Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. Spumingin Verður þú var/vör við atvinnuleysið? María Jensen þýðandi: Já, ég stend kannski frammi fyrir því að verða atvinnulaus. Ragnhildur Erla Hjartardóttir af- greiðslust.: Nei, mjög lítið. Elfur Sif Sigurðardóttir teiknari: Nei, það er ekkert í kringum mig. Hörður Jónsson vélstj.: Já, margir sem ég þekki eiga í erfiöleikum með að fá vinnu. Grimur Guðmundsson forstj.: Já, mjög mikið. Fólk kemur og biður um vinnu. Bára Vestmann húsm.: Já, ekki á mínu heimili en fólk í kringum mig. Lesendur Um „mál“ Eðvalds Hinrikssonar Skúli Jón skrifar: Fréttir sumra fjölmiðla hafa mjög snúist um ákæru svokallaðrar „Wiesenthalstofnunar" á hendur há- öldruðum íslendingi og allan málatil- búnað sem á sér heldur óljósan upp- runa. Rannsóknarfréttamenn hafa farið á stúfana hvað þá annað. Látum Uggja milh hluta hvað dreif á daga þessa manns á stríðsárunum en skoðum máUð í öðru ljósi. Þama er um að ræða mann sem starfaði fyrir lögleg yfirvöld í stríði í landi sínu sem hernumið var af Þjóðveijum. Ég hef aldrei séð þennan mann og því síður þekki ég hann en ég held að hann hljóti að hafa unnið landi sínu eftir bestu samvisku og hlýtt yfirmönnum sínum og yfirvöld- um eins og flestir menn gera við slík- ar kringumstæður. Hvaða tilgangi þjónar annars að blása upp mál sem varðar mann á níræðisaldri, mál sem snerta atburði sem áttu sér stað fyrir 50 árum? Þeir sem um það fjaUa hljóta sjálfir að hafa æði hreinan skjöld. Eða hvað? Manni dettur í hug að hér geti enn sannast að sá einn er sekur sem tap- ar því Utið er minnst á stríðsglæpi og Ulvirki sem unnin voru af sigur- vegurum heimsstyrjaldarinnar síð- ari og eftir hana, t.d. í Þýskalandi eða þá í Palestínu. Þegar fjallað er um gyðinga og ísra- elsríki er oft beitt tvöfoldu siögæði. Enginn afsakar meðferðina á dögum Þriðja ríkisins í Þýskalandi en það má ekki verða tíl þess að skyggja á það sem gerðist eftir heimsstyrjöld- ina og hefur verið að gerast í 50 ár - alveg fram á þennan dag. • Við sjáum við myndir og greinar um þann atburð þegar fyrrum for- sætisráðherra ísraels, Begin, var borinn til grafar á OUufjaUinu. Þess var getiö að hann hefði verið skæru- Uði og m.a. afreka tekið þátt í að drepa 200 manns í sprengjutUræði á hóteU. Þetta var þó eftir heimsstyij- öldina en í „frelsisstríði" ísraela, um Eðvald Hinriksson. - „Skoðum málið i öðru ljósi“. lUct leyti og Eðvald Hinriksson kom tU íslands. Ég man ekki eftir að hafa heyrt nefndan Begin kaUaðan stríðs- glæpamann, eða ákærðan af Símoni Wiesenthal. Heldur ekki af Bretum, sem þó áttu um sárt aö binda. Fáir hafa orðið tU þess hér að kalla Sham- ir núv. forsætisráðherra ísraels hryðjuverkamann, en margt hefur þó komið fram um hans feril sem er yngra en 50 ára gamalt. Ekki er vafi á því að alheimssamtök gyðinga vinna skipulega að því að drepa á dreif umtaU og umfjöllun um hryðjuverk þau, sem því miður gyð- ingar sjálfir eru aö vinna á hveijum degi í Palestínu. Umfjöllun umheims- ins rugla þeir, m.a. með því að koma svona málum eins og máU Eðvalds Hinrikssonar inn í fréttaheiminn. - íslenskir fjölmiölamenn verða að sjá í gegnum þetta og mega ekki láta hafa sig tU þess að setja kíkinn fyrir binda augað. Halldóra B. Ragnarsdóttir skrifar: Á jólum 1990 fékk dóttir mín leikja- tölvu