Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 32
» oi Oi o; ÉE T T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 60 FIMMTU DAGUR 26. MARS 1992. Ofbeldiskæran: Leystir undan vaktskyldu Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur ákveðið að tveir lögregluþjónar, sem kærðir hafa verið tii RLR vegna meints harðræðis við tvo menn við bæinn Helgafell í Mosfellsbæ um síð- ustu helgi, skuli leystir ótímabundið undan vaktskyldu. Þetta er gert í samræmi við réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna og munu lög- reglumennimir þiggja laun á meðan. Mikið ber í milli í frásögn kærenda og lögreglumannanna - til að mynda segjast kærendur hafa verið hand- jámaðir en lögreglumennirnir bera að þeir hafi alls ekki verið með slíkt á sér, enda hafi þeir verið óeinkenn- isklæddir. -ÓTT ” Akraborgin: Fékkásighnút - tjónánokkrumbílum Akraborgin fékk á sig straumhnút á suðurleið í síðustu ferð í gær. Skip- ið hentist til og við það slitnaði fest- ing á bíl sem hlaðinn var fiskiköss- um. Kassarnir fóm á nokkra bíla og skemmdust þeir nokkuð. Að sögn Helga Ibsen, forstjóra Skallagríms sem gerir skipið út, er l. ekki lokið við að meta hversu mikið það er. „Það myndast oft stramhnútar í vestanáttinni i harðasta útfalhnu frá Hvalfirðinum og Kollafirðinum,“ sagði Helgi. Akraborgin er tryggð hjá VÍS fyrir óhöppum sem þessum. Skipstjóri Akraborgarinnar vildi ekki tjá sig um þetta atvik. -VD Kviknaði í mannlausu húsi Eldur kom upp í morgun í gömlu mannlausu húsi á Álfhólsvegi í Kópavogi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu en eldur reyndist minni en búist var við og gekk greiðlega að ’ slökkva hann. Ekki er vitað um elds- upptök. Svo virðist sem húsið hafi verið athvarf útigangsmanna, samkvæmt upplýsingum SlökkviUðs Reykjavík- ur. -IBS Verðmætum hljóm- tækjum stolið Þjófar fóru inn í Hljómtækjaversl- unina Steina á Skúlagötu 61 með þvi að brjóta stóra rúðu í versluninni í nótt. Magnarar, hátalarar og önnur Hiljómtæki fyrir andvirði hundraða þúsunda króna var stoUð að áUti verslunareigandans. Vitni sáu til mannaferða en þeir sem þama voru aðverkikomustundan. -ÓTT LOKI Var einhver að tala um Flugleiðaráðuneytið? SQómin ekki sýnt ðll spilin Samkvæmt heimildum DV hefur ríkisstjórnin ekki sýnt öll spilin sem hún er meö á hendinni í samn- ingunum við launþegahreyfing- una. Meðal þess sem hún er tilbúin til að gera er að sjá til þess að dreg- ið verði úr lokunum ýmissa deilda sjúkrahúsanna sem fyrirhugaðar eru í sumar. Þar á meðal bamageð- deildar Landspítalans, útvega fé til aukinnar vistunar aldraðra og draga eitthvað úr flata niðurskurð- inum til sjúkrahúsanna. Menn era að tala um aðgerðir upp á 100 til 150 milljónir króna. Þetta er til við- bótar þvi sem ríkisstjómin hefur þegar lýst yfir að hún sé tilbúin til aögera. Það er ljóst að nú er hafið mikið taugastríð milli samningamanna launþegahreyfingarinnar og ríkis- stjórnarinnar. Skilaboöin sem samningamenn launaþegahreyf- ingarinnar fengu frá rikisstjórn- inni í gær voru á þann veg að hún gæti ekki .látið meira af hendi en hún er þegar búin að, Þá ákváðu samningamenn launþega að snúa við blaðinu og krefjast í staðinn stórfelldra kauphækkana. „Ef ríkisstjórnin vill ekki koma meira til móts við almenning í vel- ferðarmálunum er Ijóst að við verðum að krefjast kauphækkana í staðinn svo fólk eigi