Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Síða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 87 00
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
Bandarikja-
menn töldu
Eðvald sekan
um stríðsglæpi
- neituðu vegabréfsáritun
Eðvald Hinriksson sótti um vega-
bréfsáritun til að ferðast um Banda-
ríkin til annars áíángastaðar í des-
ember 1946, sama mánuði og hann
kom til íslands meö skipinu Rosita.
Sendiráð Bandaríkjanna í Svíþjóð
kannaði feril hans og mælti eindreg-
ið gegn umsókninni. Niðurstaða þess
eftir að það kannaði feril hans var
aö hann væri sekur um stríðsglæpi.
Þetta er samkvæmt heimildum DV
sem Þór Whitehead, prófessor í sagn-
fræði, hefur staðfest. í skjölum sem
hann hefur skoðað í tengslum við
rannsóknir sínar á sögu Eistlands á
árunum eftir stríð koma meðal ann-
ars fram sömu atriði varðandi Eð-
vald og fjallað hefur verið um í fjöl-
miðlum að undanfornu.
Umsókn Eðvalds er frá í desember
1946 en umsögn sendiráðsins frá því
í janúar 1947. Eðvald getur ekki um
þetta í ævisögu sinni en segir í þeim
kafla sem segir frá fangavist hans í
Svíþjóð 1944-1946 að hann hafi sótt
um landvistarleyfi í ýmsum erlend-
um ríkjum og að í sumum tilfellum
hafiþaðveriðveitt. -VD
Kjarasanmingarnir:
Eingreiðslanverði
tilviðbótarkaup-
máttaraukningu
Eins og DV skýrði frá fyrir tæpum
tveimur vikum, lýstu atvinnurek-
endur sig tilbúna til að skoða ein-
greiðslu á lægstu laun. Þetta geröist
þá á bak við tjöldin en var lýst yfir
opinberlega í gær. Atvinnurekendur
eru að tala um eingreiöslu á laun sem
eru lægri en 67 til 68 þúsund krónur
á mánuði. Launþegar miða aftur á
móti við 75 til 80 þúsund krónur.
Þá er það almennt skoðun fulltrúa
launþega að þessi eingreiðsla komi
til viðbótar kaupmáttaraukingu og
miða þar við að ná kaupmætti upp í
það sem hann var í júní í fyrra.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagði í morgun að á fundinum
í gærkvöldi hefði ekkert komið frá
samningamönnum ríkisins varðandi
velferðarmálin, en eftirgjöf ríkisins í
þeim málum er ein af forsendum
þess að samningar geti tekist. Ög-
mundur sagði að það hlyti að koma
í ljós á allra næstu dögum hvaða
skref ríkisvaldið ætlaði að stíga varð-
andi velferðarmálin.
Samningafundir halda áfram í dag.
-S.dór
Gleyptu 350
grömm af hassi
í 110 smokkum
Sakadómur í ávana- og fíkniefna-
málum hefur dæmt tvo 22 ára karl-
menn úr Reykjavík og Kópavogi í
5 og 7 mánaða íangelsi fyrir að
hafa fiutt rösklega 1,3 kfló af hassi
til landsins og dreift megninu af
því á árinu 1990. Rúmlega 60 þús-
und krónur voru dæmdar til upp-
töku til ríkissjóðs sem ætlaður
gróði af fíkniefnasölu.
Ungu mennimir viðurkenndu að
hafa keypt 650 grömm af hassi í
Amsterdam í júlí 1990. Á heimleið
kváðust þeir haía fariö til Lúxem-
borgar þar sem þeir kornu 350
grömmum af efrúnu fyrir í samtals
110 smokkum. Áöur en þeir fóru
með ílugi heim gleypti annar þeirra
80 smokka en hinn 30 stykki. Af-
gangurinn af hassmu, um 300
grömm, var skilinn eftir ytra.
Þegar heim var komið seldu
mennirnir hassið á 1.000 krónur
grammið. Söluandvirðinu skiptu
þeir með sér og notaði annar þeirra
hagnaðinn af ferðinni til að fjár-
magna aöra íör til Amsterdam.
Þangað fór hann nokkrum dögum
síðar og keypti 800 grömm af hassi.
Fram kom fyrir dómi að það var
íri að nafni Símon sem fenginn var
til að fiytja þann skammt með sér
til íslands. íslendingurinn kom síð-
an með 200 grömm af því hassi sem
skilið hafði verið eftír í fyrri ferð-
inni innvortís með íranum til
landsins. Þegar írinn kom til
Reykjavikur fékk hann 204 þúsund
krónur fyrir flutninginn.
