Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
15
Listasafn íslands
og „útibú“
Stefnt er aö þvi að ljúka fram-
kvæmdum viö Listasafn íslands aö
utan á þessu ári.
Um er að ræða uppsetningu og
frágang gosbrunns í brunninum
viö inngang safnsins auk minni
háttar lagfæringa. Innanhúss er þó
nokkuð eftir af því verki sem bygg-
ingamefnd ætlar sér að ljúka þann-
ig að hún geti skilað safninu af sér
með sóma.
Standist þessar áætlanir verður
húsinu lokið að utan í þann mund
sem byggingarnefnd hefur starfað
í 17 ár. Ekki er ólíklegt að nefndin
verði nær 20 ára þegar núverandi
safnhúsi verður skilað í þeim bún-
ingi sem byggingamefndin stefnir
að.
Ekki þori ég að fullyrða um hvort
aðrar byggingamefndir hafi verið
jafnlengi að ljúka sínu ætlunar-
verki. Þó segir mér svo hugur um
að þetta sé engan veginn einsdæmi.
Framtíðarskipulag
Byggingarnefnd Listasafnsins
hefur fengið húsameistara ríkisins
til þess að vinna hugmyndir um
framtíðarfyrirkomulag safnsins.
Það hæfði vel að þessar hugmyndir
voru lagðar fram á 100. fundi
nefndarinnar að menntamálaráð-
herra viðstöddum.
Listasafn íslands er reist á nokk-
uð aðþrengdum stað. Staðsetningin
er eigi að síður mjög góð við tjörn-
ina í miðbæ borgarinnar við fagra
útivistargarða.
Það er oft sagt að það sé eðli safna
KjaHarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
að vaxa. Safngripir halda áfram að
berast að. Ekki verður framhjá því
horft að þessi glæsilega safnbygg-
ing er of lítil þegar til lengri tíma
er litið. Listasafnið hlýtur að eiga
eftir að vaxa út í umhverfi sitt.
Byggingamefnd kynnti fyrir
menntamálaráðherra þá ósk sína
að skipulagsreiturinn helgist sem
mest í framtíðinni safninu og þörf-
um þess. Hér er reyndar litið til
langrar framtíðar. Byggingarnefnd
á hér við reitinn sem markast af
Laufásvegi, Skáholtsstíg, Skothús-
vegi og Fríkirkjuvegi.
Þá þarf ef færi gefst að freista
þess ef hús verða fól í þessum reit
að festa á þeim kaup tU nota fyrir
Listasafnið.
Hér er ekki tjaldað til einnar
nætur heldur horft til heillar aldar
eða meira. Innan reitsins eru auð-
vitaö hús, sem aldrei falla til Lista-
safnsins, eins og Fríkirkjan og e.t.v.
Thor Jensen húsið.
Margir bera þá ósk í brjósti að
Kvennaskólanum verði í fyllingu
tímans fengið nýtt og hentugt hús-
næði fyrir sína merku starfsemi.
Ef og þegar að því kemur væri
núverandi bygging skólans hentug
viðbót safninu.
Listasafn íslands á lóðina nr. 16
við Laufásveg og fljótvirkasta leið-
„Gaman væri að geta notað útivistar-
garðana til sýninga á höggmyndum, og
oft hefi ég reifað þá hugmynd að
„tengja“ Listasafnið og tjörnina yfir
Fríkirkjuveginn... “
„Listasafn Islands er reist á nokkuð aðþrengdum stað. Staósetningin
er eigi að síður mjög góð við tjörnina í miðbæ borgarinnar...“
in til úrbóta fyrir safnið væri að
festa kaup á húsinu nr. 14 við Lauf-
ásveg. Það hús yrði væntanlega rif-
ið og byggt í skarðið. Þar með væri
og komin aðkoma að safninu frá
Laufásvegi. Létt glerbygging gæti
hugsanlega risið á „höggmynda-
torginu" og þar orðið framtíðar-
kafShús safnsins en núverandi
kafíistofa orðið minjagripasala eins
og upphaflega var ætlað.
