Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. Útlönd_____________________________________________________________ Tyrkir gera flóröu loftárásina í þessum mánuði á byggðir Kúrda: Tilgangslaus dráp á saklausu f lóttafólki - segja starfsmenn hjálparstofnana sem hafa orðið vitni að arasunum „Við sjáum ekki hver er tilgangur- inn meö þessum loftárásum á þorp Kúrdanna," sögðu starfsmenn hjálp- arstofnana í byggðum Kúrda í írak eftir að flugher Tyrklands gerði þar árás í gær. Þetta er í íjóða sinn á ein- um mánuði sem Kúrdar á svæðinu verða fyrir loftárásum Tyrkja. Að sögn sjónarvotta hafa einkum þrjú þorp orðið fyrir árásum. Þau heita Hostrane, Kanja Baste og Cham Chey. Eftir því sem best er vitað búa þar aðeins óbreyttir borgarar en Tyrkir halda því fram að skæruliðar Kúrda hafi þar bækistöðvar. Þeir hafa látið til sín taka innan landa- mæra Tyrklands síðustu daga. Talsmaður kúrdísku skæruliðanna segir að loftárásir á þorpin hafi ekk- ert hernaðarlegt gildi því þar búi aðeins óbreyttir borgarar, heima- menn og flóttafólk sem flúið hefur árásir íraka. Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, fullyrðir að árás- imar beinist eingöngu gegn skæru- liðunum og að þær hafi beinst gegn búðum þeirra við landamæri Tyrk- lands og íraks. Hann segir að tyrk- neskum borgurum stafi ógn af árás- um skæruliðanna og þvi verði að uppræta starfsemi þeirra. Tahð er að um 10 milljónir Kúrda búi í Tyrklandi. Þeir hafa undanfar- inn áratug barist fyrir sjálfstæði og stofnum kúrdisks ríkis sem nái til landsvæða sem nú eru í írak, íran og Sýrlandi, auk Tyrklands. Reuter ígor Pavioviec, fimm ára, er eitt fórnarlamba kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl árið 1986. Hann fæddist ellefu mánuð- um eftir slysið og foreldrar hans létu hann frá sér vegna fæðingargalla. Drengurinn dvelur nú á munaðarleysingja- hæli i Minsk í Hvíta-Rússlandi. Simamynd Reuter Tvöfóld geislavirkni í Eistlandi eftir kjamorkulekann: Áhrif in koma fram í næstu kynslóð Ætladi aðskjóta elskhugakonu sinnaren skaut sig í löppina Seinheppinn og kokkálaður Dani í Alaborg var fluttur á sjúkrahús með alvarlegt skotsár á fætinum eftir haglabyssu. Sáriö fékk hann þegar hann kom að konu sinni og elskhuga hennar í rúminu. Hann átti von á aö sjá þau þar og var því vopnaður haglabyssu og hugðist stytta eijara sínum aldur. Fyrst varð honum fyrir að ætla að rota manninn í rúminu með byssuskeftinu en þá tókst ekki betur til en svo aö skotið hljóp úr byssunni og hafhaði í fæti byssumannsins. Eiginmaðurinn verður ákærð- ur fyrir tilraun til manndráps en konan hefur farið fram á skilnaö. Elskhugi hennar fékk kúlu á höf- uöið. Úmhverfisráðstefnan: Eystrasaltsríkin fá norrænan ferðastyrk Ákveðið er að Norðurlandaráö veiti Eystrasaltsríkjunum þrem- ur styrk til að þau geti sent full- trúa á væntanlega umhverfisráö- stefiiu í Rio de Janerio. Styrkur- inn nemur 500 þúsund dönskum krónum eða um fimm milljónum íslenskra króna. Það er Per Stig Möller, um- hverfisráðherra Dana, sem hefur barist fyrir þessu því að öðrum kosti yrðu Eistiand, Lettland og Litháen ekki með fulltrúa á ráð- stefiiunni. Reiknaö er með að hvert Eystrasaltsríkjanna sendi tvo fixlltrúa til Rio de Janeíro. Evrópuþingið lýsirefasemd- ummeðEES- samkomulagið Þingmenn á Evrópuþinginu hafa lýst miklum efasemdum um að samkomulagið um Evrópska efhahagssvæðið frá 14. febrúar fái staöíst miðað við lög Evrópu- bandalagsins. Enn eru það ákvæöi varðandi dómstól EES sem valda vandræö- um en þingmennirnir telja að þau bijóti í bága við reglur Evrópu- dómstólsins. Af þessu tilefiii hefur Evrópu- þingiö sent dómstólnum bréf þar sem varaö er við að hann láti af hendi völd til hins nýja dómstóls. Þetta eykur enn á efasemdir um að EES verði að veruleika. Ritzau og NTB Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, sagði