í jólagjöf. Það varð mikU gleði þar sem þessi gripur hafði verið efst á óskalistanum. Fljótlega breyttist sú ánægja í leiðindi þar sem bilunar gætti í stýripinna sem gerði það að verkum að aðeins einn aðUi gat leik- ið sér með tölvuna í senn. Stuttu síð- ar bUaöi hinn stýripinninn og var þá farið að leita eftir viðgerð. Sölu- og umboðsaðiU var Esco, Faxafeni 5. Þá fyrst byrjuðu nú vand- ræðin. Eigandinn, Eggert Þór Svein- bjömsson, lofaði viðgerð innan viku. Eftir viku var allt við það sama. Lof- að var viðgerð á næstu dögum. Þá var borið við önnum hjá viðgerðar- mönnum, vöntun á varahlutum, leikjatölvan hafði týnst, fundist aftur en bUun sögð óljós. Og enn vantaði varahluti. Það var komið fram á mitt sumar 1991 og mjög erfitt að ná í eigandann - hann sagður í veiði eða þá ekki við, síöan í sumarfríi, kæmi eftir viku eða á morgun, nýfarinn, o.s.frv. Þegar Uða fór á sumarið 1991 fékk ég fréttir af því að einhveijir fleiri hefðu haft sömu sögu að segja af við- skiptum sínum við Esco hf. í Faxa- feni vegna leikjatölva. Nú ætla ég ekki að halda því fram að alUr þeir sem keyptu leikjatölvu af Esco hafi lent í viðlíka vandræðum og ég eða að einhveijir hefðu yfirleitt nennt að eltast jafn mikiö við þetta mál. En það er nú einu sinni svo að mér finnst ótækt að hægt sé að hafa fé af fólki, mikið eða Utið, án þess að um það sé fjallað opinberlega. Framhald þessara viðskipta við Esco urðu þau að eftir ótal hringing- ar og eltingarleik í hin ýmsu fyrir- tæki tengd eigandanum, svo sem AfmæUsbúðina í Borgarkringlunni (áður Faxafeni 5), Matvöruverslun- ina við Dalbraut, skriístofu Esco, Bíldshöfða (áður Faxafeni 5) og ótal hringingar, jafnvel heim til eigand- ans, náði ég loks að hitta hann í Af- mælisbúðinni um mánaðamótin fe- brúar/mars á þessu ári. Þá brást hann bara reiður við - að ég skyldi leyfa mér aö tala um þetta mál í áheym viðskiptavina verslun- arinnar! Það er kannski rétt að benda Eggerti á að eðlilegir viðskiptahættir eru ekki þeir að draga fólk í 12 mán- uði eða meira á viðgerð á hlut (sem vonandi hefur verið í ábyrgð) og endalaust að svara til með sögum um vöntun á varahlutum o.þ.h. - Ekki veit ég hvort Esco hf. er Uðið undir lok en þar er aUa vega lokaður sím- inn og búinn að vera lengi. Mig undr- ar það svo sem ekki ef þessir við- skiptahættir bera fyrirtækinu sög- una. En hvernig er hægt að tryggja sig gegn svona viðskiptum? Islenskifáninn: H vað er betri laitdkynning? Bréfritari segir að margar þjóðir noti fánann til að kynna vörur sínar. DV áskllur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Einar Sigurðsson skrifar: Nýlega mátti lesa frétt um að ís- lenskt fyrirtæki hefði selt saltfisk í Grikklandi og á Ítalíu í umbúöum sem skreyttar hefðu veriö með mynd af íslenska fánanum. - Samkvæmt íslenskum lögum væri óheimilt að nota fánann í atvinnuskyni, t.d. á umbúðum eða til auglýsinga á vör- um. í þessu tilfelli var þó óhægt um vik þar sem fiskurinn var verkaður og pakkaður í Danmörku og síðan seldur í öðrum aöildarlöndum EB. Hér er um aö ræða eina af þessum gömlu og úreltu reglum sem fortaks- laust á að afnema. Hefur ekki for- setaembættið verið notað - og sjálfur forsetinn - til að kynna og selja sjáv- arafurðir, þ.