Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Side 18
26 FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992. Iþróttir Sport- stúfar Örsllt leikja í NBA deildinni í körfUknatt- leik i fyrrinótt: Atlanta-Orlando ............ 96-99 Boston-Cleveland......96-94 Miami -Indiana.......111-116 Detroit - 76ers....... 91-85 Dallas - LA Clippers.86-117 SA Spurs - Sacramento ....116-89 Golden State - Minnesota.123-120 LALakers-Portland.....93-98 Viöavangshlaup Kópa- vogs a laugardag Frjálsíþróttadeild Breiðabliks gengst fyr- ir víöavangshlaupi Kópavogs á laugardag- inn og hefct það klukkan 14 við Vallargerðisvöll. Skráning hefst klukkan 13.15 á staðnum. Karlar og konur hlaupa 6 kílómetra en drengir og meyjar 3 kílómetra. Þriöji heimsbikartitill hjá Kronberger Austurríska stulkan Petra Kron- berger tryggði sér í gær heims- bikarinn á skíðum þegar hún hafnaði í 19. sæti í risasvigi í Cras Montana í Sviss í gær. Þetta var þriðji heimsmeistaratitill Kron- berger og hún er önnur konan sem vinnur tvisvar sinnum sigur i samanlögðum greinum alpa- greina í sögunni. Landi hennar, Annemarie Moser-Pröl, vann heimsbikarinn alls sex sinnum. Danirnirúrleik ítalska liðið Torino vann sigur á danska liðinu B1903,1-0, í UEFA- keppninni í knattspymu í gær. Torino vann fyrri leikinn í Dan- mörku, 2-0, og því samanlagt 3-0. Breiðablik vann HK Biikastúlkur • höfðu betur gegn grönnum sínum í HK í Digranesi í úrslitakeppni kvenna i blaki í fyrrakvöld. Leikurinn var sveiflukenndur en mjög jafti. HK vann í fyrstu hrinu, 15-13, en í þremur næstu höíðu Blikar bet- ur, 15-13,16-14 Og 15-8. Oddný Erlendsdóttir, Breiða- bliki, var yfirburðamanneskja í leiknum, átti sannkallaðan stjömuleik. Stórleikur á sunnudag Leikmenn Víkings og ÍS munu leiða saman hesta sína klukkan 14.00 á sunnudag í Hagaskóla. Búast má við hörkuleik, enda hafa þessi tvö lið verið í sérflokki í vetur. í síðustu viðureign iið- anna höfðu stúdínur betur en þær hafa leikið mjög vel að xmd- anfömu. -gje Haukar (47) 77 Njarðvík (50) 91 2-2, 11-8, 19-23, 22-30, 34-44, (47-50), 62-52, 64-68, 68-79, 72-86, 77-91. Stig Hauka: Rhodes 27, Henning 13, Jón Öm 9, ívar 7, Tryggvi 6, Bragi 6, Jón A 5, Pétur 4. Stig UMFN: Robinson 28, Teitur 23, Friðrik 16, Kristinn 10, ísak 8, Ástþór 6. Dómarar: Bergur Steingrímssön ogKristtnn Óskarsson, ágætir. Áhorfendur: ura 1500. Haukar (35) 70 KefLavík (27) 54 Stig Hauka: Hanna Kjartansdótt- ir 22, Hafdís Hafberg 15, Eva Hav- likova 11, Ásta Óskarsdóttir 10, Guðbjörg Norðfjörð 9, Sólveig Pálsdóttir 3. Stig ÍBK: Anna María Sveins- dóttir 24, Olga Færseth 13, Björg Hafsteinsdóttir 8, Elínborg Her-. bertsdóttir 4, Svandís Gylfadóttir 2, Guðlaug Sveinsdóttír 2, Katrín Biríksdóttir 1. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólaísson. UMFN bikarmeistari - eftir glæsilegan sigur á Haukum í úrslitaleik, 91-77 Njarðvíkingar tryggðu sér sigur í bikarkeppninni í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þeg- ar liöið lagði Hauka aö velli í úrslita- leik, 91-77. Þetta var í fimmta skiptið á síðustu sex ámm sem Njarðvíking- ar vinna sigur í bikarkeppninni, sannarlega glæsilegur árangur. Fjöl- mennur stuöningshópur fylgdi liö- inu frá Njarðvík, studdi vel við bakið á sínum og átti stóran þátt í sigrin- um. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en um tíma náðu þó Njarðvíkingar fjórtán stiga forskoti. Haukaliðið var þó ekki af baki dottið og stórleikur John Rhods gerði það að verkum aö liðið minnkaði muninn niður í þrjú stig fyrir leikhlé. Rhods var mjög sterkur á þessum leikkafla, hirti fjölda frákasta og skoraði 20 stig í hálfleiknum. Njarövíkingar frábærir í síðari hálfleik Eftir bráðskemmtilegan fyrri hálf- leik snerist dæmið alveg við í síðari hálfleik. Haukaliðið veitti Njarðvík- ingum aðeins mótspymu í upphafi. Þegar. á leið sýndu Njarövíkingar mátt sinn, léku stórkostlega á köflum og vissu Haukamenn vart sitt rjúk- andi ráö. Njarðvíkingar beittu stífri pressuvöm og John Rhods var alveg lokaður af. Viö þessari varnartaktík áttu Haukamenn ekkert svar og Njarðvíkingar sigu jafnt og þétt fram úr. Njarðvíkingar léku á köflum í síð- ari hálfleik við hvem sinn fingur. Rondey Robinson var gríöarlega sterkur í vöm og sókn og Friðrik Ragnarsson var ennfremur góöur og komst Jón Amar Ingvarsson lítið áleiðis gegn honum í vöminni. Teitur Örlygsson var mjög áberandi í fyrri hálfleik og skoraði