Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992.
Fréttir
Hæstiréttur sakfelldi Ingvar Sveinsson, tvo aðra stjómaraienn og lögmann Töggs hf.:
Ingvar fær 18 mánaða fang-
elsi og 2,5 milljóna sekt
- dómurinn taldi ekki refsivert að bíða með gjaldþrotameðferð
I kjölfar gjaldþrotameðferðar Töggs hf. árið 1987 taldi skiptaráðandinn í
Reykjavík hafa komið í Ijós að ástæða væri til að ætla að forsvarsmenn
félagsins kynnu að hafa gerst sekir um refsivert athæfi. Hæstiréttur hefur
nú kveðið upp dóm sinn.
Hæstiréttur hefur sakfellt þrjá
fyrrum stjómarmenn Töggs hf. og
lögmann vegna sakamáls sem
ákæruvaldið höfðaöi í kjölfar gjald-
þrots fyrirtækisins sem varð árið
1987. Einn starfsmanna Töggs, sem
einnig var ákærður í máhnu, var
sýknaður. Upphaflega voru starfs-
maður og sparisjóðsstjóri SPRON
einnig ákærðir. Þeir voru sýknaöir í
undirrétti og var þeirra þætti ekki
áfrýjað.
Hæstiréttur dæmdi Ingvar Sveins-
son, fyrrum framkvæmdastjóra og
stjómarformann, í 18 mánaða fang-
elsi og til greiðslu 2,5 milljónar króna
í sekt til ríkissjóðs. Greiði hann sekt-
ina ekki innan fjögurra vikna kemur
5 mánaöa aukafangelsisrefsing í stað
sektarinnar. Við ákvörðun sektar-
innar var tillit tekið til þess að bú
Ingvars hefur verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Hanna Ehasdóttir
stjómarmaður var dæmd í 5 mánaða
skilorðsbundið fangelsi og til
greiðslu 300 þúsund króna sektar.
Ingvar Bjömsson héraösdómslög-
maður var dæmdur í 3 mánaða skh-
orðsbundiö fangelsi og hann sviptur
leyfi til málflutningsstarfa í 6 mán-
uði. Ákvörðun refsingar Bjöms
Sveinssonar stjómarmanns var
frestað og fehur hún niður eftir 3 ár.
Tugmilljóna söluskattssvik
Stjómarmönnunum þremur vom
m.a. gefin að sök söluskattssvik með
því að hafa ekki greitt ríkissjóði
mánaðarlega söluskatt sem Töggur
átti að standa skil á. Samkvæmt skrá
Ingvars Bjömssonar yfir kröfuhafa
Töggs hf. í árslok 1986 nam sölu-
skattsskuldin þá um 43 mihjónum
króna með vöxtum. í dómi Hæsta-
réttar segir m.a. að Töggur hf. hafi
verið í stórfelldum vanskilum með
söluskatt þegar fyrirtækið fékk
greiðslustöðvun. Dómurinn taldi að
á forsljóranum heföi hvílt sú skylda
að standa skil á innheimtum sölu-
skatti - þetta hefði hann vanrækt og
því bæri að refsa honum.
Hanna Elíasdóttir, sem á þessum
tíma fór með meirihluta hlutafjár,
ásamt Ingvari Sveinssyni, var einnig
tahn hafa vanrækt eftirlitsskyldu
sína og var sakfelld samkvæmt því.
Bjöm Sveinsson var á þessum tíma
að reyna að losa sig úr félaginu og
því ekki nægileg ástæða til að leggja
á hann refsiábyrgö að þessu leyti.
SPRON og Töggur hf.
Stjórnarmennirnir vom einnig
dæmdir fyrir skilasvik með því að
hafa greitt verulegar fiárhæðir inn á
skuldir við Sparisjóð Reykjavíkur á
meðan Töggur hf. var í greiðslu-
stöðvun. Um þetta sagði m.a. í
ákæm: „th að ívhna sparisjóðnum
og mismuna á þann veg kröfuhöfum
hlutafélagsins."
Hæstiréttur tók mið af því aö
stjómarmönnunum hefði mátt vera
fióst að fyrirtækinu hefði verið
óheimht aö greiða gjaldfallnar skuld-
ir á greiðslustöðvunartíma. Sam-
kvæmt þessu var stjómarformaður-
in, Ingvar Bjömsson, sakfehdur en
Hanna og Bjöm voru sýknuð.
Ingvar var einnig sakfehdur fyrir
að hafa í febrúar 1987 látið skuldfæra
af hlaupareikningi Töggs hf. hjá
SPRON fiórar greiðslur af skulda-
bréfum sem hann skuldaði persónu-
lega, samtals að upphæð 94 þúsund
krónur á þávirði.
