Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
39
Markúsarnet
og önnur
björgunartæki
og hefur ekki innkallað þau net
sem framkvæmdastjórinn lýsir
sem ónothæfum. Varðandi seinna
atriðið þá er það okkur sem stóðum
að þessari björgun óskiljanlegt með
hvaða hætti menn eiga að vera út-
búnir við björgun úr sjó. Flotbún-
ingar þeir sem eru lögboðnir um
borð í skipum eru það tæki sem
minnsta áhættu hefur í för með sér
fyrir björgunarmenn. - Að senda
menn í sjó við erfiðar aðstæður
öðruvísi útbúna er óðs manns æði.
Málflutningur Péturs lýsir því
vanþekkingu á viðfangsefninu og
er honum ekki til sæmdar. Öll
umræða um öryggismál sjómanna
er af hinu góða, en menn verða að
hafa það hugfast að umræðan verð-
ur að sriúast um það í einlægni að
leita þeirra niðurstaðna sem koma
munu að gangi við björgun. Um-
„ .. .menn verða að hafa það hugfast
að umræðan verður að snúast um það
í einlægni að leita þeirra niðurstaðna
sem koma munu að gagni við björgun.“
ræðan má ekki snúast um það
hvort meira eða minna selst af einu
eða öðru öryggistæki.
Reynir Traustason
Pétur Th. Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Björgunarnetsins
Markús h/f, hefur að undanfórnu
farið nokkuð geyst í íjölmiðlum
vegna athugasemda sem undirrit-
aður og íleiri úr áhöfn Sléttaness
ÍS gerðu varðandi notagildi Mark-
úsarnetsins við þær kringumstæð-
ur, sem voru á slysstað, þegar b/v
Krossnes SH fórst á Halamiðum 23.
febrúar sl.
Málílutningur Péturs hefur verið
á þann hátt að ekki verður undan
því vikist að grípa til nokkurra
andsvara með það að leiöarljósi að
varpa ljósi á málið. Áhöfn Slétta-
ness sem og allir aðrir sjómenn
eiga allt sitt undir því að þau björg-
unartæki, sem um borð eru, séu
hvorki ofmetin né vanmetin við
KjaUariim
Reynir Traustason
stýrimaður á b/v Sléttanesi
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-81 47 88
Markúsarnetið. - Ekki verið að afskrifa það, en að það henti fyrst og
fremst við gott sjólag og þegar sá er bjarga á sé sjálfur tiltækur að
leggja björgunarmönnum lið, segir m.a. í grein Reynis.
hinar ýmsu aðstæður sem eru þeg-
ar slys verða á sjó.
Dýrmætar mínútur
Atburðir voru á þann veg að um
kl. 8 að morgni sunnudagsins 23.
febrúar barst neyðarkall frá togar-
anum Krossnesi þar sem þeir segj-
ast vera komnir á hliðina. Öll ná-
læg skip hííðu strax upp veiðarfæri
sín og héldu til hjálpar hinu nauð-
stadda skipi. Örfáum mínútum eft-
ir að neyðarkallið barst hvarf
Krossnes af ratsjá. Sléttanes var
eitt þeirra skipa, sem næst voru
slysstaðnum, aðeins um eina sjó-
mílu frá Krossnesi.
Strax og neyðarkall barst var
unnið samkvæmt neyðarplani um
borð í Sléttanesi. Stýrimaður, sem
var á vakt í brúnni, ræsti þegar út
alla áhöfnina og gaf út skipun um
að gert yrði klárt til björgunar
manna úr sjó. Tvö Markúsarnet
voru gerð klár á bakborðssíðu og
tveir menn fóru í flotbúninga.
Fljótlega eftir að byrjað var að
keyra í átt til slysstaðar sást
glampa á glitmerki í geisla frá ljós-
kösturum skipsins, við nánari at-
hugun kom í Ijós að þarna var um
tvo flotbúninga að ræða, en annar
var tómur.
Skipstjórinn manúveraði skipinu
að manninum og annar björgunar-
manna stökk fyrir borð og synti
um 20 metra leiö til mannsins,
tengdur annars vegar með taug við
skipið og hins vegar með Markús-
amet. Aðstæður yoru þannig að
myrkur var og él og töluverð hreyf-
ing vegna suövestan strekkings-
vinds. Þegar björgunarmaður kom
að hinum nauðstadda manni sá
hann að mjög var af honum dregið.
Hann gat engan veginn hjálpað til
við björgunina vegna ofkælingar,
enda hafði honum ekki unnist tími
til að loka galla sínum og var því
í honum fullum af sjó.
Sjávarhitinn á þessum slóðum
var um 5 gráður á Celsius og er
talið að við það hitastig geti full-
frískir menn lifað í eina klukku-
stund. Þama var um að ræða mann
sem kominn var fast að sextugu og
hann var búinri að vera í sjó 30 til
40 mínútur. Það var því augljóst
að hraða varð björgun svo sem
hægt væri. Tilraunir björgunar-
manns til að koma manninum í
netið báru ekki árangur og fór ann-
ar því honum til aðstoðar án árang-
urs.
Þama töpuðust dýrmætar mínút-
ur og þegar svo var komið að annar
björgunarmanna var orðinn flækt-
ur í netið tókst honum að lása sam-
an belti á galla mannsins og krana
skipsins var húkkað í beltið og
hann hífður um borð þar sem hann
fékk nauðsynlega aðhlynningu.
Undarlegar athugasemdir
Niðurstaða áhafnar b/v Slétta-
ness ÍS eftir björgun var sú að
Markúsarnetið hefði alls ekki kom-
ið að notum við þær aðstæður sem
þama voru. Björgunarlykkja hefði
aftur á móti hentað og reyndar
komið að fullum notum. menn
töldu fulla ástæðu til þess að það
kæmi fram öðrum til viðvörunar
svo menn íhugi það fyrirfram
hvaða björgunartæld henti best við
breytilegar aðstæður. Með gagn-
rýninni er alls ekki verið að af-
skrifa Markúsarnetið sem ónýtt
björgunartæki. Á því leikur ekki
vafi að í mörgum tilvikum hentar
það tæki vel til björgunar, en það
er fyrst og fremst í þeim tiMkum
þegar sá sem bjarga á er nógu frísk-
ur til að geta sjálfur lagt björgunar-
mönnum lið og þegar sjólag er gott.
Athugasemdir Péturs lúta eink-
um að tvennu. Hann segir að net
þau sem um borð í Sléttanesi eru
séu úrelt. Þá telur hann upp á að
flotgallar þeir sem björgunarmenn
voru íklæddir væru þeim til traf-
ala. Báðar þessar athugasemdir
eru stórundarlegar og kalla á mjög
vandlega skoðun.
Varðandi netið þá gerir Siglinga-
málastofnun þá kröfu að Markús-
arnet sé um borð í öllum skipum
yfir ákveðinni stærð. Stofnunin
gerir engar kröfur um það að netið
sé af einni fremur en annarri gerð,
Fjöldi bílasala, bíla-
umboóa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með
góðum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugið að auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa að berast
í síðasta lagi fyrir kl.17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00 til 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 til
18.00 og sunnudaga frá
kl. 18.00 til 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ verðuraó
berast fyrir kl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
632700