þá grimmt, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Allt Njarðvíkurliðiö á þó hrós skilið fyrir frammistöðu sína og liðin vann verð- skuldað. Eftir leikinn var Rondey Robinson útnefndur maður leiksins og kom það fáum á óvart. Á meðan Jón Arnar og ívar Ás- grímsson ná sér ekki á strik í heilum leik er varla aö búast við að Haukar vinni sigur. John Rhods stóð upp úr í liðinu, fimasterkur leikmaöur þar á ferð. Henning var ágætur en hefur oft áður verið betri. Jón Öm hleypti lífi í leik Hauka þegar hann kom inn á í fyrri hálfleik og kom það á óvart aö hann skyldi ekki vera í byrjunar- liðinu í upphafi síðari hálfleiks. -JKS Rondey Robinson og Teitur Örlygsson hampa bikarnum eftir sigurinn í gærkvöldi en DV gaf þennan fagra grip til keppninnar fyrir nokkrum árum. Á myndinni eru einnig Ástþór Ingason fyrirliöi og Sturla Örlygsson. DV-mynd GS Gerðum okkar besta - sagöi Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka „Eg er að vonum mjög svekktur með þessa niðurstöðu. Við misst- um einbeitinguna í síðari hálfleik en það hefur oft viljaö brenna viö í öðrum leikjum í vetur. Að mínu mati vom liðin jöfn að getu í 30 mínútur en síöan hrundi allt hjá okkur. Njarðvíkingar vom betri og þeir eru vel að sigrinum komnir," sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari Haukaliðsins, í samtali við DV eftir leikinn. „Þaö er engum um að kenna hvemig fór. Við gerðum okkar besta en sterkur vamarleikur Njarðvíkinga sló okkur út af lag- inu. Við hittum einnig illa í vítum og það munar um minna í leik sem þessum," sagði Ólafur. -JKS sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN „Það er í einu orði sagt stórkost- legt að vinna sigur í þessari keppni. Þessi sigur vannst ekki átakalaust en viö skiptum um vöm í síðari hálíleik sem gaf góöa raun og lagöi grunninn að sigrinum. Við létum þá skjóta heldur en að fá þá nær körfúnni,“ sagði Friörik Rúnars- son, hinn 23 ára gamli þjálfari Njarðvíkurliösins, sem náð hefur frábærum árangri með liðið. „Bikarsigurinn á eftir að þjappa mönnum saman fyrir siaginn um íslandsmeistaratitilinn en þar er mikil barátta fyrir höndum. Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þá keppni en við stefnum að sjálfsögðu aö því aö vinna tvöfalt sem yrði meíri- háttarsagði Friðrik. -JKS Sólveig Pálsdóttir, fyrirliði Haukastúlkna, kampakát með bikarinn en meö henni á myndinni er Ingvar Jónsson sem af mörgum er talinn fað- ir körfuknattleiksins i Hafnarfirði. DV-mynd GS Frekar óvænt - Haukar bikarmeistarar í kvennaflokki Haukastúlkur unnu stóran og sanngjarnan sigur á ÍBK í bikar- keppni kvenna í gærkvöldi. Hauka- stúlkur komu mjög ákveönar til leiks og með sterkri vöm og 90% vítahittni tókst þeim þaö sem eng- inn haföi búist við, að sigra Kefla- vík, 70-54. „Við lékum undir mikilli pressu,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari IBK, eftir leikinn. Þaö bjuggust altir við því að við mynd- um sigra og stelpumar náðu ekki að rífa sig upp úr stressinu. En Haukamir léku mjög vel og ég óska þeim til hamingju. Haukastúlkur sýndu frábæran körfuknattleik. Byrjuöu leikinn af miklum krafti og Keflavíkurstúlkumar komust aldrei irm í leikinn. í hálfleik höfðu þær 12 stiga forskot, 35-27. Hauka- liöið iagði mikla áherslu á vömina, lék pressuvörn alian tímann og náöi að halda Önnu Maríu Sveins- dóttur og Björgu Hafsteinsdóttur niðri. Anna María lék hest hjá ÍBK. Hjá Haukum var þaö liðsheildin sem skóp sigurinn. Hafdís Hafberg, sem var kjörin maður leiksins í leikslok, átti frábæran leik og þá áttu Hanna Kjartansdóttir, Eva Havlikova, Guöbjörg Norðfjörð, Ásta Óskarsdóttir og Sólveig Páls- dóttir góðan leik. „Þetta var æðislegt. Það gekk allt upp. Við ætluðum að leika góða vöm og hcdda Önnu Maríu og Björgu niöri og það tókst,“ sagði Ingvar Jónsson, þjálfari Hauka. „Þetta var frábært og kominn tími til. Það vom allir búnir aö spá ÍBK sigri en viö ætluðum ekki að láta fjölmiðlana ráða,“ sagöi maður leiksins, Hafdís Hafberg. Við vor- um ákveðnar í að vinna og hlökk- uðum til aö leika þennan leik. Við náðum að halda þeim niðri og þær svekktu sig yfir mótlætinu.“ „Við höfðum allt að vinna og meö yfirveguðum leik tókst þaö,“ sagöi Sólveig Pálsdóttir, fyrirliöi Hauka. „Ingvar þjálfari undirbjó okkur mjög vel, síðustu tvær vikur höfum viö undirbúiö okkur markvisst fyr- ir þennan leik.“ -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.