Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. Spumingin Fylgistu með B-keppninni í handknattleik? Hlynur Snær Guðmundsson, 12 ára: Nei, ég hef engan áhuga á handbolta. Kristján Ólafsson, starfsm. Áburðar- verksmiðjunnar: Já, svona aðeins. Strákarnir hafa staðið sig ágætlega. Helgi Ólafsson: Já, já. Ég reyni að horfa á allar beiriu útsendingarnar. Frammistaðan hingað til er ágæt en við mégum ekki búast við of miklu. Guðni Þórisson verslunarmaður: Já, að sjálfsögðu. Ég er límdur við skjá- inn þessa dagana. Ég spái að við end- um í þriðja sæti. Sædis Bjömsdóttir nemi: Já, ég horfi á þetta í sjónvarpinu. Ég spái Islend- ingum fyrsta sæti. Kristín Halla Magnúsdóttir nemi: Já, aðeins. íslendingar hafa staðið sig ágætlega. Lesendur Fríhafnarpokarnir „lífshættulegu" Hallgrímur Guðmundsson skrifar: í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli eru, að sögn fulltrúa tóbaksvama- nefndar, notaðir plastpokar undir „lífshættulegan fíknivaming“. Nefnilega blessað tóbakið og vínið sem menn kaupa þar margfalt ódýr- ar en í einokunarverslun ÁTVR. „Þetta brýtur í bága við tóbaks- varnarlögin. - Allar tóbaksauglýs- ingar em bannaðar á íslandi, hvaða nafni sem nefnast“, er haft eftir full- trúanum. Er þetta nú trúveröugt? Era ekki allar bókaverslanir í land- inu, útverðir íslenskrar stílmenning- ar, fullar af erlendum tímaritum með tóbaks- og vínauglýsingum? Ef þetta sem ómerkilegir plastpok- ar í Fríhöfninni auglýsa er svívirða gagnvart viðskiptavinunum hvað em þá erlendu tímaritin sígildu og vinsælu, sem auglýsa „eiturefnin" vín og tóbak, og liggja inni á öðru hveiju heimili landsmanna? - Eigum við nú ekki að hætta þessari bann- settri bábilju, auglýsingabanninu á Tóbaksauglýsingar í timaritum. Svívirða fyrir bókaverslanir? viðteknum neysluvömm um allan fulltrúanna úr tóbaksvamanefnd- heim? Ég vona bara að ráðherra hafi inni sem ætluðu að ógna honum með hlegið sig máttlausan eftir heimsókn plastpokum. Gestrisni, hjálpsemi - Hvaðerþað? Ragnar Guðmundsson skrifar: Það keraur mörgum spánskt fyrir sjónir að sjá í fréttum frá Alþingi þegar hver stjómarand- stöðuþingmaðurinn á fætur öðr- um kemur í pontu og heitir stuðn- ingi við launþegasamtökin. Stein- grímur, Ólafur Ragnar og Kvennalistakonur eru aiit í einu öll af vilja gerð að styðja tilslak- anir af háifu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan reynir að vísu ailt til að koma í veg fyrir samninga, og vonar að samninga- þóf geti fellt ríkisstjórnina. En þótt nokkrir þingmenn andstöð- unnar ræski sig verður þess varla vart úti í þjóðfélaginu. Fólk er almennt sammála um að nú ríði á að halda stöðugleikanum. Sprenging á launamarkaðinum myndi engu valda öðm en öng- þveiti í þjóðfélaghiu. Hvarfástpóst- kortin? Pétur Stefánsson hringdi: Ég las nýlega í Gárum Elínar Pálmadóttur blaðamanns aö hún átti erfltt með að finna póstkort með rayndum úr sjávarútvegi, t.d. með fiskimönnum, fiskibæ, o.s.frv. - Hún fær svo svar í blaði sínu frá manni, sem segist hafa gefið úr póstkort frá sjónum, bæöí af fiskimönnum, bátum o.fl. Þetta er nú gott og blessaö. En hvar fást þá svona kort? Sannleikurinn er sá að flest póstkort em með