Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
7
Fréttir
Tilboð MS til að koma Bauluvörum út úr verslunum:
Sölumenn f ara þá út
fyrir verksvið sitt
- segir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar
Ég sé ekki að skynsamlegt sé að leggja Samsöluna niður, segir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursam-
DV-mynd GVA
- Fullyrt hefur verið í DV að
Mjólkursamsalan bjóði kaup-
mönnum 3 prósent afslátt af til-
teknum vörum hendi þeir vörum
frá Baulu út annars vegar eða eftir-
láti MS 80 prósent af hilluplássi en
Baulu aðeins 20 prósent. Er þetta
rétt?
Yfirmaður sölusviðs hefur svar-
að þessu í DV upp á síðkastið. Það
er rétt sem fram hefur komið hjá
honum að sölumenn þessa fyrir-
tækis hafa ekki haft umboð til þess
að bjóða afslátt gegn því að Baulu
sé hent út úr verslunum. Hins veg-
ar hefur verið lagt fyrir sölumenn
að reyna að sjá til þess að við fáum
eðlilega framstillingu fyrir okkar
vörur í verslunum.
- Ertu með þessu að segja að sölu-
mennirnir bjóði þetta án vitundar
yfirmanna fyrirtækisins eöa þá að
viðmælendur blaðsins fari með
ósannindi?
Ég hlýt að vona að þetta sé rangt
og að ekki sé hægt að túlka söluað-
ferðir sölumanna okkar með þess-
um hætti vegna þess að það væri
algjörlega andstætt mínum vilja og
stjórnenda þessa fyrirtækis. Það er
það sem skiptir máli.
- DV hefur birt staðfestingar
manna sem fengiö hafa slíkt tilboð
og nótur MS frá þeim sem hafa
þegið það. Eru þetta ekki nógar
sannanir?
Því er til að svara að sé þetta rétt
þá tel ég að sölumaður hafi farið
út fyrir það umboð sem hann hefur
haft. Meira hef ég ekki um það að
segja.
- Munuð þið hafa uppi á þessum
sölumönnum og taka þá til bæna?
Við munum fylgjást með og
standa klárir á því hvernig okkar
starfsfólk kemur fram úti í versl-
ununum. Ég tel aö við séum með
allar upplýsingar sem við þurfum
í þessu máli.
- Varðandi ísmarkaðinn þá hafa
einnig komið fram fullyrðingar um
að MS kaupi upp ísbúðir, fjármagni
vélar í þær og jafnvel innréttingar
og taki þátt í auglýsingakostnaði
þeirra. Er þetta rétt?
ísútsölustaðir verða að versla við
okkur eða einhverja aðra vegna
þess að yfirleitt er ekki um að ræða
nema eina eða tvær ísvélar. Það
gengur ekki að vera með ísblöndu
frá mörgum aðilum. Það eru til
dæmi þess að Mjólkursamsalan
hafi lagt til ísvél í einhverja ísbúð.
En ég vil taka það mjög ákveðið
fram að Mjólkursamsalan hefur
ekki verið brautryðjandi á því sviði
að leigja út áhöld.
Aðskildar rekstrareiningar
- Þá hefur verið kvartað undan
því að MS hóti seinni afgreiðslu á
mjólk og mjólkurvörum fái brauð
fyrirtækisins ekki betra rými í hill-
um heldur en brauð annarra fram-
leiðenda:
Þetta er algjörlega út í loftið. Ég
leyfi mér að efast um að þeir menn,
sem vinna við það hér á Bitruhálsi
að senda mjólkurvörurnar út til
verslana, hafi hugmynd um hvort
viðkomandi verslanir kaupa af
okkur brauð, ís eða aðrar vörur því
starfsemin er algjörlega aðskilin.
- Nú eru mjólkurvörur, brauð-
gerö, ísgerð og ávaxtasafi undir
einum hatti hjá Mjólkursamsöl-
unni. Þessar einingar eru ekki lög-
formlega sjálfstæðir rekstraraðil-
ar. Er þetta ekki óheppilegt fyrir-
komulag?
Þessi hliðarstarfsemi, hvort sem
um er að ræða ísgerð eða brauð-
gerð, er rekin sem algjörlega að-
skildar rekstrareiningar sem eru
gerðar upp sérstaklega í rekstrin-
um. Birtur er sundurliðaður, ítar-
legur rekstrarreikningur fyrir við-
komandi starfsemi. Það komu fram
ávirðingar frá einum keppinaut
okkar fyrir nokkru um að við vær-
um að rugla saman reytum í mjólk-
inni annars vegar og í rekstri
brauðgeröar hins vegar. Þar sem
Verslunarráði var blandað í málið
fórum við fram á að það kannaði
hvað hæft væri í þessum ásökun-
um. Það valdi virtan endurskoð-
anda til að fara ofan í saumana á
þessu máli. Eftir því sem ég best
veit sannfærðist hann um að þess-
ar ávirðingar ættu ekki við rök að
Yfirheyrsla
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
styðjast. En það væri alveg til í
dæminu að stofna eitthvert rekstr-
arform um þessi hliðarfyrirtæki.