Þegar lögreglan handtók íslend-
ingana tvo voru þeir búnir aö seija
mest af hassinu úr ferðunum hér á
landi. Tæplega 100 grömm af hassi
fundust þó i fórum þeirra. Andvirði
hassins sem seldist nam rúmiega
1,1 milljón króna.
Mönnunum var virt það til refsi-
þynghigar að þeir sammæltust um
brot sín. Öðrum sakbominganna
var auk fangelsisrefsingar einnig
gert að greiða 60 þúsund krónur í
sekt til ríkissjóðs þar sem hann lét
sannanlega af liendi fíknefni gegn
fégjaldi og hafði hagnað af. -ÓTT
Menn úr björgunarsveitinni Ingólfi náöu upp þriggja tonna plastbáti sem sökk viö bryggju skammt frá Kaffivagninum
i Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Gat kom á bátinn eftir að hann hafði slegist utan í þar sem hann lá. Kafarar frá
Ingólfi settu belgi í bátinn þannig að hann flaut upp. Við það var notuð dæla sem Reykjavíkurhöfn var nýbúin að
gefa slysavarnafélagsmönnum. DV-mynd S
Magnús fyrir dómara:
JónBaldvinog
Halldór bera
ekki vitni
Málflutningur hófst í Noregi í gær
í máh Greenpeace gegn Magnúsi
Guðmundssyni vegna myndar hans
Lífsbjörg í norðurhöfum. Lögmaður
Magnúsar mun hafa farið fram á það
við Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og Halldór Ásgríms-
son, fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, að þeir beri vitni í máhnu en
af því mun þó ekki verða.
Greenpeace-samtökin krefjast á
fjórðu mihjónar króna í bætur vegna
sýningar myndarinnar í Noregi. í
myndinni eru vinnubrögð
Greenpeace gagnrýnd, einkum áróð-
ursherferö ssuntakanna gegn hval-
veiðþjóðum.
Myndin var sýnd í um 15 löndum
og vakti hvarvetna mikla athygh. í
mörgum þessara landa hótuðu græn-
friðungar málsókn en féllu alls staö-
ar frá því nema í Noregi.
-kaa
Peningaskápur
brotinn upp
hjá Flugleiðum
Peningaskápur var brotinn upp í
skrifstofu Flugleiða við Lækjargötu
í fyrrinótt. Þeir sem þarna voru að
verki tóku allt sem í skápnum var.
Auk þess urðu miklar skemmdir á
húsnæðinu vegna innbrotsins. Ekki
hafa fengist upplýsingar um hve
miklu var stohð en ljóst er þó aö
ávísanir og ýmis skjöl hurfu. Á síð-
ustu vikum hefur verið brotist inn á
fleiri stöðum þar sem peningaskápar
voru og þeir brotnir uþp.
Rannsóknarlögregla ríkisins rann-
sakar einnig að minnsta kosti þijú
innbrot þar sem mikil verðmæti hafa
horfið að undanfórnu - samtals á
aðra mihjón króna. í Snævarsviaeoi
við Höföabakka voru tekin mynd-
bands- og sjónvarpstæki. Hluti af því
þýfi hefur náðst. Einnig var farið inn
í Golfheima í Skeifunni þar sem
myndbandstökutæki og fleiri verð-
mæti upp á 400-500 þúsund krónur
voru tekin. í Félagsgarði í Kjós var
tekin ljósritunarvél, tölva og fleiri
tæki. Þessi mál eru öh í rannsókn.
-ÓTT
Margeir vann Motwani
Úrsht í alþjóðaskákmótinu í Hafn-
arfirði í gær urðu þau, að Björn
Freyr sigraði Ágúst Sindra Karlsson.
Þá sigraði Þröstur Þórhallsson Jón
L., Margeir sigraði Paul Motwani og
Conquest vann Helga Áss. Björgvin
Jónsson og J. Lewitt gerðu jafntefli.
J. Howell og Hannes Hlifar skildu
einnigjafnir. -JSS
LOKI
Það er betra að
hafa þá vel $murða!
Veðrið á morgun:
Breytileg
áttog
víða gola
• Ámorgunverðurbreytilegátt
og víðast gola og skýjað með
köflum. Frost verður víða yfir
5 stig að næturlagi en vægara
yfir hádaginn.