Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. 9 DV Kína: Kynsvallráðið tilaðbjarga lýónaböndum Tímarit ungliöa í Kína mælir með kynsvalli til að koma í veg fyrir að hjónabönd leysist upp. Mikið hefur borið á því í landinu síðari árin aö ungtfólk skilji eftir skamma sambúð. Meðal annars er mælt með að ung hjón taki sig mörg saman upp af heimilum sínum um helgar og fái sér hótelherbergi og reyni þar þau hvílubrögö sem duga til að bæta sambúöina. Þá er og mælt með að hjón sýni hvort öðru til- htssemi. í Kína hefur um árabil verið mælt með að hjón furai sambúð sinni sósíalískan grundvöll en það virðist ekki duga lengur. Nýja ráðið er að bæta kynlífið. Berjastfyrir flutningiBreta til Mars „Tími er kominn til að breyta - tími er kominn til að skipta um plánetu," segir í helsta slagorði nýs flokks sem býður íram til þings á Bretlandi. Flokkurinn neMst Áfram til Mars og hefur það helst á stefnuskrá sinni að Bretar yfirgefi land sitt og setjist að á Mars. Charles Seaton Cockell er leiö- togi flokksins og hann býður sig fram í sama kjördæmi og John Major forsætisráöherra. Hann gerir sér vonir um að fella Major. Þá er það og tilgangurinn með framboðinu að koma á fót al- þjóðahreyfingu sem hafi flutning alls mannkyns til’ Mars að markmiði. Togarlfórstá miðunumvið Nýfundnaland Togari, skráður í Panama, fórst i gær á miöunum út af Nýfundna- landi. Hann var þar að veiðum ásamt mörgum spænskum og portúgölskum togurum á um- deildu svæði sem Kanadamenn hyggjast verja með öllum ráðum. Mannbjörg varð en 23 menn voru í áhöfn togarans. Skipin eru aö veiðura um 260 mílur frá landi og þvi utan efnahagslögsögu Kanada. Heimamenn telja að tog- arar, einkum frá ríkjum Evrópu- bandalagsins, stundi rányrkju á þessum miðum þannig að þar verði alger ördeyða innan fárra ára. Von er á að floti tólf kanadískra togara komi á mlðin um mánaða- mótin og er ætlunin að koma í veg-fyrir frekari veiöar þar ef nokkur kostur er. Reuter Útlönd Lífið gengur sinn vanagang hjá Söru Ferguson þrátt fyrir mikiö uppistand vegna skilnaðar hennar og Andrews prins. Hér er hún að sækja Beatrice, dóttur sína, í leikskólann i gær. Simamynd Reuter Myndir af Fergie og Wyatt birtar 1 Frakklandi: Drottingin bannar prentun myndanna Franska tímaritið Paris Match hef- ur birt myndir af Söru Ferguson og Steve Wyatt, meintum elskhuga hennar. A myndunum má sjá þau í góðu yfirlæti á hestbaki og einnig er mynd af Wyatt þar sem hann leikur við Beatrice prinsessu. í tímaritinu er sagt að þessar myndir séu teknar á suðurströnd Frakklands þegar Fergie var þar að sóla sig með Wyatt sumariö 1990. Myndir þessar urðu til að koma af stað kviksögum um samband Fergie og Wyatts en það er af mörgum talið hafa leitt til skilnaðar hennar og Andrews prins. Elísabet Bretadrottning hefur bannað breskum blöðum og frétta- stofum að birta myndimar og hefur því banni veriö fylgt þótt hún hafi ekki lögsögu í málinu. Helstu frétta- stofur í Breflandi ætía að fara að óskum drottningar. Myndunum var upphaflega stolið úr íbúð Wyatts og komið í hendur breskra blaða. Þau guggnuðu hins vegar á að birta þær af ótta við meið- yrðamál og reiði drottnignar. Að sögn var myndum skilað en sé rétt greint frá í Paris Match þá hefur eitt- hvað af þeim lent í höndum óviðkom- andiaðila. Reuter IBarnaheill þakka þeim fjöimörgu velunnurum vegalausra barna sem með framlagi sínu hafa gefið þeim aukna von um bjartari framtíð. Sérstaklega þökkum viö börnum fyrir þeirra stuðning. Nauðungaruppboð Að kröfu Valgarðs Sigurðssonar hrl. fer fram opinbert nauðungaruppboð á hljómblöndunarborði af Cadac tegund, smíðaár 1977, í eigu Stúdíó Stemmu hf. Uppboðið fer fram fimmtudaginn 2. apríl 1992 kl. 17.00 að Suðurströnd 6, Seltjarnarnesi. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn á Seltjarnarnesi í RMTTyÚin RAUTT } uos fzZ, UOS/ l Uráð J Lærið frönsku í Frakklandi Elfca l'Hyéres Cote d'Azur, suðurströnd Frakklands, kenna frönsku allt árið, ekki þó algjörum byrjendum. Kennt er mánudaga til föstudaga,en helgar og siðdegi eru til afþreyingar, iþrótta, leikja, skoðunarferða. Gist yfirleitt hjá frönskumælandi fjölskyldum en einnig gisting í studio við skólann. Flogið með Flugleiðum til London og síðan til Toulon (fleiri möguleikar). Nemendur sóttir á flugvöll. Hægt að dveljast að vild. Hægt að taka próf til undirbúnings framhaldsnámi í frönskum skólum. Verð miðað við gengi í dag kr. 145.480 fyrir 4 vikur, innifalið flug, gisting, hálft fæði. 20 tíma kennsla á viku, akstur af flugvelli. Við sendum bæklinga, lánum videospólur og veitum frekari upplýsingar. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, simi 686255.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.