Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. 11 Sviðsljós 3 ODYRASTIR Þær voru þakklátar kanínurnar í Gullfiskabúðinni sem Bjarney Guð- mundsdóttir heimsótti á dögunum því að hún gaf sér tíma til þess að gefa þeim gulrót að narta í. Hundurinn Júlíus Vífill fylgdist spenntur með, hvort sem hann var nú að horfa á gulrótina eða kanínurnar... DV-mynd RASI Kútmagakvöld Ægis: Sannkallað sælkerakvöld Nú er hver að verða síðastur að panta fermingarmyndatöku Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Liósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 Tómas Árnason seðlabankastjóri mætti ásamt fjórum sonum sínum. F.v., Gunnar, Eiríkur, Tómas, Árni og Tómas. DV-myndir S Félagar í Lionsklúbbnum Ægi héldu sitt árlega kútmagakvöld á Hótel Sögu fyrir skömmu og buðu með sér gestum og starfsmönnum hinna ýmsu fyrirtækja. Fastagest- imir létu sig heldur ekki vanta og voru fyrir löngu búnir að tryggja sér borð. Fjöldi gesta var með meira móti í ár því um 360 manns mættu í matinn sem, eins og venjulega, var ekki af verri endanum. Boðið var upp á 70 sjávarrétti sem margur fær hvergi að smakka ann- ars staðar og stóð borðhaldið í nærri þijá tíma. Sú heíð hefur skapast að ákveðnir aðilar innan klúbbsins út- vegi matinn en Hótel Saga sá að öllu leyti um matseldina. Og það er óhætt að segja að þetta hafi verið sannkall- að sælkerakvöld hjá þeim félögum. Að þessu sinni var Markús Örn Antonsson borgarstjóri ræðumaður kvöldsins, en sjávarútvegsráðherra, sem alltaf er fastur boðsgestur, var illa fjarri góðu gamni í ár. Steingrím- ur Hermannsson lét sig hins vegar ekki vanta frekar en venjulega. Þeir félagarnir fóru ekki varhluta af skemmtiatriðum um kvöldið. Ómar Ragnarsson, sem er félagi í klúbbnum, gerði grín eins og öll und- anfarin ár, Sigfús Halldórsson spilaði og Gysbræður voru mættir til leiks. Miðinn á kútmagakvöldið er seldur á 6000 krónur og rennur allur ágóði til líknamála, aðailega þó til Sól- heima í Grímsnesi. Boðið var upp á 70 sjávarrétti svo jafnvel þeir allra matvöndustu fengu eitthvað sem þeim likaði. Borgarstjórinn er hér í góðum félagsskap þeirra Sigurðar Dagbjartssonar, veislustjóra, Böðvars Valgeirssonar, Jóns Inga Baldurssonar og Engilberts Gíslasonar. Fordkeppnin 1992 í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 19. mars Húsið opnar kl. 20.00 Gestir fá sérstakan Ford-drykk Jónas Þórir leikur á píanó Stúlkurnar tólf kynntar Bergþór Pálsson syngur nokkur lög Tískusýning - Módel 79 Gysbræður skemmta af sinni alkunnu snilld Anne Gorrison velur Fordstúlkuna 1992 Kynnir: Bryndís Schram hókel >A<7A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.