Oft hefur verið rætt um kaup á
Skálholtsstíg 2a fyrir safnið. Það
hús yrði notað fyrir ýmsa starfsemi
i þrengslum safnsins en síðar rifið
og þannig gert rýmra við inngang
safnhússins.
Til greina kæmi líka aö kaupa
eitthvert annað hús innan reitsins
fyrir skrifstofur.
Geymslumál Listasafnsins eru í
ólestri. Auka þarf geymslurými til
muna.
Öflug starfsemi
Starfsemi Listasafnsins hefur
orðið mjög vinsæl síðan það var
opnað í hinum nýju húsakynnum.
Gestir eru oft margir, ekki síst um
helgar. Vel hefur tekist til með sýn-
ingar og hstaverkabókaútgáfa
safnsins er með ágætum.
Núverandi menntamálaráð-
herra, Ólafur G. Einarsson, hefur
sýnt Listasafninu velvilja og vin-
semd, heimsótt safnið, setið fund
byggingarnefndar og er áhugasam-
ur um framgang safnsins.
Gaman væri að geta notað úti-
vistargarðana til sýninga á högg-
myndum, og oft hefi ég reifað þá
hugmynd að „tengja" Listasafnið
og tjörnina yfír Fríkirkjuveginn
með því að gera litla eyju í tjörn-
inni og reisa þar fallegt hstaverk á
móts við safnhúsið.
Auðvitað geta menn spurt sig
þeirrar spurningar hversu mjög
safnið eigi að vaxa á þessum stað.
Væri eðlilegra að koma á fót útibú-
um frá safninu víðar um borgina?
Mín skoðun er sú að safnið eigi
að vaxa og dafna á þessum stað,
þó auðvitað sé eðlilegt að „útibú“
komi á réttum tíma.
Meðan menn enn eru þeirrar
skoðunar að listin sé meðal vafa-
lausustu ghda mannheims er mik-
Uvægt að hlúa að þeirri starfsemi.
Þarna hefur vel verið að verki
staðið og vel tekist til. Þarna verður
áfram hlutverkiö að gæta eldsins
og arfleifðarinnar komandi kyn-
slóðum til þroska og gleði.
Guðmundur G. Þórarinsson
Matreiðsla
„Matreiðslumenn eru iðnaðarmenn sem, eins og aðrir slíkir, hjálpa
okkur við að lifa betra lifi en við annars gerðum."
Matreiðsla er ein þeirra starfs-
greina sem komist hafa í tísku hin
síðari ár. Þetta er sjálfsagt að hluta
vegna þess að umfjöllun um mat
og veitingahús hefur verið mikil í
fjölmiðlum og veitingahúsum fjölg-
aði verulega á skömmum tíma. Eitt
er það í þessari umíjöllun sem virk-
ar dálítið hjákátlega á mig og
reyndar ýmsa aðra. - Þetta er sú
óskaplega upphafning á greininni
sem ástunduð er.
Menn eru ekki lengur yfirmat-
reiðslumenn heldur yfirmat-
reiðslumeistarar. Þeir fara á
ólympíuleika þótt engir ólympíu-
leikar í matreiðslu séu th. Ölymp-
íuleikar eru, eins og við öll vitum,
íþróttakeppni og þar er ekki keppt
í matreiðslu. Matreiðsla er kölluð
matargerðarhst og afraksturinn
„matargerðarlist í æðra veldi“ eða
annað álíka.
Þessi upphafning hefur svo vald-
ið því að menn geta komist upp
með nánast hvað sem er í krafti
þess að þaö sé hst. Klaufarnir af-
saka mistök sín með því að þetta
eigi að vera svona og við gestimir
höfum bara hreint ekkert vit á
þessu. Ef við viljum ekki steikina
okkar svo hráa að við getum næst-
um átt von á því að hún taki sig tíl
og spásséri í burt eða soðnu kartöfl-
umar svo htið soðnar að við hggur
að við þurfum að elta þær út um
allan bæ eftir að hafa reynt að
stinga í þær gafílinum höfum við
einfaldlega ekki vit á mat.
Við kunnum ekki að meta hstina.