Fjárdráttur og skilasvik
Ingvar og Hanna vom bæði sak-
felld fyrir að hafa slegið eign sinni á
rúmar 14 mhfiónir króna umfram
laun sín og látið bókfæra þær á við-
skiptareikning Ingvars. Á þessum
tíma gat Töggvu- hf. ekki staðið í skil-
um við skuldheimtumenn sína. Und-
ir þennan ákæruhð féllum.a. greiðsl-
ur vegna bifreiða Hönnu, greiðslur á
opinberum gjöldum og greiðslur fyr-
ir verslunina Blái fuglínn sem hún
rak á þessum tíma.
Sló eign sinni á
Saab 9000 turbo
Ingvar Sveinsson var dæmdur fyr-
ir að hafa, þremur dögum áður en
Töggur varð gjaldþrota, slegið eign
sinni á nýja Saab 9000 turbo bifreið
og lagt fram gegn henni kvittun fyrir
óuppgert sumarfrí fyrir árin 1982 th
1986, krónur 912.512. Ingvar seldi bif-
reiðina 17 dögum síðar fyrir 1,2 milfi-
ónir króna.
Þá var Ingvar sakfehdur fyrir aö
hafa dregið sér greiðslur af andvirði
þriggja bha og peninga af tékka-
reikningi. í sama ákæruhð var hann
dæmdur fyrir að hafa á síðustu dög-
um greiðslustöðvunarinnar, ívilnað
fiórum kaupendum nýrra bha með
afslætti frá ghdandi verðskrá. Þeirra
á meðal var lögmaður Töggs, Ingvar
Bjömsson, samstarfsmaður Ingvars
og einnig bróðir Ingvars Bjömsson-
ar.
Lögmaðurinn dæmdur
Ingvar Bjömsson héraðsdómslög-
maður var sakfehdur fyrir skhasvik
og brot í opinberu starfi - sem skip-
aður thsjónarmaður með rekstri fé-
lagsins á greiðslustöðuvartímabh-
inu. Hann var m.a. sakfehdur fyrir
að hafa keypt sér sjálfur eina bifreið
með afslætti og lagt á ráðin um aö
selja þrjár aðrar th tengdra aðha og
misnotað sér á þann hátt aðstöðu
sína sem lögmaður og aðstoðarmað-
ur Töggs.
Sýkna af stórum ákærulið
Stjómarmönnunum þremur var
gefið að sök að hafa, á síðustu tveim-
ur ámnum fyrir gjaldþrot Töggs,
stofnað fé viðskiptamanna fyrirtæk-
isins í stórfeUda hættu með því að
láta félagið taka á sig skuldbindingar
sem þaö gat ekki efnt - þannig leynt
viðskiptamenn ógjaldfæmi félagsins.
Þarna var látið á það reyna hver
ábyrgð forsvarsmanna hlutafélags í
miklum taprekstri sé - hvort þeim
beri ekki að gefa félagið upp th gjald-
þrotaskipta þegar mjög neikvæður
hofuðstóll er augfiós og viðvarandi.
Hæstiréttur taldi að þó faUast
mætti á það með ákæruvaldinu að
forsvarsmönnum Töggs hf. hefði ver-
ið skylt samkvæmt lögum að gefa
félagið mun fyrr upp th gjaldþrots,
væri það út af fyrir sig ekki refsivert
samkvæmt gjaldþrotalögum og lög-
um um hlutafélög að hafa ekki gert
það. Þremenningarnir voru því
sýknaðir af þessum sakargiftum.
Ingvar Sveinsson og starfsmaður
Töggs, Ágúst Ragnarsson, vom
ákærðir fyrir fiársvik með því aö
hafa selt tvo gaffaUyftara sem veð
hafði verið tekið í án þess að láta
kaupendur vita.
Fram kom fyrir dómi að j)að hefði
ekki verið í verkahring Agústs að
ganga frá umræddum veðbréfum,
hins vegar hefði Ingvari borið að sjá
um greiðslur og aflýsingu veðskulda.
Með hhðsjón af þessu var Ágúst
sýknaður en Ingvar sakfelldur.
-ÓTT
I dag mælir Dagfari
Tittlingaskítur
Mikh gæfa og blessun er það fyrir
þjóðina að hafa Eið Guðnason sem
umhverfisráðherra. Það era þvílík-
ir hagsmunir í húfi í umhverfis-
málum að það getur enginn nema
afburðamaður á borð við Eið
Guðnason sinnt því starfi. Hags-
munimir era úti um víöan vöU og
era kannske ekki mælanlegir og
ekki sjáanlegir en þeir era sannar-
lega fyrir hendi og í rauninni er
aUt annað hreinn tittlingaskítur í
samanburði við þá gríðarlegu
hagsmuni sem felast í umhverfis-
málum og þó sérstaklega þeirri
nauðsyn að íslenskir aðhar fylgist
vel með í umhverfismálum.
