Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 24
32
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992.
Fréttir
Viðræður Skandia og Fjárfestingarfélagsins í fuiluni gangi:
Hyggst stytta sér leið
á líftryggingamarkaðinn
Engin niðurstaða er komin í við-
ræður sænska tryggingarisans
Skandia og Fjárfestingarfélagsins en
Skandia hefur sýnt mikinn áhuga á
að kaupa Verðbréfamarkað Fjárfest-
ingarfélagsins. Samkvæmt heimild-
um DV er ekki búist við niðurstöðu
í þessari viku.
Verðbréfamarkaður Fjárfestingar-
félagsins er ekki Fiárfestingarfélagið
sjálft. Verðbréfamarkaðurinn annast
umsjón verðbréfasjóða hjá félaginu
og miðlun verðbréfa. Síðast en ekki
síst er Verðbréfamarkaðurinn með
samstarfssamning við Fijálsa lífeyr-
issjóðinn.
Ahugi Skandia á Verðbréfamark-
aðnum snýst um að stytta sér leið inn
á íslenska líftryggingamarkaðinn.
Sænski tryggingarisinn hyggst láta
til sín taka á þeim markaði hér á
landi á næstu árum. Líftrygginga-
markaðurinn íslenski er miklu
minni en erlendis.
íslenska þjóðin er að eldast og lík-
legt að á næstu árum aukist áhugi
fólks á að líftryggja sig og'sína nán-
ustu í meira mæli. Þetta á ekki síst
við um þá sem eru í sjálfstæðum
rekstri og utan við stéttarfélög og líf-
eyrissjóði þeirra.
Með kaupunum á Verðbréfamark-
aðnum kæmist Skandia í beint sam-
band við fjölmarga viðskiptavini
Fjárfestingarfélagsins. í Frjálsa líf-
eyrissjóðnum eru einmitt margir
sem eru í sjálfstæðum rekstri og utan
við stéttarfélög.
Formlegt tilboð hefur ekki borist
frá Skandia í Verðbréfamarkaðinn.
Engu að síður hafa átt sér stað við-
ræður á milli aðila.
Þriggja manna nefnd Fjárfesting-
arfélagsins, skipuð stjórnarmönnun-
um Guðmundi H. Garðarssyni,
Tryggva Pálssyni og Þórði Magnús-
syni, hafa fengið umboð stjórnar fé-
lagsins um að ganga til samninga við
Skandia.
-JGH
Fegurðardrottning Reykjavíkur verður valin og krýnd á Hótel Islandi í kvöld. Sigurvegarinn tekur þátt i keppninni
um titilinn fegurðardrottning íslands sem fram fer á sama stað eftir tæpan mánuð. Blómarósirnar á þessari mynd
dreymir allar um að verða fegurðardrottning Reykjavikur. Alls taka fimmtán stúlkur þátt í keppninni og því ekki víst
að sigurvegarinn verði úr þessum hópi. DV-mynd GVA
Wlk I
——- ■L ^fjHj Jj
Ámi Leósson vill reka ferðaþjónustu að Sogni:
Mjög bjartsýnn á
að tilboðinu
verði tekið
„Ég er eignamaður og það er ekk-
ert mál að íjármagna kaupin. Þetta
yrðu bara skipti á eignum sem ég á
að svipaðri upphæð og þessu nem-
ur,“ segir Ámi Leósson, bygginga-
meistari á Selfossi. Hann segist bjart-
sýnn á að stjórn Náttúrulækningafé-
lagsins taki tilboði hans í húseign
þess að Sogni fremur en tilboði ríkis-
ins. Tilboð Árna að upphæð 34 millj-
ónir króna gildir út mánuðinn og
fulltrúar ríkisins eru sem stendur að
íhuga gagntilboð frá NLFÍ.
Árni hefur hug á að breyta húsinu
mikið og ætlar sér til þess þrjú ár.
Þar myndi hann innrétta íbúð fyrir
sig, gistiheimili, hestaleigu og reið-
skóla fyrir erlenda ferðamenn. Hann
á verktakafyrirtækið Samtak á Sel-
fossi og kveðst ekki hafa hug á að
selja það holdur aðrar eignir. Meðal
annars er hann hluthafi í gistiþjón-
ustunni Gesthúsum á Selfossi.
