Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. Fréttíx Heimilislausa parið: Stúlkanfórímeð- ferðen pilturinn erennágötunni 15 ára heimilislaus stúlka, sem DV ræddi við í vikunni ásamt 16 ára vini hennar, er farin í vímuefnameðferð á meðferðarheimili. Eins og fram kom í viðtali DV við ungmennin á þriðjudag voru þau orðin háð am- fetamíni sem þau sprautuðu sig reglulega með í æð. Pilturinn og stúlkan höfðu meðal annars sofið úti undir beru lofti að undanfórnu. DV ræddi aftur við piltinn í gær. Sagðist hann einnig hafa óskað eftir meðferð. Hins vegar kvaðst hann hafa fengið húsnæði, litla geymslu- kompu í vesturbænum, á 2 þúsund krónur á mánuði, þar væri hægt að halla sér. Pilturinn var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann færi í umrædda meðferð. . -ÓTT Atvinnuleysið í Reykjavík: í mars hafa 137 bæst á atvinnu- leysisskrá Atvinnuleysi heldur áfram að auk- ast í Reykjavík. í gær voru 1464 á atvinnuleysiskrá, að sögn Gunnars Helgasonar hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar. Hafði þá fjölgaö á skránni um 137 á fyrstu 17 dögum marsmánaðar. í þessum hópi voru 931 karlmaður og 533 konur. Um síðustu mánaðamót voru sam- tals 1327 á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Hafði atvinnulausum fjölgað stórlega frá í janúar og hafði þá ekki um langt árabil verið jafn- margt fólk án atvinnu í borginni. Þá voru 855 karlmenn á skrá en 472 konur. Að sögn Gunnars eru verslunar- menn og verkamenn fjölmennastu stéttirnar á atvinnuleysisskrá. Þá sagði hann að iðnaðarmönnum fjölg- aði og þá alveg sérstaklega bygging- ariðnaðarmönnum. Annars væru engar atvinnustéttir undanskildar í þessu efni. Það hefur áður komið fram i DV að það er einkum yngra fólk sem er án atvinnu, sérstaklega hjá verkamönnum. Út á landsbyggðinni hefur heldur dregið úr atvinnuleysinu enda stend- ur vetrarvertíð sem hæst og aflast vel þegar gefur. Þá skapar hin góða loðnuveiði mikla vinnu. Nú fer henni senn að ljúka og má þá gera ráð fyr- ir að atvinnuieysi á landsbyggðinni aukist eitthvað aftur. -S.dór Loönan: Yfir 120 þús- und tonnum verið landað á Norðurlandi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Loðnulöndun í höfnun norðan- lands á haust- og vetrarvertíð er nú komin yfir 120 þúsund tonn og má segja aö nokkuö vel hafi ræst úr þeim málum nyrðra eftir afspyrnuslaka haustvertíð. Á haustvertíðinni var einungis landaö um 16.500 tonnum fyrir norð- an á þremur stöðum, Akureyri, Rauf- arhöfn og Þórshöfn, og menn höfðu miklar áhyggjur, t.d. Siglfirðingar sem biðu með verksmiðju sína til- búna en fengu ekki neitt. Síðan, eftir að loðnan var komin suður fyrir land, fór heldur betur að færast líf í tuskurnar nyrðra og Siglfirðingar hafa síðan í síðasta mánuði tekið á móti tæplega 40 þúsund tonnum. Heildarlöndun í Krossanesi á Ak- ureyri á haust- og vetrarvertíö er komin yfir 20 þúsund tonn, tæplega 27 þúsund tonn á Þórshöfn, tæplega 32 þúsund tonn á Raufarhöfn og um 3 þúsund tonn á Ólafsfirði. T0Y0TA CAMRY XLi 2000Í - árg. 1988, 5 gíra, 4 dyra, hvítur, ekinn 64 þ.km., verð kr. 690.000 stgr. MIVIC C0LT GLX 1500 - árg. 1986, 5 gíra, 5 dyra., steingrár, ekinn 95 þ.km., verð kr. 280.000. stgr. MAZDA 323 langb. 1500 - árg. 1987, sjálfskiptur, 5 dyra, silfur, ekinn 58 þ.km., verð kr. 390.000 stgr. V0LV0 740 GL 2300 - árg. 1987, sjálfskiptur, 4 dyra, blásans, ekinn 95 þ.km., verð kr. 890.000.stgr. VW GOLF C 1600 - árgerð 1986, 4 gíra, 3 dyra, rauður, ekinn 71 þ.km., verð kr. 350.000. stgr. MMC PAJERO stuttur 2600 - árgerð 1986, 5 gíra 3 dyra, silfur, ekinn 91 þ.km., verð kr. 780.000. stgr. VIÐ BJOÐUM TRAUST OG ÖRUGG VIÐSKIPTI GREIÐSLUSKiLMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA NOTAÐIR BILAR HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BÍLAR N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR ærðjvj umu ROFINN N0TAÐIR BÍLAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVEROI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.