Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
EB og ísland
Þaö segir sína sögu um afstöðu íslendinga til Evrópu-
bandalagsins aö þjóðin rak upp stór augu þegar Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandins, lét þau orð falla að ísland ætti að sækja
um aðild að bandalaginu. Þórarinn hefur að vísu allan
fyrirvara um aðild okkar að Evrópubandalaginu en
hann telur tímabært að íslendingar láti á það reyna
hver staða þeirra er og hvaða kostir standi okkur til
boða með því að sækja um aðild í samfylgd með öðrum
EFTA-ríkjum sem nú hyggja á inngöngu. Það hefur
ekki farið fram hjá neinum að Svíar, Norðmenn og
Finnar hafa allir lýst yfir vilja sínum til að ganga í
Evrópubandalagið, svo og margar Austur-Evrópuþjóðir.
Við erum satt að segja einir um það að vísa þessu banda-
lagi á dyr.
Það hefur verið tabú í íslenskri stjórnmála- og þjóð-
málaumræðu að sækja um aðild að Evrópubandalaginu.
Flokkarnir hafa allir borið það af sér að vilja hugsa um
slíkt, hvað þá tala um það. Forystumenn flokkanna
hafa allir lýst sig andvíga aðild að Evrópubandalaginu
og eftir höfðinu dansa hmirnir. Enda eiga þeir það á
hættu, stjómmálamennimir, að vera bornir sökum um
svik og landsafsal ef þeir hreyfa þeirri hugmynd að ís-
land gangi í bandalagið. Þess vegna þykir það bíræfni
hjá Þórarni að þora að minnast á umsókn.
Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að til-
laga Þórarins er alls ekki út í bláinn. íslendingar hljóta
að velta aðild að Evrópubandalaginu fyrir sér og það
er heimskulegt að afgreiða það út í hafsauga án hugsun-
ar. Umræðan ein getur varla skaðað og íslendingar
hafa enga þá sérstöðu sem útilokar þjóðina frá því að
skiptast á rökum með og móti. Ef við viljum ekki ger-
ast aðilar að Evrópubandalaginu þá verður að finna því
stað með ísköldu og raunsæju mati á kostum og göllum.
Þá höfnum við aðild af skynsemi og sannfæringu en
ekki fordómum og fyrirframgefmni tortryggni. Hvað
mæhr með aðild, hvað gegn? Það þarf þjóðin að vita í
stað þess að láta sefja sig upp í andstöðu af thfinninga-
ástæðum einum.
Helsti ásteytingarsteinn íslendinga gagnvart Evrópu-
bandalaginu er afsal á forræði okkar yfir fiskimiðunum
og fiskveiðunum. Þau rök vega auðvitað þungt og að
því leyti er samkomulag um evrópskt efnahagssvæði
ákjósanlegra ef við komumst þannig inn á Evrópumark-
aðinn án þess að afsala okkur grundvallarréttindum.
Nú hefur ungur maður í Háskólanum sent frá sér
ritgerð þar sem hann gerir því skóna að í praksís muni
íslendingar hafa fulla stjórn á fiskveiðum og sitja einir
að miðunum. Þetta er fróðlegt sjónarmið og nýtt innlegg
í umræðuna og bæði þessi úttekt og tillögur Þórarins
V. Þórarinssonar leiða vonandi til þess að vitsmunaleg
umræða fari fram á næstunni um gildi Evrópubanda-
lagsins fyrir framtíð íslands og íslendinga.
Hér er ekki verið að mæla með að ísland sæki um
aðild. En hér er mælt með því að íslendingar feti í fót-
spor annarra Evrópuþjóða og meti hagsmuni sína til
lengri tíma út frá skynsamlegum rökum og málatilbún-
aði þannig að málið sé ekki tabú eða bannorð þegar
rætt er um nútíð og framtíð. Þróunin í Evrópu og samfé-
lag þjóðanna er að breytast. íslendingar sjálfir eiga að
minnsta kosti að fá skýra mynd af því hvað vinnst og
hvað tapast við það að vera utan eða innan Evrópusam-
starfs.
Umræðan skaðar ekki. EUert B. Schram
„Erlend veiðiskip, sem leita hafnar á Islandi, geta skapað umtalsverð viðskipti fyrir margar greinar íslensks
atvinnulífs."
Erlend fiskiskip í íslenskum höfnum:
Langþráðar
breytingar
Árið 1922 setti Alþingi lög um
rétt til fiskveiða í íslenskri land-
helgi. í lögunum er lagt bann við
því að erlend fiskiskip, að veiðum
utan landhelginnar, megi landa
afla sínum í íslenskum höfnum eða
kaupa þar þjónustu. Á þessum tíma
voru ákvæði laganna eðlileg og
sjálfsögð. Síöan eru liðin 70 ár og
landhelgin er orðin 200 mílur.
Allar aðstæður hafa gjörbreyst
og lögin löngu úrelt. Það var því
aðilum í fiskvinnslu, iönaði, versl-
un og þjónustu mikið fagnaðarefni
þegar sjávarútvegsráðherra lagði
fram frumvarp á þessu þingi um
breytingar á lögunum.
í frumvarpi Þorsteins Pálssonar
var gert ráð fyrir því að banni lag-
anna yrði aflétt og þess í staö sett
almenn regla um að erlendum
skipum væri heimilt að landa afla
sínum í íslenskum höfnum og
kaupa þar alla þjónustu. Almenna
reglan átti sem sagt að vera fullt
frelsi, þó ekki án undantekninga.