„Þetta er alltof gott svæði til að
nota það til að loka fólk inni,“ segir
hann. „Þetta er geysilega fallegt úti-
vistarsvæði og ég gæti verið með gíf-
urlega mikla ferðaþjónustu þarna
þegar fram í sækir. Ég er bara mjög
bjartsýnn á að þetta gangi.“ -VD
Nýr kjarasamningur viö sýslumenn landsins:
Hærri laun en æðstu
embættismenn fá?
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, fullyrti í
óundirbúnum fyrirspurnatíma á Al-
þingi að samið hefði verið við sýslu-
menn um fastalaun upp á 170 til 180
þúsund krónur. Síðan er í samningn-
um ákvæði um fasta aukavinnutíma
og bónus fyrir innheimtu opinberra
gjalda. Þegar þetta allt er tekið með
fara fastalaun þeirra í 280 þúsund
krónur á mánuði. Ef þeir eru dugleg-
ir við að innheimta opinber gjöld
geta laun þeirra farið upp í 400 þús-
und krónur á mánuði.
Ólafur Ragnar benti á að þessi nýi
hópur opinberra starfsmanna væri
með langhæstu laun sem ríkiö greið-
ir. Forseti íslands, forsætisráðherra
og forseti Hæstaréttar ná ekki þess-
um launum. Ólafur Ragnar spurði
Friðrik Sophusson um þessar launa-
tölur og hverju þær sættu. Hann
benti á að allir aðrir opinberir starfs-
menn ættu nú í kjarabaráttu og
fengju neitun um launahækkun frá
ríkinu.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði það rétt að gerður hefði
verið kjarasamningur við sýslumenn
í janúar. Hann sagðist hins vegar
ekki hafa handbærar upplýsingar
um hvernig kjarasamningurinn er
nákvæmlega. Varðandi innheimtu-
bónusinn benti Friðrik á nauðsyn
þess fyrir ríkið að sýslumenn væru
duglegir við að innheimta opinber
gjöld. Hann sagðist myndi afla sér
upplýsinga sem allra fyrst og gefa
Alþingi skýrslu.
-S.dór
Torfastaðir til fyrirmyndar
- höfum hug á svipuðu formi heimilis fyrir vegalaus böm, segir formaður Bamaheilla
Samtökin Bamaheill eru að hefja
skoðun á ýmsum möguleikum við
rekstur heimihs fyrir vegalaus
böm. Formaður Bamaheilla, Art-
húr Morthens, segir samtökin mjög
hlynnt því formi meðferðarheimil-
is sem rekið er að Torfastöðum og
reynt verði að koma á fót að
minnsta kosti einu slíku og jafnvel
tveimur ef íjárráð leyfa. „Þetta er
það form sem við viljum helst hafa
en máliö er að fá fært fagfólk sem
er tilbúið til að vera jafnmikið hug-
sjónafólk og þau hjón á Torfastöð-
um eru,“ segir hann.
Sveitarstjóm Vatnsleysustrand-
ar hefur boðið samtökunum lóð
með öllu tilheyrandi og fjöldi iðn-
aðarmanna hefur boðið fram
vinnu. Einnig hefur borist tilboð
um ódýrt skólahús á Breiðdalsvík
sem er að losna. Arthúr segir að
alhr þessir möguleikar verði skoð-
aðir en sem stendur sé viða mjög
mikið framboð af einbýhshúsum á
góðu verði og í fyrstu verði leitað
á húsnæðismarkaðnum.
Best htist mönnum á að heimihð
verði í jaðri dreiíbýlis og þéttbýhs
þannig að auðvelt sé að sækja þjón-
ustu og fólk en jafnframt hægt að
njóta þeirra kosta sem dreifbýhð
býður.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis sér um innheimtu söfnun-
arfjár og kveðst Arthúr bjartsýnn
á að skh verði góð enda þótt reynsl-
an sýni að alltaf séu einhver afföll
í söfnununum sem þessari.
-VD