sjúkrahúsanna. Hið fyrra er hvern- ig þeim fjármunum er ráöstafað sem ætlaðir eru th fjárfestinga og hið síðara er hvaða sérfræðingar eru ráðnir inn á sjúkrahúsin. Þetta hvort tveggja styður það að það er skynsamlegt að samstarfs- ráð þessara þriggja sjúkrahúsa taki ákvörðun fyrir sjúkrahúsin öh, hvemig þeim íjármunum er ráð- stafað sem fara til fjárfestinga, og taki jafnframt ákvörðun um hvaða sérfræðingar eru ráönir á hvert sjúkrahús. Með þessum hætti er hægt að tryggja markvissa verka- skiptingu mhh sjúkrahúsanna, þá er engin ástæða tU að sameina þau. Þá er hægt að tryggja sjálfstæði þeirra allra, en ýmis verkefni á sviði stjórnsýslu og skýrslugeröar yrðu sameiginleg og þannig mætti spara mikla fjárniuni í yfirstjórn sjúkrahúsanna. Á hveiju sjúkra- húsi yrði sjálfstætt starfsmanna- ráð, læknaráö og hjúkrunarstjóm. Ákvarðanir um aðrar mannaráðn- ingar en ráðningar sérfræðinga yrðu eftir sem áður hjá hverju sjúkrahúsi fyrir sig. Samkeppnin kemur erlendisfrá Því er oft haldið fram aö með þessu fyrirkomulagi sé dregiö úr eða komið í veg fyrir þá samkeppni sem nauðsynleg er. Það er rangt. Samkeppnin, sem íslensk sjúkra- hús fá, kemur erlendis frá. Það sýna dæmin og þau staöfesta aö þar erum við engir eftirbátar þeirra þjóða sem best standa sig á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þeim sviðum læknisfræðinnar þar sem engin samkeppni er hér innanlands, eins og í hjartaskurð- lækningunum, stöndum við okkur einna best í samkeppni og saman- burði viö aðrar þjóðir. í svo fámennu landi sem íslandi er viss hætta á aö sú dreifing sér- hæfðrar þjónustu, sem nú er milli spítala landsins, geti minnkað gæði heilbrigðisþjónustunnar, þar sem oft skapast of fá tílfehi til að halda viö þjáifun í meðferð. Því er bein- hnis rökrétt að slíkar sérgreinar séu staðsettar á einum stað, þar sem greining og meðferð fer fram. Fyrir utan þann beina sparnað sem af markvissri og skipulagðri verka- skiptingu hlýst milh sjúkrahús- anna má hægja verulega á og jafn- vel hætta við mikið af þeim millj- arða áformum sem sjúkrahús- stjórnimar eru nú uppi með um uppbyggingu sjúkrahúsanna. í eignakaupum sjúkrahúsanna má spara verulega þegar til lengri tíma er htið gangi þessar skipulags- breytingar eftir. Skipulagsbreyt- ingar af þessu tagi kaha á endur- skoðun á öllum framtíðaráformum þeim sem sjúkrahúsunum hafa veriö sett. Með auknu samstarfi og samvinnu sjúkrahúsanna í Reykja- vík er hægt að spara verulega fjár- muni og auka og bæta þjónustu sjúkrahúsanna. Finnurlngólfsson „I svo fámennu landi sem Islandi er viss hætta á að sú dreifing sérhæfðrar þjónustu, sem nú er milli spítala lands- ins, geti minnkað gæði heilbrigðisþjón- ustunnar, þar sem oft skapast of fá til- felli til að halda við þjálfun í meðferð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.