Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. 13 Sviðsljós The Platters halda tónleika á Hótel íslandi næstu tvær helgar. F.v., Larry Tate, Linda Smith, Elmer Armstrong og Chico Lamar, en Chico er sá eini sem verið hefur með hljómsveitinni frá upphafi. DV-myndir GVA Hótel ísland: Á tónleikum með Platters Hljómsveitin The Platters er í heimsókn hér á landi um þessar mundir og heldur tónleika á Hótel íslandi næstu tvær helgar. Á tónleik- unum á laugardagskvöldið tókst hljómsveitinni heldur betur aö hrífa fólk með sér með lifandi framkomu sinni og gömlu góðu lögunum í anda rokkáranna. Á meðan á heimsókninni stendur nota þau sem skipa hljómsveitina tímann til aö kynnast landi og þjóð. Elmer Armstrong hefur verið með hljómsveitinni siðan 1962. Bátasýning hjá Títan: 25 mismun- andi gerðir „Þrátt fyrir mikinn reglugerða- frumskóg erum við nú búnir að fá þessa báta samþykkta á íslandi og getum því í fyrsta sinn boðið upp- á gífurlegt úrval nýrra báta,“ sagði Sigfús Sverrisson, framkvæmda- stjóri hjá Títan hf., sem stóð fyrir mikilh bátasýningu um síðustu helgi. Þar voru kynntar 25 mismunandi gerðir Shetland-báta og að sögn Sig- fusar komu yfir 4000 manns á sýning- una og allir bátamir, sem þar voru sýndir, seldust upp. „Verðiö er svipað og á gömlu bát- unum sem verið hafa til sölu hingað til. Þetta verður því vonandi tii þess að verðið á þeim lækkar þannig að fleiri geti eignast „bátsfar drauma sinna,“ sagði Sigfús. Þau byija daginn með hkamsrækt og á meðal þess sem þau hafa gert er að fara í skoðunarferðir um Reykjavík, á vélsleða upp á Esju og Langjökul, í útreiöartúra og í heim- sókn í Bláa lónið. Einnig hafa þau heimsótt Hveragerði og unnið við upptökur nýrrar konsertplötu. Þau segjast vera mjög hrifin af landi og þjóð og höfðu sérstaklega orð á því hvað íslenskir unghngar væru fijálsir og ófeimnir. Þessi íslenski karlmaður lét sig ekki muna um að bjóða Lindu upp í dans og tóku þau því létta syrpu á sviðinu. Rúdólf Arnason „mátar“ hér ameriskan bát sem ætlaður er byrjendum og kostar 348 þúsund krónur. DV-mynd RASI TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - altt í einni ferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.