Þannig hefur Eiður Guðnason
þurft að ferðast tíu sinnum th út-
landa eftir að hann gerðist um-
hverfisráðherra í þágu þessara
hagsmuna og íslenskra umhverfis-
mála. Eiður hefur farið th Finn-
lands, Tékkóslóvakíu og Danmerk-
ur, Bretlands, Nýfundnalands og
Bandaríkjanna, Sviss, Álandseyja,
Frakklands, Finnlands aftur og
Danmerkur í annað og þriðja
skipti, Eistlands, Svíþjóðar og enn
th Bretlands. Ahs staðar er Eiður
að veija íslenska hagsmuni í um-
hverfismálum pg jafnvel hefur
hann þurft að fara aha leið th Ke-
níu th að gæta hagsmuna okkar í
umhverfismálum. Ráðherrann
hefur satt að segja verið á stöðug-
um faraldsfæti eftir að hann tók
viö ráðherradómnum vegna þess
að rödd íslands og nærvera Eiðs
hefur verið upp á líf og dauða fyrir
íslensk umhverfismál.
Það var eins gott að Eiður er
kvæntur maður og getur haft konu
sína með sér í þessum ferðalögum,
því annars mundu þau aldrei sjást,
hjónakomin, vegna tíðra fiarvista
ráðherrans, auk þess sem ekki
verður dregið í efa að það sé einnig
í þágu íslenskra umhverfishags-
muna að konan sé með í ferðalög-
unum og á öllum fundunum þar
sem hagsmunir okkar era í húfi.
Nú var eiginkona Eiðs Guðnasonar
aldrei kosin th þings og aldrei skip-
uð ráðherra og þess vegna er það
einstaklega heppheg tilvhjun að
kona Eiðs skihi hafa svo mikla
þekkingu og kunnáttu á umhverf-
ismálum að hún sé ómissandi á
öhum fundunum í Keniu og
Álandseyjum, þar sem ráðherrann
drepur niður fæti.
Þjóðin hefur samtals greitt þeim
hjónum tæplega eina milfión króna
í dagpeninga vegna ferðalaganna,
en sá kostnaður er tittlingaskítur
miðað við þá hagsmuni sem era í
húfi og miðað við það gagn sem þau
hjón bæði gera fyrir þjóðina með
því að vera th taks þegar mikið
liggur við.
Samanlagður kostnaður við far-
gjöld og hótelkostnaö er tæplega
tvær mhljónir króna og svo hefur
ráðherrann þurft á risnu aö halda
sem nemur hundrað og sjötíu þús-
und krónum, enda ekki aflögufær
af dagpeningunum. Samtals gerir
þetta rúmar þrjár mhljónir og er
að sjálfsögðu hreinn tittiingaskítur
miðað við þá hagsmuni sem í húfi
era og miðaö við þann kostnað sem
það hefði í för með sér að Eiður og
kona hans færu ekki.
Með sama hætti blæs ráðherrann
á þá gagnrýni sem komið hefur
fram um það að íslendingar sendi
þijátíu eða fiöratíu manns th Ríó-
ráðstefnunnar í júní th að greiða
atkvæði með þeim thlögum sem
þar verða lagðar fram. Sá kostnað-
ur er talinn nema tuttugu th þrjá-
tíu mhljónum króna og hreinn tittl-
ingaskítur miðað við þá hagsmuni
sem í húfi era. íslensk umhverfis-
mál og íslenska umhverfismála-
ráðuneytið er nefnhega ekki til að
græða upp Bárðardalinn heldur til
að sinna alheims umhverfismálum
og Eiður hefur tekið það hlutverk
alvarlega og lætur þess vegna ekki
tittlingaskít aftra sér för.
ímyndið ykkur bara, ef einhver
amlóði og aulabárður hefði verið
skipaður sem ráðherra og látið
tittlingaskít sfióma því hvert hann
fer og hvaða fundi hann sækir! Þá
væru umhverfismál í heiminum í
kaldakoh og íslenskir hagsmunir
fyrir borð bornir hvað eftir annað.
Eiður þarf að fara sem oftast utan
og nógu stór hópur með honum.
Því fleiri sem mæta, því minna fer
fyrir tittlingaskítnum. Almenning-
rnr verður að gera sér grein fyrir
því í eitt skipti fyrir öh að það er
Eiði um megn að greiða eitt at-
kvæði einn og sér á stórum fund-
um. Th þess fer konan með og
fiöratíu manna aðstoðarlið.
Dagfari