landslagsmynd- um, húsum eða yfirlitsmyndum, en fá með mannlífsmyndum, eða úr atvinnulífmu. - Að maöur tali nú ekki um skort á „harmóníku- kortum" með myndum frá ís- landi, og sem þægilegt er að hafa í farteski sínu eða í vasa á ferðum Þorbjörg Svavarsdóttir skrifar: Tilefni skrifa minna er atvik sem átti sér stað 14. mars sl. Ég á ungling sem er í skóla í Þingeyjarsýslu. Hann þurfti í ökutíma og fór ásamt þrem öðmm til Akureyrar. Þeir fengu far með rútu sem fór eftir dansleik rétt hjá skóla þeirra. Þeir vora búnir að tryggja sér gistingu. Þegar til Akur- eyrar kom tókst með engu móti að ræsa húsráðendur hvemig sem reynt var. Þama voru þeir sem sé vegalausir, illa klæddir úti í 14 stiga frosti, kl. um 5.30 um morguninn og vissu ekkert hvaö þeir áttu af sér að gera. Komust þeir í símaklefa og hringdi einn þeirra heim til móður sinnar og sagöi hvemig komið væri fyrir þeim. Svaraði hún því til að hún ætti þama (á Akureyri) góða æsku- vinkonu sem eitt sinn hefði gist hjá sér og gaf hún upp símanúmer henn- ar með þeim orðum að hann hringdi til sín aftur þegar hann væri kominn tíl hennar í húsaskjól. Hann hringdi, og það var tekinn leigubíll. Þegar á staðinn var komið umtumaöist vinkonan þegar hún sá hverjir komnir vora. Hún sagði þau ekki koma inn fyrir dyr hjá sér. Hún hefði gest. Hefði drengurinn hringt í gær heíði hann kannski fengið inni. I sama mund hringdi móðir drengs- ins sem leiddist að bíða eftir nánari upplýsingum um afdrif hans. - Vin- konan, sem er nýflutt frá Reykjavík og hafði í mörg ár notið gestrisni hennar, var hin versta og sagði að ekki kæmi til greina að hýsa neinn. Hún vildi hafa svefnfrið. Móðirin gat um síðir talið hana á að hringja á gistiheimili og fá inni þar. Var tekið vel á móti þeim í gistiheimilinu Dala- kofanum. Góð rúm og vel heitt her- bergi. Það skrýtna við þetta er að ég sagði ættingja í Reykjavík þessa sögu og fannst honum það hreinlega dóna- skapur að ræsa upp fólk og ætlast til að það hýsti aðkomna. Fullyrti ég að fáir á landsbyggðinni myndu vísa unglingum, sem væra í neyð, á guð og gaddinn. En nú nálgast sumarið og ég ætla að margir Reykvíkingur séu að skipuleggja sumarfríið. Margir þrá að komast út á land, það er allt svo dásamlegt úti á landi á sumrin. - Fólk heimsækir ættingja og vini sem þaö hefur oft ekki séð í langan tíma. Landsbyggðarfólk er yfirleitt með afbrigðum gestrisið og ekkert er til sparað að taka vel á móti gestum. Húsmóöir úti á landi býr illa eigi hún ekki alltaf nóg af kaffibrauði og öðra slíku á sumrin. Oftar en ekki stoppar bíll við hhðið og út hoppa heilu vinafjölskyldumar og þá verða fagnaðarfundir. Ef hús- móðirin er í vinnu er snarlega hringt í hana og hún og húsbóndinn sam- einast um að gera gestum til góða á besta mögulegan veg. Það er sem sé ekki siður úti á landi að hafa gesti sína eina heima. Það eru sóttar dýn- ur og sængur ef þurfa þykir og öllu snúið við á heimilinu. Þetta þykir sjálfsagður hlutur. Að ekki sé minnst á stórsteikur og hnallþórur í allar máltíðir. Gestimir verða himinlifandi, segj- ast bara aldrei sjá svona heimabakað nema úti á landi. - Það er enginn Bónus úti á landi. - Það er komið að kveðjustund og