á m. saltfisk í útlönd- um? Margar þjóðir nota fána sína til að skreyta umbúðir sínar og gefa þeim þjóðlegt yfirbragð. - Hvað er betri' landkynning en þjóðfáninn? Látum ekki úreltar reglur og þjóð- rembu draga úr möguleikum á að kynna vörur okkar. Þjóðfáninn er dauður hlutur en getur verið jafn- virtur þótt hann skarti á einhveijum framleiðsluvörum okkar. Þór skrifar: ■ Ég hevrði forsætisráðherra hveija til könnunar á möguleik- um á því að ísland gæti orðið staður fyrir alþjóðlega íjármála- miðstöð. Þetta er svo sem ekki ný hugmynd. Ég held að td. Aron heitinn Guðbrandsson hafi ýjað að þessu. - En það má margt breytast hér áður en nokkur aðili vill líta við því að koma hingað í þessu skyni. Allar reglur hér eru svo fáránlegar ennþá, boð og bönn í gildi. Þau veröur að af- nema áöur en nokkur slík hug- mynd verður kynnt erlendis. Grínastviðveð- urfræðinga Anna Gunnarsdóttir hringdi: Mikið hljóta fréttamenn sjón- varpsstöðvanna að vera leiðir á fréttalestri því aö þá taka þeir upp léttara hjal við veöurfræðinginn. - Þeir segja gjaman: Jæja, það var dálitið röndótt á Alþingi í dag, verður veðrið röndótt á morgun, Haraldur? - Eða: Það var kalt hjá köfurunum í Straum- svík, veröur svona kait á morgun, Unnur? Þetta kemur svolítiö iUa út, rétt eins og fréttamenn hafi engar aðrar setningar á hrað- bergi. Eins og t.d. bara: Nú tekur veðurfræöingurinn við. Lifi Landakot! Lúðvig Eggertsson skrifar: Ég gladdist við að heyra að St. Jósefssystur væru alfariö á móti sameiningu Landakots og Borg- arspítala. Þær hafa réttinn sín megin og einörö afstaða þeirra ræöur úrslitum. Ríkið þarf að brjóta samning til aö koma sínu fram og því verður vart trúbð að gripið verði til slíkrar lögieysu. Landakot var stórkostlegt framlag reglunnar, fyrsta raun- verulega sjúkrahúsiö hér með alhliða tækjabúnað. Þar hafa starfað margir bestu læknar landsins og starfa enn. Systurnar hafa unnið líknarstörf sín kaup- laust ævilangt Einhver var að fárast yfir þvi að St. Jóseíssystur hetðu nóg að bíta og brenna í ell- inni. - Hvílík fim að öfundast yfir, Þau skrif vom höfundi tfi skammar. „Útilegumenn“ K.S. skrifar: Þeir sem um miðbæ Reykjavík- ur fara hljóta aö sjá að „útilegu- menn“ eru orðnir áberandi, og oft ölvaðir. í lögreglusamþykkt Reykjavíkur stendur: „ölvun er bönnuð á almannafæri." Lögregl- an lætur hins vegar þessa ógæfu- menn aö mestu afskiptalausa. Samt eru til hús sem hýsa þetta fólk en úrelt og vitlaus regla seg- ir aö manni undir áhrifum sé ekki heimilt að koma þar inn. Miðborgin á ekki að vera að- aldvalarstaður drykkjumanna heldur sérstakt atlivarf þar sem að þeim er hlynnt og þeim hjálp- að. - Vonandi tekur borgarsljóri málið upp til að fá lausn á því. Strætisvagnar Kópavogs G.H. skrifar: Ég nota bíla SVK á hveijum degi. Gallinn er aö þeir aka á leið- inni Kópavogur-Reykjavík án þess að stansa nokkurs staöar fyrr en á Laugavegi í allflestum ferðum. í ferðinni, sem farin er úr Kópavogi kl. 8.40, er stoppað a.m.k. á þremur stöðum á leiöinni en aðra tíma dags er þetta mest „happa og glappa“ fyrirkomulag. Það fer að vísu eftir bflstjórum og einnig hvort þeir eru í góöu eöa slæmu skapi. - Mikið væri nú notalegt að geta stigið upp í vagninn og vitað að hann stans- aði á þeirri viðkomustöð þar sem maöur kýs að fara úr vagninum í það og það skiptið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.