í gær að geislavirkni hefði tvöfaldast í eistneska landa- mærabænum Narva frá því á þriðju- dag þegar geislavirkar lofttegundur láku úr kjamorkuverinu í Sosnovíj Bor, um eitt hundrað kílómetra frá St. Pétursborg. Meri bar fram mótmæli viö Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, vegna þess að Eistar hefðu ekki verið látnir vita af lekanum. „Ég fer fram á það við rússnesku sendinefndina að hún leggi fram ná- kvæm gögn um það magn trítíums sem slapp út í andrúmsloftið áður en þessi dagur er liðinn," sagði Meri á ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, RÖSE, í Helsinki. Aðspurður hvort þessi aukna geislavirkni væri hættuleg heilsu manna, sagðist hann ekki hafa nein- ar tölur um þaö. „Það verður að bíða næstu kynslóðar til aö fá nákvæmt svar við þeirri spurningu," bætti hann við. Vestrænir sérfræðingar hafa hvatt til þess að öllum hættulegum kjam- orkuvenun í Austur-Evrópu verði lokað. Alþjóðlegur hópur sem aö- stoðar Rússa, Litháa og Úkraínu- menn við aö halda gömlumn kjam- orkuverum gangandi sagði hins veg- ar að þau gegndu mikilvægu hlut- verki við raforkuframleiðslu. Reuter ráðastgegn hassneyslu Lars Emil Johansen, formaöur grænlensku landsljómarinnar, er ekki ánægður með íramgöngu lögreglunnar í baráttunni gegn vaxandi hassneyslu á Græniandi. Lars Emil sagði í grænlenska landsþinginu á þriðjudag að hann ætlaði að hafa samband við Hans Engel, dómsmálaráðherra Dan- merkur, og iara fram á að fá fieiri lögregluþjóna til aö stöðva hass- söluna sem oft fer fram fyrir allra augum á götum úti. Lögreglan á Grænlandi heyrir undir danska dómsmálaráðuneytið. Hassið kemur frá Danmörku og er sala þess mjög ábatasöm. Grammið kostar um 300 krónur í Kaupmannahöfh en selst á Grænlandi fyrir þrjú til fimm þúsund Kakkalakkitef- urjárnbrautar- SestíJapan Japönsk járnbrautarfélög gorta yfir því aö hægt sé að stilla klukk- una sína eftir lestum þeirra. Þau hafa þó ekki reiknað með vesi- ings litla kakkalakkanum. Jámbrautarmenn urðu heldur vandræðalegir á sunnudag þegar rafmagnsbilun varð i lest sem var á leið á vinsælt hverasvæði og flytja varð farþegana 900 um borð í aöra vagna. Ekki minnkaði roðinn í andliti þeirra þegar upp úr dúmum kom að hálfs sentímetra langur kakkalakki í öryggjaboxi lestar- innar var valdur aö biluninni. Samt eru lestarnar úðaðar reglu- lega með skordýraeitri. BrigitteBardot hættirviðsjón- varpsþátt Leikkonan og dýravinurinn Brigitte Bardot er öskureið út í frönsku sjónvarpsstöðina TFl og hefur hætt við þátt sinn „SOS dýr“ vegna þess hversu seint á kvöidin hann var sýndur. „Stööin var ailtaf að færa sýn- ingar á honum aftar og aftar í kvölddagskrána. Mér var nóg boðið þegar hann var sýndur kl. 23.20 í þessari viku vegna þess að böm og gamalmenni horfa á hann af mikfili athyglí og þau geta ekki vakað svona lengi,“ sagðí leikkonan í viötali við franska útvarpsstöð í gær. Hún sagði að samningurinn við TFl, vinsælustu sjónvarpsstöð Frakklands, gerði ráð fyrir að þátturinn væri sýndur ekki síðar en kl. 22.30. Forráðamenn stöðv- arinnar vildu ekkert segja. Salman Rushdie hiftirbandaríska þingmenn Breski rithöfundurinn Salman Rushdie átti fund meö bandarísk- um öidungadeildarþingmönnum 1 Washington í gær og fór fram á að þeir þrýstu á írani um að af- létta dauðadómi yfir sér fyrir raeint guðlast. Mikfl leynd hvíldi yfir heim- sókn Rushdie þar til skömmu áður en hann snæddi hádegis- verð meö hópi þingmanna. Hann kom til Washington fyrr í vikunni án þess að gera boð á undan sér. Rushdie hefur verið i felum i þrjú ár vegna dauðadóms æjatoll- ans Khomeinis yfir honum fyrir bókina Söngva satans sem ísl- amstrúarmenn telja guðlast og hefur ein milljón doflara verið sett tfl höfuös honum. Ritzau og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.