gestírnir biðja nú húsráðendur blessaða að koma við næst þegar þeir koma í bæinn. - Þið getið meira að segja gist hjá okkur. Við megum þá treysta því að þið komið. - Svo er hoppað inn í bílinn og af stað. Nú hefst spennandi kafli, og reyk- vísk gestrisni skiptír um ham í Ár- túnsbrekku. Það er kominn vetur og landsbyggðarfólk er að koma í bæ- inn. Á útsölumar, í leikhúsin o.s.frv. Það er farið að hringja í ættingja og vini til að fá gistíngu. - En hvað er þetta? - Ó, hvað er leiðinlegt að geta ekki hýst ykkur, við erum nefnilega svo upptekin, eram að fara á árshá- tíð. Því hringduð þið ekki? - Og Hót- el Esja verður því þrautalendingin. Eftir nokkur ár verður ástandið í Reykjavík líklega hkt og í London. Þú færð gesti, þeir koma aldrei heim. Þú mæhr þér einfaldlega mót við þá á pöbbunum! Jöf nun atkvæðavægis Árni skrifar: Árið 1982 vora stofunuö samtök hér á landi og höfðu þau að mark- miöi að þrýsta á um jafnan kosninga- rétt hér á landi. Tíu árum síðar, árið 1992, hefur enn engin breyting orðið á þessu. Við hér á höfuðborgarsvæð- inu höfum ekki sama rétt og lands- menn í hinum dreifðu byggðum. Markmið nefndra samtaka var einn- ig að þrýsta á stjómvöld um endur- skoðun stjómarskárinnar. - Það hef- ur heldur ekki tekist. Auðvitað ætti að gera landið aht aö einu kjördæmi. Land okkar er ekki fiölmennara en það að það er á við meðalkjördæmi í einhveiju ná- grannalandanna. Sameining kjör- dæmanna myndi á margan hátt draga úr þeirri hreppapóhtík sem þjóðinni hefur reynst svo kostnaðar- söm. Með þessu mætti einnig draga úr fjölda þingmanna, en sú hugmynd hefur átt fylgi margra landsmanna. - Ég skora á ríkisstjómina að taka atkvæðajöfnunina tú endurskoðun- ar svo fljótt sem verða má. erlendis þegar grípa þarf til skyndikynningar á landinu. varpsdagskráin Dóra Sigurðardóttir hringdi: Alltaf þynnist og versnar dag- skrá Sjónvarps. Efnið, sem tekið er fyrir, er yfirleitt (en ekki allt- aí) litiö spennandi í síðasta Kast- Ijósþætti var t.d. fjallað um „eyðnisjúklingaí Póllandi"! Hvað hefur svona efni að gera í dagskrá á fóstudagskvöldi þegar fólk vih hvílast frá daglegu amstri? - Og í dagskrárlok mynd um síðasta ævidag Japana nokkurs sem fáir þekkja deih á. En livað getum við skylduáskrifendur gert? Band- ingjar opinberrar fjölmiðlunar og getum ekki sagt upp sjónvarps- notkun neroa láta innsigla tækið! lottóinu S.J.R. hriHgdi: Ég er einn þeirra sem spiluöu nokkuð dijúgt í lottóinu. Ég er þó kominn á þá skoðun nú aö hér sé um aigjört tilgangsleysi aö ræða. Potturinn hverfur garnan i drætti, þ.e. enginn fær vinning og hann tvöfaldast eða þrefaldast í næstu skipti. - Auk þess er vinn- ingur afltof hár einn sér. Þetta er ástæða þess aö ég gefst nú alveg upp á lottóinu og spila ekki meira. m skrifar: Það er fagnaðarefni aö loksins skuli bera á samkeppni í fluginu hér, bæði tíl og frá landinu og einnig innanlands. - Mér sýnist nú kominn allgóður kostur fyrir fólk að velja á milli flugfélaga, t.d. Flugleiða og SAS á milli landa, að viðbættum ferðum meö Atlantsflugi frá Guðna Þórðar- syni. - Þaö ætti aö geta orðið líf- legt í feröatilboðum þegar til kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.