fyrir aðgerð- um og öðrum læknakostnaði," sagði Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Það er mat samningamanna launþega að ekki þýði að leggja fyr- ir fundi stéttarfélaganna það sem þegar liggur fyrir frá ríkisstjóm- inni og þá eingreiðslu á laun undir 80 þúsund krónum, sem talið er að liggi á borðinu firá atvinnurekend- um. Þetta yrði fellt á félagsfundum og þá væri verr farið en heima set- iö. í dag munu samningamenn BSRB og kennara hitia samninga- nefnd ríkisins og ASÍ-menn hitta fulltrúa atvinnurekenda. -S.dór Manni, sem hafði fallið illa í fjörunni við Krísuvíkurbjarg, var bjargað um borð i þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær. Maðurinn var að skoða flak af báti við bjargið þegar hann féll. Félagi hans fór upp á veg, hitti þar vega- gerðarmenn og bað um að kallað yrði eftir aðstoð. Talsvert erfitt var um vik fyrir þyrluna vegna niðurstreymis við bjargið. Talið var að maðurinn sem féll hefði fótbrotnað. -ÓTT Veðriöámorgun: Hlýnandi veður Á morgun verður sunnan- og suöaustangola eða kaldi. Rigning eða slydda verður víða um land en dáÚtil snjókoma norðaustan- til. Hlýnandi veður. Hiti verður frá frostmarki til 5 stig. verðlækkun Gatt-samningur getur haft í fór með sér allt að 25 prósent verðlækk- un á landbúnaðarvörum samkvæmt könnun Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. í skýrslu Hagfræðistofnunar kem- ur fram að heildsöluverð á umrædd- um vörutegundum virðist vera frá 40 og upp í 700 prósent hærra heldur en í Noregi. Er miöað við árið 1987. Mestur munur er á heildsöluverði á kartöflum. Skýringar á þessu eru sagðar liggja aðallega í innflutnings- hömlum, en einnig í mismiklu að- haldi að hálfu opinberra aðila í um- ræddum löndum og verði á sam- keppnisvörum við landbúnaðaraf- urðirnar. Niðurstöður Hagfræðistofnunar HÍ eru þær að heildsöluverðið geti lækkað um 8-25 prósent. Fer verð- lækkunin nokkuð eftir framkvæmd Gatt-samningsins. -JSS NSK KULULEGUR Vowlsen SuAurlandsbraut 10. S. 686499. „ _____ Tvö fíkniefhamál: Sex komnir í gæsluvarðhald 26 ára karlmaður sem kom til landsins með 2 kíló af hassi á sér á mánudag hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðahald. Þrír aðrir vora handteknir vegna þess máls og var farið fram á gæsluvarð- hald yfir einum þeirra í gærkvöldi en hinum tveimur sleppt. Fjórir aðrir aðilar eru í gæsluvarð- haldi í Síðumúla vegna 3 kílóa hass- máls frá því á sunnudag. Fíkniefna- lögreglan lagði hald á 30 grömm af hassi til viðbótar á þriðjudag vegna þriðjamálsins. -ÓTT Sonur íslenskrar konu: Dæmdur í fangelsi Dómstóll í Tokyo í Japan hefur dæmt mann af íslenskum ættum í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir búðaþjófnað. Maðurinn heitir Roger Webb, er enskur ríkisborgari, sonur Helgu Webb sem fædd er á íslandi. Roger fór ásamt bróður sínum til Japans árið 1990 og æflðu þeir að kenna þar ensku. í desember það ár voru þeir handteknir grunaðir um að hafa stolið vörum í verslun að andvirði 170 þúsund jen eða nærri 80 þúsund íslenskar krónur. Roger hefur verið í varðhaldi síðan eða í sextán mánuði við illan aðbún- að eftir því sem Reutersfréttastofan hefur eftir Helgu móður hans. Nú er loksins búið að dæma í málinu og var Roger fundinn sekur. Helga er í Japan og er ætlunin að áfrýja mál- inu. -GK Gatt-samningur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.