Þegar við htum á auglýsingar frá
veitingahúsum kemur í ljós að
myndir af mat em oftast þannig að
mér koma í hug orð gömlu konunn-
ar sem kom á „matarsýningu“ í
Hótel- og veitingaskólanum. Að-
spurð um það hvemig henni htist á
sagði hún: „Þetta er svo sem ágætt
en af hverju er það allt úr plasti?"
KjaUaiinn
Guðmundur Agnar Axelsson
framhaldsskólakennari
Tíska
Öh vitum við að fatatískan er
sköpuð af bisnessmönnum úti í
heimi. Þeir ákveða hvernig húrt
skuh vera og við eltum eins og lömb
sem leidd eru til slátrunar. Vitan-
lega geta eigendur veitingahúsa
ákveðiö sjálfir hvemig þeir láta
matreiða það sem þeir bjóða gest-
um sínum upp á. Þeir geta til dæm-
is ákveðið að þeir vilji aðeins hafa
þá gesti sem sækjast eftir að borða
hráan mat eða mat sem htur út
eins og misheppnað málverk en
ekki matur.
Þeir vita sém er að þær félagslegu
athafnir, sem eiga sér stað á veit-
ingahúsum, em, í mörgum thvik-
um, þess eðlis að maturinn er hvort
sem er aukaatriði. Þetta leiðir hug-
ann að því hvernig fólk velur sér
veitingahús. Ef maturinn væri jafn
mikilvægt atriði um val okkar á
veitingahúsum og okkur er talin
trú um er næsta víst að menn væru
ekki að eyöa öllum þeim fjármun-
um sem fara th aö skapa þar nota-
legt umhverfi. Skemmtikröftum
væri sjálfsagt gefið frí.
Það væri óþarfi að fara fram á
þæghegt viðmót og faglega færni
framreiðslufólks og aðgengi stað-
anna væri aukaatriði. Til er gamalt
máltæki sem hljóðar eitthvað á
þessa leið: „Góöur þjónn getur
bjargað lélegum mat en það er
sama hvað kokkurinn er góöur,
hann getur aldrei bjargað slæmri
þjónustu." Th þess að dæmið gangi
upp þurfa ahir þættir málsins að
vera í lagi.
Iðnaðarmenn
Matreiðsla er lögght iðngrein og
þeir sem lokið hafa sveinsprófi í
matreiðslu eru matreiðslumenn.
Til skamms tíma gátu menn, eftir
að hafa starfað við greinina í
ákveðinn tíma, sótt um og fengið
meistarabréf í henni, ef þeir höfðu
hreint sakavottorð og áttu peninga
til þess að leysa til sín bréfið, og
þar meö höfðu þeir leyfi til að kaha
sig matreiðslumeistara.
Meistaranafnbótin hafði ahs ekk-
ert með faglega færni manna aö
gera enda ekki gerð krafa um að
menn sönnuðu fæmi sína. Meist-
aranafnbótin er ekki eitthvað sem
menn fá vegna þess hvers konar
snillingar þeir eru, heldur vegna
þess að tíminn hður, og þeir hafa
rænu á að nálgast meistarabréfiö.
Matreiðslumenn eru iðnaöar-
menn sem, eins og aðrir slíkir,
hjálpa okkur við að lifa betra lífi
en við annars gerðum. Ef við kaup-
um verk þeirra eigum við að hafa
tryggingu fyrir því að þau uppfylli
ákveðnar lágmarkskröfur um
gæði. Ef allt er eðhlegt eiga svo
þessar lágmarkskröfur að vera
talsvert meiri en þær sem gera má
ráð fyrir að venjulegur fúskari
standi undir.
Listamenn eru allt annar hand-
leggur.
Guðmundur Agnar Axelsson
„Menn eru ekki lengur yfirmatreiðslu-
menn heldur yfirmatreiðslumeistarar.
Þeir fara á ólympíuleika þótt engir
ólympíuleikar 1 matreiðslu séu til.
Ólympíuleikar eru, eins og við öll vit-
um, íþróttakeppni og þar er ekki keppt
í matreiðslu.“