í frumvarpinu var gert ráð fyrir
því að ef skip, sem leituðu íslenskr-
ar hafnar, hefðu verið að veiðum í
sameiginlegum nytjastofnum og
íslendingar ekki náð samningum
um hvemig skuh nýta, þá væri
ráðherra heimilt að banna þessum
skipum að leita hafnar á íslandi.
Þetta er mjög eðlileg varúöarregla.
Þarna er meginreglan skýr og í
anda frjálsræðis í viðskiptum. Á
grundvelli hennar er auðvelt fyrir
íslensk fyrirtæki að kynna eigend-
um erlendra skipa þjónustu sem
stendur til boða í íslenskum höfn-
um.
Öllu snúið við
En Adam var ekki lengi í para-
dís. Á leið sinni um nefndir þings-
ins hefur frumvarpið tekið miklum
breytingum. Sjávarútvegsnefnd
þingsins sá ástæðu til þess að hafa
endaskipti á hlutunum. í stað meg-
inreglunnar um frjáls viöskipti er
sett bann viö löndunum og þjón-
ustu við skip sem veiða úr sameig-
inlegum stofnum. Frá banninu má
veita undanþágur þegar sérstak-
lega stendur á.
Það sem með réttu ætti að vera
aðalregla er nú orðiö að undan-
tekningu og sjálfsögð undantekn-
ing orðin að aðalreglunni. Þetta
stangast algjörlega á við strauma í
alþjóðlegum viöskiptum og ís-
lenska hagsmuni.
Eins og frumvarpið er úr garði
gert, eftir að sjávarútvegsnefndin
gerði sínar breytingar, virðist
mega túlka það sem svo að nánast
öllum skipum sem eru að veiöum
við Grænland og þeim skipum sem
KjáUariim
Gunnar Svavarsson
forstjóri Hampiðjunnar
og form. FÍI
margs konar þjónustu að halda,
kaupa þarf vistir, gera þarf við skip
og veiðarfæri eða kaupa ný, kaupa
þarf olíu og oft er tækifærið notað
til þess að skipta um áhöfn á skipi.
Öll þessi umsvif, sem skipakomur
hafa í för með sér, færa viðskipti
og gjaldeyri í landið. Ekki er óvar-
legt að ætla að viðskipti, sem skap-
ast við að erlendur togari kemur
til hafnar á íslandi, geti numið á
bihnu 5-10 milljónum króna.
Það leikur ekki nokkur vafi á því
að íslenskar atvinnugreinar geta
stutt hver aðra og það eiga þær að
gera. Margs konar iðnaður og þjón-
usta hefur sprottiö upp, vaxið og
dafnað beint og óbeint í kringum
sjávarútveginn. Á sama hátt hefur
sjávarútvegurinn getað reitt sig á
íslensk þjónustu- og iðnfyrirtæki.
Með góðri samvinnu atvinnugrein-
„Þaö sem með réttu ætti að vera aðal-
regla er nú orðið að undantekningu og
sjálfsögð undantekning orðin að aðal-
reglunni. Þetta stangast algjörlega á við
strauma í alþjóðlegum viðskiptum og
íslenska hagsmuni.“
eru á úthafskarfaveiðum utan 200
mílnanna verði óheimilt að leita
hafnar á íslandi nema sækja um
leyfi í hvert skipti. Þetta þýðir í
rauninni að eina breytingin sem
framvarpið hefur í för með sér á
þessum 70 ára gömlu lögum er sú
að Rússamir, sem stunda veiðar í
Barentshafi, ættu nú möguleika á
því að sækja þjónustu til íslenskra
hafna.
Þeir sem best þekkja til era nokk-
urn veginn sammála um það að sá
stofn sem ráðherra vildi geta beitt
upphaflegu heimildarákvæði
frumvarpsins til þess að vernda,
væri karfastofninn, sem íslending-
ar veiða reyndar mest úr, en hann
heldur sig að hluta íil einnig innan
grænlensku lögsögunnar.
Viðskipti til landsins
íslenskt atvinnulíf þarf mjög á
því að halda öll viðskipti, ekki síst
viðskipti við erlenda aöila, verði
sem mest og best. Til þess að það
sé mögulegt þarf öll viðskiptalög-
gjöf okkar að byggjast á meginregl-
um um ftjáls viðskipti. Erlend
veiðiskip, sem leita hafnar á ís-
landi, geta skapað umtalsverð við-
skipti fyrir margar greinar íslensks
atvinnulífs. Fiskvinnslan þarfnast
hráefnis til að vinna úr. ■
Skip sem koma til hafnar þurfa á
anna næst bestur árangur og ís-
lendingar verða áfram í fremstu
röð sjávárútvegsþjóða.
Ekki annars flokks
Þess vegna skýtur skökku við
þegar sjávarútvegsnefnd Alþingis
hefur endaskipti á hlutunum þegar
gerð er thraun til þess aö losa um
áratuga gömul höft sem era löngu
úrelt. Eins og framvarpið var úr
garði gert í upphaflegri mynd sinni
var tekið fullt tillit til sjávarútvegs-
hagsmuna þjóðarinnar. Samt fyll-
ast menn hræðslu við, að aðeins
hið versta geti gerst sé slakað á
gömlum höftum. - Þetta er gert á
kostnað iðnaðar- og þjónustugrein-
anna.
Það er ekki lengur hægt aö búa
viö það þegar fjallað er um málefni
sjávarútvegsins að ekkert tilllt sé
tekið til annarra atvinnugreina en
þær settar til hliöar sem annars
flokks.
Þaö var orðinn sæmilegur friður
um frumvarp Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra eins og það
var upphaflega lagt fram. Þess
vegna er það algjörlega óþolandi
aö megininntaki þess skuli á síð-
ustu stundu snúið við á þann hátt
sem nú blasir við.
Gunnar Svavarsson