- Fullyrt er að Mjólkursamsalan
flytji gróða af niðurgreiddum nauð-
synjavörum til að fjármagna aðra
vöruílokka í samkeppninni. Er
þetta rétt?
Ég vísa- þessu alfarið á bug. Við
getum tekið sem dæmi að við erum
nýbúnir að endurreisa brauðgerð
fyrirtækisins. Brauðgerðin, sem
var áður nánast algjörlega skuld-
laust fyrirtæki, er núna komin með
langtímaskuld upp á annað hundr-
að milljónir vegna þessarar fjár-
festingar sem fylgdi endurreisn-
inni.
Kostnaðurinn leyndarmál
- Hvað kostaði nýja brauðgerðin
að Lynghálsi 7?
Ég sé ekki ástæðu til að upplýsa
um það. Ég efast um að samkeppn-
isaðili væri tilbúinn til að upplýsa
svipaða hluti.
- Nú er Mjólkursamsalan rekin að
hluta til af skattpeningum almenn-
ings í landinu. Gildir ekki sama um
hana og önnur fyrirtæki af því tagi
að veittar eru umbeðnar upplýs-
ingar um kostnað við fjárfestingar?
Ég tel aö ekki sé ástæða til að
gefa upp slíkar upplýsingar. Ég get
fullvissað þig um að við erum ekki
að nota mjólkurpeninga til þeirrar
íjármögnunar. Brauðgerðin hefur
skilað hagnaði í allmörg ár og átti
því verulegan höfuðstól inni í
rekstrinum. Það voru því þokka-
legar ástæður til að endurnýja
húsakynnin.
- Er mögulegt að færa íjármagn á
milli hinna einstöku greina, það er
mjólkurvara, ís- og brauðgerðar,
eins og rekstrarfyrirkomulag fyrir-
tækisins er núna?
Já, það getur vel verið að það sé
hægt. En þessi fyrirtæki eru rekin
algjörlega aðskilin. Hér eru starf-
andi endurskoöendur, bæði ráðnir
og félagslega kjörnir. Ég leyfi mér
að efast um það að þeir myndu
horfa upp á slíkt þegjandi og
hljóöalaust.
- Skilaði brauðgerðin hagnaði á
síðasta ári?
Nei, að sjálfsögðu kemur um-
rædd fjárfesting fram sem aukinn
þungi í rekstri og eykur ijármagns-
kostnað fyrirtækis og gerir það að
verkum að brauðgerðin er ekki
rekin með hagnaði á síðasta ári.
Verðlagning
hjá afurðastöðvunum
- Hvorum megin við strikið var
ísgerðin?
Isgerðin skilaði þokkalegri af-
komu á síðasta ári. Hún var því
réttu megin en það var ekkert mik-
ið meira en það.
- Er Mjólkursamsalan tíma-
skekkja eins og hún er rekin núna?
Ég er sannfærður um að það er
margt í rekstri afurðastöðva yfir-
leitt sem mætti lagfæra. Einnig
mætti margt í verðmyndunarkerfi
mjólkurvara vera meö öðrum
hætti. Það er mikill misskilningur
að MS sé að reyna að halda í þessa
hluti.
- Hvað myndir þú vilja sjá breyt-
ast?
Það þarf aö koma til meira frjáls-
ræði og aukið svigrúm afurða-
stöðva til að selja sínar vörur. Af-
urðastöðvarnar þyrftu að hafa
meira um það að segja á hvaða
verði þær væru seldar. í mjög
mörgum tilvikum er verðskráning-
in í höndum fimm manna nefndar.
Ég teldi eðlilegra að hún væri
meira hjá afurðastöðvunum sjálf-
um, enda gef ég mér það að þær
verði í allt annarri og meiri sam-
keppni heldur én þær eru í dag.
- Er það ekki svo að MS haldi uppi
verðinu og boli öðrum til hliðar í
skjóli einokunar?
Ég ætla að vona að svo sé ekki.
En ég gæti vel séð fyrir mér að
mjólkuriðnaðurinn væri öðruvísi
upp byggður að mörgu leyti þannig
að ýmsir hlutir væru gerðir með
hagkvæmari hætti heldur en er í
dag. Með því móti væri hægt að
lækka vöruverðið. Ég hlýt að vona
að stjórnvöld og forsvarsmenn
mjólkuriðnaðarins geri eitthvað til
að finna skynsamlegar lausnir í
þeim efnum því á þeim þurfum við
virkilega að halda í dag. En ég sé
ekki að skynsamlegt sé að leggja
Samsöluna niður. Hún hefur þjón-
að viðskiptavinum sínum dyggi-
lega í gegnum árin.